Alþýðublaðið - 06.06.1987, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 06.06.1987, Blaðsíða 5
Laugardagur 6. júní 1987 Jón Daníelsson skrifar „Hin hliðin“ á burðarþolsmálinu snýr að skýrsluhöfundum sjálfum Það er gömul sögn lífsreyndra manna að tvær séu hliðarnar á hverju máli. Sumir ganga lengra og halda því fram statt og stöðugt að hliðarnar geti verið miklu fleiri. Hvað sem hæft kann að vera í þessu, verður að viðurkennast að það er ærið oft sem íslenskir fjöl- miðlar snúa bara einni hlið máls að lesendum sínum áheyrendum og áhorfendum. Burðarþolsmálið fræga sem undanfarnar vikur hefur verið til umfjöllunar er gott dæmi um þetta. Burðarþolsmálið hefur nefnilega tvær hliðar. Og hér er ætlunin að fjalla um „hina hliðina", þá sem minna hefur borið á í umræðunni. Sú hlið snýr að framkvæmd þeirrar könnunar á burðarþoli húsa sem skýrslan fræga byggist á. Það hefur raunar komið fram að ekki eru allir sammála um ágæti skýrslunnar, en hingað til hefur þó minna borið á gagnrýni á skýrsl- una, en vangaveltum um hvaða hús það væru, sem svo illa væru hönn- uð, hverjir væru hönnuðir þeirra og hvort flest eða öll hús á höfuðborg- arsvæðinu, væru meira eða minna í svipuðu ásigkomulagi. Burðarþolsskýrslan hefur hins vegar mátt sæta afar harðri gagn- rýni í röðum þeirra manna sem best þekkja til, þ.e. verkfræðinga sjálfra. Vissulega eiga ýmsir menn I þessari stétt hagsmuna að gæta í þeirri merkinu að þeir eru sjálfir á kafi í þvi að hanna ódýrar bygging- ar fyrir byggingameistara sem byggja hús til að græða á þeim, sem láta sig minnu skipta um nákvæma burðarþolsútreikninga. Jafnvel þótt aðrir menn í verk- fræðingastétt hafi líka hagsmuna að gæta á hinn veginn, þ.e. vegna þess að þeir vilji komast inn á þenn- an hönnunarmarkað, verður ekki hjá því komist að taka fullt mark á gagnrýni þeirra á augljósum mis- fellum burðarþolskönnunarinnar. Burðarþolsskýrslan var mikið rædd á fundi í Verkfræðingafélagi íslands í fyrrakvöld. Samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins frá fundinum, urðu fáir til að mæla skýrslunni bót, nema helst höfund- ar sjálfir. Einn úr hópi virtari verk- fræðinga mun m.a. hafa sagt við þetta tækifæri að hann gerði fjórar kröfur um visindaleg vinnubrögð þegar um væri að ræða könnun af þessu tagi. 1) Að markmiðin væru skil- greind • 2) Að forsendur væru skil- greindar 3) Að niðurstöðurnar séu mark- tækar 4) Að rannsóknin Ieiði í ljós ein- hverja nýja þekkingu. Heimildir Alþýðublaðsins herma að það hafi verið almenn skoðun á fundinum að engin þessara krafna væri uppfyllt í burðarþolsrann- sókninni. Ef við förum stuttlega yfir þessi atriði í öfugri röð, þá munu ekki margir tilbúnir að halda því fram að burðarþolskönnunin hafi leitt i ljós neina nýja þekkingu.ÖHum sem gerst þekkja til þessara máia virðist nefnilega hafa verið ljóst að veru- lega ágalla má finna á burðarþols- hönnun ákveðinna húsa á höfuð- borgarsvæðinu og sjálfsagt víðar. Það er svo aftur annað mál að hin opinbera birting skýrslunnar og sá ákafi sem fjölmiðlar lögðu í að upplýsa hin leyndardómsfullu atriði sem átti að halda leyndum, þ.e. hver húsin væru og hvaða verk- fræðingar hefðu hannað þau, leiddi til þess að upp komst um hönnunarfúsk eins starfsmanns byggingarfulltrúaembættisins og leynilegt samstarf hans við verk- fræðing úti í bæ. Þetta er hins vegar ekki hægt að telja neina nýja þekkingu á málefn- inu sjálfu, þ.e. hönnun húsa. Það er athyglisvert í þessu sambandi að skýrslan leiðir alls ekki í ljós neitt um útbreiðslu hönnunarágalla í ís- Ienskum húsbyggingum. Þetta atriði leiðir okkur yfir í þriðja tölu- liðinn hér að framan, nefnilega marktækni niðurstaðnanna. Niðurstöður skýrslunnar eru ekki marktækar í venjulegri merk- ingu orðanna. Þá er átt við, að af niðurstöðunum megi draga álykt- anir um almennt ástand í þeim