Alþýðublaðið - 25.09.1987, Síða 3
Föstudagur 25. september 1987
3
Jónas Bjarnason forseti NLFÍ og Eiríkur Ragnarsson, framkvæmdastjóri,
leggja blómsveig að minnisvarða um Jónas Kristjánsson, lækni.
Afmælishátíö náttúru-
lækningafélags fslands
Alþjóðaskákmót
í Ólafsvík
Afmælishátíð NLFÍ var haldin
sunnudaginn 20. september með
miklum gæsibrag í Heilsuhælinu í
Hveragerði, að viðstöddum á
fjórða hundrað gesta að sjúkling-
um meðtöldum. Á meðal gesta voru
nokkrir félagar sem voru á stofn-
fundinum á Sauðárkróki 5. júlí fyr-
ir 50 árum. Veður var fremur hryss-
ingslegt, austanátt og rigning.
Lúðrasveit Hveragerðis lék af
miklum krafti innandyra, undir
stjórn Kristjáns Ólafssonar. Jónas
Bjarnason, forseti NLFÍ og Eiríkur
Ragnarsson, framkvæmdastjóri,
lögðu blómsveig að minnisvarða
forvígismannsins, Jónasar Krist-
jánssonar, læknis. Að lokinni þess-
ari athöfn var öllum boðið til há-
degisverðar að hlaðborði sem á sér
Bandalag kvenna
í Reykjavík
Námskeiðahald
að hefjast
Nú á haustmánuðum hyggst
Bandalag kvenna í Reykjavík auka
mjög fræðslustarfsemi sína og
halda fjögur námskeið sem öll ættu
að koma konum í félagsmálastarfi
að notum.
Er þarna um að ræða námskeið í
ræðumennsku, fundarstjórn og
fundarsköpum, framsögn, radd-
þjálfun o.fl. Kennd verður fram-
koma í fjölmiðlum og stjórnun
hópstarfs. Þá verður kennt hvernig
standa skuli að útgáfu margs konar
kynningarefnis, m.a. fundarboða,
fréttabréfa, plakata, auglýsinga
o.s.frv. Síðast en ekki síst mun eitt
þessara fjögurra námskeiða fjalla
um það hvernig stjórna eigi tíma
sínum og tekin fyrir ýmiss atriði í
því sambandi, t.d. hvernig tímanum
skuli eytt, af hverju þurfi að skipu-
leggja tímann, timi og streita, tíma-
stjórnun, tímasóun.
Mjög hæfir kennarar eru leið-
beinendur á öllum fyrrgreindum
námskeiðum. Öll námskeiðin verða
haldin á Hallveigarstöðum, Tún-
götu 14, Reykjavík. Þátttökugjaldi
er mjög í hóf stillt.
Allar nánari upplýsingar er að fá
hjá formanni fræðslunefndar
BKR, Halldóru Eggertsdóttur, í
síma 19383, formönnum aðildarfé-
laga bandalagsins og á skrifstofu-
tíma BKR á þriðjudagsmorgnum
kl. 11—13 í síma 26740.
engan líka á íslandi, krásir gerðar
úr gróðri jarðar með örlitlum
mjólkurvörum til bragðbætis, holl-
ustubyltingin næstum öll borin á
eitt borð.
Eftir hádegisverðinn hófst há-
tíðadagskráin sem sjónvarpað var
um Heilsuhælið til þess að allir
mættu njóta. Flutt var bæn, ávörp
og stuttar ræður þar sem fjallað var
um fortíð, nútíð og framtíð Nátt-
úrulækningafélags íslands. Kom
þar vel fram í máli manna hversu
samhljóma markmið í heilbrigðis-
málum nú eru markmiðum forvíg-
ismanna félagsins sem hófu baráttu
sína fyrir meira en hálfri öld. Kór
Hveragerðiskirkju og Kotstrandar-
sóknar söng af mikilli prýði undir
stjórn Róbert Darling, og var gerð-
ur góður rómur að. I lok dagskrár-
innar heiðraði forseti NLFÍ nokkra
fyrrverandi og núverandi starfs-
menn og tvo félagsmenn. Voru
heiðursskjölin listilega skrifuð af
Jóni B. Gunnlaugssyni. Nokkrir
gestanna tóku til máls, óskuðu fé-
laginu velfarnaðar og færðu því
gjafir.
í tilefni af afmælinu sýnir Ragn-
ar Kjartansson, myndhöggvari,
keramikmálverk og höggmyndir á
göngum Hælisins og gaf hann fé-
laginu keramikmálverkið „Parið.“
Sýningin stendur til 31. október.
