Alþýðublaðið - 22.09.1987, Síða 4
rminiiíiniin
Þriöjudagur 22. september 1987
Eg sé eftir þessu, dæmið mig vœgt og ég\mun
ekki bregðast trausti ykkar, sagði Mathias\Rust
19 ára gamall áður en dómur féll í máli hans.
Hann var dœmdur í fjögurra ára þrœlkunar-
vinnu.
Myndin er af Mathias Rust ásamt fangaverði.
Mathias Rust nítján ára piltur frá
Vestur-Þýskalandi flauj> inn í rúss-
neska lofthelgi án tilskilinna leyfa,
lenti flugvél sinni á Kauúa Troginu
í Moskvu og hefur nú verið dæmd-
ur í fjögurra ára þrælkunarvinnu af
dómstólum í Moskvu.
Dómarinn Robert Tikhomirnov
segir hann hafa framið „illkvittnis-
leg strákapör", hann fékk þriggja
ára dóm fyrir brot á alþjóðlegum
flugreglum og tvö ár fyrir að koma
ólöglega inn í Sovétríkin. Hann fær
að afplána dómana samtímis, svo
Rust þarf því ekki að sitja inni
nema fjögur ár.
Kveður fjölskyldu sína
Engin svipbrigði sáust á Mathias
Rust, þegar dómurinn var lesinn
upp í Hæstarétti Moskvuborgar,
heldur ekki þegar hann var leiddur
úr réttarsalnum. Hann fékk þó leyfi
til að fara aftur inn í réttarsalinn til
að kveðja móður sína Moniku, föð-
ur sinn Karl Heinz og bróðurinn
“ingo en þau voru öll viðstödd rétt-
arhöldin.
Mathias brosti þegar hann gekk
til móður sinnar og kyssti hana á
kinnina. Tugir fréttamanna og
áhorfenda fylgdust með.
Rust var dæmdur í fjögurra ára
„eðlilega vinnu“, en það er mildasta
stig af fjórum refsistigum þrælkun-
arvinnu i rússneskum hegningar-
lögum. Dóminum er ekki hægt að
áfrýja.
Tikhomirnov dómari sagði, og
lagði á það ríka áherslu að sam-
kvæmt þeim sönnunargögnum sem
rétturinn hafði aflað sér, kæmi
skýrt fram, að flugferð Rusts hefði
verið af „ævintýraþrá".
Flugferð Rusts á sér engin for-
dæmi í loftferðarmálum. Mikil
hreinsun fór fram í stjórn varnar-
mála í Sovét-Rússlandi, og var
varnarmálaráðherranum Sergej
Sokolov vikið úr starfi, einnig var
yfirmanni loftferðaeftirlitsins
Alexander Kolduno vikið úr starfi.
Rust viðurkenndi sök sína í öll-
um ákæruatriðum, en fann sig ekki
sekan í „illkvittnislegum strákapör-
um“. Flugferðin að Rauða Torginu
hefði verið farin í friðsamlegum til-
gangi, og að hann hefði haft hug á
að ræða friðarmál við Mikhail
Gorbatjov.
Tikhomirnov vísaði þessum út-
skýringum á bug. Hann sagði Rust
aldrei hafa farið fram á að koma
eftir löglegum leiðum til Sovét-
Rússlands til viðræðna við þarlend
yfirvöld.
Ævintýramaður
Dómarinn visaði til skriflegrar
yfirlýsingar frá vestur-þýskum
ferðamanni sem af tilviljun var
staddur á Rauða Torginu þegar
Rust lenti flugvél sinni. Ferða-
manninum skildist á því sem Rust
sagði, að flugferðina hefði hann
farið í „að gamni sinu“. „Af þessu
má ráða, að Rust var fyrst og fremst
að þessu af ævintýraþrá," sagði
Tikhomirnov dómari.
Hinn opinberi ákærandi
Vladimir Andrejev, lýsti því yfir áð-
ur en dómurinn var fallinn, að Rust
væri „óróaseggur“ og krafðist þess
að hann yrði dæmdur í átta ára
stranga hegningarvinnu.
