Alþýðublaðið - 06.06.1987, Síða 3

Alþýðublaðið - 06.06.1987, Síða 3
Laugardagur 6. júnl 1987 3 Gjaldskrá Lögmannafélags ís- lands hækkaði um 18,43% 1. júní. Með þessari hækkun hefur gjald- skráin hækkað um tæp 40% frá því í ársbyrjun í fyrra. Síðast hækkuðu taxtar lögmanna í mars, um 3%. „Það er vissulega óheppilegt þeg- ar svona stórt stökk kemur, en þessi hækkun er í fullu samræmi við launaþróun í landinu", sagði Haf- þór Ingi Jónsson, framkvæmda- stjóri Lögmannafélags íslands að- spurður um hækkunina. Við útreikninga gjaldskrárinnar er tekið mið af fjórum þáttum: 1) Miðað er við laun lögfræðinga í ákveðnum launaflokki hjá BHM. Þessi liður hefur 50% vægi. 2) Laun skrifstofumanns í ákveðnum taxta hjá VR hefur 25% vægi. 3) Verð á bensíni hefur 12,5% vægi. 4) Verð- þróun húsaleigu hefur einnig 12,5 % vægi. Hafþór Ingi sagði að ekki gæfist nógu vel að meta launaþættina með þessum hætti og væri rætt um það í Lögmannafélaginu að miða frekar við Iaunavísitölu. Tillaga þess efnis verður líklega borin upp á næsta fundi í félaginu. Þegar Alþýðublað- ið spurðist fyrir um gjaldskrár- hækkun í fyrra fengust einnig þau „Fólk gefst upp á því að gera samkomulag við menn sem aldrei taka það alvarlega" segir Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, um þverbrotin loforð ríkisstjórnarinnar varðandi verðlagsþróun hjá hinu opinbera. „Ég treysti því að forsætisráð- herra taki þetta erindi alvarlega og sinni því, þó svo að hann sé bæði að fara til útlanda og mynda ríkis- stjórn“, sagði Ásmundur Stefáns- son, forseti Alþýðusambandsins í samtali við Alþýðublaðið í gær. Ás- mundur skrifaði forsætisráðherra bréf s.l. fimmtudag og krafðist þess að ríkisstjórnin færði verðlagsmál hins opinbera til samræmis við gef- in skrifleg loforð frá því í desember- samningunum. í bréfinu segir að opinber þjón- usta hafi hækkað tvöfalt á við al- menna verðlagsþróun í landinu frá þvi desembersamningarnir voru gerðir. Þetta gengur þvert á skrifleg loforð ríkisstjórnarinnar frá sama tíma. Ásmundur telur að verðlag á opinberri þjónustu hafi hækkað um 20% á þessum tíma á meðan al- mennt verðlag hækkaði um 10%. Inn í þessi 20% er þó ekki tekin 24% hækkun á áfengi og tóbaki. Ásmundur bendir einnig á að ekki séu öll kurl komin til grafar, og Ijóst sé að opinberar hækkanir geti farið í 22% ef t.d. aðrar hitaveitur fara að dæmi Hitaveitu Reykjavíkur. En hvað getur Alþýðusambandið gert þegar það stendur frammi fyrir þverbrotnum loforðum í þessum efnum: „Alþýðusambandið treystir því fyrst og fremst að þrýstingur al- mennings á stjórnmálamennina veiti þeim það aðhald að þeir sjái sig tilneydda að standa við loforð sín“, sagði Ásmundur. „Það er líka alveg ljóst að ef stjórnmálamenn þverbrjóta loforð, þá gera þeir skref fyrir skref erfiðara um vik að hægt sé að gera við þá nokkuð samkomu- lag. Fólk hlýtur náttúrlega að gefast upp á því að gera samkomulag við menn sem aldrei taka það alvar- lega“ svör að breyta ætti viðmiðunarþátt- unum varðandi launaliðina. „Það hefur oft borið á launa- skriði sem þessir liðir hafa ekki mælt og ég býst við að fljótlega verði tekin ákvörðun um að mæla launaliðina eftir launavísitölu“, sagði Hafþór. Keflavíkur- ganga í dag Tíunda Keflavíkurgangan fer fram í dag. Lagt verður af stað frá Keflavík upp úr kl. 8 og gengið sem leið liggur til Reykjavíkur og niður á Lækjar- torg. Áð verður á mörgum stöð- um á leiðinni og að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Samtökum herstöðvaandstæð- inga, sem skipuleggja gönguna. Áð verður í Vogum, Kúagerði, Straumi, Hafnarfirði og Kópa- vogi og verða flutt ávörp og skemmtiatriði á þessum stöð- um, svo og á Lækjartorgi þegar göngufólk kemur þangað i kvöld. Rútuferðir verða farnar frá BSÍ til móts við gönguna kl. 13.30 og 15.30. Saltfiskur til Evrópubandalagsríkja: Toiíamálin enn í biðstöðu íslenskir saltfiskframleiðendur farnir að ókyrrast. — SÍF þurfti aö leggja fram tryggingu fyrir greiðslu