Alþýðublaðið - 06.10.1987, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 06.10.1987, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 6. október 1987 7 tlönd Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir Gleymd, starfar þó af fullum krafti Bernadette Devlin var þekktust sem kaþólska konan frá Noröur-ír- landi, meðlimur í andspyrnuhreyf- ingunni og þingmaður á breska þinginu. í dag heitir hún Berna- dette McAlinsky, hefur ekki hátt um sig en starfar af fullum krafti. Hér á árum áður var Bernadette Devlin fræg fyrir sitt hár, stutta kjóla en mest þó fyrir ákveðnar skoðanir. Hárið er styttra, kjólarnir siðari en ákveðnar skoðanir hefur hún ennþá. „Það sem vekur hjá manni 'undrun er, ad fólk hagar sér eins og allt sé eðiilegt, það þýðir ekki, að við sættum okkur við ástandið. Við höfum vanist því og hugsum ekki um það, nema þegar við ferðumst út fyrir Noröur- írland." Það er Bernadette McAliskey sem talar. í lok sjötta áratugarins var hún á forsíðum heimsblaðanna, af þvi að hún gat jöfnum hönd- um kastað múrsteinum og setið á breska þinginu. Þá hét hún Bernadette Devlin. Núna situr hún á lítilli skrifstofu í Dunganon. Þar hafa samtökin „Irish World Citizen Organisation," að- setur sitt. Hún virðist lægri en blaða- mann Det Fri Aktuelt minnti, er hann heimsótti hana fyrir sextán árum. Hún reykir samt ennþá Silk cut. Varúð „Við getum ekki hagað okkur eins og ferðamennirnir gera þegar þeir eru hér í Norður-lrlandi. Við skellum ekki ferðatöskunum á gang- stéttina. Við skiljum aldrei eignir okkar eftir fyrir utan hús. Ekki af því að við ótt- umst að þeim verði stolið, heldur af þvi að þá myndu annaðhvort lögregla eða her- menn eða hvorutveggja birt- ast, og segja þetta bannað. Við leggjum aldrei bifreiðum okkar mannlausum í mið- bænum, það er bannað." Sífellt er verið að stöðva okkur á förnum vegi af lög- reglu og hermönnum og við spurð um nafn, heimilisfang, fæðingardag og hvert við sé- um að fara. Þetta hefur stað- ið yfir um svo langan tíma að við svörum vélrænt. Maður fer eftir boðum og bönnum, en hugsar um leið um hvern- ig maður á að fara að því að láta peningana endast, hvort maður ætti kannski að flytja af landi brott, eða hvort hest- urinn sem veðjað var á muni vinna. Um svona hluti hugsar maður þangað til — að það kemur I Ijós að þeir eru á eft- ir þér eða þínum nánustu." Breskir öryggisverðir Breskar öryggissveitir her- manna eru alltaf á ferðinni. Trúlega eru þeir að leita að vopnum. Ég held nú líka að yfirmenn þeirraveröi að finna eitthvað að gera fyrir þá, þvi þeir eru fjölmargir. Þetta er orðin einskonar atvinnugrein, þvl mikið af því sem þeir eru að bjástra við hefur ekkert með öryggi að gera. Þeir eru að stöðva fólk á leiö í kirkju eða á leið úr kirkju og þegar fólk fer í búðir til að versla. Svo skoða þeir í innkaupa- töskurnar og leita að ein- hverju sem bæði þú og þeir vita að er ekki neitt.