Alþýðublaðið - 22.07.1987, Side 4

Alþýðublaðið - 22.07.1987, Side 4
Illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Fyrsta skrefið í átt að fransk-þýskum her? 1111111111111111111111111111111 ■ ■ 111B ■ I i i I ■ I ■ B111EI Frakkar og Þjóöverjar hafa ^ löngum eldaö grátt silfur saman.. W En nú er öldin önnur. Sameiginlegur her Frakka og Vestur-Þjóðvcrja. Hersveitir skip- aðar liermönnum beggja landanna, marsérandi í takt í sátt og samlyndi. Hugmyndin, sem komin er frá Helmut Kohl kanslara Vestur- Þýskalands, hefur vakið mikla at- hygli í Frakklandi. Tilhugsunin um slíkt bræðralag erfðafjendanna, Frakklands og Þýskalands, gefur hugmyndaflug- inu lausan tauminn. Franska blaðið „Libération“ birti fyrir skömmu yf- irlit yfir 100 blóði drifin samskipti landanna tveggja og forsíðuteikn- ingu þar sem franskur og þýskur hermaður fallast tárvotir í faðma þar sem þeir sitja saman í skrið- dreka. Við myndina stendur: „Þetta hefðum við átt að hugsa út í fyrr. Saman hefðum við getað haldið Indókína og Alsír og Alsass og Lorraine . . . “ En hvað sem öllu gamni líður, þá hafa orðið all sterk viðbrögð við tillögu Kohls, sem endurspegla út- breiddar hugmyndir um evrópska varnarsamvinnu á sama tíma og óvissa og ósamlyndi eru ríkjandi á mörgum sviðum í samskiptum milli stjórnvalda í París og Bonn. Afvopnun af hálfum hug Það gildir raunar líka um Vestur- þýsku stjórnina innbyrðis og einnig er skoðanaágreiningur og togstreita milli þjóðernissinnaðra og „Evrópusinnaðra" Frakka. Allt að meira eða minna leyti vegna samn- inga stórveldanna um afvopnun og fækkun skammdrægra kjarna- flauga í Evrópu, sem hafa hlotið samþykki Evrópubandalags- ríkjanna, en þó með semingi. I hug- um margra jafngildir þetta því að hlutverk stórveldanna og Evrópu- bandalagsins hafi aukist á kostnað einstakra ríkja. Aðrir hafa fyllst bölsýni og ótta, líkt og afvopnun sé geigvænleg ógnun, áður óþekkt tómarúm. Opinberlega eru viðbrögð Mitterands Frakklandsforseta og Chirac forsætisráðherra nánast þau sömu. Þeir segja að tillaga Kohls sé í samræmi við samkomulag um fransk-þýska samvinnu, en að henni verði ekki hrundið í fram- kvæmd að svo stöddu þar eð ýmsar pólitískar hindranir séu í vegi. Reyndar er samvinna í varnar- málum eitt af því sem tekið var með í svokallaðan „Élysée-sáttmála,“ fransk-þýska samkomulagið sem de Gaulle og Adenauer gerðu með sér 1963. Eins og er birtist þessi sam- vinna einkum í sameiginlegum her- æfingum og að vissu marki sameig- inlegri þjálfun fyrir yfirmenn hers- ins. Hins vegar hefur samvinna á öðrum sviðum verið í lágmarki, í hergagnaframleiðslunni til dæmis. Chirac hefur nýverið tilkynnt að Frakkar muni sjálfir smíða og standa straum af kostnaðinum við nýja, háþróaða gerð flugvéla — Rafale — sem er greinilega sett til höfuðs Eurofighter-flugvélunum sem Þjóðverjar eiga þátt í að smíða. Útilokað að svo stöddu í fyrirsjáanlegri framtíð er sam- einaður fransk-þýskur her ekki í augsýn, af þeirri einföldu ástæðu að þýski herinn er innan vébanda sameinaðs herafla í Nató og hlítir yfirstjórn þess, en franski herinn er algerlega undir frönskum yfirráð- um. Frakkland hefur staðið utan hernaðarbandalagsins síðan 1966. „Það kemur ekki til greina að Frakkland gerist aðili að