efn- um sem rannsökuð voru. Ástæðan fyrir þessu er afar einföld. Til að niðurstöður stikkprófskönnunar geti talist marktækar að þessu leyti, verða þær einingar sem rannsakað- ar eru að vera valdar af handahófi. Þetta þýðir að þegar úrtakið var valið hefðu öll hús i Reykjavík átt að hafa jafna möguleika á að lenda í úrtakinu. Það er hins vegar al- kunna að til könnunarinnar voru valin hús sem fyrirfram var vitað að gallar fyndust á. Aðalhöfundur skýrslunnar, Haf- steinn Pálsson, hjá Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins, segir um þetta atriði að rannsóknin hafi aldrei átt að vera marktæk að þessu leyti, heldur hafi aðeins átt að færa sönnur á að verulegir hönnunar- gallar væru fyrir hendi í nýjum og nýlegum húsum. Rétt er að staldra aðeins við þetta. Það kom fram í ítarlegu við- tali Alþýðublaðsins við Gunnar Sigurðsson, bygging.arfulltrúa í Reykjavík um síðustu helgi að hann er alls ekki sammála nefndarmönn- um um þá reikningsstuðla sem not- aðir voru þegar burðarþol þessara húsa var reiknað. Borgarverkfræð- ingur hefur einnig bent á þetta' atriði. Ágreiningurinn um þessa reikn- ingsstuðla felst í því að mörk milli jarðskjálftasvæða á íslandi eru tal- in liggja um Kópavogslækinn og fyrir sunnan lækinn hefur verið gert ráð fyrir tvöföldu álagi, miðað við það sem gerist norðan Iækjar- ins. Um ágæti þessarar skiptingar má deila, en staðreyndin er sú að hún er viðhöfð og m.a. notuð hjá embætti byggingarfulltrúa. Burðarþolsnefndin notaði hins vegar meðaltal af þessum reiknings- stuðlum báðum og reiknaði þannig með 50% hærra álagi varðandi jarðskjál rti', en gert er hjá bygg- ingarfulh i a. Niðurstaðan er óhjá- kvæmileg i sú að ekkert húsanna stenst kröfur nefndarinnar um þetta atriði. Jafnvel þótt nefndin geti fært rök fyrir því að rétt sé að nota meðaltal stuðla á mörkum jarðskjálfta- svæða, hefði það tvímælalaust ver- ið í betra samræmi við almenn vís- indaleg vinnubrögð að reikna einn- ig með þeim stuðlum sem notaðir eru hjá embætti byggingarfulltrúa og birta niðurstöður beggja út- reikninganna. Með því áð láta þetta undir höfuð leggjast, hafa nefndar- menn lagt andstæðingum sínum vopn upp í hendurnar og gert þeim auðveldara fyrir. Þess má geta hér að á fundi Verk- fræðingafélagsins i fyrrakvöld munu fundarmenn almennt hafa verið á þeirri skoðun að nefndin hafi þarna gert sig seka um slæm mistök. Nú má ekki draga þær ályktanir af því sem hér hefur verið skrifað að allar líkur bendi til að allt sé í himnalagi með burðarþolshönnun húsa í Reykjavík og burðarþols- skýrslan hefur vakið bæði almenn- ing og ráðamenn til umhugsunar og þess má sennilega vænta að á næstu mánuðum eða árum verði fram- kvæmdar einhverjar rannsóknir sem mark er takandi á. Fari svo, má þakka skýrslunni það. En öllu fleira verður tæpast sagt henni til hróss, þegar einhvern tímann seinna verð- ur farið að skrifa byggingarsögu þessa tímabils. Það er líka athyglisvert svona í lokin að þótt nokkrar tillögur kæmu fram á fundi verkfræðinga í fyrrakvöld um ályktanir vegna skýrslunnar, voru þær ekki sam- þykktar. Að hluta til er skýringin sjálfsagt sú að menn vilja hugsa málið betur. En að hluta til er þetta einnig nokkur áfellisdómur yfir blaðamannastéttinni, þvi margir verkfræðingar telja að um þetta mál hafi verið fjallað meira af æs- ingi en þekkingu og kunnáttu. Alþýðuflokkurinn háði kosn-. ingabaráttu sem ferskur og róttæk- ur jafnaðarmannaflokkur. Hann hafði gengið í endurnýjun lifdag- anna hvað varðaði hugmyndir, fólk og Iífskraft. Flokkurinn átti sér markmið, aldrei slíku vant, og boð- aði nýja tíma. Nú er þessi sami AI- þýðuflokkur á hraðri leið með að verða aukalöpp undir þeim þurs sem ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks var — og er. Hér er augljóslega eitthvað að. Ríkisstjórn þessara þriggja flokka er vond af