Alþýðublaðið - 01.05.1987, Page 11

Alþýðublaðið - 01.05.1987, Page 11
Föstudagur 1. maí 1987 11 Reykvíkingar! Mætum í kröfugöngu og á útifund 1. maí-nefnd verkalýðsfélaganna í Reykjavík Safnast verðursaman á Hlemmi kl. 13.30og geng- ið þaðan kl. 14.00 á Lækjartorg. Dagskrá: 1. Þröstur Ólafsson, starfsmaður Dagsbrúnar flytur ræðu 2. Gunnar Eyjólfsson flytur Ijóð 3. Hildur Kjartansdóttir varaformaður Iðju flytur ræðu 4. Haraldur Hannesson form. S.F.R. flytur ávarp 5. Kristinn Sigmundsson syngur 6. Lúðrasveitverkalýðsinsflyturlnternationalinn í fundarlok Fundarstjóri, verður Pálmar Halldórsson starfs- maður I.N.S.Í. 1. maí-nefnd verkalýðsfélaganna i Reykjavík Útboð Innkaupastofnun Reykjavlkurborgar fyrir hönd Hita- veitu Reykjavlkur óskar eftir tilboðum I lögn að færslu æðar að dælustöð við Sundlaugaveg. Lengd um 800 rnetrar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Frikirkju- vegi 3, Reykjavlk gegn 15.000.- kr. skilatryggingu. Til- boðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 12. mal n.k. kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikírkjuvegi 3 — Simi 25800 — Postholf 878 — 101 Reykjavik 1. maí kaffi 1. maí stendurkvenfélag Alþýðuflokksins í Reykjavík fyrir síðdegiskaffi í Naustinu milli kl. 15—18. Jóhanna Linnet syngur nokkur lög við píanóundirleik Guðna Þ. Guðmundsson- ar. Jón Baldvin Hannibalsson formaður Al- þýðuflokksins flytur ávarp. Allir eru velkomnir í 1. maí kaffi. Kvenfélag Alþýðuflokksins Hjúkrunarfræðingar Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga I heilsugæslu- stöðvum eru lausar til umsóknar nú þegar: 1. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustööina á Patreksfirði. 2. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina á Þórshöfn. 3. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina i Asparfelli, Reykjavik. 4. Staöa hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöö Mið- bæjar, Reykjavík. 5. Staða hjúkrunarfræöings við Heilsugæslustööina ( Árbæ, Reykjavik. 6. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustööina í Reykjahlfð, Mývatnssveit. 7. Hálf staðahjúkrunarfræðingsvið Heilsugæslustöð- ina á Dalvik. 8. Hálf staða hjúkrunarfræöings við Heilsugæslustöð- ina á ísafirði. 9. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina ( Ólafsvik, frá 15. júli 1987. Umsóknirásamt upplýsingum um nám og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu, Laugavegi 116, Reykjavik. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 30. april 1987. Árni Gunnars Framhald af bls. 14. A ráðstetnu um velferðarríkið, sem haldin var fyrir skömmu, sagði ég á þessa leið: „Við verðum að taka þátt í þeirri umræðu, sem nú á sér stað um velferðarríkið og framtíð þess. (Ég skýt því hér inn í, að ég á alltaf erfitt með að draga marka- línu á milli velferðarríkisins og markmiða verkalýðshreyfingarinn- ar). Eitt er það vopn, sem gegn okk- ur er beitt, og það er, að velferðin, tryggingin frá vöggu til grafar, geti gengið svo langt, að hún svipti manninn athafnaþrá og framtaki. Slíkri velferð ætlum við ekki að stuðla að. En við viljum að sú mannúðarstefna ríki og að hver maður beri í brjósti þá réttlætis- kennd, að arðurinn af vinnunni skiptist réttlátlega, en safnist ekki á fárra manna hendur. Þetta mun takast best með því, að virkja okkar eigið framtak til þess að hafa áhrif og völd í atvinnurekstrinum sjálf- um“ í framhaldi af þessum orðum spyr ég ykkur á þessum fundi: Hvernig stendur á því, að Sjálf- stæðismenn og Framsóknarmenn eru í forustu fyrir stærstu og vold- ugustu fyrirtækjum landsins. Get- ur verið, að það stafi af því að póli- tísk afsprengi verkalýðshreyfingar á íslandi, hafi gert sig ber að þeim glæp að hafa ekki haft tíma til ann- ars en að berja á bræðrum sínum og félögum. Getur verið að íhalds- menn semji við íhaldsmenn um kaup og kjör íslenskrar verkalýðs- hreyfingar? Þetta er líka ýkt mynd, en litirnir eru til. Gömlu slagorðin Staða verkalýðshreyfingarinnar er umræðuefnið. — Ég var að tala um