Alþýðublaðið - 06.10.1987, Síða 6

Alþýðublaðið - 06.10.1987, Síða 6
6 Þriðjudagur 6. október 1987 SMÁFRÉTTIR . Verktakasam- bandið styður út- boð við Egils- staðaflugvöll Á fundi stjórn Verktaka- sambands íslands, sem hald- inn var í hádeginu í gær, mánudag var samþykkt eftir- farandi bókun: „Með ákvöröun um útboö á framkvæmd viö Egilsstaða- flugvöll er virt sú meginregla laga um opinberar fram- kvæmdir aö þær skuli boðn- ar út. Verktakasamband íslands telur, aö meö útboðinu sé tryggt aö mesta hagkvæmni í mannafla og tækjanotkun geti notiö sin og aö fjármun- um skattborgaranna sé varið á sem hagkvæmastan hátt. Verktakasambandið harmar þau skammsýnissjónarmiö að loka beri ákveönum lands- svæöum fyrir samkeppni frá öörum landssvæðum og telur aö slíkt þjóni hvorki byggðum eða þjóöinnni I heild. Staö- setning í heimabyggð á aö vera nægt forskot fyrir heimamenn i samkeppni viö utanaðkomandi aðila. ST. JÓSEFSSPÍTALI Landakoti Lausar stöður: Hjúkrunarfræðinga vantar á eftirtaldar deildir: Handlækningadeildir l-B, ll-B og lll-B Lyflækningadeild l-A Gjörgæslu Barnadeild Móttökudeild Svæfingarhjúkrunarfræðing vantartil afleysinga. Sjúkraliða vantar á eftirtaldar deildir: Handlækningadeildir l-B, ll-B og lll-B Lyflækningadeild l-A Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 19600/ 300, frá kl. 09:00—16:00, alla virka daga. Læknaritari óskast. Upplýsingar gefur yfirritari í síma 19600/261. Fólk óskast til ræstinga. Möguleiki á að tveir aðilar skipti meðsérvakt þannig: Vinni 2dagaaðravikuna og 3 hina. Upplýsingar veitir ræstingastjóri í síma 19600/259 frá kl. 10:00—14:00, alla virka daga. Fóstra óskast á barnaheimilið Litlakot. Það er stað- sett á spítalalóðinni og er því miðsvæðis í þorginni. Við erum fjórar sem gætum 18 barna á aldrinum 1— 31/2. Okkurvantareinafóstru til viðbótar. Upplýs- ingar veitir forstöðumaður í síma 19600/297 frá kl. 09:00—15:00, alla virka daga. Reykjavik 2. október 1987. Frá skrifstofu Alþýðuflokksins Breytturopnunartími: Fráog með 1. októberverð- ur skrifstofan að Hverfisgötu 8-10 opin alla virka daga frá kl. 10-12 og 14-17. Reikningar verða afgreiddir á þriðjudögum frá kl. 10-12. Framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins. Þá er Ijóst aö umfang stór- framkvæmda er ákaflega breytilegt á hverjum tíma frá einum landshluta til annars. Af þeim sökum er þjóöhags- lega nauösynlegt aö geta flutt þekkingu og tæki á milli landshluta. Stjórn Verktakasambands íslands treystir ríkisstjórn ís- lands til þess aö fara að lög- um um opinberar fram- kvæmdir." Samband fisk- vinnslustöðvanna mótmælir launa- skattinum Samband fiskvinnslustööv- anna hefur sent frá sér frétta- tilkynningu þar sem harðlega er mótmælt áformum ríkis- stjórnarinnar um að leggja launaskatt á fiskvinnslu aö nýju. í ályktun stjórnar sam- bandsins segir m.a. að launa- skatturinn hafi veriö felldur niöur í febrúar 1986 í kjölfar kjarasamninga til þess aö gera fiskvinnslunni kleift aö taka á sig launahækkanir og kostnað sem fylgdi fastráðn- ingasamningum sem þá var samið um. aö mati stjórnar- innar er meö launaskattinum nú, veriö aö gefa í skyn aö þessi kjarabót hafi verið óþörf og hana beri aö af- nema, eöa hins vegar, veriö aö kalla á gengisfellingu sem skattinum nemur. íslendingar að kenna Kínverjum Tveir íslenskir sérfræöing- ar á sviði fiskiðnaðar eru í Kína um þessar mundir, i boöi kínverskra stjórnvalda, til að skoða fiskiðnað þar i landi í þeim tilgangi aö at- huga hvort og hvaö íslend- ingar geta lagt af mörkum til leiöbeiningar. Sérfræðingarn- ir tveir eru dr. Grímur Þór Valdimarsson, forstjóri Rann- sóknarstofnunar fiskiðnaðar- ins og Össur Kristinsson frá Sölumiöstöö