Alþýðublaðið - 09.10.1987, Page 4

Alþýðublaðið - 09.10.1987, Page 4
4 Föstudagur 9. október 1987 mrœða Árni Gunnarsson skrifar Ambögur, linmæli, Ijótt mál AF ÍSLENSKU MÁLI í ÚTVARPI EFTIR FJÖLMIÐ Ég ætla einkum aö reyna aö lýsa því hvernig mér þykir íslenskt mál koma úr munni útvarpsmanna, hvernig þeir gegna þeirri skyldu sinni, að vanda málfar og framburð. Mál er samkværnt skil- greiningu orðabóka, kerfi tákna, sem sett eru saman úr hljóðum, er menn nota til að tjá hverjir öðrum hugsanir sínar. Okkur tekst misjafn- lega vel að koma þessum hugsunum á framfæri. Sumir hafa ekki náð valdi á nægum orðaforða til að móta hugs- unina á skýran og greinileg- an hátt. Hjá öðrum er notkun orða brengluð, ef tekið er mið af viðurkenndum reglum. Að halda tungunni hreinni Ein meginástæða þess, að ísland varð frjálst og full- valda ríki, en ekki nýlenda, er sú, að þeirri fámennu þjóð, sem landið byggir, hefur tek- ist, þrátt fyrir mikil erlend áhrif, að halda tungu sinni sæmilega hreinni. Þjóðin hef- ur skrifað bækur sínar á ís- lensku og auðsuppspretta tungumálsins eru fornbók- menntirnar. — Að það skuli hafa tekist, að viðhalda ís- lenskri tungu, gengur krafta- verki næst, þegar hafðar eru í huga allar þær hættur, er að henni hafa steðjað í tímans rás. En þjóðin hefur verið svo lánsöm, að hafa átt marga gagnmerka lífverði tungunn- ar, — menn, sem i ræðu og riti hafa barist fyrir hreinu og fögru máli. Við höfum notið framgöngu þeirra og for- dæmis, og stöndum í eilífri þakkarskuld við þá. Þetta hafa verið málhreinsunar- menn; menn, sem hafa fegr- að málið, verndað það og frætt okkur. Fyrir þeirra atbeina hefur þjóðin aldrei misst sjónar á nauðsyn þess, að hún verði að geta komið hugsunum sínum á framfæri á hreinu og skýru máli. Auðvitað hefur vegur tungunnar verið mis- jafnlega mikill á liðnum öld- um. Eitt sinn var það í tísku að tala undarlegan blending af íslensku og dönsku. Eins og önnur tíska, hvarf þetta fyrirbaeri eins og dögg fyrir sólu. Áhrif enskrar tungu á íslenska hafa einnig verið áþreifanleg. En íslensk mál- stefna hefur í meginatriðum verið óbreytt frá 18. öld. Ég hygg að allir íslensku stjórnmálaflokkarnir hafi í stefnuskrám sínum einhverja málstefnu. í stefnuskrá eins þeirra segir: „Menning hverr- ar þjóðar er nátengd sögu hennar og arfleifð. Þetta gild- ir ekki síst um íslenska þjóð- menningu..." Síðan segir: „Hlutverk hverrar nýrrar kyn- slóðar er að sjálfsögðu ekki það eitt að taka við þeirri menningararfleifð sem að henni er rétt, heldur einnig að ávaxta hana.“ í stefnusrká annars stjórn- málaflokks segir: „Tungan og þjóðernið eru meginstoðir ís- lenskrar menningar og for- sendur tilveru okkar íslend- inga sem sjálfstæðrar þjóðar. Breyttir þjóðfélagshættir, ný fjölmiðlunartækni og vaxandi framboð af margháttuðu er- lendu efni, ekki síst í sjón- varpi og á myndsegulbönd- um gera það brýnna en nokkru sinni fyrr, að þjóðin standi traustan vörð um tungu sína.“ Þá hygg ég, að allir ís- lensku stjórnmálaflokkarnir vilji styðja eflingu íslenskrar tungu með bættri og betri kennslu í skólum, og löggjaf- inn, Alþingi, hefur mótað ákveðnar reglur um þessa kennslu. — Það er hins vegar stór spurning hvort nægilega vel hafi tekist til. Slanguryrði og íslenska En ekki lengra á þessari braut. Nú vil ég víkja beint að fjölmiðlum nútímans og starfsmönnum þeirra. — Ég hef ávallt verið þeirrar skoð- unar, að útvarp — og á ég þá bæði við hljóðvarp og sjón- varp, hafi meiri áhrif á mótun íslenskrar tungu en menn hafa almennt viljað viður- kenna. Ég tel, að málfar út- varpsmanna hafi sterkari og veigameiri áhrif á málþróun en skólarnir og aðrir