Alþýðublaðið - 06.10.1987, Qupperneq 2
2
Þriðjudagur 6. október 1987
MMMBUÐIÐ
Sími: 681866
Útgefandi: Blað hf.
Ritstjóri:
Ritstjórnarfulltrúi:
Blaðamenn:
Umsjónarmaður
helgarblaðs:
Ingólfur Margeirsson.
Jón Danielsson.
Ingibjörg Árnadóttirog Kristján Þorvaldsson.
Þorlákur Helgason.
Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson.
Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir, Eva Guðmundsdóttir,
Þórdís Þórisdóttir, Olöf Heiður Þorsteinsdóttir
og Guðlaugur Tryggvi Karlsson.
Setning og umbrot:
Prentun:
Filmur og prent, Ármúla 38.
Blaðaprent hf., Síðumúla 12.
Askriftarsíminn er 681866.
Fjármálaráðherra
og SÁÁ
Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið, SÁÁ, fögn-
uðu 10 ára afmæli um helgina. Óþarfi er að fjölyrða um
starfsemi SÁÁ. Á áratug hafa samtökin gjörbreytt viðhorfi
landsmannatil áfengissýki, bjargað mannslífum og gefið
fólki sjálfsvirðingu og sjálfstraust á nýjan leik sem ekki
var lengur reiknað með sem viðbjargandi einstaklingum.
Samtökin hafa á tíu árum reist eina glæsilegustu með-
ferðarstöð fyrir áfengissjúklinga í Evrópu og þótt víðar
væri leitað, þarsem þrautþjálfað starfslið, læknarog ráð-
gjafar hjálpa fólki aftur til Ijóssins og vonarinnar. Þar að
auki starfrækja samtökin tvö eftirmeðferðarheimili,
annað að Sogni í Ölfusi og hitt á Staðarfelli í Dölum. Sam-
tökin eigaennfremurglæsilegaraðalstöðvar að Síðumúla
í Reykjavík þar sem fjölbreytt starfsemi fer fram, meðal
annars ráðgjafaþjónusta og fjölskyldunámskeið fyrir að-
standendur áfengis- og vímuefnasjúklinga.
SáÁ hefur byggt starfsemi sína á einkaframtaki og
óvenju fórnfúsu starfi einstaklinga. í dag nýtur SÁÁ dag-
gjalda heilbrigöiskerfisins en þeir peningar nægja
skammt og standa aðeins straum af sjúkrakostnaði við
sjúkrastöðina Vog. í erfiðri samkeppni um frjáls framlög
til liknarstarfsemi og sölu happdrættismiða, hefur fjár-
hagsstaða samtakanna orðið æ erfiðari er fram liðu tímar
og sérstaklega hefur kostnaður samfara byggingu sjúkra-
stöðvarinnar að Vogi verið SÁÁ erfiður Ijár í þúfu.
Greiðsluerfiðleikar SÁÁ, geta, ef lengra er horft fram á
veginn, staðið hinni miklu og góðu starfsemi samtakanna
fyrir þrifum.
Það voru því gleðileg tíðindi sem Jón Baldvin Hannibals-
son flutti SÁÁ á glæsilegri tíu ára hátíð samtakanna í Há-
skólabíó síðastliðinn laugardag. í ræðu sinni sagði fjár-
málaráðherra það hlutverk okkar sem lifum í íslenska
þjóðfélaginu að hjálpa þeim einstaklingum sem þjást af
áfengissýki: „Við vitum að þetta fóik er megnugt að lifa
góðu lífi ef því tekst að rjúfa fjötrana og losa sig undan
viðjunum. Þáöðlast það frelsi til að lifamanneskjulegu lífi
á nýjan leik en þarf ekki að reika óviturt um vellina eins og
Salomon kemst að orði,“ sagði fjármálaráðherra. Jón
Baldvin reifaði síðan greiðsluerfiðleika samtakanna
vegna byggingaframkvæmdanna að Vogi og ítrekaði að
samtökin hefðu notið óverulegra ríkisframlaga. Síðan
sagði ráðherra: „Ríkisstjórn íslands vill af þesum sökum
koma til móts við samtökin. Þess vegna hefur verið ákveð-
ið að leggja til við Alþingi íslendinga í fjárlögum næsta
árs að á árinu 1988 og næstu árum verði varið til samtak-
anna 15 milljónum krónaáári svo aðsamtökunum auðnist
að halda áfram þeirri baráttu sem þau hafa hafið og heyja
enn með góðum árangri."
Jón Baldvin Hannibalsson hefur með þessum orðum
stigið stórt skref til móts við þá sjúku og þjáðu sem orðið
hafa áfengi og öðrum vímuefnum að bráð. SÁÁ hefurátíu
árum leyst að mestu leyti af hólmi þá þætti heilbrigðis-
kerfisins sem snúa að áfengismeðferð og aflétt legu-
plássum og sjúkrarými af spítölum. Slíkt ber ríkiskerfinu
að endurgreiða með ákveðnum, föstum ríkisframlögum.
Þetta er því rétt ákvörðun hjá fjármálaráðherra og ríkis-
stjórn íslands. Vonandi hlýtur tillagan góðan meðbyrí söl-
um Alþingis.
