Alþýðublaðið - 17.06.1987, Page 1

Alþýðublaðið - 17.06.1987, Page 1
Fulltrúi hjá Borgarfógeta: SEKUR UM ÖLÖGMÆTAINNHEIMTU? Hringdi í fólk og hótaði vörslusviptingu. 2.500 krónur fyrir símtalið. Jón Oddsson hrl.: Ólögmætt. Engin gjaldskrá fyrir vörslusviptingu! Á að vera innifalin í fjárnámskostnaði. Ólafur Sigurgeirsson, fulltrúi hjá Borgarfógetaembættinu í Reykja- vík, hefur fengið greiddan vörslu- sviptingarkostnað hjá Sigurmari K. Albertssyni innheimtulögmanni, en þessar greiðslur munu ekki vera skráðar hjá embætti Borgarfógeta. Jón Oddsson hæstaréttarlögmaður rekur um þessar mundir mál í rétt- arkerfinu, þar sem nafn Ólafs hefur blandast inn með þessum hætti. Samkvæmt upplýsingum Al- þýðublaðsins, hefur Olafur hringt í fólk og gefið því kost á að greiða skuldir sínar vegna ógreiddra af- notagjalda Ríkisútvarpsins, hjá Sigurmar Albertssyni, en hótað vörslusviptingu sjónvarpstækis að öðrum kosti. Fyrir hvert einstakt mál af þessu tagi hefur Ólafur feng- ið greiddar 2.500 krónur sam- kvæmt kvittunum sem Sigurmar lagði fram við rannsókn málsins. Jón Oddsson telur þetta athæfi Ólafs ólögmætt, og sagði í samtali við Alþýðublaðið að engin gjald- skrá væri til vegna vörslusviptinga og sá kostnaður sem af slíku hlytist ætti að vera innifalinn í fjárnáms- kostnaði. Mál það sem hér um ræðir er angi af öðru máli, sem snýst, að sögn Jóns Oddssonar, fyrst og fremst um lögmæti þeirra aðferða sem nú eru viðhafðar við innheimtu afnota- gjalds Ríkisútvarpsins. Þessari inn- heimtu er nú þannig háttað að Sig- urmar K. Albertsson, innheimtu- lögmaður fær til lögfræðilegrar meðferðar þær kröfur sem ekki greiðast innan ákveðinna tíma- marka. Jón Oddsson hefur fyrir hönd skjólstæðings síns kært þessa innheimtuaðferð og telur að af- notagjöldin eigi í staðinn að inn- heimta með sama hætti og t.d. van- goldna skatta, enda séu þessi gjöld lögveðs- og lögtakskræf beint, án Ákvarðanir heim í hérað: Þróunarfélög í kjördæmunum Þróunarfélag íslands hefur ákveðið að beita sér fyrir því að stofnuð verði sérstök þróunarfélög í kjördæmum landsins nema í Reykjavík. Hlutverk þessara félaga verður m.a. að veita fjárfestingar- lán til framkvæmda í viðkomandi landshluta og segjast forráðamenn Þróunarfélagsins gera sér vonir um að með þessu verði lagður grunnur að því að færa ákvarðanir um fjár- festingar út í þá landshluta þar sem fjárfestingin á sér stað. í frétt frá Þróunarfélaginu segir ennfremur að ekki verði þó farið af stað með slík félög nema áhugi reynist vera fyrir hendi í landshlut- anum. Er ætlunin að Þróunarfélag íslands leggi fram og eigi 20% aðild að þessum landshlutafélögum. Reiknað er með að hlutafé hvers Iandshlutafélags verði ekki undir 15 milljónum króna, en Þróunarfélag íslands hyggst ábyrgjast allar lán- tökur landshlutafélaganna, sem gerir það að verkum að unnt verður að komast af með minna hlutafé en ella. Gleðilega þjóðhátíð í dag er 17. júní, þjóðhátíðar- dagur Islendinga og lýðveldið er 43 ára. Hátíðahöld verða með hefðbundnu sniði um allt land. I Reykjavík leggur forseti ís- lands Vigdís Finnbogadóttir, blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli og forsætisráðherra flytur ávarp. Það er orðið ljóst að sá forsætis- ráðherra sem flytur\ávarpið að þessu sinni heitir Steingrímur Hermannsson. Fjallkona ávarpar líka sam- komuna á Austurvelli, en að henni lokinni verður messað í Dómkirkjunni. Síðari hluta dagsins verður dagskráin svo með léttari blæ. Skrúðgöngur verða farnar og skemmtidag- skrá í miðbæ Reykjavíkur. í kvöld verður svo kvöldskemmt- un á Lækjartorgi og tónleikar verða einnig haldnir í Laugar- dalshöll. Eitthvað