Alþýðublaðið - 25.09.1987, Side 4

Alþýðublaðið - 25.09.1987, Side 4
umnuiD BARATTA UPP A LlF OG DAUBA GEGN EYÐNI-VANNI Út er komin bók um baráttu eyðni-sjúklinga við, að lifa lífinu lifandi, þrátt fyrir dauðadóminn. „Allt frá þeirri stundu að eyðni- veiran var greind í blóði hans, var Bill Ijóst að hann væri dauðadæm- ur, en hann lifði því sem eftir var af lifi hans ekki sem deyjandi maður, heldur sem dauðlegur maður. Hann fann að hann yrði að reyna að gera hluti sem væru einhvers virði og að hann hefði aðeins takmarkaðan tíma til að framkvæma þá.“ Þetta sagði vinur Bills um hann, en Bill lést af völdum eyðni á siðastliðnu ári. Rithöfundurinn og blaðamaður- inn Poul Birch Eriksen hefur skrif- að bók sem hann nefnir „Ekki deyja úr — heldur lifa með eyðni.“ Hann byggir bók sína að hluta á samtölum við Bill Pope og Dan Turner sem eru eyðniskjúklingar. Rithöfundurinn kynntist þeim þeg- ar hann var í San Francisco í þeim tilgangi að viða að sér efni um sjúk- dóminn, efni sem átti að flytja í út- varpi. „Persónur þær sem ég nota í bók- inni eru ótrúlega sterkar, og hafa ákveðið að þær skuli lifa með sjúk- dóminum þrátt fyrir þann ótta sem þær vissulega bera í brjósti. Af við- tölunum við þessa tvo menn lærði ég, að eyðni er ekki bara eitthvað sem maður deyr úr. Viljandi skap- aði ég persónur, sem eru sannkall- aðar hetjur. Það er brýn þörf fyrir hugsjónir og hetjusögur í sambandi við eyðni, ekki bara óhugnanlegan dauðadóm," segir Poul Birch Erik- sen en hann valdi einmitt nafnið á bókinni með þetta í huga. Hann segir hugmyndina að, og tilganginn með, bókinni sé að koma af stað blæbrigðaríkari umræðum um eyðni, þær séu alltof einhliða. „Það er fólkið sem hlut á að máli — ekki sérfræðingarnir — sem á að ráða hvernig það vill glíma við erf- iðleika lífsins sé það smitað af eyðni, sem er fyrir hendi og fólk er engu nær af því að upplýsingarnar eru óljósar.“ „Þetta er í rauninni svipað og kjarnorkuváin, þegar hörmungarn- ar eiga sér stað, svo sem í Tjernobil og á eyjunni Tremille, verða um- ræður háværar og stór orð falla um hættuna sem engin óvefengjanleg ráð hafa fundist gegn, enn sem komið er. Þannig þýðir ekki að hrópa hátt og mikið um að smokk- ar séu eina örugga vörnin, þeir geta rifnað eða gleymst ofan í skúffu. Nei, það á að láta fólkið sjálft um, hvernig það vill vernda sig gegn eyðni. Áróðurinn fyrir fyrirbyggjandi aðgerðum er kominn út í slíkar öfg- ar að jaðrar við skerðingu á mann- réttindum,“ segir Poul Birch Erik- sen. Ákveðinn stuðningur Bókin „Ekki deyja úr — heldur lifa nteð eyðni“ er laus við alla for- dóma og það grafalvarlega efni sem hún fjallar um, er sett fram á lifandi Föstudagur 25. september 1987 Persónumar í hinni nýju bók Poul Birch Eriksen eru ótrúlega sterkar. Þær ætla sér að lifa þrátt fyrir ótta viö sjúkdóminn. hátt. Jafnframt hinum ómetanlegu vísindalegu og sálfræðilegu upplýs- ingum, sent eru byggðar á persónu- legum viðtölum, er bókin ákveðinn stuðningur við það fólk sem verður að lifa með eyðni. Hún ætti að vera skylduverkefni í skólum. — Dr. med. Viggo Faber prófessor skrifar formála að bókinni og gefur henni gæðastimpil og það gera einnig ýmsir málsmetandi læknar. „Maður er sami maðurinn og verð- ur sami maðurinn þó eyðni hafi ver- ið greind. Það gefur auga leið að gjörbreyting verður á lífi manns, sem fær sjúkdóminn, sem setur manni takmörk í líkamlegu tilliti. Maður sem fær eyðni verður hvorki betri eða verri maður. Lífið breytist og maður verður að gera úttekt á lífi sínu. Kannski hjálpar það manni við að finna tilgang lífsins, “ er haft eftir Bill Pope i bókinni. (Det fri Aktuelt) Aðalritari Sameinuðu Þjóðanna Javier Perez de Cuellar (til vinstri) heilsar forseta Iran Ali Khanenei. Iran segir að Irak verði að fá hegningu Ef koma á til vopnahlés milli Iran og írak, standa íranir á því fastar en fótum að það verði að hegna írak af því að írak hafi verið sá aðilinn sem byrjaði stríðið fyrir sjö árum síðan. Viðræður um þetta áttu sér stað milli Javier Perez de Cuellar aðalrit- ara Sameinuðu þjóðanna og forseta íran Khamenei. „Eina lausnin sem íranir geta samþykkt er að árásar- aðilanum sem er írak verði hegnt,“ sagði Ali Khamenei við Perez. Eftir því sem kom fram í útvarp- inu í Teheran hafði forsetinn vísað til réttarhaldanna í Núrnberg eftir síðari heimsstyrjöldina þar sem slegið var föstu hver átti sök á byrj- un stríðsins. „Engin þjóð sem æskir friðar, hefur haft nokkuð á móti ákvörðunum Núrnberg réttarhald- anna. Þess vegna getur allur heim- urinn verið sáttur við að eftir þeim ákvörðunum sé farið," sagði forseti íran. Klerkastjórnin í Teheran skellir skuldinni á írak, sem hafi byrjað stríðið með því að senda herafla yf- ir landamæri ríkjanna tveggja þann 22. september 1980. í Bagdad er því haldið fram að stríðið hafi byrjað þann 4. septem- ber 1980 þegar Iranir hófu skotárás á byggð nálægt landamærunum í írak. I Jeddah í Saudi Arabíu sam- þykktu utanríkisráðherrar sex landa við Persaflóa tillögu Öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem lagt er til að íran og írak leggi niður vopn.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.