Alþýðublaðið - 01.05.1987, Page 7
Föstudagur 1. maí 1987
7
Ávarp
Alþjóöa-
sambands
frjálsra
verkalýös-
félaga (ICFTU)
Hefjum ^87
uppbyggingu framtíðar
I tilefni 1. maí 1987 hvetur Al-
þjóðasamband frjálsra verkalýðs-
félaga (ICFTU) 85 milljónir félags-
manna sinna frá 144 félagasamtök-
um í 96 löndum til að halda áfram
baráttunni til að leggja grundvöll
að framtíðinni. Sambandið skorar
jafnframt á alla ófélagsbundna
verkamenn að gerast þátttakendur i
þessu aðkallandi verkefni: að
stuðla að betri framtíð sem grund-
völluð er á réttlæti, frelsi, friði og
lýðræði. Einmitt þessi gildi hafa
verið hornsteinn alþjóðlegrar
frjálsrar verkalýðshreyfingar allt
frá stofnun hennar og eru falin í
kjörorðum hennar:
Brauð — friður — frelsi
í dag er heimurinn sífelldum
breytingum undirorpinn og um-
skiptin verða æ hraðari. Á sama
tíma deyja þúsundir manna úr
hungri daglega. Fjórðung mann-
kyns skortir viðunandi húsnæði.
Milljónir ungmenna, kynslóðir
framtíðarinnar, hafa ekki átt kost á
nauðsynlegri menntun. Heilar
verksmiðjur, tákn tækniframfara,
eru þurrkaðar út í slysförum, sem
drepa verkamenn og ógna bæði al-
menningi og umhverfinu. Atvinnu-
leysi og slæmt atvinnuástand veldur
vaxandi eymd víðsvegar um heim-
inn. Mannréttindi og félagafrelsi
eru fótum troðin í mörgum lönd-
um, jafnt af einræðisherrum sem
kenna sig við vinstri- og hægri
stefnu. Hinn svarti meirihluti þjóð-
arinnar í S-Afríku heldur áfram
einbeittri baráttu sinni til að binda
endi á aðskilnaðarstefnu stjórn-
valda. Barnaþrælkun heldur
áfram. Sömuleiðis mismunun á
vinnumarkaði eftir kynjum. Þró-
unarlöndin eru að sligast undir er-
lendum skuldum...
Alþjóðsamband frjálsra
verkalýðsfélaga krefst
annarrar framtíðar
Alþjóðsamband frjálsra verka-
lýðsfélaga krefst djarfrar langtíma-
áætlunar í efnahags- og félagsmál-
um sem verði til að breyta gagngert
rikjandi ástandi í efnahags- og fé-
lagsmálum, leggi forsendur ekki
einungis fyrir framförum og hag-
vexti heldur einnig félagslegu rétt-
læti:
— Alþjóðsamband frjálsra verka-
lýðsfélaga mótmælir tilraunum
sumra ríkisstjórna til að draga í
efa rétt verkalýðssamtaka, og
takmarka athafnafrelsi þeirra.
Það minnir á að þar sem frjáls
verkalýðshreyfing hefur tjáning-
arfrelsi er hún ómissandi félags-
legur þáttur og framlag hennar
til efnahagslegra og félagslegra
framfara er milljónum verka-
manna lífsnauðsyn.
— Alþjóðasamband frjálsra
verkalýðsfélaga telur nauðsyn-
legt að styðja og efla starf verka-
Iýðshreyfingarinnar í þágu frið-
ar, öryggis og afvopnunar í
heiminum. Alþjóðleg verkalýðs-
hreyfing telur að við verðum að
einbeita okkur að almennri sam-
ræmdri afvopnun undir öflugu
alþjóðlegu eftirliti, sem tekur
bæði til hefðbundinna vopna og
kjarnorkuvopna. Sambandið er
fullvisst um mikilvægi þess að
efla aðgerðir til þess að styrkja
gagnkvæmt traust. Gagnkvæm
viðurkenning á ráðstöfunum til
eftirlits á viðkomandi stöðum er
nauðsynlegur þáttur ef sam-
komulag á að nást, og verður að
stuðla að því.
— Alþjóðasamband frjálsra
verkalýðsfélaga lýsir yfir fullum
og ótvíræðum stuðningi við alla
verkamenn og öll frjáls og lýð-
ræðisleg samtök verkafólks í
baráttu þeirra við að verja rétt
og frelsi vinnandi fólks og bar-
sýnir verkalýðshreyfingin samtakamátt sinn
og sigurvilja með því að fylkja einhuga liði í kröfugöngum
og á fundum verkalýðsfélaganna.
Höfnum sundrungu, treystum raðirnar
og búumst til baráttu fyrir mannsæmandi lífskjörum.
Berum kröfur samtaka okkar fram til sigurs.