Eftir að dagskrá lauk skoðuðu
gestir Hælið og þar á meðal minn-
ingarherbergi Jónasar, en það er
skrifstofa Jónasar læknis eins og
hann skildi við hana er hann lést ár-
ið 1960. Heilsuhælið var síðan opið
öllum til skoðunar og notuðu marg-
ir sér það þrátt fyrir leiðinlegt veð-
ur.
Hátíðahöldin voru að hluta til
kvikmynduð til varðveislu og síðari
tíma nota.
Doktorsvörn
Laugardaginn 26. september
1987 fer fram doktorsvörn við
læknadeild Háskóla íslands. Stefán
Skaftason læknir ver doktorsrit-
gerð sína sem fjallar um eyrna-
skurðlækningar á íslandi 1970 til
1980. Heiti ritgerðarinnar er „Oto-
surgery in lceland 1970—1980.“
Andmælendur af hálfu lækna-
deildar verða prófessor Otto Meur-
man frá Ábo Universitet og dr.
med. Ole Bentzen yfirlæknir frá
Árósum. Prófessor Davíð Davíðs-
son stjórnar athöfninni.
Doktorsvörnin fer fram í Odda,
stofu 101, og hefst kl. 14. Öllum er
heimill aðgangur.
Timaritið Skák stendur fyrir sínu
sjöunda alþjóðaskákmóti og nú í
Ólafsvík dagana 4. október til 16.
október n.k., í samvinnu við Ólafs-
víkurbæ og fyrirtæki staðarins að
tilefni 300 ára verslunarafmælis
kaupstaðarins. Teflt verður í hinu
nýja félagsheimili Ólafsvíkur en
keppendur búa á Hótel Nesi þar i
bæ. Keppendur eru tólf og tefla all-
ir við alla. Umferðir verða þaraf
leiðandi ellefu. Erlendir keppendur
verða fjórir en þeir íslensku átta.
Einn stórmeistari verður meðal
þeirra, tveir alþjóðlegir, en níu hafa
að áfanga að keppa.
Keppendur eru taldir hér upp eft-
ir FIDE-skákstigum þeirra:
Jón L. Árnason SM 2555
Karl Þorsteins AM 2445
Henning Danielsen,
Danmörku 2415
Robert Bator, Svíþjóð 2405
Lars Schandorff,
Danmörku 2385
Ingvar Ásmundsson 2375
Petter Haugli, Noregi 2370
Sævar Bjarnson AM 2355
Þröstur Þórhallsson 2345
Björgvin Jónsson 2310
Dan Hansson 2290
Tómas Björnsson 2245
Stigafjöldi keppenda er að með-
altali 2373 stig og samkvæmt því er
mótið í fimmta styrkleikaflokki
FIDE. Til þess að ná áfanga að al-
þjóðlegum meistaratitli þarf 7 vinn-
inga en að FIDE-titli þarf 5 Vi.
Verðlaunafé:
1. verðlaun US$ 1.000
2. verðlaun US$ 600
3. verðlaun US$ 400
4. verðlaun US$ 300
5. verðlaun US$ 200
6. verðlaun US$ 100
Félag íslenskra
iðnrekenda:
Gæðaátak
Félag íslenskra iðnrekenda hefur
gefið út fræðslurit um gæðamál.
Ritið heitir GÆÐAÁTAK,
ALLTAF ALLS STAÐAR.
Þetta er upplýsinga- og fræðslu-
rit um gœðastjórnun og er tilgang-
urinn að stuðla að auknum skiln-
ingi og áhuga stjórnenda og starfs-
manna fyrirtækja á gæðum og
gæðastjórnun og benda á hvernig
hægt er að ná settum markmiðum í
gæðastjórnun með sem minnstum
tilkostnaði.
Gæði framleiðslu ráðast ekki af
tilviljun, heldur af skipulögðu
framlagi allra starfsmanna fyrir-
tækisins. Gæðamál eru ekki einka-
mál einnar deildar eða eins starfs-
manns.
Fjölmiðlar og auglýsendur halda
oft fram þeirri villu að orðið gæði
þýði að öllu jöfnu munaður. Talað
er um gæðavörur og gæðamerki og
þá er oftast átt við dýrar munaðar-
vörur. Þetta er röng skilgreining.
Gæðavara er sú vara sem uppfyll-
ir kröfur og ætlanir notandans.
Hins vegar eru notendur eins mis-
munandi og þeir eru margir, og þeir
skilgreina gæði hver á sinn máta.