íhaldið, og ég tala um það sem verðugan andstæðing í hvaða flokki, sem það birtist. Það hefur m.a. haft vit á því, að skjóta öllum félagshyggjuöflum og Iýðræðis- sósíalistum ref fyrir rass í heimi fjölmiðlanna. Staða verkalýðs- hreyfingarinnar batnar ekki með því að hún haldi að sér höndum í þeirri ógnarveröld. Hún á fjármuni til að taka þátt í fyrirsjáanlegum slag frjálsra útvarpsstöðva, eða öfl-. ugri útgáfu dagblaðs. Hver er staða verkalýðshreyfingarinnar í nútíð og framtíð á þessu sviði? Veit verka- lýðshreyfingin ekki hvert vald henn- ar er? Félagsleg deyfð verkalýðshreyf- ingarinnar kann að stafa af því, að andstæðingar hennar hafa með fjölmiðlamætti dregið úr henni kjark og þor, áhuga og eindrægni. — Hvar er sú verkalýðshreyfing á vegi stödd, þar sem eitt prósent fé- lagsmanna í stærsta verkalýðsfélagi landsins, samþykkir samninga fyrir hin 99 prósentin? Og hvar er sú verkalýðshreyfing á vegi stödd, sem ekki vill brjótast úr viðjum hefðbundinna taxtakerfa í átt til vinnustaðafélaga, þar sem samið er fyrir vinnustaðinn i heild. Þannig gæti ég lengi þusað. Upp- úr stendur, að á þessum tímamót- um verður Verkamannasambandið að hverfa aftur til kreppuáranna og nota þaðan slagorðin um að dag- vinnutekjur nægi fyrir nauðþurft- um. — Svo miklu er nú stolið frá hinum vinnandi manni í arðlausar fjárfestingar, milliliðahallir og ein- okunarkerfi pilsfaldakapítal- ismans, að leiðrétting er ekki bara réttlát, hún er siðferðileg og söguleg nauðsyn, ef verkalýðshreyfingin vill ráða einhverju í baráttunni gegn frumskógarlögmálinu. Kannski gæti Verkamannasam- bandið skrifað undir þennan hluta af starfsskrá Alþýðusambands- þingsins 1936: „Þeim tilraunum, sem hafnar eru til að byggja upp nýjar atvinnugreinar og nýjan at- vinnurekstur, sé haldið áfram og þær auknar að miklum mun, rann- sóknir á möguleikum nýrra fisk- veiða og nýjar aðferðir við hagnýt- ingu aflans séu auknar og styrktar ríflega“ Þetta eru sundurlausar hugleið- ingar, svo margt er hægt að segja, en skammtaður tími stuttur. — Ég óska ykkur alls velfarnaðar á þess- um tímamótum og gengis í barátt- unni fyrir réttmætum hlut. — Þá baráttu verður að herða. Orlofshús Sjómannafélags Reykjavíkur Orlofshús félagsins að Hraunborgum Grímsnesi og að Húsafelli verða leigð út frá og með 4. mai. Tekið á móti umsóknum á skrifstofu félagsins gegn greiðslu dvalargjalds frá kl. 9 n.k. mánudag. Stjórnin RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Rafmagnsveitur rikisins auglýsa stöðu forstöðumanns fjármálasviðs fyrirtækisins lausa til umsóknar. Hagfræði- eða viðskiptafræðimenntun er tilskilin. Starfið veitist frá 1. júlí 1987. Umsóknir sendist rafmagnsveitustjóra rikisins, Lauga- vegi 118, 105 Reykjavík, fyrir 20. mai 1987. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 118, 105 Reykjavik. Útboð — Gatnagerð Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í gerð Ásbrautar I Hafnarfirði, samtals um 8500 m2 í malargötu. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverk- fræðings Strandgötu 6 frá og með þriðjudeginum 5. mal n.k. gegn 5.000,- kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 12. mal kl. 11. Bæjarverkfræðingur. Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar kennarastöður við framhaldsskóla Við Menntaskólann á ísafirðj kennarastöður I Islensku, stæröfræði og þýsku, heilar stööur, og hálfar stöður I efnafræöi og frönsku. Við Menntaskólann ( Kópavogi kennarastöður i stærð- fræði og viðskiptagreinum. Við Menntaskólann að Laugarvatni kennarastöður ( stærðfræði og raungreinum. Við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hálf kenn- arastaða i tónlist og kórstjórn. Við Fjölbrautaskóla Suðurnesja I Keflavik, kennara- stöður í faggreinum rafiðna, faggreinum hársnyrti- greina, efnafræði, ensku, íslensku, liffræði, stærð- fræði og viðskiptagreinum. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavlk fyrir 22. maí næstkomandi. Menntamálaráðuneytið.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.