Alþýðublaðið - 09.10.1987, Page 8
fimniiimiiii
Föstudagur 9. október 1987
Fjölmiðlar að mynda
meirihluta í Ólafsvík
„Fregnir sem borist
hafa um andlát mitt
eru stórlega ýktar.“
Var þaö ekki eitthvaö
á þessa leið sem
Mark Twain, rithöf-
undur og háðfugl,
komst aö orði þegar
hann bar til baka
flugufregnir um að
hann væri dauður.
Þegar talað er við
Ólafsvíkinga sjálfa,
eftir að hafa lesið,
hlustað og horft á
fréttir af viðburðum
þar síðustu daga,
koma þessi ummæli
Mark Twain upp í hug-
ann.
Frá því aó meirihlutinn í
Ólafsvík sprakk fyrir nokkrum
dögum hafa fregnir af at-
burðarásinni þar einna helst
bent til þess að mikil gúrku-
tíð standi yfir í fjölmiðla-
heiminum. Það var líka
greinilega að heyra á Ólafs-
víkingum sem rætt var við i
gær að þeim ofbauð hversu
mikið fjölmiðlar hafa lagt á
sig við að koma saman nýj-
um bæjarstjórnarmeirihluta.
Þetta er kannski ekki svo
skrýtiö þegar tekið er tillit til
þess að hin nýja og árásar-
gjarna fréttamennska sem
færst hefur i aukana hérlend-
is á síðari árum, hefur fram
að þessu einkum haldið sig á
Reykjavíkursvæðinu. Á lands-
byggðinni er enn gerður stór
greinarmunur á þvi sem
hægt er að segja á prenti og
því sem aðeins er sagt í
prívatsamtölum.
Ólafsvikingar eru sem sagt
sjálfir steinhissa á þeirri at-
hygli sem þeir hafa vakið og
þó ekki síður á öllum þeim
fjölmörgu bæjarstjórnarmeiri-
hlutum sem Reykvíkingar eru
búnir að mynda fyrir þá sið-
ustu dagana.
Sannleikurinn mun lika sá
að nýr bæjarstjórnarmeiri-
hluti er ekki í augsýn allra
næstu daga. Samkomulag
virðist um það í Ólafsvik að
bíða með myndun nýs meiri-
hluta fram yfir helgi aö
minnsta kosti og jafnvel gæti
það dregist lengur.
Ýmsir valkostir eru fyrir
hendi, enda eru það samtals
•'imm stjórnmálasamtök sem
skipta á milli sín sjö bæjar-
fulltrúum staðarins. Á hinn
bóginn er líka hægt að úti-
loka einhverja möguleika á
nýjum meirihluta. Þannig er
t.d. talið með öllu útilokað að
sættir takist með A-flokkun-
um og Kristjáni Pálssyni,
bæjarstjóra og fulltrúa Lýð-
ræðissinna. Ekki eru heldur
neinar líkur fyrir samstarfi
Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks,
en meirihluti þessara tveggja
flokka var myndaður eftir
bæjarstjórnarkosningarnar í
fyrra en sprakk áður en hann
tók til starfa.
Engar formlegar viðræður
hafa farið fram enn sem kom-
ið er og einu óformlegu við-
ræðurnar milli flokka munu
hafa falist í því að Kristján
bæjarstjóri lét fulltrúa Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknar-
flokks vita af því að hann
gæti hugsað sér að starfa
með þeim.
Af hálfu framsóknar- og
sjálfstæðismanna er þessi
möguleiki alls ekki útilokað-
ur, en þeir virðast engu síður
telja að til greina komi að
taka upp samstarf við Her-
bert Hjelm, fulltrúa Alþýðu-
bandalagsins.
Þriðji möguleikinn af þeim
sem helst gætu komið til
greina, er svo sá að gamli H-
listinn verði endurvakinn,
með samstarfi A-flokkanna
tveggja og Framsóknar-
flokksins. Þessir þrír flokkar
höfðu boðið fram sameigin-
legan H-lista í Ólafsvík, en
hættu því fyrir síðustu kosn-
ingar. Af gömlu H-listamönn-
unum er reyndar Stefán Jó-
hann Sigurðsson, framsókn-
armaður einn eftir f bæjar-
stjórn nú. Nýir menn skipuðu
lista Alþýðuflokksins og Al-
þýðubandalagsins fyrir síð-
ustu kosningar.
Sá einstaklingur sem
mestu ræður um samsetn-
ingu nýs meirihluta virðist
þannig vera Stefán Jóhann
og hann er einnig sá bæjar-
stjórnarmaður sem einna
tregastur hefur verið til að
gefa yfirlýsingar síðustu dag-
ana.
Það dregur kannski nokk-
uð úr líkum fyrir því að sjálf-
stæðismenn verði inni í
myndinni, að þeir hyggjast
setja fram kröfu um að árs-
gamlar yfirlýsingar um 38
milljóna gat í bæjarsjóði,
veröi dregnar til baka og vilja
fá afsökunarbeiðni frá þeim
aðila úr trátarandi meirihluta
sem nú kæmi til samstarfs
við þá.
Þessari kröfu gætu menn
átt erfitt með að kyngja og
e.t.v. kynni þetta að auka líkur
fyrir samstarfi Alþýðubanda-
lags, Alþýðuflokks og Fram-
sóknarflokks. Á þessu stigi
virðist þó afar erfitt að segja
fyrir um það hver ofantalinna
þriggja möguleika sé líkleg-
astur.
Það er athyglisvert að fyrr-
um samstarfsmönnum í
meirihlutanum ber alls ekki
saman í öllum atriðum hvað
varðar þau ágreiningsefni,
sem samstarfið strandaði á
að lokum. Kristján Pálsson,
bæjarstjóri hefur marglýst
því yfir í viðtölum að fram-
kvæmdahraðinn við frágang
félagsheimilisins hafi verið
það sem allt snerist um.
Samstarfsmenn hans segja
hins vegar nokkuð aðra sögu.
Herbert Hjelm hefur þannig
ásakað Kristján um að hafa
brotið samkomulag um að
ræða mál innan meirihlutans
áður en þau kæmu til af-
greiðslu í bæjarstjórn og
jafnvel stuðst við minnihluta-
flokkana á stundum.
Sveinn Þór Elínbergsson,
fulltrúi Alþýðuflokksins og
forseti bæjarstjórnarinnar
hefureinnig sagt í samtali
við Alþýðublaðið að félags-
heimilið hafi ekki verið
stærsta vandamál meirihlut-
ans.
Bæjarstjórnarmenn í Ólafs-
vík, sem Alþýðublaðið ræddi
við í gær, virtust á einu máli
um það að bæjarstjórninni
bæri að axla þá ábyrgð að
halda áfram störfum og af-
greiða nauðsynleg mál, þrátt
fyrir núverandi ástand og
hvort sem nýr meirihluti yrði
myndaður fyrr eða siðar.
Nú kraumar í pottinum, því
£
ro
?
c
sem ekki gengu út síðasta laugardag, leggjast
viðfyrsta vinning á laugardaginn kemur.
Spáðu í það!
-milljónir, á hverjum laugardegi. Upplýsingasími: 685111.
’wm