Alþýðublaðið - 01.05.1987, Qupperneq 2
2
Föstudagur 1. maí 1987
MfflUltUlIII
Simi: 681866
Útgefandi: Blaö hf.
Ritstjórar: Árni Gunnarsson og Ingólfur Margeirsson
Blaðamenn: Örn Bjarnason, Ása Björnsdóttir,
Kristján Þorvaldsson og
Jón Daníelsson
Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson
Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guömundsdóttir
Setning og umbrot: Alprent hf., Ármúla 38
Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12
Áskriftarsíminn er 681866
Einn heilsteyptan
jafnaðarmannaflokk
Alþjóðlegurdagurverkalýðsinserl. maí. Þáminnast
menn gamalla sigra og fylkja sér um nýjar kröfur.
Verkalýðsbaráttan í dag erað mörgu leyti ósvipuð bar-
áttu fyrri ára. Stéttarmeðvitund hefur dofnað og hinn
pólitíski kraftur verkalýðshreyfingarinnar hefur
dreifst. Samkvæmt könnunum Félagsvísindastofn-
unar Háskólans styðja svonefndar láglaunastéttir
ekki verkalýðsflokkana, heldurfyrst og fremst hægri
flokka sem Borgaraflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn.
Ástæður þessara breytinga eru eflaust margþættar,
en nefna má breyttar þjóðfélagsaðstæður og meiri
velmegun, hagfræðileg stjórnun verkalýðsfélaga á
kostnað pólitískrar vitundar, og landvinningur mark-
aðsstefnu í stað félagshyggju.
Alþýðuflokkurinn hefur á undanförnum árum sótt
mjög í sig veðrið sem lýðræðislegur jafnaðarmanna-
flokkur í stórsókn. Baráttumál jafnaðarmanna fyrir
aukinni velferð allra landsmanna birtist m.a. í stefnu-
málum flokksins í lífeyrismálum, skattamálum, hús-
næöismálum og heilbrigðismálum. Úrslit kosning-
annavoru svörun kjósendavið velferðarstefnu flokks-
ins. Kjósendur sem juku fylgi flokksins, vita að Al-
þýðuflokkurinn er jafnaðarmannaflokkur sem fylgir
tlmanum en hefur ekki einangrast ( gömlum, innan-
tómum slagorðum eins og raunin hefur því miðurorð-
ið á með Alþýðubandalagið. Mikil innri gagnrýni og
uppstokkun er nú fyrirdyrum hjá Alþýðubandalaginu.
Flokkur verkalýðsins hefur reynst eiga minnsta fylgi
verkalýðs að fagna. Hvers vegna skyldi það vera? Það
er einkum vegna þess að Alþýðubandalagið hefur
gleymt að fylgjast með tímanum; að verkalýður nú-
tímans setur aðrar kröfur á oddinn en áður. Alþýðu-
bandalagiö hefureinnig svikið láglaunafólkið með því
að binda pólitík sína við ASI-stefnuna. Útkoman var
máttlaus kjaramálapólitík í kosningabaráttunni.
Hættan við þá þróun sem átt hefur sér stað innan
verkalýðsfélaga og Alþýðusambandsins er sú, að
þessi voldugu félög breytist í dauöa hagfræðikontóra
sem ekki eru í virku sambandi við félagana. Rofin
tengsl verkalýðsforystu við hið lifandi afl — fólkið
sjálft — kann að sjálfsögðu ekki góðri lukku að stýra.
Þettakerfi verðuraðbrjótaupp. í fyrstalagi verðurað
framkvæma hugmyndir Alþýðuflokksins um sameig-
inleg stéttarfélög ávinnustöðum. í öðru lagi verðurað
sameinavinstri menn og félagshyggjuöfl í einn stóran
jafnaðarmannaflokk. Launafólk sem er dreift um,
marga félagshyggjuflokka, er fólk í upplausn og rekur
auöveldlega í hugsjónalegri deyfð á fjörur hægri
flokkanna. Þreifingar síðustu daga um myndun ný-
sköpunarstjórnar gæti orðið fyrsta skrefið til sam-
runa A-flokkanna. Innra uppgjör Alþýöubandalagsins
hlýtur að lykta á þann veg, að flokksmenn viðurkenna
að hin nútímalega, lýðræðislega leið Alþýðuflokksins
til velferðar sé rétt í öllum aðalatriðum.
Jón Baldvin Hannibalsson, formaður alþýðuflokks-
ins, sagði eftirfarandi orð í 1. maf ræðu fyrir ári sem
hann hélt á Siglufirði: „ímyndið ykkur, hvernig um-
horfs væri í þessu þjóðfélagi, ef við ættum nú þegar
heilsteyptan verkalýðsflokk sem starfaði á traustum
hugmyndagrundvelli lýðræðisjafnaðarstefnu og
hefði að bakhjarli vel skipulagða og lýðræðislega
verkalýðshreyfingu eins og víðast hvar annars staðar
í Evrópu." Þessi orð eru óvenjufersk í dag.
Þessi mynd er frá fyrstu kröfugöngunni sem farin var á íslandi á baráttudegi verkalýðsins, 1. mai 1923. (höfundur
óþekktur - Ljósmyndasafnið).
Frá gleymdum dögum
Það var árið 1923 sem fyrst var far-
ið í almenna kröfugöngu í Reykja-
vík á hátíðis- og baráttudegi verka-
lýðsins, 1. maí. Síðan eru liðin 64 ár
og kröfugöngurnar og hátíðahöld-
in eru fyrir löngu orðnar fastur lið-
ur í þjóðlífinu þennan dag. Alþýðu-
blaðið minnist dagsins með nokkr-
um myndum úr sögu íslenskrar al-
þýðu. Myndirnar hér á síðunni eru
fengnar á Ljósmyndasafninu, en
þar eru varðveitt mikil menningar-
leg verðmæti í formi mynda frá
gamaili tíð.
Konur og börn lögðu hart að sér'við vinnu, ekki slöuren karlmenn, þótt minnafari fyrirvinnuframlagi þeirra I skráð-
um heimildum. Hér er unnið að saltfiskþurrkun á Kirkjusandi um 1910. ‘
Þessir verkamenn unnu við grjótnám I Öskjuhllðinni nálægt árinu 1915. (Magnús Ólafsson —
Ljósmyndasafnið)