Alþýðublaðið - 09.10.1987, Page 2

Alþýðublaðið - 09.10.1987, Page 2
2 Föstudagur 9. október 1987 MMÐUBLMIHI Sími: 681866 Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Blaöamenn: Umsjónarmaöur helgarblaós: Ingólfur Margeirsson. Jón Daníelsson. Ingibjörg Árnadóttirog Kristján Þorvaldsson. Þorlákur Helgason. Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson. Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir. Eva Guðmundsdóttir. Þórdis Þórisdóttir, Ólöf Heiður Þorsteinsdóttir og Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Setning og umbrot: Prentun: Filmur og prent, Ármúla 38. Blaðaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Huldulauna- flokkurinn H áttsettir starfsmenn og yfirmenn stofnana hjá Fteykja- víkurborg þiggja há laun, sem eru að minnsta kosti tvöföld á við taxta. Þessi frétt var á forsíðu Alþýðublaðsins í gær og gaf þar að lesa að laun manna í háum stöðum hjá Reykjavíkurborg væru á bilinu 150—180 þúsund, og trún- aðarmál þar að auki. Samkvæmt nýjum lögum sem tóku gildi um síðustu áramót, taka menn í æðstu stöðum borg- arinnar ekki laun samkvæmt ákveðnum launaflokkum í kjarasamningum opinberrastarfsmannaheldureru launa- kjör þeirra ákveðin „einhliða" sem þýðir að í rauninni er unnt að bjóða í menn í samkeppni við einkageirann. Þar sem þetta efsta launaskref borgarinnar er einkamál laun- þega og vinnuveitenda ríkir mikil leynd yfir launakjörum háttsettra borgarstarfsmanna og yfirmanna stofnana borgarinnar. Samkvæmt upplýsingum skrifstofustjóra borgarstjóraembættisins eru launin trúnaðarmál. Ljóst er að um verulegaryfirborganirerað ræða, því miðað við op- inbera launaflokka kveður efsti launaflokkurinn BHM á um 74—94 þúsund krónur eftir starfsaldri. Huldulaunin eru hins vegar, eins og fyrrsegir, á bilinu 150—180 þúsund krónur. Huldulaunakerfið segir sína sögu. I fyrsta lagi er Ijóst að ríki og borg geta ekki keppt við einkageirann hvað varðar launagreiðslur og því eðlilegt að hæfir starfsmenn flytji sig úropinberum stofnunum og taki til starfahjáeinkafyr- irtækjum. Þessi flótti er löngu orðinn staðreynd og kemur að sjálfsögðu verst niðuráopinberum stofnunum og ríkis- fyrirtækjum sem eru í samkeppni við einkafyrirtæki. Glöggt dæmi er Ríkisútvarpið sem misst hefur marga af sinum hæfustu dagskrárgerðarmönnum og tækniliði til einkaútva psstöðvanna og Stöðvar 2. Þá eru stórar ríkis- stofnani i hálfgeröúm lamasess vegnaflóttastarfsmanna, eins og iil að mynda víða í heilbrigöiskerfinu þar sem starfsfólk gefst upp vegna lágra launa. Það er því löngu kominn tími til aö kjarasamningar opinberra starfsmanna séu endurskoðaðir með tilliti til almennra launa á launa- markaði. Sú lausn að búa til huldulaunaflokk er slæm vegna hins gífurlega munar sem ríkir milli almennra launaflokka opinberra starfsmanna og yfirmannalaun- anna nýju. Við skulum samt gera okkur grein fyrir því, að huldu- launaflokkurinn er til kominn vegna mikillar launaþenslu í einkageiranum og almenns launaskriðs í þjóðfélaginu. Huldulaunaflokkurinn er því tilraun til aö stöðva flóttann úr æðstu stöðum borgarinnar. En engu að síðurbýður huldulaunaflokkurinn upp á pólitíska valdamisnotkun þar sem flokksgæðingum er hampað í efstu stöðum fyrir mik- inn pening. Ef Reykjavíkurborg og ríkið á ekki annarra kostavöl í samkeppninni við einkageirann en hækka laun- in til móts vió almennan launamarkað, verður það að ger- ast fyrir opnum tjöldum. Opinber laun eiga ekki að vera feimnismál. Þau eru greidd af skattborgurum sem eiga heimtingu að vita um öll launaskrefin. Jafnframt verðurað tryggja það, að hæfir menn með tilskilda menntun og reynslu setjist í stóla háttsettra starfsmanna og yfir- manna stofnana, en að þær stöður verði ekki feitur biti sem klifurmýs flokkakerfanna klifra eftir. K jaramál Magnus Marisson skrifar „Til að ieggja grunn að komandi kjarasamningum þarf strax að koma i veg