Alþýðublaðið - 02.09.1987, Page 1

Alþýðublaðið - 02.09.1987, Page 1
Kaupfélag Svalbarðseyrar: NÆR GJALDÞROTIÐ TIL SÍS? Kaupfélögin eiga SÍS. — Hvað á Kaupfélag Svalbarðseyrar mikið í SÍS? — Verið er að kanna hvort eignarhluturinn er meiri en samsvarar innistæðu í stofnsjóði. Máli Kaupfélags Svalbarðseyrar er síður en svo lokið þótt farið hafi fram uppboð á fasteignum félags- ins. Samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins er verið að kanna hvort eignarhlutur kaupfélagsins i Sambandi íslenskra samvinnufé- laga komi til skipta. í samtali við Alþýðublaðið í gær vildi Hafsteinn Hafsteinsson skiptastjóri þrotabús- ins ekki staðfesta þetta. „Þegar svona mál eru könntið, þá á maður ekki að byrja á því að gera það i fjölmiðlum, en þetta er áhugaverð spurning sem ég hef haft til skoðun- ar,“ sagði Hafsteinn. í þau skipti sem kaupfélög hafa orðið gjaldþrota hefur eignarhlutur þeirra í Sambandinu ekki verið metinn að öðru leyti en sú inni- stæða sem þau eiga í stofnsjóði. Þetta mun því í fyrsta skipti sem þeirri spurningu er alvarlega velt fram hvort meta eigi eignarhlutann að öðru leyti, jafnvel sem hlutfall af innistæðu í stofnsjóði. I dag er innistæða kaupfélag- anna í stofnsjóði óverðtryggð en með vöxtum. Hún getur því að mati lögfræðinga sem Alþýðublaðið tal- aði við, ekki gefið rétta mynd af eign kaupfélaganna í Sambandinu. Heimildarmenn Alþýðublaðsins benda einnig á að forsvarsmenn Sambandsins telji tvímælalaust kaupfélögin vera eigendurna og því íslendingar: Góðir í skák en lélegir í öllu öðru íslenska skáksnilldin vekur að vonum athygli erlendis og æ oftar eru skákir íslensku meist- aranna umfjöllunarefni í skák- dálkum erlendra blaða. Fyrir um það bil viku, fjallaði sænski skákmeistarinn Harry Schússler um hina íslensku kollega sína á skáksíðu Dagens Nyheter og hældi þar Jóhanni Hjartarsyni og Margeiri Péturs- syni á hvert reipi. Hann taldi hins vegar Jón L. Árnason og Helga Ólafsson mun ójafnari. Schússler telur Helga slæman á taugum og segir að tapi hann einni skák, fylgi gjarnan fleiri töp í kjölfarið. Jón L. teflir hins vegar skemmtilegar skákir en tekur of mikla áhættu. Eftir talsverðar vangaveltur lýkur Schússler svo grein sinni með þessum orðum: „Hver er leyndardómurinn bak við árangur og áhugann? Er hann fólginn í því að næstum allir ís- lendingar kunna mannganginn — eða kannski því að þeir eru svo lélegir á öllum öðrum svið- um...?“ hljóti eignarhlutur þeirra að vera áþreifanleg stærð. „Eignin takmarkast við inni- stæðu í stofnsjóði í samræmi við lög,“ sagði Valur Arnþórsson stjórnarformaður Sambandsins í samtali við Alþýðublaðið aðspurð- ur um eignarhluta kaupfélagsins. Hann benti ennfremur á að í Sam- bandinu eins og öðrum fyrirtækj- um á íslandi hafi safnast eigið fjár- magn, fyrst og fremst í gegnum endurmat á eignum í þjóðfélagi þar sem verið hefur mikil verðbólgu- þróun. „Það endurmat er siðan bundið í eignum sem ekki er hægt að „realisera“ og fá út úr peninga. Það er því einfaldlega þannig, að eignin takmarkast við innistæðu í stofnsjóði í samræmi við lög,“ sagði Valur Arnþórsson. Á nauðungaruppboði á fasteign- um kaupfélagsins, sem fram fór 12. ágúst s.l., fengust aðeins 68 milljón- ir króna upp í skuldir. Kröfur námu um 320 milljónum. Enn á eftir að innheimta ýmsar útistandandi skuldir og bjóða upp lausafé. Slysagildra fyrir börn? Hér stóð áður hús sem I daglegu tali var nefnt Fjalakötturinn og talsverðar deilur stóðu um hvort skyldi rífa eða ekki. Sú varð þó niðurstaöan og nú stendur þarnaógirturgrunnurinn eins og sjá máog I fyrrakvöld féll fimm árabarn niður I djúpan poll I grunninum. Betur fór þó en áhorfðist, þvi leikfélagarnir björguðu barninu upp úr. Framkvæmdir hafahins vegar verið stöðvaðar I bili og þvl ekki horfur áað aöstæöur þarna breytist á næstunni. Flugstöð Leifs Eiríkssonar: Helmingi dýrari en flug- í Bandaríkjunum! stöð Samanburður á kostnaði á bygg- ingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og nýlegrar flugstöðvar í Harris- burg í Bandaríkjunum sýnir, að ís- lenska flugstöðin kostar nær helm- ingi meira á fermetrann. Flugstöð Leifs Eirikssonar kostar 2920 doll- ara á fermetra en flugstöðin í Harrisburg 1840 dollara á fermetra. Umrædd flugstöð í Harrisburg, Pennesylvaníu er 10 þúsund fer- metrar að stærð. Byggingu hennar lauk í desember á fyrra ári. Alls kostaði flugstöðin 18.4 milljónir dollara. Áætluð umferð um flug- stöðina er ein milljón farþega á ári. Flugstöð Leifs Eiríkssonar er 25 þúsund fermetrar að stærð, þar af 14 þúsund nýtilegir fermetrar. Kostnaður alls við byggingu flug- stöðvarinnar er 73 milljónir doll- ara. Áætluð farþegaumferð um stöðina er 750 þúsund farþegar á ári. Samanburður á þessum tveimur flugstöðvarbyggingum leiðir því í ljós að fermetrinn í flugstöðinni í Harrisburg kostar 1840 dollara eða 71.660 ísl. kr. samkvæmt núverandi gengi. Fermetrinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar kostar hins vegar 2920 dollara eða 113.880 ísl. kr. sam- kvæmt núverandi gengi.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.