því að Alþýðu- flokkurinn fær sáralitlu breytt og ekkert hindrað af hinu versta í helmingaskiptum íhalds og Fram- sóknar. Hann yrði hins vegar þátt- takandi í hefðbundinni hægri miðjustjórn, sem er mannorðs- skemmandi fyrir framsækinn jafn- aðarmannaflokk. Er unnt að fullyrða um þetta? Fundir stancja enn yfir í Dagsbrún- arsalnum og aldrei að vita nema krötunum takist að semja eitthvað út úr Þorsteini og Steingrími. En mikið verður það ekki. Ekki nóg til þess að lengja líf ríkisstjórnar sem Alþýðuflokkurinn hefur barist gegn og verið andvígur. Núverandi ríkisstjórn á ekki glæsilegan feril að baki. Hún beitti harkalegum aðgerðum í launamál- um og margsetti lög gegn verkföll- um. Hún hélt áfram sóun í land- búnaði og setti sjávarútveg í greipar kvótans. Hún skilur við flesta mik- ilvægustu þætti efnahagslífsins enn bundnari og viðkvæmari en áður. Hvaða líkur eru á að ný stjórn með Alþýðuflokk innanborðs hagi sér skynsamlegar? Hugleiðum nokkur málefni. Við vitum nú þeg- ar hver verður í höfuðdráttum land- búnaðarstefnan. Þar nýtur Fram- sókn góðrar aðstoðar Sjálfstæðis- flokksins i viðhaldi óbreytts ástands. Þetta þýðir einnig að for- sendur hugmynda alþýðuflokksins í ríkisfjármálum eru gerbreyttar. Tillögur jafnaðarmanna hafa alltaf gert ráð fyrir niðurskurði á fjár- framlögum til landbúnaðar líkt og annarra atvinnugreina. Nú er hins vegar búið að festa háar fjárhæðir í fjárlögum nokkur ár fram í tím- ann. Svigrúm verður minna til „góðra verka“ og líklega verður að hækka skatta til að eyða fjárlaga- halla. Hvað verður þá um t.d. kaup- leiguíbúðir og fjárvana húsnæðis- kerfi? Engar líkur eru á að Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur leyfi ferskum vindum að blása um atvinnulíf. T.d. með auknu útflutningsfrelsi sem myndi kippa einokunardýnunni undan SÍF? Varla myndi Framsókn samþykkja frjálsari gjaldeyrisverzl- un sem þessu yrðu að fylgja. At- vinnulíf verður ennþá í böndum og helstu atvinnuvegirnir reyrðir nið- ur. Fráfarandi ríkisstjórn tókst ein- staklega að klúðra endurbótum á bankakerfinu. Alþýðuflokkurinn bauð upp á nokkuð góða lausn. Hvað gerist næst? Vill íhaldið breyta ríkisbönkum í raunveruleg almenningshlutafélög? Svari nú all- ir Matthíasar Bjarnasynir Sjálf- stæðisflokksins. Er Framsókn til í að taka þingmenn út úr bankaráð- um og endurskilgreina hlutverk AI- þingis gagnvart peningastofnun- um? Hér skal viðurkennt að líkurn- ar hafa aukizt við fráhvarf Stefáns Valgeirssonar, en þeir eru margir eftir í þingflokki Framsóknar og reyndar Sjálfstæðisflokks líka. Vilja flokkar hagsmunavörslu færa viðskipti atvinnulífsins úr rík- isstofnunum í venjulega banka? Þróunarfélag íslands, afkvæmi helmingaskiptanna, átti að vera ópólitísk tímamótastofnun: ekki er langt síðan þar varð stjórnarkreppa vegna þess að hin pólitísku valdhafa- hlutföll þóttu vera að raskast. Varla ætlar Alþýðuflokkurinn að taka þátt i þessum leik? Er, í stuttu máli, von til þess að ríkisstjórn af þessu tagi beiti sér fyrir nauðsynlegum breytingum svo íslenzkt efnahagslíf fari að líkjast því sem gengur og gerist í nágranna- löndunum? Það þykir mér ákaflega ólíklegt. Þess vegna er ég svartsýnn. Ríkis- stjórn Alþýðuflokks, Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks verður ríkisstjórn hefðbundinna úrlausna. Hún verður hvorki frjó né fersk. Svo kynni að fara, eftir allt bram- boltið, að enginn tæki eftir því þeg ar Alþýðuflokkurinn komst loks í ríkisstjórn. „Rlkisstjórn Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæöisflokks verður ríkisstjórn hefðbundinna úrlausna. Hún verður hvorki frjó né fersk. Svo kynni að fara eftir allt bramboltið, að enginn tæki eftir þvi þegar Alþýðu- flokkurinn kemst loksins (ríkisstjórn," segir Karl Th. Birgisson m.a. i grein sinni. >

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.