á tollum vegna 800 tgnna saltfisksfarms sem skipað var upp á Ítalíu í síðustu viku. Evrópubandalagið hefur enn ekki samþykkt viðbótarkvóta fyrir saltfisk til aðildarríkjanna, en 31.100 tonna tollfrjáls kvóti er þeg- ar búinn. í fyrra fékkst samþykktur 40.000 tonna viðbótarkvóti með 3% tolli. Til umræðu hjá EB er sama magn og í fyrra, en með 3,3—5% tolli. Þessi dráttur á ákvörðun er farin að gera íslensk- um framleiðendum erfitt fyrir, og þurfti SÍF m.a. að leggja fram tryggingu fyrir tollum vegna 800 tonna saltfiskfarms sem skipað var upp á Ítalíu í síðustu viku. Fundir voru um tollamálin hjá EB í Brussel í gær og fyrradag. Ekki náðist samkomulag á þeim fund- um. Evrópubandalagsrikin beita í vaxandi mæli þrýstingi á fiskveiði- þjóðir, um að þær gefi eftir fisk- veiðiréttindi gegn tollívilnunum. Kanadamenn og Norðmenn hafa m.a. gengið að slíku. Ef ekki fæst samþykktur kvóti með 3,3—5% tollum eins og nú er til umræðu verður líklega um að ræða almenn- an toll, um 18%. Skip á vegum SÍF hefur lestað saltfisk sem skipa á upp á Ítalíu eft- ir hálfan mánuð. Forráðamenn SÍF munu treysta þvi að samkomulag náist hjá Evrópubandalaginu fyrir þann tima. Frétt fyrir krata: Sumarferðin '87 Laugardaginn 27. júní Laugardaginn 27. júní mun Alþýðuflokkurinn í Reykjavík og Reykjanesi efna til sumarferðar sem gengur undir heitinu SUMARFERÐIN ’87 Ætlunin er að að heimsækja krata á Vesturlandi, skoða náttúr- una og skemmta sér saman. Ekið verður um sveitir Borgarfjarðarog Mýrar undir leiðsögn heimamanna. Ferðin verður auglýst nánar, en verið er að vinna að líflegri dagskrá sem verður birt síðar í Alþýöublaðinu. Þeir sem eru orðnir óþreyjufullir og vilja fá allar uplýsingar strax, er bent á að hringja [skrifstofu Alþýðuflokksins í Reykjavlk í síma29244. Öllum krötum er ráðlagt að setja rauðan hring um dagsetn- inguna 27. júní. Ekkert lát er á veðurbllðunni sem hellir sér yfir Reykvlkinga þessa dagana. Sólin okln þvl næst sem látlaust, þótt af henni stafi reyndar ekki jafn miklum hita hér norður undir heimskautsbaug og sums staðar sunnar á hnettinum. Þessa mynd tók Ijósmyndari Alþýðublaðsins I veðurbllðunni I gær. A-mynd: Róbert. Hvalkjötsmálið: Rikisstjórnin lýsir vonbrigðum yfir málamiðlunarsamkomulagi Sendiráð íslands í Bonn hefur afhent þýska utanríkisráðuneytinu orðsendingu, þar sem ráðuneytinu er þakkað fyrir afskipti þess af því, að nýlega var aflétt kyrrsetningu hvalkjötsfarmsins í Hamborg. Jafnframt er lýst vonbrigðum ríkis- stjórnar íslands yfir því málamiðl- unarsamkomulagi milli þýskra ráðuneyta, sem lagt var til grund- vallar við afhendingu farmsins til Eimskipafélags íslands. í orðsendingunni er á það bent, að lagt hafi verið fram vottorð ís- lenskra stjórnvalda, sem ríkisstjórn íslands hljóti að ætlast til að vin- veittar ríkisstjórnir virði. Valdi það miklum vonbrigðum að slíkt hafi ekki verið gert. Þessu næst er bent á, að hvorki hafi umrædd sending átt að fara á markað í Þýskalandi, né hafi átt að flytja hana yfir þýskt landsvæði. Eingöngu hafi átt að umskipa henni í japanskt skip í frihöfn. Um slíka höfn hljóti, að áliti íslendinga, að gilda sú regla að svæðið sé, i lagalegum skilningi, ekki innan landamæra hlutaðeigandi ríkis og afskipti af vörusendingum þar hljóti því að takmarkast við að forða hættuástandi. Nú hafi hins vegar komið í Ijós, að þýsk stjórn- völd telji sig geta beitt öllum þýsk- um lögum og reglugerðum um vörusendingar í fríhöfnum og jafn- framt geti einstakir hópar fram- kvæmt þar sínar „rannsóknir". Þessar staðreyndir hljóti óhjá- kvæmilega að vekja vissa athygli skipafélaga. Loks segir í orðsendingunni, sem afhent var í Bonn, að með hliðsjón af því, sem þar hafi verið rakið, sé það skoðun ríkisstjórnar íslands, að hvorki sé réttmætt að íslenska skipafélagið né eigandi farmsins þurfi að bera geymslukostnað í Hamborg eða aukakostnað vegna viðbótarflutnings.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.