Alþýðublaðið - 06.06.1987, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 06.06.1987, Qupperneq 4
4 Umgjörðin var mjög táknræn; fundarsal- urinn bókasafn Dags- brúnar og meira að segja rauðar rósir í hvítum vasa á borð- inu. Og þegar for- maður Alþýðuflokks^ ins tók á móti for- mönnum Sjálfstœðis- flokks og Framsókn- arflokks var miklu líkara að spilaklúbbur væri að hittast sam- kvœmt venju en ekki forystumenn þriggja stœrstu flokkanna í því skyni að mynda starfhœfa ríkisstjórn. En hvernig mun hin pólitíska spila- mennska ganga. Verða trompin sett strax í borðið? Svíkja menn lit? Eða verður spilað þannig að um- gangurinn gengur upp og hæfilega margir slagir hjá hverjum og einum? Kratarnir komu mönnum í opna skjöldu með nýjum stíl í áður puk- urslegum stjórnarmyndunartil- raunum. Daginn áður en formlegar viðræður hófust, höfðu þeir haldið blaðamannafund á Þórshamri þar sem upphaf viðræðna umræddra þriggja flokka um stjórnarmyndun var tilkynnt. Fréttatilkynningu var dreift meðal viðstaddra þar sem skipulega var sett upp dagskrá og umræðuefni. Formaður Alþýðu- flokksins sem stjórnaði blaða- mannafundinum gaf einnig greið svör við öllum spurningum og fréttamenn voru almennt ánægðir með hinn nýja, opna tón gagnvart pressunni. Það duldist engum að hinar formlegu stjórnarmyndunar- viðræður væru vel skipulagðar og ósjálfrátt beindust augu frétta- manna að Jóni Sigurðssyni fyrsta þingmanni Alþýðuflokksins í Reykjavík þar sem hann sat alvar- legur, íbygginn og þögull við hlið formanns síns á blaðamannafund- inum. Framsóknarmenn á stífum gormum Daginn eftir hófust umræðurnar i Dagsbrúnarsalnum. En þótt for- menn Alþýðuflokks og Framsókn- ar kunni sig og séu gamlir refir í hinu pólitíska hrauni, þá duldist engum að stirðleikar hafa verið milli flokkanna. Og skal engan undra. Megininnihald allra kosn- ingaræðna Jóns Baldvins Flanni- balssonar hefur meir og minna tengst Framsóknarflokknum á einn og annan hátt og ekki verið beinlín- is neinar fermingaræður. Fram- sóknarflokkurinn hefur ekki held- ur legið á Iiði sínu þegar Alþýðu- flokkurinn er annars vegar. Páll Pétursson á H'öllustöðum er kannski frægasti fjandi krata og þó einkum Jóns Baldvins. Yfirlýsingar „f ___- OQ ,rC\ e%v>s- formannanna þessara tveggja flokka eftir kosningar hafa ekki heldur aukið trú manna á að þeir hefðu yfirleitt nokkuð að ræða varðandi stjórnarmyndun. En eins og áður hefur verið bent á í þessum pistlum, þá liggja stefnur Alþýðuflokks og Framsóknar víða samhliða og kuldinn milli flokk- anna er miklu fremur á persónuleg- um grunni en málefnalegum. Engu að síður hefur andrúmsloftið kóln- að svo á undanförnum vikum milli flokkanna að þingmenn hafa ekki leitt hugann að sameiginlegum mál- efnum, heldur fundið hver öðrum allt til foráttu. Það hlaut því að vera eðlilegt að á fyrsta fundi um stjórn- ( armyndun var mikið rætt um traust; og í framhaldi af því, nauð- syn þess að hafa vinnubrögð og verklýsingar á hreinu. í þingsölum þessa dagana er sagt að framsókn- armenn komi til viðræðnanna við Alþýðuflokkinn á stífum gormum. Þrautalending — beggja hagur Það hefur ekki dulist neinum sem fylgst hefur með fréttum af stjórnmálum að undanförnu að hugur Framsóknar til samsteypu- stjórnar með Alþýðuflokki og Sjálfstæðisflokki er ekki efst á blaði hjá formanni Framsóknar né þingflokknum. Eftir því sem á tím- ann hefur liðið, hallast Framsókn- arflokkurinn æ meira að áfram- haldandi