upp- fræðarar, hverju nafni sem þeir nefnast. Slanguryrði dreifast víðar og hraðar í út- varpi en i daglegum sam- skiptum, á mannamótum, á götunni. Slíkt hið sama gera endurteknar málvillur, rangur framburður, linmæli, og svo mætti lengi telja. Ég er þeirrar skoðunar, að ábyrgð útvarpsmanna gagn- vart íslenskri tungu sé svo mikil, að þeir verði í öllu dag- legu starfi að gæta mikillar varúóar í notkun hins talaða máls. Þeir geta ráðið því að verulegu leyti hvort daglegt mál, t.d. yngri kynslóðarinnar, verður fagurt eða Ijótt. Og þeir eiga að hafa metnað til þess, að verða málhreinsun- armenn en ekki málslóðar. Þeirra hlutverk er stórt og mikilvægt, — þeir eiga að auðga tunguna, verja hana fyrir slæmum áhrifum og tala skýrt og fagurt mál. — Þeir eiga að viðhalda þeirri mál- stefnu, sem á rætur í þjóð- ernishyggju og rómantík. — Við skulum minnast þess, að margir mestu málvöndunar- menn þessarar þjóðar, hafa komið úr hópi blaðamanna, fjölmiðlamanna síns tíma, þ.e. áður en útvarpið kom til sögunnar. Og nú skal tekið skýrt fram, að margir góðir, og jafnvel frábærir íslensku- menn, eru starfandi útvarps- menn. Að segja Æ Fyrir mörgum árum starff aði hjá Ríkisútvarpinu einn af þessum málvöndunarmönn- um. Það var Helgi heitinn Hjörvar. Slæmt tungutak og málvillur voru fleinn í hans holdi. Honum var þó mestur ami af slæmum framburði, röngum áherslum og lin- mæli. Eitt sinn starfaði þulur hjá Ríkisútvarpinu. Það var kona. — Sagan er ekki sögð til að tala illa um konur — þessi þulur átti mjög erfitt með að segja Æ. Hann talaði um Grannland, og um að eitt- hvað væri harra eða larra en annað. Þessi þulur var eitt sinn á gangi um gljábónuð gólf gamla gufu-útvarpsins við Skúlagötu. Þar varö hon- um fótaskortur, hann féll í gólfið og handleggsbrotnaði. Þegar Helgi heitinn frétti af slysinu spurði hann: „Og gat hún sagt Æ?“ Nú mega menn ekki draga þá ályktun, að Helgi hafi talið réttan framburð mikilvægari en um- hyggjuna fyrir hinum slasaða. — Eg segi þessa sögu vegna þess, að mér varð Ijóst, þegar ég hóf störf á fréttastofu út- varpsins 1962, að metnaður starfsmanna gagnvart is- lenskri tungu var mikill. Sér- stök áhersla var lögð á réttan framburð og rétta notkun orða. Mér er óhætt að full- yrða, að daglega hafi verið fjallað um íslenska tungu og notkun hennar meðal starfs- manna. Það kembdi enginn hærurnar hjá þessari stofn- un, nema hann hefði sæmi- legt vald á móðurmálinu. — Nú er ég ekki að tala um neina fordild í máli, heldur hreint og skýrt tungutak. Foreldrakjöt Og auðvitað varð mönnum á í messunni. Það eru til margar frásagnir af mislestri; einkum þegar hratt var lesið. Eitt sinn auglýsti þulur í gríð og erg —- kvenkartöflur með teygju i öllum stærðum, — en átti að vera kven-korktöfl- ur, — skór. Einnig var auglýst foreldrakjöt í matinn, — átti að vera folaldakjöt og margar slíkar sögur gæti ég rifjað upp. En eftirlit með notkun íslenskunnar var miskunnar- laust og hart. Ég hygg að út- varpsmenn hafi þá gert sér Ijósa grein fyrir hlutverki sínu, bæði gagnvart málinu og gagnvart þeim lögum, sem stofnunin verður að fara eftir. Ég held einnig, að menn hafi notið þess að flytja gott mál, og það er ekki laust við, að þeir hafi verið öfundaðir, sem höfðu sérstaklega gott vald á því. Linmæli og orðfæð En nú skulum við hyggja að ástandinu eftir fjölmiðla- byltinguna. Mér hefur að und- anförnu runnið til rifja með- ferðin á íslensku máli hjá sumum útvarpsmönnum, þótt heldur hafi farið batnandi. Að minu mati eru sumir þeirra ófærir um að gegna þeirri meginskyldu, að koma hugs- un sinni á framfæri á góðri og lýtalausri íslensku. Am- bögur, Ijótt