Alþýðublaðið - 15.10.1987, Side 4

Alþýðublaðið - 15.10.1987, Side 4
4 Fimmtudagur 15. október 1987 SMÁFRÉTTIR Hún var ekki úti á flandri... Vestfirska Fréttablaðiö birtir á baksíðu blaðsins fréttadálk sem þeir kalla „Vestfirska fréttablaðið hefur heyrt“. Þar má oft kenna ým- issa grasa og síðastliðinn fimmtudag hafði Vestfirska Fréttablaðið heyrt að landa- fræðikunnátta Isfirskra fram- haldsskólanema væri heldur bágborin. Ef ástandið er svip- að í fleiri skólum á landinu mega skólayfirvöld fara að taka í taumana. En fréttin var á þann hátt að kennari einn í Menntaskólanum á ísafirði hafði ávitað eina stúlkuna fyrir að hafa slegið slöku við námiðog einnig fyrirað mæta of seint er skólastarfiö byrj- aði. Stúlkan gaf þau svör að hún hefði veriö í útlöndum með foreldrum sínum og hefði því miðurekki komið fyrrtil landsins. Kennarinn var að vonum ekki mjög ánægður með þennan nem- anda sinn og varð að orði að henni heföi verið nær að vera heima og læra heldur en að vera úti á flandri. í því gall við i öðrum nemanda.,Já, en hún var ekki úti á flandri, hún var úti á Spáni.“ STÍL tveggja ára í tilefni tveggja ára afmæl- is STÍL — Samtaka tungu- málakennara á íslandi — munu samtökin gangast fyrir málþingi laugardaginn 17. október n.k. ( Risinu, Hverfis- götu 105. Dagskráin hefst kl. 10 og lýkur með afmælishófi milli kl. 17 og 19. Málþingið ber yfirskriftina „Tungumálakennsla á íslandi — hvert stefnum við?“ og verða þar flutt framsöguer- indi um hina ýmsu þætti tungumálakennslu. Á eftir verða frjálsar umræöur. Tungumálakennarar eru eindregið hvattirtil að mæta og deila reynslu sinni og skoðunum. Bókin um Macintosh Mál og menning hefur gef- ið út Bókina um Macintosh eftir Jörgen Pind. Macintosh-tölvan þykirein aðgengilegasta einkatölvan sem komið hefur á markað og hún er þegar orðin mjög algeng á íslandi. I Bókinni um Macintosh er búnaði tölv- Nýjasta bók Jörgens Pind: Bókin um Macintosh. unnar lýst rækilega og les- endum smátt og smátt kennt að nýta sér alla eiginleika hennar. Það er farið i gegn- um öll stig ritvinnslunnar og fjallað um notkun teiknifor- rita. í lok bókarinnar er svo sérstakur kafli fyrir þá lengra komnu og bókarauki með svörum við verkefnum og at- riðisorðaskrá. Höfundurinn, Jörgen Pind, er deildarstjóri tölvudeildar Orðabókar Háskólans. Hann sendi í fyrra frá sér Bókina um MS-DOS sem vakti at- hygli fyrir skýra og skemmti- lega framsetningu. Hún er nú væntanleg í fjórðu prentun og fæst auk þess í skólaút- gáfu. Bókin um Macintosh er 205 bls. að stærð, prentuð í Prentsmiðju Árna Valdemars- sonar hf. Brian Pilkington myndskreytti bókina og teiknaði kápu. Stórfelld söluaukning lceland Seafood Limited í Hull í Bretlandi, sölufyrirtæki Sjávarafurðadeildar Sam- bandsins fyrir V-Evrópu, seldi fyrir rösklega 5,5 milljón sterlingspunda í september- mánuöi eöa sem nemur um 350 milljónum króna. Þetta er mesta sala í einum mánuði frá þvi fyrirtækið var stofn- sett árið 1981. í magni nam salan 2437 tonnum. Um er að ræða 21 — 22% söluaukningu frá því í sama mánuði í fyrra. Fyrstu níu mánuði ársins nam sala fyrirtæisins 32,1 milljón ster- lingspunda, á móti 27,4 mill- jónum i tyrra, sem er liðlega 17% aukning. Magnaukning- in