stjórnarsamstarfi Fram- sóknar og Sjálfstæðisflokks með aðild Stefáns Valgeirssonar. Stef- ánsmenn eru þar að auki ódýrir; í Alþýðublaðinu fyrir nokkrum dög- um lýstu þeir því yfir að aðeins þyrfti að bæta við endurskoðunar- ákvæði við landbúnaðarsamning- inn, tryggja hafnarframkvæmdir fyrir norðan og að hagur svonefnds misgengishóps yrði leiðréttur. Þessi flétta Steingríms hefur hins vegar strandað á Sjálfstæðisflokknum sem ekki vill eiga sitt pólitíska líf undir stuðningi Stefáns Valgeirs- sonar og bæta gjarnan við — „og Páls á Höllustöðum" Steingrímur og hans menn hafa ennfremur hugleitt alvarlega ríkis- stjórn Framsóknarflokks, Sjálf- stæðisflokks og Borgaraflokks. Framsóknarmenn hafa gert hosur sínar iðgrænar fyrir Albert en sá kapall hefur ekki heldur gengið upp; Þorsteinn Pálsson segir ein- faldlega nei. Sjálfstæðismenn gera sér nefnilega grein fyrir því að til- finningarnar eru enn svo heitar vegna klofningsins í flokknum og stofnun Borgaraflokksins, að þann dag sem þessir tveir flokkar rynnu saman í ríkisstjórn, yrðu fjöldaúr- sagnir úr Sjálfstæðisflokknum. Þar að auki þýddi aðild Borgaraflokks- ins ráðherrastól undir Albert og þar með pólitískan gálga fyrir Þorstein Pálsson. Framsóknarmenn eiga sem sagt ekki marga kosti í þriggja flokka ríkisstjórn. Alþýðubandalagið er sundurtætt og almennt álitið óstarfhæft í ríkisstjórn, Kvennalist- inn hefur málað sig út í horn. Væn- legasti kosturinn er að hafa helvítis kratana með. Og reyndar er vilji margra þingmanna Framsóknar mikill fyrir slíkri stjórn þótt þeir noti þann framgangsmáta að hafa vaðið fyrir neðan sig með yfirlýs- ingum um að Alþýðuflokkurinn fengi aldrei forsætisráðuneytið og þar fram eftir götunum. Og sama hugsa Alþýðuflokksmenn; það vantaði kosningasigur til að tryggja Viðreisn, Nýsköpun er fallin á sundurlyndi Alþýðubandalags og konurnar of einstrengingslegar. Það er ekkert eftir nema Framsókn. Jú, auðvitað fjögurra flokka stjórn. En Jón Baldvin sagði reynd- ar hug allra formannanna þegar hann staðhæfði: „Ég nenni ekki einu sinni að hugsa um þaðý Sameinandi mál Eldri menn í pólitík og reyndari segja hins vegar, að ef þessum svið- settu yfirlýsingum og móðgunum milli Alþýðuflokks og Framsóknar sé ýtt til hliðar, komi í Ijós mörg sameinandi mál; reyndar sé aðeins landbúnaðarstefnan og áherslur í sjávarútvegsmálum og ríkisfjár- málum sem skilji flokkana að. Menn með sans fyrir sagnfræði benda meira að segja á að uppruni þeirra sé sameiginlegur, því einn og sami maðurinn — Jónas frá Hriflu — hafi lagt hornstein að þeim báð- urn. En ef við tökum Sjálfstæðis- flokkinn einnig inn í sameinandi mál þessara flokka og spyrjum: Hvað geta þessir flokkar komið sér saman um? Svarið yrði: Barátta gegn verð- bólgu með öðrum orðum jafnvæg- isstefna í efnahagsmálum. Endur- skoðun á skattakerfinu í heild. Fjölskyldustefna þar sem til um- ræðu yrði stytting vinnutíma, jafn- rétti kynja, og endurmat á störfum kvenna. Utanríkismál; samstaða um varnarstarf og utanríkisstefnu. Fríverslunarsamningar til að tryggja aðgang fiskafurða að helstu mörkuðum. Byggðastefna sem fel- ur í sér eflingu sveitarfélaga og sjálfstæði landshluta. Og loks um- hverfismál i formi landnýtingar- áætlunar og umhverfisverndar. Sundrandi mál En menn spyrja einnig: Á hverju getur brotnað? Til að svara því er hyggilegast að horfa enn til ágrein- ingsmála Framsóknarflokks og Al- þýðuflokks. Landbúnaðarsamn- ingurinn verður