Alþýðublaðið - 21.05.1987, Page 3

Alþýðublaðið - 21.05.1987, Page 3
Fimmtudagur 21. maí 1987 > / t/r- y \J Hörður Ólafsson hrl. skrifar Af hlutleysi ríkissaksóknara Haraldur Henrysson, sakadóm- ari, hefur hafnað kröfu verjenda Hafskipsmanna um að Hallvarður Einvarðsson og Albert Guðmunds- son komi fyrir dóm til að segja frá afskiptum sínum af málinu. Þeir eru ekki í sama flokki, Hall- varður og Albert, hvað málið varð- ar: Hallvarður var ríkisrannsóknar- lögreglustjóri og aflaði þeirra gagna, sem hann vildi afla, og gaf út ýmsar yfirlýsingar, m.a. eina á þá lund, að Albert væri alkunnur heið- ursmaður, sem aldrei mundi vinna neitt til saka. Albert var hinsvegar í stjórn Hafskips um tíma og seinna fjármálaráðherra, sem lánaði Hall- varði 600 þúsund krónur, 12 prósent, úr 5 milljón króna sjóði, sem hann hafði til ráðstöfunar til að stunda fyrirgreiðslu einstökum mönnum. Illgjarnir mundu kalla slík fjárútlát mútur og minna á, að æ sér gjöf til gjalda. Albert er vissu- lega einstakur um margt. Þannig hefur enginn íslenskur stjórnmála- maður á undan honum játað að hafa stundað þesskonar pólitík og því síður státað af því. Sennilega er það bæði leyfileg og rökrétt álykt- un, að Borgaraflokkurinn hefði orðið stærri, ef Albert hefði haft meira almannafé til úthlutunar. Hafskipsmálið er hiklaust stærsta málið, sem lögreglumaður- inn Hallvarður Einvarðsson hafði til meðferðar í því embætti sínu. Ef allt hefði farið fram eins og lög gera ráð fyrir, hefði hann vísað því til annars manns, ríkissaksóknara, sem hefði skoðað málið og tekið síðan ákvörðun um ákæru eða nið- urfellingu saksóknara í samræmi við þau gögn, sem Hallvarður hafði fram að færa. En hvað skeður? Skipunarvaldið flytur Hallvarð í stól ríkissaksókn- ara, og úr honum dæmir hann nú um eigin verk sem lögreglumaður og gefur út ákæru á hendur ýmsum mönnum. Margt venjulegt fólk varð hissa þegar Albert vantaði en hefur þá kannski gleymt því, að Iög- reglumaðurinn Hallvarður, sem Al- bert fjármálaráðherra hafði áður gaukað að 600 þúsund krónum, hafði, um það leyti, sem lögreglu- maðurinn tók við gaukinu, sýknað hinn „alkunna heiðursmann“ af öllum ákærum. Það var sem sé fyr- irfram vitað, að í gögnunt Hallvarðs lögreglumanns mundu engin gögn fyrirfinnast um sekt Alberts fyrir nokkurn ríkissaksóknara að skoða. Eru íslendingar virkilega rúnir öllu velsæmi? Verjendum ákærðu finnst öll þessi málsmeðferð tortryggileg. Þeir vilja fá að tala við Hallvarð og Albert fyrir dómi og spyrja þá hvernig þetta allt saman sé í pottinn búið, en dómarinn bregður yfir þá skildi; ríkissaksóknari og þing- flokksformaður Borgaraflokksins þurfa ekki að svara spurningum verjenda um hlutleysi ríkissaksókn- ara. Venjulegu fólki finnst, að þeir þurfi að svara. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Byggingardeildar óskar eftir tilboöum í byggingu tveggja fullbúinna húsa það er hverfisbækistöð Gatnamálastjóra við Jaðarsel. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frí- kirkjuvegi 3 Reykjavík gegn kr. 15.000,- skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtu- daginn 11. júní nk. kl. 14. Ný alnæmisveira á leiðinni Ný alnæmisveira hefur borist til Evrópu og veldur læknum og öðr- um sérfræðingum miklum áhyggj- um. HIV 2 hefur Luc Montaignier, hinn þekkti, franski vísindamaður kallað nýju veiruna. Þessi nýja veira er ólík þeirri gömlu, en hefur sams konar áhrif og veldur sjúkdómin- um alnæmi. Nýja veiran var fyrst greind með vissu hjá alnæmissjúklingum í Vest- ur-Afríku. Luc Montaignier sagði í nýlegri blaðagrein í blaðinu „Nat- ure“ að 1-2 prósent íbúanna í nokkrum Vestur-Afríkuríkjum væru smitaðir af HIV 2 veirunni. En nú hefur einnig tekist að finna HIV 2 veiruna hjá eyðnisjúklingum í Frakklandi, Englandi, Vestur- Þýskalandi og Ítalíu og Montaigni- er sagði að það sé aðeins tímaspurs- mál hvenær hún berst til hinna landanna 92, þar sem eyðniveiran er sannanlega til staðar. Vandinn er hins vegar sá að ekki er hægt að finna HIV 2 veiruna með sams konar prófi og HIV 1. I Dan- mörku, sem og í öðrum Evrópu- Sparisjóðir á S-Reykjavíkursvæðinu: Greiðslureikningur - ný þjónusta Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis, Sparisjóður vélstjóra, Sparisjóður Kópavogs, Sparisjóður Hafnarfjarðar og Sparisjóðurinn í Keflavík, hafa tekið upp nýja þjón- ustu fyrir viðskiptavini sína — Greiðslureikning. Þessi þjónusta er í því fólgin að viðskiptavinurinn greiðir jafnar greiðslur mánaðarlega inn á Greiðslureikning og sparisjóðurinn sér síðan um að greiða alla þá reikn- inga sem hann óskar. Fari útgjöld einstakra mánaða fram úr inn- stæðu á Greiðslureikningi