er um 4%, eða úr 15.600 tonnum fyrstu niu mánuði síðasta árs í 16.300 tonn á þessu ári. Nú stefnir í 40 milljón sterlingspunda sölu á þessu ári eða um 2,5 mill- jarða króna, en heildarsala lceland Seafood Ltd. i fyrra nam 34 milljónum punda. Að sögn Sigurðar A. Sig- urðssonar, framkvæmda- stjóra lceland Seafood Ltd„ óttuðust menn að aðstæður l heima fyrir leiddu til of mik- ils framboðs á frystum þorsk- flökum á Evrópumarkað, en markaðsuppbygging fyrirtæk- isins hefur komið í veg fyrir það og nú eru birgðir af þorskflökum í lágmarki. Þó hefur mikið framboð m.a. leitt til þess að verð á fryst- um þorskflökum á Bretlands- markaði hefur lækkað um 5% á þessu ári, en í fyrra varð á hinn bóginn 30% hækkun. Þess má geta að sala lce- land Seafood Ltd. nam 3,5 milljónum sterlingspunda fyrsta starfsár þess 1981 og hefur því meira en tífaldast. Árssalan fyrsta árið nemur nú u.þ.b. þriggja vikna sölu fyrirtækisins. Starfsmenn fyr- irtækisins eru 8, þar af einn með aðsetur í Þýskalandi. Athyglisverð sýning að Kjarvalsstöðum „Gullsmiðir að Kjarvals- stöðum" er yfirskrift sýningar sem opnar laugardaginn 17. október. Það eru þrjátíu og sex gullsmiðir sem standa að henni og mun hún gefa inn- sýn í hugarheim gullsmiða hér á landi, ef svo má að orði komast. Verk þau sem verða á sýn- ingunni eru mörg hver ekki til sölu dags daglega í verslun- um og á vinnustofum og er því eflaust margt nýstárlegt sem sýningargestum mun þykja forvitnilegt. Verkin eru unnin í hina ólíklegustu málma, svo sem gull, silfur, eir, messing og járn. Auk þess eru hinir ýmsu eðal- steinar notaðir til skreytingar. Sýning þessi er mjög fjöl- breytt og gefur gott yfirlit yfir hvað íslenskir gullsmiðir eru að fást við. Opnunartími „Gullsmiða að Kjarvalsstöð- um“ er frá 14.-22. og mun standatil 1. nóvember. Starfsstyrkur Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, hefur ákveðið að veita höf- undum eða starfshópum starfsstyrk til að semja rit um þjóöfélagsmál eða Ijúka við slíkt verk. Umsóknarfrest- ur um styrkinn er til 1. nóv- ember n.k. Þetta er I fyrsta sinn sem félagið gefur höfundum kost á að sækja um styrk sem þennan en tilgangurinn er, að fá höfunda til þess að semja rit um þjóðfélagsmál og auðga þannig íslenska þjóð- félagsumræðu. Bókin ereinn besti miðill- inn til að gera viðfangsefni rækilega skil og Hagþenkir vill leggja sitt af mörkum til þess að gefnar séu út bækur um mikilvæg málefni sem hingað til hafa verið vanrækt í islenskri bókaútgáfu. Hitt og þetta í Gallerí Borg Austurstræti stendur nú yfir samsýning nokkurra listamanna undir samheitinu Hitt og þetta. Listamennirnir eru: Hringur Jóhannesson, Tryggvi Ólafs- son, Baltazar, Ágúst Peter- sen, Elías B. Halldórsson, Kjartan Guðjónsson, Daði Guðbjartsson, Jón Þór Gísla- son, Temma Bell og Karólina Lárusdóttir. Einnig eru á sýn- ingunni nokkrir skúlptúrar eftir Þórdísi Á. Sigurðardótt- ur. Verkin eru öll til sölu og mun sýningin standa út þessa viku. Listir og menning Ragnheiöur Jónsdóttir skrifar 1. West Side Sto'ry 30 ára: SIGILD SAGA ÚR VESTURBÆNUM í síðastliðnum mánuði, nánar tiltek- ið þann 27. september voru nákvæm- lega 30 ár liðin frá því að söngleikur- inn West Side Story (Saga