fyrir allar verðlagshækkanir með algjörri verðstöðvun sem gilti frá síðustu mánaðamótum," skrifar Magnús Maríusson m.a. í grein sinni um kjaramál. Festum verðlagið! Þungar áhyggjur sækja nú að ráðamönnum og máttar- stólpum þessa lands. Hið sameiginlega áhyggjuefni sem meira að segja lætur öll pólitísk landamæri lönd og leið er það, að laun hækkuðu um eitt og hálft prósent um síðustu mánaðamót. Á sama tíma gerðist það að rúmlega fimm prósenta hækkun kom til viðbótar sem uppbót fyrir alls kyns verðlagshækkanir á viðmiðunartímabilinu. Ætli það hafi aldrei hvarflað að hinum hækkunarglöðu mönn- um á meðan þeir voru að hækka verð á hinu og þessu að það ætti eftir að koma þeim í koll seinna? Sennilega ekki. Ætli menn hefðu þá ekki reynt að hafa meira taumhald á verðlagshækkun- unum en raun bervitni. í stuttu máli má rekja fimm prósenta viðbótarhækkunina til þeirra staðreynda að verð ávörum og þjónustu hefur hækkað of mikið og því til viðbótar hafa skattar verið hækkaðir. Sem olía á eld hef- ur erlent lánsfé streymt inn í landið og valdið bæði spennu og óróleika í hagkerf- inu þannig að það er við það að springa. Nú þegar og raunar áður en fyrrgreindar hækkanir komu til framkvæmda voru hinir áhyggjufullu menn farn- ir að tala um að það væri ótækt að þessar hækkanir yrðu að veruleika. Skyldi verkafólkið i frystihúsunum og verksmiðjunum vera á sama máli? Skyldi afgreiðslu- fólkið i verslununum vera á sama máli? Skyldu þeir sem þurfa að vinna tvöfaldan vinnudag til þess að hafa í • sig og á vera á sama máli? Þannig má lengi telja og það er alveg víst að hinn almenni launamaður sem ekki er orð- inn nema hálfdrættingur í fyrirvinnu hann slær ekki hendinni á móti kauphækkun og það meiri en þeirri sem nú fékkst. Ef menn hugleiða aðeins nánar það sem hér er á ferðinni þá blasir það við að þeir sem ráða og eiga, telja að verið sé að borga hærri laun en grundvöllur er fyrir. Á hina hliðina höfum við hinar ýmsu stéttir sem augljóslega þurfa hærri laun. Þetta hlýtur að vekja upp þá spurningu hvað sé hægt að gera til þess að hægt sé að greiða þeim hærri laun sem sannanlega þurfa þau án þess að allt hagkerfið fari á annan endann? Þessari spurningu verður aðeins svarað í samvinnu allra við- komandi aðila, þ.e.a.s. ríkis- valds, atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar. Með öðr- um orðum, þá verða þessir aðilar að koma sér saman um ramma í kringum efnahags- starfsemina sem staðið verð- ur við út í ystu æsar allt samningstímabilið og ekkert dregið undan. Til þess að leggja grunn að komandi kjarasamningum þarf strax að koma i veg fyrir allar verðlagshækkanir með algjörri verðstöðvun sem gilti frá síðustu mánaðamótum. Ekki verði lagðir á meiri skattar en orðið er en í stað- inn innheimtir þeir skattar sem alltaf er verið að tala um að ekki skili sér. Genginu verður að halda eins föstu og' hægt er. Með öðrum orðum, það verður að setja allt verð- lag fast nú þegar til að skapa skilyrði fyrir raunhæfa kjara- samninga næst þegar samið verður. Þegar kemur að næstu kjarasamningum verða hagsmunaaðilarnir þrir, atvinnurekendur, ríkisvald og verkalýðsfélög að semja um ramma fyrir næsta efnahags- tímabil og það verður að vera rammi þar sem aðilarnir þrír standa allir við sínar skuld- bindingar. í komandi kjara- samningum verður að sjálf- sögðu að bæta hlut þeirra sem helst þurfa á því að halda, hinir betur settu hafa nú þegar það gott að þeir ættu að geta unnt þeim lakar settu að fá nokkra lagfær- ingu. Fari svo að ekki náist samkomulag um allar helstu hagstærðir fyrir næsta samn- ingstímabil og menn virða að vettugi heilbrigða skynsemi og réttlætið, þá fyrst erum við í vanda stödd. Þess vegna verðum við jafnaðar- menn að beita okkur af alefli fyrir þvi að þjóðarsátt náist um þau mál sem stuðlað geti að friði og velsæld í efna- hagslífinu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.