Alþýðublaðið - 15.10.1987, Page 1

Alþýðublaðið - 15.10.1987, Page 1
Umfangsmikil talning á kindakjötsbirgöum: Vantar 687 tonn af kjöti? Samkvæmt áætlun búvörusamnings áttu kindakjötsbirgðir 1. september að vera 2387 tonn en reyndust við talningu vera 1700 tonn. — Skýringar liggja ekki á lausu. Kindakjötsbirgðir í lanainu reyndust 1700 tonn i lok verð- lagsárs, 31. ágúst, sam- kvæmt umfangsmikilli birgðatalningu sem lokið er. Samkvæmt búvörusamningn- um áttu birgðir 1. september að vera 2387 tonn og vantar því 687 tonn miðað við áætl- un búvörusamnings. Sam- kvæmt heimildum Alþýðu- Diaosins stemma birgðatölur heldur ekki við þær tölur sem bönkunum eru gefnar mánaðarlega um birgðastöð- una. Þrir bankar sem við- skipti eiga í landbúnaði fram- kvæmdu talninguna að beiðni framkvæmdanefndar búvörusamnings. Stefán Pálsson bankastjóri Búnaöarbankans staöfesti i samtali viö Alþýðublaðið í gær að birgðirnar hefðu reynst 1700 tonn við talning- una. Auk Búnaðarbankans stóðu Landsbankinn og Sam- vinnubankinn að talningunni, og samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins vill Landsbank- inn leita nánari skýringa, áður en fullyrt verður um birgðastöðuna. Þeir aðilar sem Alþýðublaðið leitaði skýringa hjá í gær áttu fá svör á reið- um höndum um niðurstöðu birgðatalningarinnar. Töldu þeir t.d. rýrnun engan veginn svara „vöntuninni”, þar sem einungis 1% rýrnun þætti innan marka þess eðlilega. Kindakjöt er geymt á mjög mörgum stöðum og margir sláturleyfishafar sem hafa með höndum birgðahald. Þannig telja menn hugsan- legt að eitthvert kjöt eigi eftir að finnast þó að útilokað sé að öll 687 tonnin finnist. Eins kann aö vera að eitthvað magn hafi fariö til vinnslu, en gagnvart bönkunum á það ekki að geta gerst því þeir eiga að fá nákvæmar birgða- og söluskýrslur. Söluskattur og matur: Nýjar reglur Mötuneyti heimavista- skóla, matargerö á sjúkrahús- um fyrir sjúklinga og í fang- elsum vegna fanga svo og fæðissala til áhafna um borö i skipum er ekki skattskyld samkvæmt nýjum reglum um söluskatt. Von er á nánari reglum um söluskattsuppgjör mötuneyta frá fjármálaráðu- neytinu á næstunni. I fréttatilkynningu frá fjár- málaráðuneytinu segir m.a.: „í fréttum að undanförnu hafa ýmsir mótmælt þeirri ákvörðun fjármálaráðherra um að mötuneyti skuli frá og með 1. október s.l. greiða söluskatt af matsölu sinni með sama hætti og veitinga- hús. í þessum efnum hefur einkum orðið vart við mis- skilning sem annars vegar lýtur að skattskyldu mötu- neyta heimavistarskóla og hins vegar að sþurningunni um tvísköttun þeirra matvæla sem mötuneyti selja. Vegna þessa vill ráðuneyt- ið taka fram að mötuneyti heimavistarskóla, matargerð á sjúkrahúsum fyrir sjúklinga og í fangelsum vegna fanga svo og fæðissala til áhafna um borð í skiþum er ekki skattskyld samkvæmt hinum nýju reglum. Að mati skatt- yfirvalda jafngildir umrædd matargerð matseld í heima- húsum. Að því er varðar spurning- una um tvísköttun skal tekið fram að mötuneytum, sem kaupa hráefni til matargerðar með söluskatti eða sérstök- um söluskatti er að sjálf- sögðu heimilt samkæmt al- mennum reglum söluskatts- laga að draga umrædd inn- kaup frá skattskyldri veltu áður en söluskattur er reikn- aður. Þvi er ekki um tvískött- un að ræða í þessu sam- bandi.“ Tillaga í borgarstjórn: Dagvistun byggð upp Fyrir fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í kvöld liggur til- laga um að dagheimilisvandi i borginni verði leystur á þremur árum með sameigin- legu átaki borgarinnar, ríkis- ins og atvinnurekenda. Áætl- aður heildarkostnaöur við þetta verkefni er um 750 mill- jónir eða svipuö upphæð og nú er áformað að verja til að byggja ráðhús fyrir borgina. Það eru fulltrúar minnihlut- ans í borgarstjórn sem sam- einast um að flytja þessa til- lögu. Samkvæmt henni yrði á næstu þremur árum komið upp 42 nýjum dagheimilis- deildum og 30 nýjum leik- skóladeildum i borginni. Lýsisframleiösla. Nú stendur til að reisa lyfjaverksmiðju til að framleiða lýsisþykkni. Verksmiðja á sviði hátækniiðnaðar: Danskt fyrirtæki vill 50% Fyrirtækið Lýsi og danska fyrirtækið NOVO vilja samstarf um verksmiðjurekstur, á jafnréttisgrundvelli. — Iðnaðar- lögin heimila aðeins 49% eignaraðild erlendra fyrirtækja. Samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins er danska lyfja- fyrirtækið NOVO, sem er eitt virtasta fyrirtæki í heiminum á sviði lyfjaframleiðsiu, reiðu- búið að fara í samstarf við fyrirtækið Lýsi h.f. um rekst- ur verksmiðju hér á landi sem framleiddi lysisþykkni með nýjum aðferðum. NOVO vill eiga 50% aðild að rekstr- inum, en hingað til hefur fyr- irtækið sett skilyrði um meirihlutaeign í verksmiðjum utan Danmerkur. Samkvæmt iðnaðarlögum mega erlend fyrirtæki ekki eiga meira en 49% í fyrir- tækjum hér á landi, en fram til ársins 1979 var einnig ákvæði i lögunum sem veitti iðnaðarráðherra heimild til að veita undanþágu og var orða- lagiö „enda standi sérstak- lega á“. Samkvæmt heimild- um Alþýðublaðsins er í undir- búningi stjórnarfrumvarp um breytingu á lögunum, þar sem slíkt ákvæði væri aftur tekið inn í lögin. í stjórnkerfinu hefur nokk- uð vafist fyrir mönnum hvort túlkaeigi framleiðslu lýsis- þykknis undir iðnað eða sjáv- arútveg, en sjávarútvegsráð- herra hefur heimild til að veita undanþágur samskonar og ráðherra iðnaðarmála hafði áður. Samkvæmt heim- ildum blaðsins verður hins vegar ofan á að breyta iðnað- arlögunum, enda þykir eðli- legt að samræmi sé milli ráðuneyta varðandi slíkar undanþágur. Verksmiðjan sem fyrirhug- að er að reisa yrði nokkuð stór á íslenskan mælikvarða og skapar að likindum fjölda starfa fyrir efnafræðinga og annað sérmenntað fólk. Sam- kvæmt heimildum blaðsins er gert ráð fyrir að framleiða omega lýsisþykkni, og yrði nýjum aðferðum beitt við framleiðsluna.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.