hraðfrystihús- anna. Kínverjar hafa í huga aö auka vinnslu sjávarafurða verulega á næstu árum, en telja sig þurfa á sérfræöi- aðstoð aö halda til að hrinda því átaki í framkvæmd. Kín- verjar veiða árlega um 7 millj- ónir tonna af fiski og rækta auk þess um tvær milljónir. Nýtt fólk í stjórn SUJ „Væntanlega beitum viö okkur aöallega fyrir endur- skipulagningu á innra starfi sambandsins og koma þeim málum í lag fyrir næsta þing, aö ári,“ sagði Erlingur Kristensson nýkjörinn for- maður Sambands ungra jafn- aöarmanna í samtali viö Al- þýöublaöið. Á sérstökum aukafundi, sem haldinn var í Alþýðuhúsinu í Hafnarfiröi um helgina, var kosinn nýr formaöur, en María Kjartans- dóttir, sem verið hefur for- maöur í eitt ár sá sér ekki fært aö gegna formannsstarf- inu áfram vegna anna við nám. Á fundinum var einnig kosiö í aðrar ábyrgöarstöður innan stjórnarSUJ og kosinn nýr formaður verkalýös- og stjórnmálanefndar. Hauður Helga Stefánsdótt- ir var kjörinn varaformaður, en Kristinn Grétarsson gaf ekki kost á sér til áframhald- andi starfa. Vilhjálmur Jóns- son kosinn ritstjóri málgagna og tekur þar meö sæti í stjórn. Kristján Þorvaldsson var kosinn formaöur verka- lýðs- og stjórnmálanefndar. Á fundinum var ennfremur kosin laganefnd, sem á aö endurskoða lög SUJ fyrir næsta þing. í nefndina voru kosin Tryggvi Haröarson og Hauður Helga Stefánsdóttir. „Ég á ekki von á að þaö veröi miklar áherslubreyting- ar á stefnu sambandsins þrátt fyrir nýtt fólk til starfa. Ég vona hins vegar að fleiri eigi eftir aö koma til liðs viö SUJ og gera starfiö líflegt á næstunni," sagöi Erlingur 1 Kristensson. Á fundinum um helgina voru þrír gestir frá Færeyjum og að sögn Erlings er vonast til aö hægt veröi aö auka mjög samstarf viö unga jafn- aðarmenn í grannlöndunum, m.a. meö slíkum heimsókn- um. Kirkjuþing sett í dag Kirkjuþing þjóökirkjunnar verður sett á þriðjudag 6. október kl. 14, meö guósþjón- ustu i Bústaðakirkju en þar veröa fundir þess haldnir. Þingiö sitja 22 fulltrúar, leikmenn og prestar. Eru þeir kosnir úr kjördæmum lands- ins auk fulítrúa Guöfræöi- deildar og presta i sérþjón- ustu. Kirkjumálaráöherra eöa fulltrúi hans á setu á Kirkju- þingi. Meðal helstu mála sem koma fyrir Kirkjuþing að þessu sinni má nefna frum- varp sem ráðherraskipuð nefnd hefur undirbúiö um sóknargjöld og kirkjugaröa- gjöld, vegna hins nýja staö- greiðslukerfis skatta, sem væntanlega gengur í gildi um áramótin. Einnig er frumvarp um Siöfræöistofnun þjóö- kirkjunnar og Háskóla ís- lands, en ýmsar deildir hans hafa óskaö eftir aöild þar. Þeirri stofnun er ætlaö að fjalla um hin margþættu siö- ferðilegu vandamál sem skapast í tæknivæddu þjóö- félagi. Viö guösþjónustuna þjóna kirkjuþingsmennirnir sr. Sig- urjón Einarsson og sr. Árni Sigurðsson fyrir altari og sr. Jón Bjarman predikar. Kirkju- málaráðherra Jón Sigurösson flytur ávarp og biskup setur þingiö. Hann flytur síðan skýrslu kirkjuráös fyrirsíð- asta starfsár og reikningar kristnisjóðs eru lagöir fram. Kirkjuþing mun standa í 11 daga, eru fundir þess yfirleitt eftir hádegi og öllum opnir. HÞYÐURLfBIÐ vantar blaöamenn Alþýöublaöiö er á uppleiö. Vikulegur blaösíöufjöldi hefur meira en þrefaldast og það er bara byrjunin. Okkur vantar þess vegna fleiri blaöamenn. Viö setjum bara eitt skilyröi. Þú þarft aö vera hress, drífandi, dugmikil/l, atorkusöm/samur, bráögreind/ur, kunna á ritvél og umfram allt hafa brennandi áhuga á aö komast aö kjarnanum. Ef þú hefur auk þess reynslu af blaöamennsku, þá spillir þaö hreint ekki möguleik- um þínum til aö fá starfið. Alþýöublaöið Ármúla 38, Sími 68 18 66 Beint aö kjarnanum

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.