Alþýðublaðið - 06.06.1987, Side 8

Alþýðublaðið - 06.06.1987, Side 8
MÞYSUBLMtlB Laugardagur 6. júní 1987 NEIL KINNOCK sjálfsöruggur og sigurviss Breski Verkamannaflokkurinn leggur óvenjulega mikið upp úr persónu flokksleiðtogans í yfirstandandi kosn- ingabaráttu. Neil Kinnock hefur verið mikið í sviðsljósinu og skoðanakann- anir benda til þess að sú aðferð hafi gefist vel. Áframhaldandi velgengni er þó undir því komin að Kinnock takist að sniðganga varnarmálin sem mest, en leggja þess í stað aðaláhersl- una á atvinnumálin. Neil Kinnock ásamt konu sinni Glenys. Hann hefur gefið verkamannaflokknum breska nýja von í þessari kosningabaráttu, ólfkt því sem var I kosningunum 1983 þegar Michael Foot leit út eins og sigraður maður strax í upphafi. Sjaldan hefur breski verka- mannaflokkurinn flykkt sér svo mjög um persónu foringja síns eins og í kosningabaráttunni núna. Forsíðan á stefnuskrá flokksins er prýdd myndum af Neil Kinnock og fyrsta sjónvarpskynning flokks- ins snerist öll um hann sjálfan, fjöl- skyldu hans og framabraut. Skipu- lagssérfræðingar flokksins telja að sigurviss persóna Kinnocks sé besta auglýsing flokksins og ennþá sem komið er hefur sú skoðun reynst rétt, ef marka má skoðanakannan- ir. Allt svipmót flokksins er nú með •öðru yfirbragði en í síðustu kosn- ingum árið 1983. Þá var flokksleiðtoginn þvergirð- ingslegur skynsemistrúarmaður, Michael Foot að nafni, sem kunni engan veginn að nýta sér fjölmiðla og hafði að baki sér klofinn og sundraðan flokk. Hann kollsigldi sig gersamlega í kosningabarátt- unni. Árið 1983 fékk Verkamanna- flokkurinn afar lélega kosningu. Hin róttæka, sósíalska stefnuskrá flokksins fann ekki náð fyrir aug- um kjósenda. Flokkurinn var með nauman meirihluta yfir Bandalagi frjálslyndra og Demókrata og missti yfir til íhaldsmanna fleiri at- kvæði en nokkru sinni síðan í heimsstyrjöldinni síðari. Þá þegar varð það brennandi spurning hver ætti að leysa Michael Foot af í for- mannssætinu. Kinnock kom á óvart Mörgum til undrunar var Neil Kinnock valinn sem flokksformað- ur í september 1983. Stjórnmála- spekingar töldu að þar hefði flokk-- urinn gert herfileg mistök, á borð við það þegar Michael Foot var val- inn sem eftirmaður James Callagh- an árið 1980. Foot, sem kom frá vinstri væng flokksins, tókst ekki að halda liði sínu saman. Fjórum mánuðum eft- ir að hann tók við forystu í flokkn- um gengu fjórir áhrifamiklir menn úr flokknum og stofnuðu demó- krataflokkinn, SDP. Innbyrðis átök í flokknum leiddu það af sér að kosningabaráttan 1983 varð magn- lítil og óviss. Neil Kinnock, sem er sonur námuverkamanns frá Wales, til- heyrði vinstri væng flokksins eins og fyrirrennari hans. Margir töldu að pólitískur bakgrunnur hans, ásamt reynsluleysi í hlutverki leið- togans myndi gera honum ókleift að marka flokknum þá föstu stefnu sem var honum nauðsynleg. Kinn- ock var of ungur til að hafa kynnst stjórnarsetu af eigin raun og hann hafði aðeins átt sæti í fulltrúaráði flokksins í fáein ár. Íklípu Strax í upphafi virtist svo sem orð efasemdarmanna ætluðu að sann- ast. Aðeins sex mánuðum eftir for- mannskjörið stóð Kinnock and- spænis alvarlegu pólitísku vanda- máli. Kolanámumenn höfðu hafið verkfallsaðgerðir, undir forystu Arthurs Scargill, sem urðu von bráðar áhrifamestu aðgerðir verka- manna i allri Evrópu síðan fyrir stríð. Kinnock var algerlega á bandi kolanámumanna, en hann var ekki jafn hrifinn af foringja þeirra og grunaði hann um pólitísk óheilindi í þessari baráttu. Utkoman varð sú að afstaða Kinnocks til þeirra vandamála sem sköpuðust vegna verkfallsins, var talin óklár og tví- stígandi. Verkamannaflokkurinn og Kinn- ock virtust ekki hafa neina skoðun á því hvernig staðið var að aðgerð- unum, né til þeirra hörðu og oft blóðugu átaka sem fylgdu í kjölfar- ið. Skoðanakannanir sýndu ört minnkandi fylgi flokksins. Talað var um að Kinnock hefði hlotið sína eldskírn. En þá þegar mátti sjá ýmis merki þeirra eiginleika, seiglu og festu, sem síðan hafa verið vörumerki hans. Gegn vinstri sveiflu Árið eftir varð það ljóst að Kinn- ock hafði ekki í hyggju að sitja að- gerðalaus á meðan flokkurinn fremdi pólitískt sjálfsmorð. Á flokksþinginu í október 1985 hóf Kinnock herferð sína gegn harð- línumönnum á vinstri væng flokks- ins. Jafnframt tryggði hann sér ör- uggan meirihluta í miðstjórn flokksins og vinstrisinnarnir Eric Heffer og Tony Benn, sem höfðu haft veruleg áhrif, voru nánast' teknir úr sambandi. Ennfremur markaði Kinnock fremur hófsama stefnu og dró t.d. til baka kröfu um úrsögn Bretlands úr Evrópubandalaginu. Flokkur- inn hafði orðið að viðurkenna að ekki sé hægt að bæta hag hinna verst settu nema hafa til þess til- styrk hins breiða fjölda. Kinnock hefur lýst því yfir að Verkamanna- flokkurinn verði að höfða til breið- ari hóps kjósenda en hingað til ef hann á að gera sér vonir um að komast til valda. Margir fyrrverandi bandamenn Kinnocks á vinstri væng flokksins telja að hann hafi átt undarlega auðvelt með að Iáta af sósíölskum hugsjónum sínum í viðleitni sinni til að selja flokkinn kjósendum. Kinnock hefur að sínu leyti gefið það sígilda svar jafnaðarmanna að sósíalskar hugsjónir séu einskis virði án pólitískra áhrifa. Flokkurinn hefur aðeins haldið í eitt af fyrri grundvallarskilyrðum sínum: Ef Verkamannaflokkurinn kemst til valda mun Stóra-Bretland losa sig við kjarnorkuvopn sín og jafnframt krefjast þess að Banda- ríkjamenn fjarlægi öll kjarnorku- vopn frá breskum herstöðvum. Þetta mál gæti orðið Akkilesar- hæll í yfirstandandi kosningabar- áttu Verkamannaflokksins. Meiri- hluti breskra kjósenda hefur mjög sterka þjóðernisvitund og lítur svo á að sterkar landvarnir, með kjarnavopnum, séu nauðsyn. Takist Kinnock, hér eftir sem hingað til, að koma í veg fyrir að varnarmálin verði aðalbaráttumál- ið í kosningunum og beina þess í stað sviðsljósinu að hinu mikla at- vinnuleysi í landinu, þá er það ekki óhugsandi að Verkamannaflokkur- inn vinni sigur í kosningunum þann 11. júní n.k.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.