Alþýðublaðið - 06.10.1987, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.10.1987, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 6. október 1987 —: Fjármálaráðherra þarf að skrifa upp á aukafjárveitingu. „Óhjákvæmilegt — kostnaðurinn áfallinn,“ segir Jón Baldvin Utanríkisráðuneytið hefur tekið saman kostnað vegna utanrikisráðherrafundar NATO, sem haldinn var í Bændahöllinni dagana 11. og 12. júni i sumar. Kostnaður- inn er um 35 milljónir króna og þarf fjármálaráðherra að skrifa upp á aukafjárveitingu sem því nemur. „Það er óhjákvæmilegt að greiða reikninginn því kostn- aðurinn er áfallinn," sagði Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra í samtali við Alþýðublaðið í gær. Að sögn Hjálmars V. Hannessonar í utanríkisráðu- neytinu er stærsti kostnaðar- liðurinn vegna löggæslu, um þriðjungur af heildarkostnaði. Islendingar kostuðu ekki ferðir ráðherranna og því munu aðrir liðir aðallega fel- ast i gistingu og húsaleigu. Aðildarríki NATO eru 16 og þvMíða væntanlega 16 ár þar til íslendingar þurfa aftur að sjá um fund utanríkisráðherr- anna. Að sögn Hjálmars, sem vann að undirbúningi fundar- ins, þótti skipulagningin góð.“ Starfsmenn NATO full- yrtu að þetta væri einn af þremur best skipulögðu utanríkisráðherrafundum NATO.“ Hjálmar sagði að kostnað- urinn hefði þó orðið nokkuð meiri en áætlað var. Sam- kvæmt heimildum Alþýðu- blaðsins áætlaði utanrikis- ráðuneytið 28 milljónir króna, en Hjálmar vildi ekki stað- festa það. Að sögn Magnúsar Péturs- sonar hagsýslustjóra er yfir- leitt ekki gert ráð fyrir kostn- aði vegna slíkra funda í fjár- lögum. Aðspurður sagðist hann ekki muna hvort rætt hefði verið um kostnað vegna fundarins við gerð síðustu fjárlaga. Til er gamalt máltæki sem segir að maður komi í manns stað. Sennilega má allt eins hafa það um húsin í mið- bæ Reykjavikur. Með reglulegu millibili hverfa gömlu húsin af sjónarsviðinu til að rýma fyrir nýjum húsum, yfirleitt háreistari. Rétt eins og með mennina, vekur það mismikla athygli þegar þau hverfa af sjónarsviðinu. Þetta hús, Skólavörðustígur 8 á sennilega ekki langa lifdaga fyrir höndum. Eigandinn Kornelíus Jónsson, hef- ur sótt um leyfi til að byggja nýtt. Hagvöxtur án verðbólgu „Mikilvægasta verkefni alþjóðasamstarfs á sviði efnahagsmála er að samræma stefnu- mörkun í iðnríkjunum,“ sagði Jón Sigurðsson í ræðu sinni á ársfundl Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Jón Sigurðsson viðskipta- ráðherra hélt nýverið ræðu á ársfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington D.C. fyrir hönd Norðurlanda um málefni sjóðsins. Jón fór víða í ræðu sinni og gerði þróun efna- hagsmála í heiminum aö um- ræðuefni. Sagði Jón að þró- unin hafi valdið nokkrum von- brigðum; dregið hefði úr hag- vexti i iðnríkjum og gert ráð fyrir að vöxtur alþjóðavið- skipta verði hægari í ár en á síðasta ári. Jón fjallaði einn- ig um gengisþróun i heimin- um og breytingar á milliríkja- viðskiptum. Jón taldi að mik- ilvægasta verkefni alþjóða- samstarfs á sviði efnahags- mála væri að samræma stefnumörkun í iðnríkjunum. Orðrétt sagði viðskiptaráð- herra: „Af þessu leiðir að mikil- vægasta verkefni alþjóða- samstarfs á sviði efnahags- mála er að samræma stefnu- mörkun I iðnríkjunum svo að stöðugleiki riki á ný gjaldeyr- ismarkaði og þannig sé lagð- ur grunnur að stöðugum hag- vexti án verðbólgu. Mikilvæg- asta skrefið í átt til aukins jafnvægis í heimsbúskapnum er betra samræmi I ríkisfjár- málum þriggja helstu iðnríkj- anna, Bandaríkjanna, Japans og V-Þýskalands. Ríkisstjórn- ir Japans og V-Þýskalands hafa þegar greint frá áform- um sinum um að auka eftir- spurn innanlands með að- gerðum í ríkisfjármálum. Ég fagna þessu. Þau riki, sem ég er fulltrúi fyrir, hafa hvað eftir annað á síðustu árum hvatt til slíkra aðgerða og hefðu kosið að sjá þær fyrr.“ , Sambandshúsið SIS bíður eftir nýju tilboði Lóðamálin í biðstöðu á meðan eignirnar við Sölvhólsgötu og Lindargötu hafa ekki verið seldar. „Við höfum komið okkar verðhugmyndum á framfæri, en tilboð ríkisins var að okk- ar mati alls ófullnægjandi,“ sagði Kjartan P. Kjartansson framkvæmdastjóri fjárhags- deildar SÍS í samtali við Al- þýðublaðið. Kjartan vildi ekki segja til um verðlagningu Sambandsins á eignunum við Sölvhólsgötu og Lindar- götu, en tilboð fjármálaráðu- neytisins hljóðaði upp á 210 milljónir króna. „Málið er f þessum þæf- ingi og því verður ekki um að ræða neina samninga um nýja lóð fyrir aðalstöðvarnar fyrr en eignirnar við Linda- götu og Sölvhólsgötu hafa verið seldar," sagði^ Kjartan, en forsvarsmenn SÍS hafa átt í óformlegum viðræðum við landeigendur á Reykjavíkur- svæðinu um lóðir fyrir aöal- stöðvar sínar I framtíðinni. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu er enn veriö að kanna mögu- leika á kaupum á Sambands- eignunum, en ekki er vitað hvenær nýtt tilboð verður lagt fram. Að sögn Kjartans P. Kjartanssonar hafa ekki aðrir aðilar en rfkið sýnt áhuga á kaupum. DEILT UM VINNUBRÖGÐ í ÚTVEGSBAN KAMÁLIN U Á fundi Sambands ungra jafnaðarmanna um helgina var deilt um hvernig við- skiptaráðherra, Jón Sig- urðsson, hefur staðið að sölu hlutabréfa rfkissjóðs f Útvegsbanka íslands. í drögum að stjórnmálaálykt- un fundarins var harmað hvernig viðskiptaráðherra hefur staðið að málum og tekin afstaða til tilboðs Sambands fslenskra sam- vinnufélaga. Eftir málþóf var málsgreinin felld út úr almennri stjórnmálaályktun fundarins. Á fundinum var fyrst og fremst deilt um það hvort taka ætti svo skýra afstöðu til tilboðs Sambandsins. Ágreiningur var hins vegar ekki um það hvort staðið hefði verið vel eða illa að málum. Tillagan um að fella málsgreinina út kom frá fulltrúum frá Suðurnesjum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.