þungur í skauti. Kratar munu leggja þunga áherslu á að samningurinn um verðábyrgð 1988—1992 verði endurskoðaður. Samkvæmt stefnumálum kosn- ingabaráttunnar mun Alþýðu- flokkurinn að öllum líkum leggja til að framleiðslustyrkjum verði breytt í stuðning til byggða og land- verndar. Framsóknarmenn (og reyndar Sjálfstæðismenn) verða hins vegar mjög líklega óhaggan- legir í samningnum sem sumir for- ystumenn Borgarflokksins kalla núorðið „glæpasamninginn“ og segja sumir brot á stjórnarskránni. (Reyndar einn þröskuldurinn í hugsanlegu samstarfi Framsóknar- flokks og Borgaraflokks). Kvóta- áherslur í sjávarútvegi geta orðið ágreiningsmál en varla nægjanlegt til að slíta viðræðum. Hins vegar hefur stjórnarforystan; slagurinn um forsætisráðherrastólinn verið sá þáttur sem menn hafa talið líkleg- astan til að hleypa öllum viðræðum upp. Þetta er ekki rétt metið. Þrátt fyrir stórkarlalegar yfirlýsingar Steingríms Hermannssonar og ann- arra þingmanna Framsóknar um að þeir geti aldrei samþykkt að alþýðu- flokksrass setjist í þann væna stól, hafa kratar aldrei verið það óraun- sæir að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir erfiðleikunum varðandi þá kröfu að fá forsætisráðuneytið. Jón Baldvin er heldur ekki sú manngerð sem læsir sig fastan í stífri kröfu- gerð um einn stól; hann er sveigjan- legri en svo, og ef nægjanlega mörg- um sérmálum Alþýðuflokksins væri tryggt brautargengi í sam- steypustjórn Alþýðuflokks, Sjálf- stæðisflokks, og Framsóknar- flokks, léti formaður Alþýðu- flokksins varla einn stól standa í veginum fyrir aðild flokksins að ríkisstjórn. Hins vegar munu framsóknar- menn einnig gera sér grein fyrir því, að forsætisráðherrastóllinn verður ekki þeirra. Skilyrði Sjálfstæðis- flokksins fyrir stjórnarþátttöku er forsætisráðuneytið. Allt annað er pólitískur dauði Þorsteins Pálsson- ar. Það væri því miklu nær að brotni milli Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks um forsætisráð- herrann. En líklegast gefur Stein- grímur sig í því máli. Áherslumál A Iþýðuflokksins En hver eru þá sérmál Alþýðu- flokksins sem ríður á fyrir Jón Baldvin og hans menn að fá í gegn þar sem þeir sitja í bókasafni Dags- brúnar? Alþýðuflokkurinn vill nýtt fjármálakerfi, umbætur á stjórn- kerfi og aðgerðir gegn skattsvikum. Hann vill einn lífeyrissjóð, umbæt- ur í almannatryggingum og lág- markslífeyri jafnan lágmarkslaun- um. Alþýðuflokkurinn vill treysta fjárhagsgrundvöll húsnæðislána- kerfisins og setja löggjöf um kaup- leiguíbúðir. Jafnframt vilja kratar stytta vinnutímann, bæta kjör hinna tekjulægstu og endurmeta störf kvenna. Alþýðuflokkurinn leggur áherslu á skilgreiningu á hlutverki ríkisins, valddreifingu og aukið frjálsræði til sjós og lands og í utanríkisviðskiptum og hann vill breytingar á landbúnaðar- og fisk- veiðistefnu. Alþýðuflokkurinn hef- ur einnig barist fyrir nýrri byggða- stefnu sem felur m.a. í sér lands- hlutaskiptingu lífeyris- og fjárfest- ingarsjóða og eflingu þjónustu- kjarna í öllum landshlutum. Svo er að sjá hvort Jóni Baldvin og félögum takist að halda þessum málum fram á viðunandi máta, og ef til stjórnarþátttöku Alþýðu- flokksins kemur, að þeim sé tryggð framkvæmd. Viðræðurnar tókust strax á loft fyrsta daginn. Það er vísbending um að fulltrúar hinna þriggja flokka séu að vinna í alvöru. En það eru mörg sker í sjónum. Fylgist með. Lesið áfram Alþýðublaðið.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.