Vesturbæj- ar) var frumsýndur á sviði í Winter Garden í New York. Höfundur og leik- stjóri var Jerome Robbins meðan Leonard Bernstein átti allan heiður af söngvum og tónsmíðum. Sýningin var sérstök að því leyti að leikaraval leik- stjórans samanstóð af hópi ungra, óþekktra og reynslulítilla ungmenna. Aðalhlutverkin voru í höndum Carole Lawrence (Maria), Larry Kert (Tony), og Chitu Rivera (Anita). Söguþráðurinn Söguþráðurinn er harmþrungin ást- arsaga pilts og stúlku af ólíkum upp- runa. Sagan er einskonar „Rómeó og Júlía“, Manhattan. Sögusviðiö er vest- urhluti New York borgar. Tveir götu- flokkar berjast um yfirráðin. Þar eru annars vegar The Jets (Þotuliðið), hópur hvítra Ameríkana og hins vegar The Sharks (Hákarlarnir) sem er hópur litaðra innflytjenda frá Puerto Rico. Riff, foringi þotuliðsins heitir því að reka alla hákarla úr hverfinu og skorar Bernardo, foringja hákarlanna á hólm á sameiginlegum dansleik flokkanna. Staður og stund er ákveðin og á bar- daginn að fara fram daginn eftir. Á dansleiknum er einnig María, systir Bernados, sem trúlofuð er Chino, besta vini Bernados. Tony, kunningi Riffs, sem þá er nýorðinn félagi í Þotuliðinu, og María verða ástfangin á dansleiknum og Tony lofar Maríu að reyna að koma I veg fyrir bardagann. Bardaginn fer þó fram og úr skoröum og lýkur þannig að báðir foringjar flokkanna liggja I valnum. Tony sem hafði mætt á staðinn í þeim tilgangi einum að stilla til friðar, gerist bróður- bani Marlu I bræði sinni eftir að Bern- ardo stingur Riff til dauða. María sem elskar Tony meir en allt í heiminum heitir honum tryggð að eilífu. Eftir að hafa sannfært systur sína, Anitu, að dauði bróður hennar breyti engu þar um ákveður Aníta að fara i höfuð- stöðvar Þotuliösins til að vara Tony við hefnd Chinos. Þegar hún kemur þangað er hún spottuð vegna litar- háttar síns þannig að hún I reiði sinni færir Þotuliðinu rangar fréttir, nefni- lega að Chino hafi í blóðþorsta og hefndaræði drepið Marlu. Niðurbrotinn maður af sorg æðir Tony um götur hverfisins, þar til hann að lokum, sér til mikillar undrunar hittir Maríu fyrir sprelllifandi. Þau ráð- gera flótta. Endurfundir þeirra fá þó skjótan endi þar sem Chino liggur í launsátri og skýtur Tony. Úr öllum átt- um streyma nú unglingar sem óháð kynþætti sameinast Marlu í sorg hennar. Lýkur þar með hinum drama- tíska leik. Söngleikurinn sló I gegn svo að um munaði og fóru sýningarfram fyrir troðfullu húsi I marga mánuði. Nær ógerlegt var að fá miða þar sem upp- selt var langt fram I tlmann. Nú hafa leikhús víðsvegar um heim tekið Sögu Vesturbæjar til sýningar og var söng- leikurinn m.a. kvikmyndaður með Natalie Wood og Ritu Moreno I aðal- hlutverkum. Söngvar Leonards Bern- stein urðu fádæma vinsælir og heyr- ast þeir enn öðru hvoru I dag. Sem dæmi má nefna að Sinfónluhljómsveit íslands hefur lagið „I feel pretty“ úr söngleiknum á hljómleikadagskrá sinni I ferð sinni um Noröurland. Önn- ur lög sem vinsæl urðu, og eru það kannski enn meðal margra, eru lög eins og „Cool“, „I like to be in America" og „Somewhere". Eru þá að- eins fá dæmi nefnd. Verkiö I heild er fyrir löngu orðið slgilt I leikhússög- unni. '

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.