Alþýðublaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 4
4
Þriðjudagur 20. október 1987
SMÁFRÉTTIR
Sykur og brauð
Bókaútgáfan Punktar sendi
nýverið frá sér nýja bók eftir
Pétur Gunnarsson, Sykur og
brauð. Um er að ræða sýnis-
horn þátta, greina, pistla, er-
indi og hugvekja frá síðustu
15 árum. Sumt er óbirt, ann-
að flutt á mannamótum eða
öldum Ijósvakans og svo loks
efni úr blöðum og tímaritum.
Sykur og brauð er 167 bls.
að lengd og fæst bæði í
bandi og kilju.
ísland greiðir
frystingar-
tillögunni atkvæði
Samtök íslenskra eðlis-
fræðinga gegn kjarnorkuvá
fagna yfirlýsingu Steingríms
Hermannssonar, utanríkisráð-
herra, þess efnis að ísland
muni greiða frystingartillögu
Svíþjóðar og Mexíkó atkvæði
verði hún borin upp á næsta
þingi Sameinuðu þjóðanna. í
tillögunni felst bann við upp-
setningu nýrra kjarnorku-
vopna. íslendingar hafa einir
Norðurlandaþjóða setið hjá
við afgreiðslu þessarar til-
lögu á undanförnum árum og
hafa Samtök íslenskra eðlis-
fræðinga gegn kjarnorkuvá
ítrekað hvatt ríkisstjórnina til
þess að endurskoða þá af-
stöðu sína.
í fréttatilkynningu frá sam-
tökunum kemur fram álit Þor-
steins Pálssonar, forsætis-
ráðherra, á þessari ákvörðun
utanrikisráðherra. Þorsteinn
segir að frystingartillögur
séu, að hans mati, orðnar úr-
eltar í Ijósi væntanlegs
árangurs f afvopnunarviðræð-
um stórveldanna. „Stórveldin
eru að ræða um raunverulega
afvopnun og þá skiptir litlu
máli hvort ríki greiða frysting-
artillögunni atkvæði eða
ekki.“ Samtök íslenskra eðl-
isfræðinga gegn kjarnorkuvá
vilja í þessu sambandi benda
á að viðræður stórveldanna
snúast á hverjum tíma um
ákveðnar tegundir vopna og
höfuðmáli skiptir hvort víg-
búnaðarkapphlaupið heldur
áfram óhindrað í öðrum teg-
undum vopna meðan á við-
ræðunum stendur.
Hraði vígbúnaðarkapp-
hlaupsins er nú slíkur að lítil
von er til þess að verulegur
árangur náist með afvopnun-
arsamningum, ef ekki eru
jafnframt settar skorður við
uppsetningu nýrra vopna.
Ný tækni
tekin í notkun
í síðasta tölublaði Granda
hf. segir frá nýju tölvustýröu
gæðaeftirlitskerfi sem
Grandi h.f. hefur nú tekið i
notkun. Það eru kerfisfræð-
ingarnir Guðfinnur Kristjáns-
son og Ólafur Torfason hjá
Hugbúnaðarhúsinu h.f. sem
eiga heiðurinn af hönnuninni.
I viðtali við Granda hf.
segjast þeir hafa hannað
tölvukerfið til þess, að auð-
velda eftirlit og stýringu á
gæðum framleiðslunnar.
Kerfið er þannig uppbyggt að
notendurnir geta stýrt því
sjálfir og ákveðið hvaða atrið-
um þeir vilja fylgjast með.
Þannig er t.d. hægt að spyrja
hve margir ormar voru í flak-
inu og um aðra þá galla sem
gæðastjóri vill fylgjast með.
Markmiðið er að stuðla að
betri gæðastýringu og þar
með minni sveiflum i gæð-
um.
Frá upphafi Granda hf. hef-
ur fyrirtækið stefnt að því að
auka verömætasköpun fram-
leiðslunnar, bæði með mark-
vissum vinnubrögðum og
bættri gæðastýringu. Þessi
nýi hugbúnaður ætti því að
auðvelda Granda hf. að
stefna að markmiði sínu.
Hagnaður núna,
tap í fyrra
Fréttablaðið Grandi hf.
segir að á fyrri helmingi
þessa árs sé rekstrarhagnað-
ur Granda hf. 51,8 millj.
króna. Það sýnir mikla breyt-
ingu frá því á sama tíma í
fyrra, því þá var 28,9 millj.kr.
tap á rekstrinum. Afskriftir
fyrstu sex mánuðina í ár
nema 75,2 millj.kr. og laun
264 millj.kr. Heildartekjur
sama tímabil voru 840,7
millj.kr.
