Alþýðublaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 2
2
Fimmtudagur 15. október 1987
MMIUMMÐ
Slmi: 681866
Útgefandi: Blað hf.
Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Jón Danielsson.
Blaöamenn: Ingibjörg Árnadóttir og Kristján Þorvaldsson.
Umsjónarmaöur
helgarblaös: Þorlákur Helgason.
Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson.
Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir, Eva Guðmundsdóttir,
Þórdís Þórisdóttir, Ólöf Heiöur Þorsteinsdóttir
og Guðlaugur Tryggvi Karlsson.
Setning og umbrot:
Prentun:
Filmur og prent, Ármúla 38.
Blaðaprent hf., Síðumúla 12.
Áskriftarsíminn er 681866.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi. I lausasölu 50 kr. eintakió virka daga,
60 kr. um helgar.
Jóhanna
og húsnæöis-
málin
Alþýöublaðið sagði í gær frá stórfelldri hækkun á ráð-
stöfunarfé byggingarsjóðanna og ríkisframlagi til hús-
næðismála. Hækkunin nemur alls um 3260 milljónum
króna. Þá hækka ennfremur framlög til málefna fatlaðra
og til Jafnréttisráðs. Heildarráöstöfunarfé Byggingar-
sjóðs ríkisins og Byggingarsjóös verkamanna hækka um
2811 milljónir króna sem er 50% hækkun á ráðstöfunarfé
byggingarsjóðanna milli ára til útlána vegna húsnæðis-
kaupa. Heildarframlag ríkisins til húsnæðismála hækkar
úr 1300 milljónum kr. í 1750 milljónir kr. á næsta ári. Það
er 17% raungildishækkun.
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur ekki
aðeins siglt stórfelldri framlagsaukningu til húsnæðis-
mála í höfn, heldur séð til þess að málefni fatlaðra hafa
verið tekið fastari tökum. Þannig hækka framiög til fatl-
aðra og framkvæmdasjóðs fatlaðra um 300 milljónir sem
er 47% hækkun, og fær sjóðurinn 939 milljón kr. á næsta
ári. Þá hækka framlög til rekstrar á sambýlum fatlaðra um
91%. Jafnréttisráð fær hækkuð framlög um 87% og birt-
ist það einkum I auknum stöðugildum. Jóhanna Sigurðar-
dóttir hefur heldur ekki gleymt þeim sem eru staddir í
greiðsluerfiðleikum vegna húsnæðiskaupa. Þannig er
varið 300 milljónum kr. af ráðstöfunarfé Byggingarsjóðs
ríkisins til fólks í greiðsluerfiðleikum. Þaraf fara 150 mill-
jónir kr. strax á þessu ári til þessa hóps en 150 milljónir kr.
á næsta ári.
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur sýnt
og sannað eindreginn vilja sinn að standa vörð um hag
húsbyggjenda. Aukin framlög ríkisins og aukið ráðstöf-
unarfé byggingasjóðanna til húsnæðismála er óyggjandi
sönnun þess að Jóhanna hefur sannað styrk sinn sem
ráðherra. Stóraukin framlög til húsnæðismála, málefna
fatlaðra og Jafnréttisráðs eru ennfremur sterk teikn þess
að Alþýðuflokkurinn á aðild að ríkisstjórninni. Upþbygg-
ing félagslega húsnæðiskerfisins, styrking og aukin
framlög til málefnafatlaðraog baráttafyrirauknu jafnrétti
í landinu; allt eru þetta málefni Alþýðuflokksins og sem
jafnaðarmenn hafa barist fyrir. Spor Alþýðuflokksins eru
skýr í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Hið þróttmikla fjár-
lagafrumvarp Jóns Baldvins Hannibalssonar fjármálaráð-
herrasem spyrnirvið þenslu, gengisfellingu og viðskiþta-
halla er dæmi um skynsama, hófsama og réttláta pólitík
jafnaðarmanna. Að fjármálaráðherra skilaði hallalausum
fjárlögum undirstrikar ennfremur hæfni Alþýðuflokksins
til stjórnar á ríkisfjármálum. Hin mikla aukning framlaga
til félagslegra mála sem birtist einna skýrast í húsnæðis-
málum en ennfremur i auknum framlögum til mennta-
mála, barnafjölskyldna og okkar minnstu bræðra, er enn-
fremur haldföst staðfesting á því að Alþýðuflokkurinn
situr ( þessari ríkisstjórn.
