Alþýðublaðið - 06.06.1987, Síða 7

Alþýðublaðið - 06.06.1987, Síða 7
Laugardagur 6. júní1987 7 I dag klukkan 14.00 verður opnuö sýning I Sjóminjasafni íslands i Hafnarfiröi, sem byggir á riti Lúðvíks Kristjánssonar „Islenskum sjávarháttum", sem nú er komið út I heild sinni. Sýningin kallast „Árabátaöldin". Teikningar, Ijósmyndir og textar eru úr „íslenskum sjávarháttum" en munir úr sjóminjadeild Þjóðminjasafnsins og frá ýmsum velunnurum safnsins. Ársrit Kvenréttindafélags ís- lands, 19. júní, er komiö út í 37. skipti. Efni blaðsins er sem fyrr helgað málefnum jafnréttis milli kvenna og karla og kennir að þessu sinni margra grasa í því efni. „Ég hlakka til þess dags..í‘ er fyr- irsögn á forsíðuviðtali við forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadótt- ur. í Iöngu og skemmtilegu viðtali ræðir Rannveig Jónsdóttir við for- setann um uppvaxtarárin, um hvað hún telur hafi mótað persónu sína mest, um viðhorf sín til þjóðernis- ins, til kvenna og ótal margt fleira forvitnilegt. Það er ekki á hverjum degi sem forseti landsins veitir tímariti einka- viðtal, en 19. júní hefur að því leyti sérstöðu að þetta er í annað skipti sem blaðið birtir við frú Vigdísi við- tal frá því hún settist í forsetastól fyrir sjö árum. íþróttir og konur eru að öðru leyti það efni sem á stærstan hlut í blaðinu. Velt er upp spurningunni hvort jafnrétti ríki á vettvangi íþróttanna. Rætt er við fjölda af- rekskvenna sem leggja stund á keppnisgreinar nú, svo og sund- stjörnuna Hrafnhildi Guðmunds- dóttur sem gerði garðinn frægan fyrir 15-20 árum. „Ef Bjarni Fel væri kona..í‘ heitir ein nokkurra greina í þessum efnis- flokki og fjallar um þátt fjölmiðla í þeirri mynd sem almenningur fær af íþróttum kvenna. Af öðru efni má nefna viðtöl við þær Jórunni Viðar tónskáld og Val- borgu Bentsdóttur kvenréttinda- kempu í marga áratugi. Margrét Heinreksdóttir fréttamaður rekur þær breytingar sem orðið hafa á stöðu kvenna í stjórnmálum frá því í síðustu alþingiskosningum og spyr: „Er V það sem við viljum?“ Jafnframt svara 7 valinkunnir ein- staklingar spurningunni hvaða leið- ir séu vænlegastar til að konum fjölgi á þingi. I blaðinu er skrifað um kvení- mynd auglýsinga, um nýleg leikrit eftir konur og um bækur, líkt og venja er. Margt fleira er að finna í blaðinu enda ritið 100 bls. og stærra en nokkru sinni áður. Það er lit- prentað að hluta og vandað hefur verið til útlits þess í hvívetna. Þá hlið annaðist Þórhildur Jónsdóttir auglýsingateiknari, en ritstjóri blaðsins er Jónína Margrét Guðna- dóttir. Upplag 19. júní hefur verið nær tvöfaldað að þessu sinni og í fyrsta skipti verður blaðinu nú dreift mun víðar en hingað til. Það verður fá- anlegt í öllum blaðsölustöðum og bókabúðum um land allt og á Réykjavíkursvæðinu og víða út á landi verður blaðið einnig boðið í lausasölu af blaðsölufólki. Psoriasis — sjúklingar Ákveðin er ferð fyrir psoriasis-sjúklinga 20. ágúst n.k. til eyjarinnar Lanzarote á heilsugæslustöðina Panorama. Þeir sem hafa þörf fyrir slíka ferð snúi sér til húð- sjúkdómalækna og fái vottorð hjá þeim. Sendið það merkt nafni, heimilisfangi, nafnnúmeri og síma til Tryggingastofn- unar ríkisins Laugavegi 114 3. hæð. Umsóknir verða að berast fyrir 1. júlí. Tryggingastofnun ríkisins. Auglýsing um starfslaun listamanns Skv. samþykkt borgarstjórnar hinn 22. janúar s.l. verðaveitt þriggjaárastarfslaun til listamannsfrá 1. septmeber n.k. Starfslaunin skulu kunngerð á afmælisdegi Reykjavíkurborgar 18. ágúst n.k. og skulu þau nema sömu fjárhæð og starfslaun „Borgarlista- manns“, sem valinn er árlega. Greiðsla starfs- launa hefst 1. september 1987 og lýkur 31. ágúst 1990. Orlofsgreiðslaerinnifalin í mánaðarlaunum og ólögbundin launatengd gjöld greiðast ekki af starfslaunum. Lífeyrissjóðsgjöld greiðast til Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda eða þess llfeyris- sjóðs annars innan SAL, sem starfslaunaþegi óskar eftir. Þeir