Verjandi Rusts Vsevolod
Jakovlev, en hann er þýskumælandi
Rússi, lýsti Rust sem ungum hug-
sjónamanni, ef til vill ofurlítið
barnalegum, sem ekki hefði gert sér
ljóst hvað Rauða Torgið skipaði há-
an sess í hugum rússnesku þjóðar-
innar.
„Njósnir voru ekki inn í mynd-
inni og ekki heldur það, að hann
hefði ætlað að gera sig að hetju í
augum kvenna. Honum leiðast
konur,“ sagði verjandinn.
Rust bað um mildan dóm í loka-
ræðu sinni við réttarhöldin og
kvaðst ekki mundi bregðast trausti
dómaranna. „Ég sé mjög eftir þess-
um gerðum rnínurn," sagði Rust.
Átta vitni báru það við réttar-
höldin, að þau hefðu séð flugvél
Rusts fljúga mjög lágt yfir Kremlar-
múra og að flug hans hefði getað
skapað mikla hættu fyrir fólkið,
sem var á Rauða Torginu.
Ennfremur lýsti sovéskur sér-
fræðingur í farþegaflugi því yfir við
réttarhöldin, að Rust hefði flogið
þvert á flugleiðir margra flugvéla
við Sjeremetyevo-flughöfnina í
Moskvu, og hefði því verið mikil
hætta á ferðum. (Det fri Aktuelt.)
KINNOCK HEFUR
SAMEINAÐ VERKA-
MANNAFLOKKINN
Breski Verkamannaflokkurinn aftur sameinaður undir stjórn Neil
Kinnock.
Neik Kinnock hefurafrekað það, sem fæstiráttu von áað hann gæti. Hann
hefur sameinað Verkamannaflokkinn breska.
Enda þótt breski Verkamanna-
flokkurinn hafi ekki unnið kosn-
ingarnar í júní síðastliónum, liggur
það nú Ijóst fyrir að hann er ekki
lengur klofinn. Neil Kinnock for-
maður flokksins hefur komist fyrir
ósamkomulagið sem var fyrir hendi
meðal flokksmanna og hefur kom-
ið burt þeim, sem ekki vildu sættir.
Breskur verkamannaflokkur án
vinstri vængs, er þó óhugsandi, og
vinstri vængurinn mun fljótlega
sýna fram á, að hann er sprell-lif-
andi.
Á ársþingi flokksins síðast í sept-
ember mun vinstri vængurinn
leggja fram uppástungur um breyt-
ingar á stefnuskrá flokksins. Hann
mun stinga upp á, að ríkisstjórn
undir forustu Verkamannaflokks-
ins muni þjóðnýta að nýju, öll þau
fyrirtæki sem núverandi ríkisstjórn
ihaldsmanna hefur verið að gera að
hlutafélögum. Þessi hlutafélags
„væðing" ríkisstjórnar Margrétar
Thatcher var sögð vera til þess að
gefa almenningi kost á að gerast
hluthafar, en raunverulegi tilgang-
urinn var að skapa fjárhagslegt
„var“ vegna þeirra skattalækkana
sem núverandi ríkisstjórn lofaði
kjósendum.
Á ársþinginu munu ennfremur
koma fram tillögur um að ekki
verði stofnað til hertari aðgerða
gegn þeim sem eru lengst til vinstri
í flokknum.
Andstœður
Ennþá eru andstæður í flokkn-
um, svo miklar að þær voru á sínum
tíma álitnar eyðileggingarafl sem
hræddi kjósendur burt. Þetta virð-
ist ekki hafa skaðað Neil Kinnock
eða flokkinn sjálfan. Verkamanna-
flokkurinn er óneitanlega næst-
stærsti flokkurinn í Stóra-Bret-
landi, og er hin eiginlega stjórnar-
andstaða. Hægt er að deila um
hvort það sé stjórnmálastefna
flokksins sem er ástæða þess. Eitt
er víst, verkamannaflokkurinn
stendur betur að vígi nú, en á með-
an þeir voru í samkrulli með Frjáls-
lynda flokknum og svokölluðum
sósíal-demókrötum, SDP, leiðtogar
þeirra voru að mestu leyti komnir
úr röðum óánægðra í Verkamanna-
flokknum.