“ Bernadette býr rétt fyrir ut- an þorpið Coalisland með manni sínum og þremur börnum. Gerð var tilraun til að myrða hana árið 1970. Enginn lýsti ábyrgð á hendur sér en talið er að breski her- inn hafi verið að verki. Hún lifði morðtilraunina af á und- ursamlegan hátt. Það hafði verið hljótt um hana í blöðum vikurnar fyrir morðtilraunina, sem þýddi þó ekki að hún hefði dregið sig í hlé úr póli- tíkinni. „Fyrir svo sem 10—20 ár- um vöktu manneskjur eins og ég fyrst athygli á ástand- inu i Norður-írlandi. Ein af framförunum síðan þá, er að nú eru miklu fleiri farnir að blanda sér í þessi mál, aðal- lega ýmsar pólitískar hreyf- ingar. Ég á góða samvinnu við Sinn Fein (írskur sósíal- istískur flokkur) ennfremur er ég meðlimur i „Strip Search- ing.“ Viðmælandi Bernadettu þurfti nánari skýringar á þessu. „Konur þær, sem sett- ar eru inn, í lengri eða skemmri tíma, eru látnar af- klæða sig og gerð er svoköll- uð líkamsleit. „strip search- ing“ þýðir einfaldlega leit á þeim sem er nakinn. Þetta er ólýsanleg auðmýking og til þess fallið að brjóta fólk nið- ur og tapa virðingu fyrir sjálf- um sér. Þetta er ekki gert við karlmenn en kemur miklu oft- ar fyrir konur hér, en I Eng- landi. Þess vegna hefur þetta mál algjöran forgang bæði hjá kvennahreyfingunni og lýðveldishreyfingunni. Nú starfar Bernadette McAlinskey í stofnun sem fjallar um ferðamannaiðnað, innflytjendur og ættartengsl. Þá eru hafðar f huga þær 65 milljónir manna hér og þar í heiminum, sem eru af írsk- um ættum. Þetta verkefni er fjármagnað af breska ríkinu og er liður f atvinnuleysis- bótavinnu. Bernadette hefur unnið að bæklingi sem er einskonar leiðarvísir fyrir íra sem ætla að fara til Englands í leit að vinnu. í þessum bæklingi fá þeir leiðbeiningar um hvernig skuli forðast það helsta sem gæti orðið þeim að falli í ókunnu landi. Næstavið- fangsefni er samskonar leið- arvísir í bókarformi til leið- beiningar þeim 250.000 þús. írum sem eru taldir vera ólög- lega í Bandaríkjunum. Menntunarmöguleikar ungs fólks hér í Norður-ír- landi eru ekki svo slæmir, en menntunarkerfið skapar væntingar sem ekki eru í samræmi við það sem fólki stendur til boða. Við eigum fullt af háskólamenntuðu fólki, sem ekki getur fengið vinnu sem götusóparar eða sorphreinsunarmenn. Ríkis- stjórnin flytur atvinnuleysiö úr landi en virðist hafa áhyggjur af því þegar lang- skólagengið fólk sem skatt- greiðendur hafa kostað, svo sem læknar og hjúkrunarkon- ur flytjast af landi brott. En þar við situr og hámenntaða fólkið heldur áfram að forða sér til EF-landa, USA og Mið- Austurlanda. Meginþorri unga fólksins sem fer yfir til Englands, er á mjög lágu menntunarstigi og sér ekki fram á neitt og held- ur þvl áfram að flytjast til Englands. Samt setur ungt fólk mik- inn svip á þorp og borgir, og fer í vatnsgususlag á björtum sumarkvöldum, sprautar á þá sem næstir eru með nýupþ- teknum bjórdósum og er svipað ungu fólki f flestum löndum. Blaðamaður talaði við hóp ungra stúlkna og sú einasta af þeim sem hafði vinnu, fékk um 3-4 irsk pund á viku. „Margir þeirra sem fara til USA haga því þannig, að fara tvisvar á ári I leyfi þangað, því ferðamannaáritun er sex mánuðir í hvert sinn. Þeir eyða áreiðanlega ekki timan- um á ströndum Florida," lýk- ur Bernadette McAliskey máli sínu. Hún hefur varðveitt hina hlýlegu kaldhæðni sfna, og hefur ennþá mikla löngun og vilja til að hjálpa öllum, sem eru illa settir. (Det fri Aktuelt)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.