herafla Nató á þessum forsendum,“ sagði Chirac nýlega, aðspurður um þann möguleika. En fransk-þýskt bandalag er hug- mynd sem á greinilega fylgi að fagna í Frakklandi ef marka má ný- lega skoðanakönnun þar sem 60% aðspurðra kváðust vera hlynntir hugmyndinni. Hún er sú nýjasta af mörgum til- lögum sem hafa verið bornar fram um evrópskt varnarsamstarf með Vestur-Þýskaland og Frakkland sem kjölfestu og kjarna. Undir stjórn jafnaðarmanna í Frakklandi hefur utanríkis- og varnarmálapólitíkin verið að þok- ast til samkomulags við Vestur- Þýskaland og í átt til franskrar þátt- töku í herjum Nató. Árið 1983 var komið á fót sérstakri 47.000 manna sveit, sem skyldi taka þátt í vörnum Vestur-Þýskalands ef til innrásar kæmi frá Sovétríkjunum. Og í fyrra gaf Mitterand grænt ljós á hugsan- lega notkun franskra kjarnorku- vopna, sem samkvæmt sérstöku samkomulagi við Vestur-Þýskaland mætti hafa í bakhöndinni ef þyrfti að verja þýska jörð. Skiptar skoðanir Þá er það einnig álitamál hvort af víðtæku fransk-þýsku eða evrópsku varnarsamstarfi getur orðið á með- an skoðanir eru jafn skiptar og raun ber vitni. Þjóðverjar eru þeirr- ar skoðunar að Bandaríkin séu hið sjálfsagða forysturíki og kjarn- orkuvopn þeirra ómissandi. Frakk- ar með sínar hugmyndir um sjálf- stæðar, þjóðlegar varnir og eigin kjarnorkuvopn, óháð herstyrk At- lantshafsbandalagsins. Engu að síður eru hinar ýmsu hugmyndir á kreiki beggja vegna Rínarfljóts um hernaðarsamvinnu ríkjanna tveggja. Helmut Schmidt, fyrrverandi kanslari hefur lagt til að hefðbundinn herafli landanna verði sameinaður og ennfremur komi til evrópskt varnarsamstarf með sam- vinnu við Bandaríkin og Kanada og leysi það Nató af hólmi. Frönsk kjarnorkuvopn verði notuð í Evrópu. Formaður kristilegra demókrata, Alfred Dregger, hefur svipaðar hugmyndir um evrópska öryggis- gæslu, þar sem frönsk kjarnavopn verði einnig þáttur í vörnum Þýska- lands. í Frakklandi hefur Laurent Fabius, fyrrverandi forsætisráð- herra bryddað á því sama; að frönsk kjarnavopn nái til varna Vestur-Þýskalands og fleiri hug- myndir falla í mjög svipaðan farveg þar sem grundvallarhugmyndin er einhvers konar samsteypa herja og varna Evrópulandanna, sérstaklega Frakklands og Vestur-Þýskalands. Gaullistar þverneita En hugmyndir sem þessar mæl- ast ekki alls staðar svona vel fyrir. Varnarpólitík Frakka er mótuð af Gaullistum og þjóðernissjónarmið eru sett þar ofar öllu. Mitterand hefur fallist á þau í öllum aðalatrið- um, þótt ekki hafi það alltaf verið svo. Grundvallaratriði stefnunnar birtast umbúðalaust í meðförum Michel Debré, einhvers harðasta fulltrúa hennar, sem ekki hirðir um að sveipa orð sín kurteisisblæju eins og forsetinn og forsætisráðherrann gera. Hann sópar öllum hinum nýju hugmyndum til hliðar og segir að tillögurnar um franska atómvopna- regnhlíf yfir til Þýskalands séu bull. Og um fransk-þýskan sambandsher segir hann: „Hvers konar leikur er þetta eiginlega. Ef þetta er grín, þá er það lélegt grín. Og ef það er ekki grín, þá er það alvarlegt mál, því það getur leitt til þess að franskar hersveitir lendi undir yfirráðum herafla Nató.“ Sú tilhugsun er greinilega verri en nokkuð annað og við það situr.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.