ÖNNUR SJÓNARMIÐ
RAGNAR Arnalds, leik-
skáld og fyrrum fjármálaráð-
herra og menntamálaráð-
herra, lýsir athyglisverðum
skoðunum á fjárlagafrum-
varpinu í viðtali við Þjóðvilj-
ann í gær, miðvikudag. Þar
skrifar skáldið eins konar
leikrit með svörum sínum,
gerir núverandi fjármálaráð-
herra að aðalskúrknum og
skapar dramatíska spennu
með því að búa til írafár í
kringum framlagningu á
frumvarpinu sjálfu. Ragnar
Arnalds, minnugur hinna
stóru sigra sinna í fjármála-
ráðuneytinu, segir: „Þaö er
mikil óvissa ríkjandi um
gengi, kjaramál, stefnuna í
vaxtamálum o.s.frv. Ég get
því ekki séð að fjárlagafrum-
varpið sé sá burðarás efna-
hagsstefnunnar sem gefið er
i skyn.“ Skáldið getur þó ekki
neitað því að mynduglega sé
veitt i menningarlífið: „Þegar
litið er á framlög til menning-
armála eru þau viðunandi á
mörgum sviðum, það skal
fúslega viðurkennt." En sið-
an fylgir auðvitað neikvæð
upptalning úr munni fyrrum
menntamálaráðherra. Það at-
hyglisverðasta við þetta leik-
rit skáldsins á síöum Þjóð-
viljans, er hvernig honum
tekst að ná dramatískum há-
punkti í lok fjórða þáttar, að-
ferð sem Ibsen notaði mikið
fimmþáttungum sínum. Þar
lýsir hann matarskattinum á
eftirfarandi hátt: „Að öðru
leyti sýnist manni að megin-
einkenni fjárlagafrumvarps-
ins sé stórhækkun á neyslu-
sköttum. Söluskattsbreyting-
arnar gefa rikissjóði tvo millj-
arða í viðbótartekjur og þar
vega matarskattarnir lang-
samlegast þyngst." Hvað á
skáldið við? Vissulega er
söluskatturinn langmesta
tekjulind ríkissjóðs eða
41.8% af tekjum rikissjóðs.
Áætlaðar aukatekjur af nýj-
um söluskatti skila hins veg-
ar ekki nema 600 milljónum
kr. Þar af skilar matarskattur-
inn hverfandi litlum hluta. En
skáld hafa auðvitað sitt frelsi
til sköpunar. Það má hins
vegar segja að það hafi
fréttamenn ekki. Blaðamaður
Þjóðviljans sem tók viðtalið
slær hins vegar upp fyrir-
sögninni með ivitnun í leik-
skáldið á forsiðu Þjóðviljans: -
„Matarskatturinn vegur
þyngst í tekjuaukningunni." -
Maður gefst bara upp og
leggur frá sér Þjóðviljann.
GUNNAR Þorsteinsson
forstöðumaður trúfélagsins
Krossins hefur veriö dugleg-
ur að koma á framfæri skoð-
unum sínum á trúmálum.
Gunnar hefur alls ekki verið á
eitt sáttur við skoðanir ann-
arra manna á hinum helgu
málum eins og berlega hefur
komið fram í afdráttarlausri
frávfsun hans á samkyn-
hneigðu fólki. Hin skörpu
augu prédikarans í Kópavogi
hafa nú staðnæmst á sjálfu
pressumusterinu við Austur-
stræti, en þar hafa skoðanir
Gunnars Þorsteinssonar ætlð
fengið inni og birst lesend-
um Morgunblaösins. Gunnar
er sem sagt ekki par ánægð-
ur meö fréttaflutning Morg-
unblaðsins af kirkjunni. Gef-
um Gunnari orðið:
„í umfjöllun Morgunblaðs-
ins er talað um kirkjuna eins
og félag eða klúbb sem
menn geta gengið í og sagt
sig úr. Um slikt er ekki að
ræða. Á hvítasunnudag, er
kirkjan varð til, segir að
menn og konur geti „bæst
við“ í kirkju krists. Menn og
konur geta „bæst við“ kirkju
Krists, en ekki gengið i hana.