einir listamenn koma til greina við veitingu starfslauna, sem þúsettir eru í Reykjavlk og að öðru jöfnu skulu þeir ganga fyrir, sem ekki geta stundað listgrein sína sem fullt starf. Listamennirnir skulu í umsókn skuldbinda sig til að gegnaekki fastlaunuðu starfi meðan þeir njóta starfslaunanna. Að loknu starfslaunatímabili skal starfslaunaþegi gera grein fyrir starfi slnu með greinargerð, fram- lagningu, flutningi eða frumbirtingu verka eftir nánara samkomulagi við menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar hverju sinni. Ekki er gert ráð fyrir sérstakri greiðslu frá borgarsjóði fyrir flutn- ing eða sýningu skv. framanskráðu, en borgar- sjóður fær ekki hlutdeild í höfundarrétti lista- manns, sem starfslauna nýtur. Hérrheðerauglýst eftirumsóknum um starfslaun listamanna til þriggja ára skv. framanskráðu. Um- sóknum fylgi upplýsingar um náms- og starfsferil og fyrirhuguð verkefni. Skal umsóknum SKiiao tn menningarmálanefndar Reykjavíkurborgar, Austurstræti 16 fyrir 30. júnl n.k. Borgarstjórinn í Reykjavík 29. mai 1987 Sveinn Egilsson hf. tekur í notkun nýjan sýningarsal Laugardaginn 6. júní n.k. tekur Sveinn Egilsson hf. í notkun nýjan og glæsilegan sýningarsal fyrir nýja bíla. Sýningarsalur þessi er í ný- byggingu fyrirtækisins við Skeif- una. — Húsinu hefur verið gefiö nafnið FRAMTÍÐ. Ágötuhæðhússinseru.þ.b. 1300 mJ sýningarsalur fyrir nýja bíla auk 700 m2 rýmis fyrir notaða bíla. Öll sölustarfsemi Ford, Suzuki og Fiat umboðanna flyst nú í þetta nýja hús, en varahluta-, viðgerða- þjónusta og skrifstofur verða áfram í Skeifunni 17. tímaleysi í umferðinni. Þaö ert ýií. sem situr undir stýri. UMFEROAR Laust starf bæjarstjóra Hérmeðerauglýst laust til umsóknarstarf bæjar- stjóra á Akranesi. Frekari upplýsingar um starfið veita Ingimundur Sigurpálsson bæjarstjöri, (sími 93—11211) Ingi- björg Pálmadóttir, forseti bæjarstjórnar (sími 93—11818) Umsóknarfrestur er til 4. júlí n.k. Bæjarstjóri. Nýbýlavegur — Forval Bæjarráð Kópavogs áformarað Ijúkaáárinu 1987- 1989 gerð Nýbýlavegar frá stöð ca. 0 + 500, vest- an Birkigrundar, að stöð ca. 1 + 526 við Astún. Verkið felst í því að fullgera aðalveginn, sem er tveggja akgreina gata, á nefndum kafla, ásamt gatnamótasvæðum vegarins við Birkigrund/ Hjallabrekku og Furugrund/Túnbrekku, auk gerð- ar húsagötu milli Hjallabrekku og Túnbrekku og frá Lundarbrekku að húsum nr. 80-86 allt með til- heyrandi lögnum, köntum, stoðveggjum, útskot- um, undirgöngum og umferðarleiðurum, sbr. nán- ari lýsingu í forvalsgögnum. Verkið skal unnið I þeirri röð, og að því staðið á þann hátt, sem gert er ráð fyrir í forvalsgögnum. Með forvali þessu gefur bæjarráð Kópavogs verk- tökum kost á að leiöa rök að fjárhagslegri og tæknilegri getu sinni til þess að framkvæma um- rætt verk á fullnægjandi hátt. Að afloknu forvali mun bæjarráð Kópavogs velja þá aöila, sem gef- inn verður kostur á að taka þátt í lokuðu útboði um nefnt verk. Nánari upplýsingar um verkið verða afhentar í for- valsgögnum á tæknideild Kópavogs fram til kl. 12 þann 10. júní n.k. Forvalsgögnum með umbeðnum upplýsingum skal skilaátæknideild Kópavogskaupstaðarfyrir kl. 12 þann 16. júní n.k. Þeir verktakar, sem bæjarráð velur að afstöðnu forvali, munu fá útboðsgögn afhent þann 19. júní 1987. Bæjarverkfræðingur Kópavogs. fLAUSAR STÖÐUR HJÁ J REYKJAVÍKURBORG Útideildin í Reykjavík Við erum að leita að karlmanni I leitar- og vett- vangsstarf með unglingum í Reykjavík. Um er að ræða tæplega 70% starf í dag- og kvöldvinnu. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af starfi með unglingum og/eða menntun á sviði féiags- og uppeldismála. Umsóknarfrestur er til 18. júní. Nánari upplýsingar um starfið gefum við I síma 20365 virka daga kl. 9-17. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavlkurborgar, Pósthússtræti 9,5. hæð á sér- stökum eyðublöðum sem þar fást.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.