Alþýðublaðið - 01.05.1987, Side 8

Alþýðublaðið - 01.05.1987, Side 8
8 Föstudagur 1. mal 1987 áttu þeirra gegn hvers konar harðstjórn, hverjar hugsjónir sem sú harðstjórn hefur á oddin- um. Heimurinn er að breytast. Aukin þátttaka kvenna á vinnumarkaði, framfarir til jafnréttis og tækifæri fyrir vinnandi konur og full þátt- taka þeirra í verkalýðshreyfingunni, vandamál sem upp hafa komið vegna aukinna hlutastarfa, mikill fjöldi ungs fólks í leit að atvinnu, tilkoma nýrrar tækni, allt eru þetta verkefni sem verkalýðshreyfingin verður nú að taka á. Alþjóðleg verkalýðshreyfing er einörð í að leggja sitt af mörkum til að móta þetta þjóðfélag og stuðla að nýjum formum samstöðu. Á næsta þingi Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga sem haldið verður 14r-18. mars 1988 í Mel- bourn í Ástralíu munu fulltrúar að- ildarfélaganna ákveða hvernig best verður brugðist við þeim nýju breytingum sem nú fara í hönd hjá vinnandi fólki í heiminum. Alþjóðleg verkalýðshreyfing og meölimir hennar, Alþjóðsamband frjálsra verkalýðsfélaga, Alþjóð- legu sérsamböndin og aðildarsam- bönd eru i dag 1. maí, sameinuð og tilbúin til að: Mœta kröfum nútímans og stuðla að betri framtíð! Lifi alþjóðleg samstaða verkalýðshreyfingarinnar! Lifi baráttudagur verka- fólks! 1. maí ávarp Fulltrúa- ráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og Iðnnemasam- bands Islands. Hver er sú tilfinning, sem bærist með íslensku launafólki á baráttu- degi verkafólks I. maí? Hvernig skynjum við þennan dag, karlar, konur og börn? 1. maí er og verður dagur hvatningar og dagur vonar fyrir íslenskt launafólk. Miklar hræringar hafa orðið í kjaramálum á síðustu vikum. Þær launahækkanir sem átt hafa sér stað að undanförnu hljóta á næstu vikum einnig að koma til þeirra, sem höllum fæti standa í launabar- áttunni. Atvinnurekendur verða að skilja, að þeir sem minnst bera úr býtum, mega ekki dragast aftur úr í kjörum. Að öðrum kosti vefður verkafólk að brýna kutana til átaka. Atvinnurekendur geta hækkað laun svo um munar, ef þeir láta af ómarkvissu fjárfestingarbruðli og hyggja að bættum rekstri og skipu- lagi innan fyrirtækjanna. Á þann hátt er m.a. hægt að hækka laun án nýrrar verðbólguholskeflu. Skattsvikin eru þjóðarböl. Þeim verður að útrýma. Það nær engri átt að almennt launafólk beri þung- ann af sköttunum meðan fjöldi fyr- irtækja og einstaklinga kemst hjá því að greiða í hinn sameiginlega sjóð. Misréttið hefur margar hliðar. Ein þeirra snýr að launum karla og kvenna. þar er mikið verk að vinna. Samtök launafólks verða að gera bandalag um að afmá launamisrétt- ið og linna ekki látum fyrr en fullt jafnrétti hefur náðst. Önnur hlið snýr að börnum okk- ar. Langur vinnudagur og lágt kaup — ekki síst kvenna — á drýgstan þátt í því útigangsþjóðfélagi, sem við höfum búið börnum okkar. Einu áhrif yngstu kynslóðarinnar eru lyklavöld að mannlausum íbúð- um og aðgangur að skólakerfi, sem yfirvöld hafa ekki sniðið að að- stöðu og þörfum barna. Er þetta það sem við viljum? Er þetta það samfélag, sem við viljum búa börn- um okkar og okkur sjálfum í fram- tíðinni? Fyrir frumkvæði verkalýðshreyf- ingarinnar hefur tekist að gerbreyta stöðunni i húsnæðimálum á skömmum tíma. En betur má ef duga skal. Ríkisvaldið verður að leggja fram meira fé til að stytta biðtímann eftir húsnæðislánum. Ellegar er hið mikla starf hreyfing- arinnar í húsnæðismálum í hættu. Jafnframt þarf að tryggja