Alþýðublaðið - 09.10.1987, Side 1
Fjórða og síðasta lota við fjárlagagerðina:
HALLALAUS FJÁRLÖG?
— Skorið og skattlagt niður að núllmarkinu — Tekist á um málið á ríkisstjórnar-
fundum í gær
Samkvæmt heimildum Al-
þýöublaösins var í gær reynt
aö ná samkomulagi innan rík-
isstjórnarinnar um aö leggja
fyrir Alþingi hallalaus fjárlög.
Svartsýn þjóöhagsspá sem
kynnt var ríkisstjórninni á
þriðjudag virtist hafa ýtt
mjög viö ráöherrum, því sam-
kvæmt heimildum blaösins
var tekist á um þaö á tveimur
ríkisstjórnarfundum, hvort
stefna skyldi aö núllmarkinu.
„Ég hef ekkert um máliö aö
segja,“ var eina svariö sem
Alþýöublaðið fékk frá fjár-
málaráðherra í gær fyrir sið-
ari fundinn sem hófst klukk-
an fimm. Niðurstöður þess
fundar lágu ekki fyrir áður en
Alþýöublaöiö fór í prentun.
„í Ijósi nýrra tíöinda hljót-
um viö að gera allt sem í okk-
ar valdi stendur til þess að
ríkisútgjöld veröi ekki þenslu-
valdur í þjóöfélaginu. Hver
niðurstaðan verður er ekki
Ijóst, enda hefur ríkisstjórnin
ekki afgreitt neinar tillögur,“
sagði Friðrik Sophusson, iðn-
aðarráðherra og varaformaður
Sjálfstæðisflokksins, þegar
Alþýðublaðið spurði hann um
hallalaus fjárlög áður en síð-
ari fundurinn hófst i gær.“
Vió erum að ræða fjárlög,
meira get ég ekki sagt,“
sagði Friðrik.
Það var táp og fjör viö Melaskólann i gær, enda friminútur og smáhvíld frá kennurunum. A-mynd/Róbert.
Breyttar útlánareglur Husnæöisstofnunar:
Frumvarpið lagt fram í næstu viku
— Ákvæöi um forgangshópa — Spornaö gegn óeölilegum hækkunum
íbúöarverös — Aukin starfsemi ráðgjafastöðvar — Sjálfvirkni takmörkuð og
dregið úr fjárþörf kerfisins.
Jóhanna Siguröardóttir fé-
lagsmálaráðherra segist von-
ast til að hægt veröi aö
leggja fram frumvarp um
breyttar útlánareglur Hús-
næðisstofnunar ríkisins
strax í næstu viku eftir aö
þing kemur saman, eins og
talað hefur verið um.
Jóhanna segir frumvarpið
að mestu leyti byggt á tillög-
um sem fram komu hjá Hús-
næðisstjórn, en helstu mark-
mið frumvarpsins sagði hún;
1. Að tryggja betur en nú er
forgang þeirra til lána sem
eru í brýnni þörf fyrir lánafyr-
irgreiðslu vegna kaupa á hús-
næði. 2. Að draga úr þenslu á
fasteignamarkaði og koma í
veg fyrir óeðlilega hækkun á
verði íbúðahúsnæðis. 3. Tak-
marka sjálfvirkni í útlánum
og draga úr fjárþörf húsnæð-
iskerfisins. 4. Að gera Ráð-
gjafarstöð Húsnæðisstofnun-
ar betur kleift en hingað til,
að gegna því veigamikla hlut-
verki að láta umsækjendum i
té leiðbeiningar og fara yfir
kostnaöar- og greiðsluáætl-
anir með þeim áður en þeir
fara út í húsnæðiskaup, til
þess að forða greiðsluerfið-
leikum.
Við fjárlagagerðina sagðist
Jóhanna aðspurð hafa lagt
áherslu á að hægt verði að
gera átak i félagslega íbúða-
kerfinu, og veita úrlausn til
greiösluerfiöleika hópa. Enn-
fremur sagðist hún leggja
áherslu á fé til kaupleigu-
íbúða auk þess að tryggt
verði að Húsnæðisstofnun
geti sem fyrst hafið útgáfu
lánsloforöa i samræmi við
breyttar útlánareglur.
Talað hefur verið um að
ágreiningur sé innan rikis-
stjórnarinnar um framlög til
húsnæðismálanna og að sér-
staklega sjálfstæðismenn
vilji skera niður á þeim vett-
vangi. „Ég tjái mig ekki á
þessum vettvangi um það
sem gerist á ríkisstjórnar-
fundum," sagði Jóhanna þeg-
' ar blaðamaður bar þetta und-
ir hana.