Alþýðublaðið - 09.10.1987, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 09.10.1987, Qupperneq 6
6 Föstudagur 9. október 1987 SMÁFRÉTTIR Ávísun í afmælisgjöf Þriðjudaginn 29. septem- ber komu stjórnendur fyrir- tækjanna Pharmaco h.f. og Delta h.f. á Rannsóknarstöð Hjartaverndar og færðu stöö inni höfðinglega gjöf — tvö hundruð þúsund krónur — i tilefni tuttugu ára afmælis rannsóknarstöðvarinnar, en hún tók til starfa í október 1967. Myndin sýnir Werner Rasmus- son stjórnarformann fyrirtækj- anna afhenda Nikulási Sigfús- syni, yfirlækni Rannsóknar- stöövar Hjartaverndar gjöfina. Rök orkustofnun- ar léttvæg fundin? Það er mat BHMR að rökin fyrir uppsögnunum á Orku- stofnun séu léttvæg. Banda- lagið telur ennfremur að Orkustofnun hafi ekki gætt lögbundinnar tilkynninga- skyldu til stéttarfélaga og vinnumálaskrifstofu félags- málaráðuneytisins. í yfirlýs- ingu sem BHMR sendi frá sér í gær, kemur þó ekki fram að bandalagið telji uppsagn- irnar á Orkustofnun ólög- mætar af þessum sökum. í yfirlýsingunni frá BHMR er sérstaklega mótmælt þeim „einstæða atburði aö vinnuveitandi reki úr starfi stjórnarmann í heildarsam- tökum launþega". Ungbarnadauði í blaðaheiminum Ekki verða öll blöð langlíf. Garðbæingar eignuðust nýtt blað í haust, Garðafréttir, sem áttu að koma út hálfs- mánaðarlega. Þriðja tölublað er nýkomið út og á baksíðu þess lesum við að útgáfunni veröi að öllum líkindum hætt Ástæðan er sögð sú að aug- lýsingamagnið sé ekki nægj- anlegt. Verðlaunakjötið er glænýtt Fyrir skemmstu sögðum við frá lambakjötskynningu í Staðarskála í Hrútafirði. Mat- argestir skálans fá þessa daga getraunaseðla og í vinn- ing er lambakjöt frá Jóni bónda á Skarfhóli, þeim hin- um sama og nýlega fékk sér dæmt k.jöt sem hann lagði inn í fyrrahaust umfram kvóta. Það er hins vegar ekki umframkvótakjötið sem nú er haft til verðlauna, eins og við héldum fram, heldur glænýtt kjöt frá sama bónda. 13 og 14 á Miklubraut Frá og með mánudeginum 12. október aka strætisvagn- ar Reykjavik.ur á leiðum 13 og 14 um Miklubraut í öllum ferðum. Vagnarnir hafa um nokkurt skeið ekið Bústaðaveg/Lista- braut kvöld og helgar, en því verður nú hætt. Breiðholtsbúum er sérstak- lega bent á að kynna sér þjónustu þessara hraðleiða, sem aka milli Breiðholts- hverfa og Miðbæjar með við- komu á Miklubraut við Kringlu og viö Lönguhliö, Landspítala og Háskóla. Prestur vígöur til Sauðlauksdals Biskup vígir Jón ísleifsson cand. theol. til prestsþjón- ustu í Sauðlauksdalspresta- kalli við guðþjónustu i Dóm- kirkjunni kl. 11.00 á sunnu- dag. Söfnuðirnir í prestakall- inu hafa kallað hann til þjón- ustu þar næstu tvö árin. Þar hefur ekki þjónað sóknar- prestur síðan um áramótin 1963—64 er séra Grímur Grímsson hlaut lausn frá embætti til starfa í Reykjavík. Nágrannaprestar hafa annast aukaþjónustu síðan. Jón ísleifsson er 35 ára gamall, frá Vöglum í Suður- Þingeyjarsýslu. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Laugarvatni 1973 og guðfræðiprófi frá Háskóla íslands 1986. Hann mun verða búsettur á Birkimel á Barðaströnd. Póstdagurinn í dag Kjörorð dagsins er: Póstur- inn, fjarlægöir minnsti vand- inn. Alþjóðapóstsambandið var stofnað fyrir eitt hunarað og þrettán árum. Höfuðstöðvar þess eru í Bern í Sviss.í sam- bandinu eru 168 þjóóir. Alþjóðapóstsambandiö hefur lagt á það áherslu í starfi sínu að stuðla að góðum og aukn- um samskiptum milli þjóða. Á stofndegi Alþjóóapóst- sambandsins er iíka Dagur frímerkisins og gefur Póst- og simamálastofnunin út af því tilefni smáörk með einu frímerki. Söluverð hennar er 45 kr., en verðgildið 30 kr. Andvirði yfirverðsins, 15 kr. rennur í sérstakan Frímerkja- og póstsögusjóð. Myndefni smáarkarinnar er eftir Auguste Meyer og tekið úr ferðabók Paul Gaimards. Á Degi frímerkisins kemur líka út frímerki helgað tann- vernd og hefti með 12 frí- merkjum að verðgildi 13 krón- ur hvert. Heftið er nýjung í frímerkjaútgáfu stofnunarinn- ar. Skelltu hvorki skuld á hálku eða myrkur. Þaö ert peí sem situr viö stýriö. MÉUMFEROAR ZS&STL wrað PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar aö ráöa verkamenn viö lagningu jarösíma úti á landi. Nánari upplýsingar veröa veittar í síma 91-26000. Kvenfélag Alþýðuflokksins í Reykjavík heldur aöalfund mánudaginn 12. október n.k. kl. 20,30 á Hallveigarstöðum v/Túngötu 14, Rvk. Fundarefni: 1. Rætt um kvennastarf innan flokksins. 2. Venjuleg aðalfundarstörf 3. Önnur mál. Áríðandi að sem flestar konur mæti. Stjórnin. Viðtalstími borgarfulltrúa Bjami P. Magnússon borgarfulltrúi Alþýöuflokksins í Reykjavík hefur fastan viötalstíma alla virka daga f rá kl. 10—11 árdegis á skrifstof u flokksins á Hverfis- götu 8—10. Síminn er 29244. Framkvæmdastjóri Alþýöuflokksins. Frá skrifstofu Alþýðuflokksins Breytturopnunartími: Frá og meö 1. október verö- ur skrifstofan aö Hverfisgötu 8-10 opin alla virka daga frá kl. 10-12 og 14-17. Reikningar veröa afgreiddir á þriójudögum frá kl. 10-12. Framkvæmdastjóri Alþýðuffokksins. Flokksstjórn Alþýðuflokksins Fundur flokksstjórnar Alþýöuflokksins sbr. 43. gr. flokkslaga veröur haldinn laugardaginn 17. október n.k. kl. 10—14 á Hótel Loftleiðum. Dagskrá: 1. Stjórnmálin í þingbyrjun. Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráöherra. 2. Starfsemi þingflokksins. Eiöur Guðnason formaöur þingflokks. 3. Ráðherraspjall. Jón Baldvin Hannióalsson fjármálaráöherra, Jóhanna Siguröardóttir félagsmálaráöherra og Jón Sigurðsson viöskiþtaráóherra. 4. Málefni Alþýðublaðsins. Ingólfur Margeirsson ritstjóri og Valdimar Jóhannesson framkvæmdastjóri. 5. Almennar umræður og fyrirspurnir. Formaður Alþýðuflokksins.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.