Alþýðublaðið - 15.10.1987, Side 5
Fimmtudagur 15. október 1987
5
Vigdis forseti heilsar Cossiga forseta ítaliu í Quirinale höllinni i Róm. Handan viö
Cossiga forseta er Andreotti utanríkisráðherra og yst til haegri sendiherra ítala á ís-
landi Scaglia. Lengst til vinstri á myndinni er siðameistari italska utanríkisráðuneytis-
ins Francesco Guariglia, sem hafði veg og vanda af hinni glæsilegu heimsókn.
Vigdis kemur í fylgd Francesco Guariglia siðameistara inn i Sala d’Ercole, þar sem hún
tok á móti sendiherrum erlendra ríkja í Róm. Takið eftir vegateppunum. sem skrevttu
allan salinn. 1
Opinber heimsókn Vigdísar forseta til Ítalíu
GLÆSILEG FERÐ
Sikileyingarnir heilluðust af Vigdísi. Vildu norræna drottn-
ingu aftur á eyjuna.
Forseti íslands, Vigdís
Finnbogadóttir fór ( opinbera
heimsókn til Ítalíu í fyrri viku
í boði Cossiga forseta Italíu.
Vigdís forseti átti viðræöur
við Cossiga forseta, Goria
forsætisráðherra og Andre-
otti utanríkisráðherra. Eftir
tveggja daga opinbera heim-
sókn til Rómar var Vigdís
forseti tvo daga á Sikiiey í
boði stjórnarinnar, Atti hún
viðræður við landstjórann í
Sikiley, auk borgarstjórans I
Palermo. Hún skoðaði þing-
höllina í Palermo og ráðhúsið
auk þess sem hún fór í þyrlu-
ferð um eyjuna m.a. umhverf-
is eldfjallið Etnu. Þá skoðaði
hún tvö grísk útileikhús á eyj-
unni, steinhellana frægu í
Sirakúsu, sem voru eitt af sjö
furðuverkum veraldar, þ.e.
eyra Dionisosar. Hún kom á
búgarð hjá borginni Kataníu
og vakti svo mikla hrifningu
eyjaskeggja, að þeir höfðu að
orði að hún ætti að vera
drottning Sikileyjar, enda
réðu norrænir menn Sikiley
hundruð ára og þinghúsið í
Palermo heitir einmitt
Palazzo dei Normani — höll
Normanna. í föruneyti Vigdís-
ar forseta var m.a. Steingrím-
ur Hermannsson, utanríkis-
ráðherra, sem átti viðræður
við Andreotti utanríkisráð-
herra um öryggismál Evrópu
með tilliti til þeirra afvopnun-
artillagna, sem nú eru rædd-
ar milli stórveldanna auk
þess sem þeir ræddu við-
skipti landanna og afstöðu
Efnahagsbandalagsins til
þeirra.
G.T.K.
Höfuðbúnaður heiðursvarðanna i Quirinale höllinni þótti með afburð-
um glæsilegur. Ef til vill er hér kominn úlfynjan sem fóstraði Rómul-
us og Remús, sem stofnuðu Rómarborg 753 f.kr. Ljósmyndir: Guð-
laugur Tryggvi Karlsson.
Frá veislu landsstjórans á Sikiley í Villa Igiea til heiðurs forseta íslands.
I ráðhúsi Palermo, Palazzo delle Aquila, stóð yfir gifting i kapellunni þegar Vigdísi
forseta bar að. Hér heilsar hún ættingjum brúðhjónanna.
Fulltrúi Vatikansins heilsar forsetanum. Til hægri er Steingrímur Hermannsson, utan-
ríkisráðherra og Hörður Helgason sendiherra.
Spjallað saman i griska leikhúsinu i Taormina, þar sem Halldór Laxness samdi
Vefarann mikla frá Kasmír. Frá vinstri: Vigdís forseti, leiðsögumaður, Steingrímur
Hermannsson og kona hans Edda Guðmundsdóttir. Aftan við Vigdisi er Kornelíus Sig-
mundsson, forsetaritari og standandi er Scaglia sendiherra ítala.