Alþýðublaðið - 21.05.1987, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 21.05.1987, Qupperneq 1
Hillir undir stjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýöuflokks og Kvennalista: Formlegar stjórnarmyndunarviðræður? Þorsteinn Pálsson hefur átt jákvæðar viðræöur við fulltrúa Kvennalista. Leynifundur Alþýðuflokks og Kvennalista sl. mánudag. Mikil fundarhöld hjá flokkunum þremur. Talsverður skriður hefur komist á stjórnarmyndunarviðræðurnar síöustu daga og ekki talið ólíklegt að formlegar viðræður Sjálfstæðis- flokks, Alþýðuflokks og Kvenna- lista hefjist í dag. Hinar löngu við- ræður Þorsteins Pálssonar í fyrra- dag við fulltrúa Kvennalista munu hafa skilað góðum árangri og ágreiningsmál eins og launamál og utanríkismál talin brúanleg. Þor- steinn mun einnig hafa beðið um afstöðu Kvennalistans um þátttöku kvenna í hugsanlegri fjórflokka- stjórn. Alþýðuflokkur og Kvenna- listi átti leynilegan fund s.l. mánu- dagskvöld áður en viðræður Kvennalista við Sjálfstæðisflokks hófust á þriðjudag. í gær var stíft þingað í þessum þremur flokkum og þykir það benda til að saman sé að draga í átt að formlegum stjórnarmyndunar- viðræðum og jafnvel stjórnar- myndun. Þingflokksfundur Kvennalistans hófst árdegis í gær og síðar um daginn komu stuðnings- menn Kvennalistans saman á Hótel Vík til viðræðna um fund Kvenna- listans með Þorsteini Pálssyni. Þingflokksfundir Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks hófust kl. 21.00 í gærkvöldi og stóðu fram eftir kvöldi. Hin miklu fundarhöld þessara þriggja flokka og sá árang- ur sem náðst hefur á viðræðum Þorsteins Pálssonar við fulltrúa Al- þýðuflokks og Kvennalista bendir til þess að nú hilli undir formlegar stjórnarmyndunarviðræður þess- ara þriggja flokka. Sögulegt handtak Hendur Þorsteins Páls- sonar og Alberts Guö- mundssonar snertast í fyrsta sinn eftir að Albert sagði af sér ráðherradómi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og klauf flokkinn með því að stofna Borgaraflokkinn. Myndin var tekin i gær þegar Albert mætti á fund Þorsteins til óformlegra viðræðna um stjórnar- myndun. A-mynd/Róbert. Kjararannsóknarnefnd: Launin fjóröungi hærri í Reykjavík Gífurlegur launamunur á landsbyggö og höfuðborgarsvæði. Jafnvel hátt í 70% milli kvenna á landsbyggð og karla í Reykjavík. Algengur munur kringum 15% miðað við sama kyn og sömu störf. Fólk á landsbyggðinni vinnur lengri vinnutíma fyrir mun lægri laun en stéttarfélagar þess á höfuð- borgarsvæðinu. Munurinn er mis- mikill eftir stéttum en er á hinn bóg- inn án undantekninga. Tölur um þetta efni er að finna í nýútkomnu fréttabréfi Kjararannsóknarnefnd- ar og þar kemur m.a. fram að mest- ur munur er á launum karlmanna sem vinna skrifstofustörf. Þeir sem eru svo lánsamir að vinna þau störf á höfuðborgarsvæðinu hafa næst- um fjórðungi hærra tímakaup en starfsbræður þeirra á landsbyggð- inni. Karlmenn sem vinna skrifstofu- störf á höfuðborgarsvæðinu hafa að meðaltali um 323 kr í hreint tímakaup í dagvinnu á móti 263 kr. sem stéttarfélagar þeirra í hliðstæð- um störfum á landsbyggðinni verða að láta sér nægja. Munurinn á þess- um tölum er um 23%, sem svarar til þess að Reykvíkingarnir vinni sér inn tæpar fimm krónur á móti hverjum fjórum sem landsbyggðar- mennirnir hafa í laun. Skrifstofumenn á höfuðborgar- svæðinu vinna styttri vinnutíma en þeir sem vinna sömu störf á lands- byggðinni. Það sama gildir reyndar um aðrar starfsstéttir sem um er fjallað í fréttabréfi Kjararannsókn- arnefndar. Launamunurinn er talsvert mis- mikill eftir stéttum, mestur hjá körlum við skrifstofustörf en einna minnstur hjá konum við afgreiðslu- störf, þar sem aðeins munar um þrem prósentum á launum í dag- vinnu. Algengast virðist að launa- munurinn sé kringum 15%. Munurinn á þessum Iaunum staf- ar væntanlega fyrst og fremst af því að yfirborganir eru bæði meiri og tíðari í Reykjavík og nánasta ná- grenni höfuðborgarinnar en annars staðar á landinu. Af tölum frétta- bréfsins virðist einnig mega draga þá ályktun að yfirborganirnar auk- ist hlutfallslega með hækkandi taxtalaunum, eða m.ö.o. i öfugu hlutfalli við þörfjna. Það sem hér hefur verið rakið gildir um svokallað „hreint tíma- kaup“, en það má gróflega skil- greina sem dagvinnulaun að með- töldum aukagreiðslum, svo sem yf- irborgunum. Þegar laun fyrir yfirvinnu hafa, verið tekin með inn í reiknings- dæmið, minnkar munurinn nokk- uð, enda alltítt að yfirborganir nái einungis til dagvinnu, en eftirvinna sé unnin á taxtakaupi. Engu að síð- ur er talsverður munur á heildar- tekjum fólks eftir því hvort það stundar vinnu sína á höfuðborgar- svæðinu eða utan þess. Sé haldið áfram með dæmið sem við tókum í upphafi um karlmenn í skrifstofu- störfum, lækkar umframhlutfall Reykvíkinga úr 23% í 22% þegar eftirvinnan hefur verið tekin með. Meðal þeirra stétta sem frétta- bréfið nær til er einnig verulegur munur á launum karla og kvenna. Sé þessi munur tekinn inn í reikn- ingsdæmið og borin sansun laun kvenna á landsbyggðinni og karl- manna sem vinna hliðstæð störf á höfuðborgarsvæðinu verður mun- urinn gífurlegur. Sem dæmi má nefna að konur sem vinna skrif- stofustörf úti á landi hafa að með- altali um 195 kr. á tímann í dag- vinnu en karlmenn við hliðstæð störf á höfuðborgarsvæðinu fá að meðaltali 323 kr. á tímann og bera þannig 66% meira úr býtum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.