veitir sparisjóðurinn honum yfirdráttar- lán. Greiðslureikningur sparisjóðsins er nýjung hér á landi og getur h ann í framtíðinni sparað tíma og fyrir- höfn viðskiptavinarins. Með því að nota Greiðslureikning fær við- skiptavinurinn betra yfirlit yfir fjármál sín, heimilisbókhaldið verður í lagi, auk þess sem hann get- ur jafnað útgjöldunum niður á allt árið. Til að stofna Greiðslureikning þarf viðskiptavinurinn að hafa launareikning í sparisjóðnum, þ.e.a.s. fá reglulega greidd laun inn á reikning þar, eða tryggingabætur, sé ekki um laun að ræða. líta á lífið sem leik. Ábyrgöin er okkar - fulloröna fólksins. IUMFEROAR Irað SVR auglýsir eftir vagnstjórum til sumarafleysinga við akstur strætisvagna á tlmabilinu júní-ágúst. Umsækjendureru beðniraðsnúasérsem fyrst til eftirlitsmanna ( stjórnstöð SVR að Hverfisgötu 115. Strætisvagnar Reykjavíkur. löndum eru sérfræðingar önnum 'tafnir við að finna auðvelda próf- unaraðferð. Fyrsta stigið er að finna mótefni gegn veirunni, á sama hátt og gert er við rannsóknir á HIV 1. Hvítblœði einnig írannsókn Á lyfjafræðistofnun danska rík- isins hefur dr. Bent Faber Vester- gárd yfir lækni tekist að finna próf- unaraðferð sem sýnir strax hvort HIV 1, eyðniveiran gamla, er í blóð- inu. Mótefni myndast ekki fyrr en nokkrum vikum eftir smitun, svo að maður sem hefur smitast af eyðni getur fengið neikvæðar nið- urstöður úr eyðniprófi. Þá er enn ein hættuleg veira talin vera á leið til Vesturlanda. Hún gengur undir nafninu HTLV 1, veldur blóðkrabba og hefur fram að þessu aðeins fundist í sumum landshlutum í Japan, þar sem hvít- blæði er algengt. Nú hefur þessi veira skotið upp kollinum víðar og þá helst í tengslum við eyðni. Meðal annars hefur hún fundist á Ítalíu á meðal eiturlyfjaneytenda. Fjárfrekar rannsóknir Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku segja í nýrri skýrslu að þessi veira muni að líkindum breiðast út um Evrópu ásamt með eyðniveirunni. Yfirleitt má reikna með að það komi sífellt fram nýjar veirur og veiruafbrigði í ætt við þær sem nú eru þekktar, en sem krefjast nýrra greiningaraðferða. Þess vegna er það mjög mikil- vægt að búa vel að rannsóknar- starfsemi og slaka hvergi á í leitinni að hættulegum veirum og aðferð- um til að geta greint þær fljótt og vel. Slíkar rannsóknir eru kostnað- arsamar og tímafrekar, en alveg lífsnauðsynlegar, segir í skýrslunni. Utanríkisráðuneytið: Minnir á vegabréfsáritun til Frakklands Utanríkisráðuneytið vill að marggefnu tilefni minna á að ís- lendingar þurfa að hafa vegabréfs- áritun til Frakklands við komu þangað. Áritun fæst yfirleitt ekki á íandamærastöðvum eða á frönsk- um flugvöllum. Sækja ber um áritun til franska sendiráðsins, Túngötu 22, 101 Reykjavík, sími (91) 17621. Opnun- artími 9—12 og 13:30—17:30, mánudaga til föstudaga. Af- greiðslutími fyrir áritanir er tveir til þrír virkir dagar. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 — Pósthon 878 — 101 Reykjavik Lausar stöður við Rannsóknastofnun landbúnaðarins Sérfræðingar í gróðurnýtingu Aðalverkiðeru rannsókniráframleiðslugetu beiti- landa og nýtingu þeirra. Æskilegt er að umsækj- endur hafi unnið að slíkum rannsóknum og að gerð reiknilíkana. Sérfræðingur í fóður- og næringarfræði einmaga dýra Starfið felst m.a. í fóður- og fóðrunarrannsóknum á sviði loðdýraræktar, fiskeldi og svínaræktar. Tilraunastjóri að tilraunastöðinni Stóra Ármóti í Hraungerðishreppi Tilraunastjórinn skal vera sérmenntaður í fóður- fræði. Áherslur í starfi tengjast einkum fóðrun mjólkurkúa. Umsóknir um ofangreindar stöður ásamt upplýs- ingum um menntun og fyrri störf skulu sendast landbúnaðarráðuneytinu fyrir 1. júlí 1987. Landbúnaðarráðuneytið Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóla: Við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi, kenn- arastöður ( islensku, ensku, eðlisfræði, stærð- fræðigreinum, tölvufræði. Einnig hlutastarf (fé- lagsfræöi, líffræði, heilsugæslugreinum, lög- fræði, matreiðslu og tónmennt. Við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum, kenn- arastöður i ensku, dönsku, líffræði, efnafræði, eðlisfræði, verslunargreinum, rafmagnsfræði, málmsmfði, sérgreinum vélstjórnarbrautar, þýsku, stærðfræði og félagsfræði. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavik fyrir 5. júní næst- komandi. Menntamálaráðuneytið. Alþýðuflokksfélag Hafnarfjarðar Fundurverður f félaginu fimmtudaginn 21. maí kl. 20.30 í Alþýðuhúsinu. Gestur fundarins verður Jón Baldvin Hannibals- son og fjallar um úrslit kosninganna og stjórnar- myndunarviðræður. Félagar fjölmennið. Stjórnin

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.