mál og torskilið, linmæli og hvers konar und- arlegur framburður eru frekar regla en ekki hjá hópi út- varpsmanna. Þetta keyrir svo úr hófi hjá nokkrum að nán- ast er hægt að tala um skrumskælingu á málinu. Beygingarvillur og þágufalls- sýki er algeng. Margar af þessum málskekkjum mætti laga á einfaldan og ódýran hátt. Ég hygg aö þær stafi af hugsunarleysi og einhverri misskilinni samkeppni um frumleika. Linmæli er furöu algengt, sérstaklega þegar kemur að stöfum eins og p, t og k. Svo er það hrein málleysa, sem ég kalla svo, eins og í þessari setningu: þrádíu kebblingar fóru á heimstaramótið i knaggspyrnu. Einföld orð, eins og tölur, eru borin fram á þessa leið: þrádíu, fjördíu, í stað þrjátíu, fjörutíu. Þá finnst mér áberandi hve orðaforði er takmarkaður hjá hópi útvarpsmanna. Þeim virðast nægja að kunna eitt orð um eitt tiltekið hugtak eða hlut. Þeir notfæra sér ekki, hagnýta sér ekki, færa sér ekki í nyt hinn stórkost- lega sjóð íslenskrar tungu, sem oft geymir fjölmörg orö um sama hugtakið. — Og stundum gerist það, að eitt skondið orð skýtur upp koll- inum, og er notað í tíma og ótíma, ofnotað og nánast eyðilagt. Ég geri mér fulla grein fyrir því, að mikil breyting hefur orðið á starfsháttum útvarps- manna hin síðari ár. Meira er um það en áður, að útvarps- menn flytji mál sitt blaða laust. Það leggur þeim ennþá meiri skyldur á herðar og ger- ir miklu meiri kröfur um hæfni og hæfileika til að tala linnulaust eða linnulítið, án þess að hafa skrifað orð til að styðjast við. Þá fyrst reyn- ir á getu útvarpsmanna til að hafa íslenskuna á valdi sínu og nota hana — láta hana líða fram, án teljandi truflana eða ruglings. — A þessu sviði verður enginn óbarinn biskup, en það getur verið hörmulegt á að hlýða, þegar útvegsmenn sinna þessu starfi án þess að geta það. Alla þessa viku höfum við þingmenn Norðurlands eystra haldið fundi með for- ystumönnum sveitarfélaga í kjördæminu. Þar gera bæjar- stjórar, hreppstjórar, oddvitar og fleiri grein fyrir áhugamál- um sínum, fjárþörf sveitarfé- laganna og þingmenn fá fréttir úr héraði. Margir þess- ara manna, einkum bændur, ræða sín mál á þann hátt, að unun er á að hlýða. An þess nokkru sinni að reka I vörð- urnar tala þeir um hugðarefni sín á hispurslausan hátt á ís- lensku máli, sem allir geta öfundað þá af. Orðgnótt og skýr framburður einkennir málfar þeirra. Af þessum mönnum getum við öll mikið. lært. Tunga þeirra er ekki menguð. Um framburð En nú langar mig til að vfkja að framburði í útvarpi, sem oft er meingallaður. Ég hef nefnt linmæli. Síðan hef, ég í huganum skipt fram- burði í þrjá flokka: Fyrst: Bylgju- eöa öldu- gangsframburðinn. — Hér á ég ekki við útvarpsstöð sér- staklega, sem ber bylgju- nafn, heldur þá bylgjuhreyf- ingu, sem einkennir fram- burðinn. Þessi framburður hefur stundum verið nefndur flugfreyju-framburðurinn. Þá talar útvarpsmaður eitthvað á þessa leiö: „í dag ætlum við að heimsækja Jón Jónsson, sem um margra ára skeið hefur fengist við þá sérkenni- legu iðju að temja kóngul- ær.“ — Ýkt en I áttina. Annar flokkur: Sundur- klippti framburöurinn: í dag ætlum/ við/ að heimsækja/ eiginkonu Jóns/ Jónssonar, sem/ hefur staðið/ á haus í húsverkum/ í/ þrjá/ áratugi á meðan maður/ hennar temur/ kóngulær." Sjálfum hætti „Mér finnst t.d. áberandi, hve orðaforði er takmarkaður hjá hópi útvarpsmanna. Þeim virð- ist nægja að kunna eitt orð um eitt tiitekið hugtak eða hlut. Þeir notfæra sér ekki, hagnýta sér ekki, færa sér ekki í nyt hinn stórkostlega sjóð íslenskrar tungu,“ segir Árni Gunnarsson m.a. í grein sinni. i

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.