ÖNNUR SJÓNARMIÐ
Þingmenn sem ekki ná
endurkjöri, þurfa allajafna að
finna sér nýja atvinnu. Sumir
þurfa að gera þetta upp á
eigin spýtur en ýmsir hafa þó
haft vaðið fyrir neðan sig og
fengið tímabundna lausn frá
fyrra starfi meðan þeir sátu á
þingi. Þá er það tiltölulega al-
gengt sjónarmið að bæði sé
rétt og sjálfsagt að útvega
föllnum þingmönnum nýja
vinnu og þá er sjaldnast valið
af verri endanum, því fyrrver-
andi alþingismanni hæfir að
sjálfsögðu ekki að flytjast
mjög langt niður virðingar-
stigann í þjóðfélaginu. Senni-
lega myndi virðingu Alþingis
setja nokkuð ofan ef afdank-
aður þingmaður færi að
vinna við höfnina, svo dæmi
sé tekið.
Þeir þingmenn sem ekki
voru endurkjörnir i kosning-
unum í vor, hafa að undan-
förnu sem óðast verið að
raða sér í lausar stöður og
hafi ekki verið lausar stöður
sem þeim hentuðu, hafa þær
verið búnar til.
Það nýjasta i þessu efni er
að nú er Davíð Aðalsteins-
son, fyrrum þingmaður fram-
sóknarmanna á Vesturlandi,
búinn að fá nýja vinnu. Það
voru flokkssystkin hans í
kjördæminu sem tóku verk-
efnið að sér og nú er búið að
búa til nýja stöðu handa hin-
um fallna þingmanni. Hann
verður starfsmaður kjördæm-
issambands Framsóknar-
flokksins í Vesturlandskjör-
dæmi og mun jafnframt rit-
stýra kjördæmisblaðinu
Magna.
Að sjálfsögðu lásum við
þetta í Tímanum. Sjálfsagt
væri ekkert sérstaklega
merkilegt við þessa frétt, ef
ekki kæmi til það sérkenni-
lega sjónarmið sem Tíminn
heldur blákalt fram um það
hvaða ályktanir megi nú
draga af öllu saman um styrk
Framsóknarflokksins í kjör-
dæminu. Timinn heldur
nefnilega áfram:
„Þetta er í fyrsta sinn sem
kjördæmissambandið hefur á
sínum snærum launaðan
starfsmann, þannig að þetta
eru merk tímamót fyrir sam-
bandið, og sýnir kannski best
Davíð Aðalsteinsson. Ber að túlka
fall hans af þingi sem tákn um
sókn Framsóknarflokksins í Vest-
urlandskjördæmi? Okkur finnst
það mjög athyglisvert sjónarmið.
þá sókn sem flokkurinn er f á
Vesturlandi."
Þar höfum við það. Þegar
framsóknarþingmenn detta
út af þingi í kosningum, ber
að skilja það sem merki um
sókn í kjördæminu. Óneitan-
lega sjónamið sem vert er að
vekja athygli á.
Mannaráðningar á Vesturlandi:
Davíð starfsmaður
kjðrdæmissambands
Davíð Aðalstcinsson, fyrrvcr-
andi alþingismaður Framsdknar-
ni>kic.sins, bctur verið ráðtn starís-
maður kjóKÍæmissornbands i:ram-
sdknarflokksins á Vesturlandi.
Auk þess mun hann ritstýra kjftr-
dan'nisMaðinu Magna-
Aðalaðsetur Daviös vcrður í
fiorgarnesí, nánar líltekið á Brák-
arbraut 5, og siminn þar er 7633.
Hans aðalstarf vetður að stvrkja
félagsstarfið og efla tengsl flokks-
félaga innbyrðis sem og aö efla
, tlokkinn í heild sinni.
Þetta er í íyrsta sinn sem kjör-
dæmissambandiö hefur á stnurn
snairum launaöan starfsmann.
þannig aö þetia eru inerk ttmamöt
tyrir sambandiö,og sýnir kannskt
best þá sókn sem flokkurinn er í á
Vesturlandi.
Maghi mun í framhaldi af þess-
unvbreytingum kotna m mánaðar-
ieg;t og na'sbí biað er vamtnrtiegt
um næstu mánaöamót.
- SÓL
Guðrún Jóhannesdóttir, formaðru kjórdæmissamhands FrajnwVknar-
flokksins ú X't'AmteuéL Ák'xmrít't Stefánsson, alþingtsmaður ug 0av.tð J
Aöalsteinsson, nýráðinn starfsmaðnr kjnrdtvmis.samband.vtus og rit^jóri/
Magna.
ORÐSENDING ERÁ
IÐNLÁNASJÓÐI
UM BREYTT
ÚTLÁNAKJÖR
Hinn 15. september kom til framkvæmda breyting á útlánakjörum Iðnlánasjóðs. Þau eru nú
sem hér segir:
Vélalán háð lánskjaravísitölu 7,65% vextir
Byggingarlán háð lánskjaravísitölu 8,65% vextir
Útlán bundin gengi SDR 8,65% vextir
Lán vöruþróunar- og markaðsdeildar háð lánskjaravísitölu 5,00% vextir
Byggingarlán undir 5.000.000,00 kr. eru háð lánskjaravísitölu en byggingarlán yfir
5.000.000,00 kr. eru bundin gengi SDR.
Vélalán undir 250.000,00 kr. eru háð lánskjaravísitölu en vélalán yfir 1.000.000,00 kr. eru
bundin gengi SDR.
En þegar tekin eru vélalán hærri en 250.000,00 kr. en iægri en 1.000.000,00 kr. ræður lántaki
hvor kjörin hann þiggur.
Samsvarandi breyting verður á útistandandi iánum þar sem ákvæði skuldabréfa heimila
slíkt.
IÐN LÁIMASJÓDUR
IÐNAÐARBANKINN USKJARQÖTD 18, 101 REYKJAVlK,
SiMI 081800