Kirkjan er ekki stofnun
manna eða fyrirbrigði sem
hægt er að byggja utan um,
heldur er hún likami Krists
hér á jörðinni. Hér er ekki
spurning um inngöngu, held-
ur að vera eða vera ekki.“
Og siðan vindur Gunnar
sér í skírnina. Og nú skrifar
hann:
„Hér erum við komin að
deilunni miklu. Skírnin hefur
verið ágreiningsmál hinna
trúuðu um aldir. Morgunblað-
ið leysir þessa deilu ekki
með þvi að láta þjóðkirkju-
presta vitna, það mundi aftur
á móti flýta fyrir lausn ef rit-
stjórnin gengi inn í bæn og
föstu vegna þessa máls.“
Alþýðublaðinu finnst þessi
sjónarmið Gunnars vera
hreint afbragð, og gæfi mikið
fyrir að mega senda Ijós-
myndara sinn upp í Morgun-
blaðshöll ef ritstjórnin skyldi
leggjast á bæn. Og ekki síst
ef Styrmir og Matthías þjón-
uðu fyrir altari.
HELGI Seljan sem nú er
farinn að titla sig fyrrverandi
alþingismann, seturfram
nokkur sjónarmið í Dagblað-
inu/Vísi í gær. Þar lýsir hann
því yfir að lagstúfur Stuð-
manna „Staldraðu við“ hafi
fengið hann til að hugsa. Og
Helgi skrifar:
„Það er ekki oft sem lag-
lína eða textabrot gripur
mann og heldur huga föngn-
um. Afspyrnuilla samdir
textar aö yfirgnæfandi hluta
sjá til þess og ekki síður
ærandi síbyljan, sama takt-
lausa barsmíðin, þar sem
hávaðinn einn ræður ríkjum.
Máski er ég orðinn ónæmur
af aldursástæðum, kominn úr
tengslum við þann tíðaranda
sem setur ærandann æðst;
ómlaust- og hljómlaust skal
hamrað í hávaðasamfellu
öskursins.
Um þetta einkenni sam-
tímans hefur margt verið
greindarlega skrifað að und-
anförnu. Þetta er þáttur sölu-
mennsku samtíðarinnar, liður
í því að láta fólk gleyma,
hætta að hugsa, sætta sig
við allt eins og þaö er. Nóg
um það.
En örstutt stef við lúmskt
grípandi lag varð til þess að
ég staldraði við agnarögn.
Og orðið var það: staldraðu.
Orð í tíma talað og skal ekki
frekar um textann fjallaö en
orðið eitt, svo óralangt frá
virkileika hraðfleygrar stund-
ar með ys sinn og gaura-
gang, vakti og ýtti við sljóum
vanans þankagangi, bundn-
um búksorgum og fjarska
mikiu magni af fánýti.“
Svo mörg voru þau orð. í
greininni nefnir Helgi Seljan
siðan mörg mál sem hann
staldrarviö. Við getum hins
vegarekki varist þeirri hugs-
un aö Helgi Seljan hafi
staldrað við Alþýðubandalag-
ið I huga sinum, þótt hann
skrifi það ekki.
Ragnar Arnalds skáld hefur
skrifaö leikrit í Þjóöviljann i sam-
talsformi.
Gunnar Þorsteinsson Krossfari
vill að ritstjórn Morgunblaösins
leggist á bæn.
Helgi Seljan hefur hins vegar
staldrað við eftir að hann varð
fyrrverandi alþingismaður.