Helsta markmið gæðastjórnunar
er að samræma alla þá þætti, sem
móta endanleg gæði framleiðslunn-
ar. Þetta er gert með markvissri
stefnumótun, áætlunum og stöð-
ugu eftirliti með því að settum
markmiðum sé náðÁVirk og þrótt-
mikil gæðastjórnun eykur ekki að-
eins gæði, heldur lækkar hún einn-
ig framleiðslukostnað og eykur
framleiðni.
Það er von Félags íslenskra iðn-
rekenda að ritið megi koma að
gagni við þá viðleitni íslenskra fyr-
irtækja að lækka framleiðslukostn-
að og auka framleiðni með því að
taka upp gæðastjórnun.
Umhugsunartími verður 2 klst. á
40 leiki og síðan 1 klst. á 20 leiki
þannig að skákir geta staðið í sex
tíma áður en þær eru settar í bið.
Síðan eru biðskákir tefldar til enda
í einni setu.
Mótið í Ólafsvík er 7. alþjóða-
mót landsbyggðarinnar. Fyrirhug-
að er einnig að halda 8. alþjóða-
mótið í Keflavík dagana 6.—18.
nóvember n.k.
Mótum þessum er ætlað að gefa
landsbyggðinni kost á að v?ra með
í þeim stóratburðum sem eru að
gerast á skáksviðinu hér á landi.
Ennfremur er mótunum sem slík-
um ætlað að gefa okkar skákmönn-
um tækifæri á að tefla við erlenda
meistara. Segja má að mót þessi
marki viss tímamót í alþjóðlegu
mótshaldi hér á landi. Þau eru frá-
brugðin fyrri mótum að því leyti að
þau gefa ekki kost á stórmeitara-
I þættinum „Laugardagsrásin“,
laugardaginn 19. sept. voru dregnir
út vinningshafar í verðlaunaget-
raun RER, sem efnt var til í sam-
bandi við þátttöku í sýningunni
„Veröld 87“ í þættinum voru
dregnir út 25 vinningar og vinnings-
hafar og náð beinu símasambandi
við suma þeirra. Fræðslu- og upp-
lýsingafulltrúi RER, Guðbjartur
Gunnarsson Iýsti markmiði með
starfsemi af þessu tagi og áréttaði,
að getraun sem þessi væri fyrst og
fremst aðferð til að fá gesti til að
stansa í sýningarbásnum og leita
upplýsinga um tiltekin, einföld atr-
iði, sem síðan gæti leitt til frekari
athugana á þessu sviði. í útsending-
unni svöruðu faglegum spurning-
um þeir Bergur Jónsson, rafmagns-
eftirlitsstjóri og Magnús J. Krist-
insson, yfireftirlitsmaður.
Vinningshafar voru þessir:
Brynja Björgvinsdóttir, Úthlíð 10,
Rvk.
Birgir Erlendsson, Þrastahólum,
Rvk.
Katrín Downs Rox, Tómasarhaga
27, Rvk.
Valdís A. Arnórsdóttir, Þverá,
Hálsahr. S. Þing.
Thelma Ögn, Skógarlundi 11,
Garðabæ.
Kristín Sigurgeirsdóttir, Garða-
braut 56, Garði.
Brynjar Þórisson, Hjallabraut 21,
Hafnarf.
Kristín Guðmundsdóttir, Aðallandi
14, Rvk.
Jóhanna Arnardóttir, Keldu-
hvammi 5, Hafnarf.
Erla Ebba Gunnarsdóttir, Háaleit-
isbraut 113, Rvk.
Margrét Sigurðardóttir, Smára-
grund 19, Sauðárkróki.
Anna L. Guðmundsdóttir, Tómas-
arhaga 42, Rvk.
Arna Björk, Holtagerði 4, Kópa-
vogi.
Ásta K. Árnadóttir, Sogavegi 96,
Rvk.
S. Lára Sævarsdóttir, Grettisgötu
82, Rvk.
Kristín Pétursdóttir, Flyðrugranda
8, Rvík.
Petrea Friðriksdóttir, Háaleitis-
braut 40, Rvk.
Flóamarkaður
Laugardaginn 26. september n.k.
munu starfsmenn Múlabæjar efna
til flóamarkaðar í húsakynnum
heimilisins að Ármúla 34 í Reykja-
vík. Sala hefst kl. 14,00. Á boðstól-
um er mikið úrval af ágætum fatn-
aði, blómum, húsmunum og jafn-
vel leikföngum sem að hluta til eru
smíðuð á stofnuninni. Verð er við
allra hæfi og er almenningur hvatt-
ur til þess að koma, kaupa og
styrkja góðan málstað.
