Alþýðublaðið - 25.09.1987, Page 1

Alþýðublaðið - 25.09.1987, Page 1
Fjármögnunarfyrirtækin: ERLENDAR LÁNTÖKUR VERÐA TAKMARKAÐAR vid 60—70% af heildarkostnaöi. Nýjar reglur viöskiptaráðuneyt isins taka gildi á mánudag. Nýjar rcglur um crlendar lántök- ur og fjármögnunarleigusamnins>a taka gildi á mánudaginn. Sam- kvæmt nýju reglunum verður heim- ildum opinbcrra stofnana til lán- töku innanlands ekki breytt í heim- ildir til erlendra lána, eins og tíðk ast hefur. Lántökuheimildir sem viðskiptaráðuneytið veitir verða framvegis liáðar ströngum reglum og siðast en ekki síst verður fjár- mögnunarleigufyrirtækjum fram- vegis ekki heimilt að fjármagna nema 60—70% af viðskiptum sín- um með útlendu lánsfé. Þessar reglur voru kynntar fréttanrönnum í gær. Jón Sigurðs- son, viðskiptaráðherra sagði við það tækifæri að á þessar reglur mætti líta sent lið í samræmdum aðgerðum ríkisstjórnarinnar í fjár- magns- og peningamálum. Jón sagði einnig að samráð hefði verið haft við fjármögnunarfyrirtækin eftir því sem unnt hefði verið, en benti á að tíminn hefði verið naum- ur, því tafir á framgangi mála af þessu tagi gæfu hagsmunaaðilum færi á fjármunatilfærslu. Jón Sigurðsson sagði ennfremur að það væri fyllilega tímabært að samræma reglur á þessu sviði og hefði mátt gerast fyrr, en ekki hefði orðið af því af tæknilegum ástæð- um. Nokkrar umræður hafa orðið um það að undanförnu hversu stór hluti af fjármögnunarleigu sé vegna einkaaðila. Á blaðamannafundin- um í gær kom fram að samkvæmt áætlunum Seðlabankans mun fjár- mögnunarleigan að langstærstum hluta hluta vera vegna einkaaðila. Þó er vitað að opinberar stofnanir hafa í einhverjum tilvikum fært sér möguleika fjármögnunarleigunnar í nyt. Fjármálaráðherra beindi i gær þeim tilmælum til ríkisendurskoð- unar að hún kanni hvaða stofnanir ríkisins hafa gert samninga unt kaup- og fjármögnunarleigu á síð- ustu tveimur árum og jafnframt verði upplýst hvaða heimildir voru til staðar við gerð slíkra santninga. Fjármálaráðuneytið tilkynnti einnig í gær að til stæði breyting á skattalögum þannig að afnumið verði það skattahagræði sem fram að þessu hefur fylgt fjármögnunar- leigunni sanranborið við aðrar fjár- festingarleiðir. Friörik Pálsson forstjóri Sölumiðstöðvarinnar: „Þori engu að spá um fiskverð" „Ég þori ekki að spá því, en ég vona að samkomulag náist um að reyna frjálsa fiskverðið áfram til áramóta," sagði Friðrik Pálsson forstjóri Sölumiðstöðvar Hrað- frystihúsanna í samtali við Alþýðu- hlaðið í gær. Verðlagsráð sjávarútvegsins kemur saman til fundar á mánudag og verður þar tekin ákvörðun um hvort áfram verði haldið með frjálsa fiskverðið eða gamla fyrir- kontulagið tekið upp aftur. í Verðlagsráði eiga sæti 8 fulltrú- ar og nægir að einn sé á móti svo nái ekki frant að ganga, fulltrúi ríkisins er með oddaatkvæði I ráðinu. Landsfundur Borgaraflokksins verður haldinn um helgina á Hótel Sögu I Reykjavlk. Seturétt eiga allir flokksmenn, en ekki aðeins sérstakir fulltrúar, eins og venja er um landsfundi stjórnmálaflokka. Landsfundurinn hefst formlega I dag, en I gærkvöldi var boðið upp á einskonar forrétt þegar haldinn var almennur borgarafundur. Myndin hér að ofan er tekin þegar borgarar voru að tlnast I salinn undir lúðrablæstri. A—mynd: Róbert. Borgaraflokksmenn á borgarafundi Einar Gerhardsen jarðsettur í dag Látlaus straumur Norðmanna var inn á afgreiðslur sósíaldcmó- kratísku blaðanna nú í vikunni til að heiðra minningu Einars Gerhardsen, fyrrum forsætisráðherra, en hann verður jarðsunginn í dag. Einar Gerhardsen var um langt skeið Ieiðtogi norskra jafnaðar- manna og forsætisráöherra Noregs tvisvar sinnum í samtals ríflega hálfan annan tug ára. Gerhardsen var fæddur 1897 og stóð því á ní- ræðu er hann lést. Fulltrúi íslensku ríkisstjórnarinnar við útförina í dag verður Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra. Fyrir hönd Alþýðuflokksins verða við- staddir útförina þeir Hannibal Valdimarsson, fyrrverandi formaður Alþýðusambands íslands, og Karl Steinar Guðnason alþingismaður og varaformaður Verkamannasambandsins. Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins sendi norska Verkamannaflokknum eftirfarandi skeyti vegna fráfalls Einars Gerhardsen: „Fyrir hönd okkar íslenskra jafnaðarmanna, sendi ég norskunt jafnaðarmönnum og norsku þjóðinni dýpstu samúðarkveðjur vegna fráfalls Einars Gerhardsen fyrrverandi forsætisráðherra." í samtali við Alþýðublaðið í gær sagði Jón Baldvin uin Einar Gerhardsen: „Það stafar birta af nafni hans í sögu norrænnar verkalýðshreyfingar. Líf hans ogstarf er lýsandi fyrirmynd kontandi kynslóðum jafnaðarmanna um heim allan.“ SAMTOK FYRIR SYRGJENDUR Ráðgert er að stofna samtök syrgjenda, sem starfi á breiðum grundvelli fyrir þá sem hafa syrgt og þá sem vilja hjálpa þeim sem eru i sorg. Á fundi áhugafólks um málefnið á þriðjudagskvöld var stofnuð und- irbúningsnefnd fyrir stofnfund samtakanna. Að sögn Páls Eiríks- sonar geðlæknis, sem um skeið hef- ur unnið að þessum málum og m.a. haldið námstefnur, er mjög brýn þörf hér á landi fyrir slík samtök. Ráðgert er að samtökin verði að fyrirmynd breskra samtaka, Cruse, sem eru sérstök samtök fólks þar í landi sem vill hjálpa þeinr sem eru í sorg. Að sögn Páls er tilgangur sam- takanna, að gefa fólki möguleika á að hittast, til að veita félagslegan stuðning. Að veita ráðleggingar og leiðbeiningar þeim sem eru syrgj- endur og veita þeim hjálp og and- legan stuðning. í því sambandi stendur til að þjálfa einstaklinga sem vilja hjálpa syrgjendum og byggist meðferðin upp á einstakl- ingsviðtölum, hópviðtölum og fjöl- skylduviðtölum. Sérmenntað fólk verður leiðbeinendum innan hand- ar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.