SDP er ekki lengur við lýði. Það
leystist upp í þingkosningunum í
júní. Það fékk 23 prósent atkvæða,
sem segja má að sé nokkuð gott
þegar haft er í huga að Verka-
mannaflokkurinn fékk aðeins átta
prósent fleiri. Þessi úrslit voru ekki
nægilega hagstæð fyrir David Steel
leiðtoga Frjálslynda flokksins eða
David Owen frá SDP. Vikum sam-
an töluðu þeir fjálglega um stórar
breytingar í breskum stjórnmálum,
en svo fór að þeir töpuðu kjördæm-
um í stað þess að vinna ný. Innan
samtakanna varð mikið fjaðrafok
og deilur um, hverjum þessi úrslit
væru að kenna.
í lok ágústmánaðar lýstu þessir
tveir Ieiðtogar því yfir að samstarf-
inu væri lokið. Neil Kinnock hefur
nú sett flokksvélina í gang og undir-
búningur er hafinn í þeim tilgangi
að vinna næstu kosningar, sem
verða í síðasta lagi eftir fimm ár. Til
að það takist þarf nýjan og ferskari
Verkamannallokk. Margir þekktir
eldri þingmenn flokksins í Neðri-
Deild breska þingsins, hafa fært sig
af fremstu bekkjunum í deildinni á
aftari bekki. Meðal þeirra er fyrr-
verandi utanríkisráðherra Dennis
Healy. Mörg ný andlit eru í hinu
svokallaða „skuggaráðuneyti“
Verkamannaflokksins. Á Stóra-
Bretlandi er til siðs að stjórnarand-
staðan velji menn í þau embætti
sem þeir myndu gegna ef um stjórn-
arbreytingu yrði að ræða.
Bjartsýni
Neil Kinnock telur að Verka-
mannaflokkurinn gæti unnið
næstu kosningar ef flokkurinn slít-
ur af sér bönd fortíðarinnar. Hann
vill ekki, að flokkurinn verði eins-
konar mýkri útgáfa af íhalds-
flokknum sem hefur sigrað í þrem-
ur síðustu kosningum. Hann skim-
ar svolítið til hægri, því vitað er að
breska ríkisstjórnin hefur fengið
mörg atkvæði frá kjósendum sem
ekki eru sammála stefnu ríkis-
stjórnarinnar í menntunarmálum
eða markvissu niðurbroti ríkis-
stjórnarinnar á velferðarríkinu.
Þessir kjósendur vilja gjarnan eiga
þess kost að eignast íbúð, sem reist
er á félagslegum grundvelli. Þeir
eru líka sammála ríkisstjórninni
um, að þeir sem stjórna ríkisreknu
fyrirtækjunum séu orðnir svo
værukærir og efnaðir, að þeim sé
ekki treystandi til framkvæmda.
Verkamannaflokkurinn hefur stutt
eins manns kjördæmi og hann hef-
ur grætt á því, en íhaldsflokkurinn
hefur líka grætt á því, hann er enn
við völd þó hann fái færri og færri
atkvæði. Neil Kinnock hefur ekki
ennþá gefið út yfirlýsingar um
hvort hann vilji breytingar á kjör-
dæmaskipan.
Kosningar verða ekki fyrr en í
fyrsta lagi eftir fjögur ár og Neil
Kinnock hefur nægan tíma til að
koma á breytingum án þess að flýta
sér um of. Ekki er talin ástæða til
að ætla að breytingar verði á efna-
hagspólitíkinni. Neil Kinnock held-
ur sér við þá skoðun sína, að breska
ríkisstjórnin haldi of laust um
taumana. Hann telur að ríkis-
stjórnin ætti að grípa í taumana
þegar augljóst sé að það væri þjóð-
inni til góðs. Menntun og félagslega
þjónustu má ekki skera niður. Þessi
tvö málefni leggur Verkamanna-
flokkurinn ríkari áherslu á, en
nokkur annar flokkur í Bretlandi.
Vafamál er, hvort breskir kjósendur
hafi gert sér þetta Ijóst enn sem
komið er að minnsta kosti. Þetta
vakti undrun Neil Kinnocks. Hann
segir framtíðina tilheyra þeint, sem
búa sig undir hana. Á þetta hefur
hann lagt miklu ríkari áherslu en
Margrét Thatcher forsætisráð-
herra, en alltof fáir hafa tekið eftir
því. (Det fri Aktuelt.)