svipaða sögu mun vera að segja af öðrum stöðum á landinu. Þjóðhátíðardagurinn verður að venju hátíðlegur hald- inn um allt land. Svo er eftir að vita hvernig veðurguðirnir bregðast við hinum árvissu há- tíðahöldum að þessu sinni, eða hvort þeir yfirleitt muna eftir þjóðhátíðinni okkar. En hvort heldur sem kann að rigna á okk- ur í dag, eða sólin brosir sínu blíðasta af heiðum himni, þá óskar Alþýðublaðið Iesendum sínum gleðilegrar þjóðhátíðar. þess að dómur þurfi að ganga í mál- inu. Að Iáta innheimtulögmann ann- ast innheimtu afnotagjaldanna hef- ur að sjálfsögðu í för með sér stór- aukinn kostnað fyrir gjaldandann, þar sem innheimtulögmenn taka þóknun samkvæmt gjaldskrá lög- mannafélagsins. Ólafur Sigurgeirsson, fulltrúi hjá Borgarfógeta, blandast inn í þetta mál með þeim hætti að þegar rann- sóknarlögreglan hafði málið til meðferðar í vetur var Sigurmar K. Albertsson beðinn um nánari skýr- ingar á fógetakostnaði sem fram kom í reikningum hans. Sigurmar framvísaði þá reikningi með haus Borgarfógetaembættisins og kvitt- uðum af Ólafi Sigurgeirssyni. Reikningur þessi náði yfir 12 greiðslur á 2.500 kr. hverja, eða samtals 30.000 krónur. Samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins eru þessir peningar ekki bókfærðir hjá fógetaembættinu og hljóta því að hafa runnið til Ólafs persónulega. Heimildir Alþýðublaðsins herma ennfremur að sú vinna sem Ólafur innti af hendi fyrir þessar greiðslur hafi verið fólgin í því að hringja í viðkomandi gjaldendur og hóta þeim vörslusviptingu sjónvarps- tækis ef skuldin yrði ekki greidd innan ákveðins tímafrests. Rannsókn málsins lauk hjá rann- sóknarlögreglu fyrr í vetur og bíður það nú ákvörðunar um frekari málsmeðferð hjá embætti ríkissak- sóknara. Alþýðublaðið náði ekki tali af Ólafi Sigurgeirssyni í gær, en Sigur- mar K. Albertsson sagði í stuttu samtali að hann teldi fjarri því að Ólafur hefði gerst sekur um nokk- uð ólögmætt í þessu máli. „Ólafur stendur mjög heiðarlega að sínum störfum“, sagði Sigurmar. Þessa eldhressu unglinga rakst Ijósmyndari Alþýðublaðsins á I gær þar sem þau voru að vinna við að fegra borgarlandið. Nánar tiltekið voru þau að jafna landskika sem siöan á að tyrfa yfir. Hvort við mættum taka eina mynd? Jú, alveg sjálfsagt. A-mynd: Róbert Stjórnarmyndun: FORMENNIRNIR NÁÐU SAMKOMULAGI Viðræðunefnd flokkanna þriggja falið að gera uppkast að málefnasamningi. Ráðherrastólarnir óútkljáðir. Ný ríkisstjórn um helgina? Formcnn Alþýðuflokks, Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks komust að samkomulagi um fyrstu aðgerðir í ríkisfjármálum eftir þriggja tíma fund í gær. Viðræðu- nefnd flokkanna þriggja sem standa að stjórnarmyndun komu til fundar síðar um daginn og ræddu samkomulagið og færðu til bókar ágreiningsefni flokkanna og sam- eiginlegar lausnir formannanna, og gerðu uppkast að málefnasamn- ingi. Samkomulag um fyrstu aðgerðir er háð samþykki þingflokkanna en búist er við að samkomuiagið hljóti jákvæða afgreiðslu. Þar með verð- ur varla aftur snúið og ný ríkis- stjórn fæðist sennilega síðar í vik- unni eða um n.k. helgi. Formennirnir náðu samkomu- lagi um fyrstu aðgerðir eftir þriggja tíma langan fund. Samkomulagið felur í sér margar áherslubreytingar á skattaleiðum. Skipting og fjöldi ráðherrastóla eða/og ráðuneyta var ekki rædd á fundi formannanna en búist er við að formennirnir muni funda nánar um þau mál í dag. Náist samstaða formannanna um ráðherrastóiana og skiptingu ráðu- neyta er ríkisstjórn Alþýðuflokks, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks orðin að staðreynd um helg- ina.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.