Alþýðublaðið - 22.05.1987, Side 1
Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafnar:
„Á að vera raunsæ og nútímaleg ríkisstjórn"
— segir Jón Baldvin Hannibalsson sem telur að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Al-
þýðuflokks og Kvennalista eigi að vera stjórn efnahagsmála en með hjartað á
réttum stað.
„í okkar huga á ríkisstjórn Sjálf-
stæðisflokks, Kvennalista og Al-
þýðuflokks að vera ríkisstjórn um
nýsköpun í efnahagslífi og viðreisn
velferðarríkisins,“ sagði Jón Bald-
vin Hannibalsson formaður Al-
þýðuflokksins í gær að loknum
fréttamannafundi Þorsteins Páls-
sonar, formanns Sjálfstæðisflokks-
ins þar sem hann tilkynnti að hann
hefði boðað Alþýðuflokkinn og
Kvennalista til formlegra stjórnar-
myndunarviðræðna.
Jón Baldvin sagði ennfremur að
fyrsta mál Alþýðuflokksins í kom-
andi stjórnarmyndunarviðræðurn
væri heildar endurskoðun skatta-
kerfis og endurskipulagning á ríkis-
búskap. „Þetta tvennt er forsenda
fyrir öllu því góða sem við viljum
gera; nýtt og manneskjulegra hús-
næðislánakerfi, lagagrundvöllur
fyrir kaupleiguibúðum, leiðrétting
á kjörum misgengishópsins, sam-
eiginlegan tifeyrissjóð allra lands-
manna og róttækar stjórnkerfis-
breytingar sem miða m.a. að valda-
tilfærslu höfuðborgarsvæðis og
landsbyggðar. Þetta á að vera ríkis-
stjórn sem er raunsæ og nútímaleg;
stjórn efnahagsmála en með hjart-
að á réttum stað;* segir Jón Baldvin
Hannibalsson. Búist er við að
formlegar stjórnarmyndunarvið-
ræður taki langan tíma og er margt
sem þarf að brúa til að sameina
þessa þrjá flokka í ríkisstjórn. Þor-
steinn Pálsson sagði á fréttamanna-
fundinum í gær, að hann byggist
við erfiðum samningaviðræðum.
Sumarið er komið!
Sumarið er komið! Veðurbllöan undanfarna daga hefur vakið allt til llfs-
ins, gróður jafnt sem mannllf. Og krakkarnir láta ekki sitt eftir liggja.
A-mynd/Róbert
Ofurleiðarar:
BYLTINGIN I BÆJARHLAÐ
Fylgst meö áföngum á sviöi rannsókna á ofurleiður-
um, þannig að hægt verði að hagnýta byltinguna
sem fyrst í íslensku þjóðlífi. Frekari virkjanir óþarfar?
Neytendasamtökin:
Þarf að
afnema
frelsið?
Af hálfu Neytendasamtak-
anna gæti komið til álita að taka
aftur upp verðlagsákvæði og af-
nema frjálsa álagningu í vissum
vöruflokkum, sem nú eru orðnir
til muna dýrari hlutfallslega en
meðan verðlagshömlur voru í
gildi.
Neytendasamtökin vilja nú
að verðlagsyfirvöld kanni
ástandið í álagningarmálum
verslunarinnar yfirleitt, þar sem
niðurstöðurnar sem birtar voru í
fyrrakvöld ná aðeins yfir tak-
markað svið. í ályktun sem sam-
tökin hafa sent frá sér til fjöl-
miðla er þess krafist að slík
könnun verði gerð og jafnframt
er þeirri spurningu velt upp,
hvort verið geti að samkeppnis-
hömlur eða verðsamráð hafi
áhrif til hækkunar álagningar,
þ.e. hvort eitthvert samtrygging-
arkerfi sé í gangi meðal innflytj-
enda og kaupmanna.
Jóhannes Gunnarsson, for-
maður Neytendasamtakanna,
telur niðurstöður könnunar
Verðlagsstofnunar sem birtar
voru í fyrrakvöld mjög dapurleg
tíðindi.