aðra kosti til húsnæðisöflunar; félags- lega íbúðarkerfið og opna nýjar leiðir s.s. kaupleiguíbúðir fyrir þá sem þess óska. Af hverju ekki að kaupa þetta hjá okkur? Við bjóðum einfaldlega allt efni til klcedningar Timbur, steinull, hinar afar vinsælu steindu plötur og annað sem til þarf Ef þú þarft að klæða þá er stíll yfir steindu plötunum Heildsala: Holtagöröum. Smásala:Krókhálsi. Það er mannréttindi að búa í ör- uggu húsnæði. Það eru líka mann- réttindi að þurfa ekki að fórna heilsu og fjölskyldulífi til að eignast þak yfir höfuðið. Ný sýn á menntun og fræðslu- starf blasir við launafólki og sam- tökum þess. Námskeið fyrir fisk- verkafólk og aðrar nýjungar í fræðslustarfi sýna okkur hvað hægt er að gera. En þetta er upphaf- ið að öðrum stórum verkefnum á þessu sviði. Launþegahreyfingin í landinu gerir kröfu um símenntun, enda er menntunin lífakkeri allra Iaunþega þegar til lengri tíma er lit- ið. Jafnframt er hún undirstaða iðn- og tækniþróunar og ræður þannig lífsafkomu okkar sem þjóð- ar. 1. maí minnumst við bræðra okk- ar og systra í þriðja heiminum, þeirra sem kúgaðir eru og hæddir sökum kynferðis, Iitarháttar eða trúarbragða. Við fordæmum ógn- arstjórnir heims. Suður-Afríka er þar efst á blaði. Við höfnum einnig afskiptum stórveldanna af innan- landsmálum ríkja, hvort sem er í EI Salvador, Nicaragúa eða Afghan- istan. Vopn varða aldrei veginn til friðar. Við höfnum einnig kjarnorku- vopnum. Gereyðingarvopn marka leið beint til heljar. Við höfnum þeirri lífssýn, að börnin okkar alist upp í víghreiðri kjarnorkunnar. Við berum virðingu fyrir lífinu. Þess vegna styðjum við kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd, kjarnorku- vopnalaust svæði í Mið-Evrópu og heim. án atómvopna. Þess vegna styðjum við einnig friðlýsingu haf- svæðisins umhverfis ísland og hvetjum til harðvítugrar andstöðu við endurvinnslustöð fyrir kjarn- orkuúrgang í Dourea í Skotlandi. Slys frá slíkri stöð myndi ógna lífs- aficomu íslensku þjóðarinnar. Við íslendingar eigum að marka okkur spor í sögu þjóðanna sem friðelskandi fólk. Á næstu vikum og mánuðum reynir enn á ný á samtakamátt og siðferðisþrek launamanna. Okkur er öllum ljóst, að það verður að bæta laun þeirra sem verst eru sett- ir. Þetta verður að takast. Minn- umst þess hvernig samtakamáttur í stað sérhyggju hefur ætíð reynst öflugur bakhjarl til að byggja upp réttlátt þjóðfélag í anda frelsis, jafnréttis og bræðralags. í anda þeirra hugsjóna, sem verkalýðs- hreyfingin hefur haft að leiðar-Ijósi frá öndverðu. Getraunir „ 11 Lelklr 2. mai 1987 1 1 X 2 1 Arsenal - Aston Vllla 2 Chartton - Luton 3 Chelsea - Lelcester T I 4 Coventry - Llverpool 5 Man. United - Wimbledon 6 Nott’m Forest - Tottenham * 7 Oxford - Norwlch 8 Sheffield Wed. - Q.P.R. 9 Watford - Southampton r 17 10 West Ham - Newcastle 11 Derby-Leeds 12 Oldham - Plymouth 7 i 1 Alþýðublaðið heldur áfram að rúlla yfir Helgarpóstinn í getrauna- keppni blaðanna. Alþýðublaðið hefur fjögurra stiga forystu eftir leiki helgarinnar. í síðustu leikviku komu fram tvær raðir með tólf réttum. Vinn- ingur fyrir hvora röð er tæpar 200 þúsund krónur. Nú eru aðeins tvær leikvikur eftir á þessu tímabili og mál til komið að krækja sér í tólfur. Fagurs útsýnis get- ur ökumaður ekki notið öðruvísi en að stöðva bílinn þar sem hann stofnarekki öðrum vegfarendum i hættu (eða tefur aðra umferð).

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.