áfanga, heldur einungis áfanga að
alþjóðlegum skákmeistaratitli.
Þetta er gert af ráðnum hug því nú
er að koma upp ný kynslóð skák-
manna sem keppa að alþjóðlegum
titli til að byrja með. Ofangreindum
mótum er ætlað að hjálpa þeim til
þess. Því hefur Þresti Þórhallssyni
18 ára pilti úr Reykjavik, verið boð-
ið sérstaklega til mótsins í Ólafsvík,
en hann hefur á skömmum tíma
unnið sér inn tvo áfanga af þremur
til alþjóðlegs titils. Ennfremur er
öðrum 18 ára gömlum pilti, Tómasi
Björnssyni, boðið til Ólafsvíkur-
mótsins en hann varð Norðurlanda-
meistari í ár i meistaraflokki karla.
Þessir tveir skákmenn hafa lengi
verið í fararbroddi yngri skák-
manna landsins og eru miklar vonir
bundnar við þá á þessu móti.
í framkvæmdastjórn Olafsvík-
urmótsins eru eftirfarandi: Kristján
Pálsson bæjarstjóri Óalfsvíkur,
Hermann Hjartarson framkvæmd-
arstjóri í Ólafsvík, Einar Björnsson
kaupfélagsstjóri í Ólafsvík, Hilmar
Viggoson útibústjóri á Hellissandi,
Jóhann Þ Jónsson ritstjóri Tíma-
ritsins Skákar og Torfi Stefánsson
Hjaltalín framkvæmdarstjóri
mótsins. Mótsstjóri verður Torfi
Stefánsson Hjaltalín og yfirskák-
dómari Jóhann Þ. Jónsson.
lngimar Róbertsson, Hagalandi 14,
Rvk.
Sigurður Sigurðsson, Háaleitis-
braut 37, Rvk.
Sigurlaug Siggeirsdóttir, Lágabergi
4, Rvk.
Kristbjörg Haraldsdóttir, Fýlshólar
11, Rvk.
Bergþór Guðjónsson, Logalandi 3,
Rvk.
Rakel Valdimarsdóttir, Hlíðar-
byggð 53, Garðabæ.
Gunnar Gunnlaugsson, Kaldaseli
26, Rvk.
Halldór Marteinsson, Barmahlíð 8,
Rvk.
Rafmagnseftirlit ríkisins þakkar
ágæta þátttöku í getrauninni og
óskar vinningshöfum til hamingju.
Samvinnu-
fréttir
— nýtt blaö fyrir
samvinnustarfs-
menn og félags-
menn
Út er komið 1. tölublað 1. ár-
gangs Samvinnufrétta, sem gefið er
út af Sambandi íslenskra sam-
vinnufélaga og fyrst og fremst ætl-
að starfsmönnum samvinnufyrir-
tækja og félagsmönnum í sam-
vinnufélögunum.
Þetta fyrsta tölublað er prentað í
10 þúsund eintökum og fer dreifing
þess að mestu fram með pósti. Það
mun berast samvinnustarfsmönn-
um, en þegar tímar líða fram og bú-
’ ið verður að tölvuvinna áskrifenda-
skrá blaðsins, mun það berast öll-
um heimilum, þar sem fyrir eru
starfsmenn og/eða félagsmenn í
samvinnuhreyfingunni. Má þá
reikna með að blaðið verði gefið út
í 20—30 þúsund eintökum, tíu til
tólf sinnum á ári.
Meðal efnis í þessu fyrsta blaði
má nefna viðtal við Guðjón B.
Ólafsson, forstjóra Sambandsins,
fróðlegan samanburð á fjölda
heildsölu- og smásöluverslana og
hvernig lagerhaldi þeirra er háttað,
sem er mjög ólíkt því sem gerist er-
lendis. Sagt er frá stærstu strand-
eldisstöð fyrir Iax í heiminum, sem
er hér á landi og heitir íslandslax,
greint frá drögum að starfsmanna-
stefnu fyrir samvinnufyrirtæki,
„hestakaupfélagi“ Búvörudeildar,
fjármögnunarfyrirtækinu Lind,
svo eitthvað sé nefnt.
Samvinnufréttir eru litprentaðar
og 16 síður að stærð að þessu sinni.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Her-
mann Sveinbjörnsson, kynningar-
stjóri Sambandsins.
Verðlaunahafar R.E.R.