Jóhannes sagði í samtali við
Alþýðublaðið í gær, að sér virt-
ist koma sterklega til greina að
taka aftur upp einhver verðlags-
ákvæði varðandi þá vöruflokka,
þar sem álagning hefði farið
mest úr böndum. Því hefði á sín-
um tíma verið lýst yfir af hálfu
innflytjenda og kaupmanna að
frjáls álagning myndi leiða til
lægra vöruverðs og m.a. myndu
umboðslaun innflytjenda er-
lendis sjálfkrafa hverfa af sjón-
arsviðinu þegar álagning yrði
gefin frjáls.
Ef verðlagshömlur yrðu tekn-
ar upp að nýju varðandi ein-
hverja ákveðna vöruflokka,
taldi Jóhannes að auk þess að
hafa áhrif á verðlagningu þeirra
vöruflokka, myndi það verka
sem viðvörun til annarra selj-
enda um að standa sig varðandi
þá vöruflokka sem áfram yrðu
með frjálsri álagningu.
Samstarfshópur vísindamanna
frá Háskólanum og Landsvirkjun
fylgist nú grannt með nýrri byltingu
sem felst í þróun ofurleiðara. „Við
ætlum að fylgjast mjög náið með
þessum nýjungum, með það í huga
að hægt verði að efla þekkingu við
Háskólann, þannig að hægt verði
að hagnýta sér nýjungarnar sem
fyrst í íslensku þjóðlífi," sagði dr.
Þorsteinn I. Sigfússon hjá Raunvís-
indadeild Háskólans í samtali við
Alþýðublaðið. Þorsteinn og dr.
Egill B. Hreinsson frá Verkfræði-
stofnun eru þeir sem aðallega sinna
þessu verkefni. Hópurinn starfar
ennþá óformlega og vísindamenn-
irnir sinna jafnframt öðrum verk-
efnum.
Ofurleiðarar gera það að verkum
að hægt er að leiða rafmagn langar
leiðir án þess að um orkutap verði
að ræða. Fyrirbærið, ofurleiðari,
hefur verið þekkt í 86 ár, en þá upp-
götvaðist að kvikasilfur verður
ofurleiðandi við hitastig fljótandi
helíums. Helíum verður fljótandi
við mínus 269 gráður á celsíus.
Þetta efni er mjög dýrt og vísinda-
menn hafa keppst við að finna efni
eða efnasambönd sem verða ofur-
leiðandi við hærra hitastig, eða
stofuhita. Fyrir nokkrum árum
uppgötvaðist að keramisk efnasam-
bönd hafa ofurleiðandi hæfileika
við visst hitastig. Síðan hefur þró-
unin verið hröð og sífellt berast
fréttir frá vísindamönnum sem hafa
náð að mynda ofurleiðandi efna-
samsetningu við hærra hitastig.
Mikið fjármagn hefur streymt frá
opinberum aðilum og fyrirtækjum
til þessara verkefna.
Að sögn Þorsteins I. Sigfússonar
geta íslendingar ekki tekið þátt í
þessu kapphlaupi. Við getum hins
vegar gegnt ákveðnu hlutverki með
því að fylgjast með þessu og vera
þannig í stakk búnir að meta hlut-
ina jafnóðum. Háskólinn er aðili
að alþjóðatölvuneti og þar fást dag-
lega upplýsingar um áfanga í þess-
um rannsóknum.
Vísindamenn sem Alþýðublaðið
talaði við telja, að það geti tekið
stuttan tíma að þróa þessa tækni á
framleiðslustig. Helsti augljósi
ávinningurinn fyrir íslendinga er
talinn varða fyrst og fremst hagnýt-
ingu í sambandi við raforkufram-
leiðslu. Menn velta því jafnvel fyrir
sér hvort þær virkjanaframkvæmd-
ir sem nú eru í gangi eða á teikni-
borðinu, kunni að vera óþarfar.
Einnig eru uppi sjónarmið um það
að þessi nýja bylting kunni að auð-
velda sölu á íslenskri orku til
útlanda.