Ennfremur segir Grandi hf.
aó rekstur fyrirtækisins í júlí
og ágúst gefi tilefni til að
ætla að nokkuð halli undan
fæti seinni hlutaársins. Þar
kemur bæði til að innlendur
kostnaður hefur hækkað
meira en erlendar tekjur og
einnig hefur hið svokallaða
„ormamál" í V-Þýskalandi
leikið ferskfiskmarkaðinn
grátt.
Ný fargjöld SVR
Strætisvagnar Reykjavíkur
hafa nú hækkað fargjöld sín
sem hér segir. Einstök far-
gjöld fyrir fullorðna kosta nú
35 krónur, farmiðaspjöld með
6 miðum krónur 200 og far-
miðaspjöld með 25 miðum
600 krónur.
Einstök fargjöld fyrir börn
kosta 10 krónur en 200 krón-
ur farmiðaspjöld með 28 mið-
um.
Aldraðir og öryrkjar greiða
krónur 300 fyrir farmiöa-
spjöld með 25 miðum.
Samgöngu-
ráðherra
skipar í nefnd
Matthías Á. Mathiesen,
samgönguráðherra, hefur
skipað nefnd til að fjalla um
eftirlit með ferðum erlendra
pg innlendra ferðamanna á.
íslandi, sérstaklega innflutn-
ing á matvælum og bifreið-
um til aksturs utan þjóðvega
og eftirlit og viðurlög við
brotum á gildandi reglum og
lögum.
I nefndinni eiga sæti
Ragnhildur Hjaltadóttir,
deildarstjóri, formaöur, Birgir
Þorgilsson, ferðamálastjóri
og Böðvar Valgeirsson, for-
stjóri.
Með nefndinni munu enn-
fremur starfa fulltrúar ann-
arra ráðuneyta sem hlut eiga
að máli.
Forsætisráðherra
fer til Finnlands
Þorsteinn Pálsson forsæt-
isráðherra og kona hans, frú
Ingibjörg Rafnar, hafa þegið
boð Harri Holkeri forsætis-
ráðherra Finnlands um að
koma í opinbera heimsókn til
Finnlands 9.-10. júní á næsta
ári.
Barnasaga
Út er komin hjá Bókaútgáf-
unni Punktum Barnasaga, -
frásögn eftir austurríska rit-
höfundinn Peter Handke.
Handke er ekki aðeins í hópi
fremstu höfunda hins þýsku-
mælandi heims nú á dögum,
Rithöfundurinn Peter Handke
heldur hefur hann unnið sér
alþjóðlegt nafn sem einn
frumlegasti og mikilvægasti
samtímahöfundurinn. Hann
er einnig talinn gæddur
sjaldgæfum hæfileikum
þ.e.a.s. hæfileika til að opin-
bera þann veruleika sem eng-
inn tekur eftir en allir gera til-
kall til þegar tekst að koma
orðum að honum.
Bækur hans hafa verið
þýddar á fjölda tungumála og
hér á íslandi hafa verið sýnd
eftir hann leikritin Kaspar og •
Svívirtir áhorfendur.
Barnasaga er að hluta ævi-
söguleg frásögn. Ung hjón
eignast barn, slíta samvistum
og faðirinn annast barnið.
Leikurinn berst til útlanda
þar sem faðir og barn halda
gangandi veröld sem þrátt
fyrir smæð sína speglar
bæði alheim og veraldar-
sögu.
Barnasaga er 88 bls. að
lengd og þýðandi er Pétur
Gunnarsson.
Héraðsfundur
Reykjavíkur-
prófastsdæmis
Héraðsfundur Reykjavikur-
prófastsdæmis verður hald-
inn, sunnudaginn 18. október,
í Neskirkju og hefst kl. 16.00.
Prófastur gefur skýrslu yfir
liðið ár, reikningar verða lagð-
ir fram og mál sem nýlokið
kirkjuþing afgreiddi verða
einnig til umræðu.
Héraðsfundur, sem er í
raun aðalfundur kirkjunnar í
Reykjavík, Kópavogi og Sel-
tjarnarnesi, sækja lögum
samkvæmt prestar, formenn
safnaðanna og auk þess er
sóknarnefndarfólk hvatt til að
mæta. Áhugamenn um
kirkjumál eru einnig velkomn-
ir.
Gestur fundarins verður
séra Gestur Baldursson.
Hann mun fjalla um efnið:
Safnaðarstjórnun.
Nýr forseti
kjörinn
Á aðalfundi Alþjóðsamtaka
fiskimjölsframleiðanda
(IAFMM) sem haldinn var ný-
lega í Júgóslavíu var Harald-
ur Gislason, forstjóri Fiski-
mjölsverksmiðjunnar í Vest-
mannaeyjum, kjörinn forseti
samtakanna til næstu
tveggja ára.
Alþjóðasamtökin, sem í
eru allir helstu framleiðendur
fiskimjöls og -lýsis í heim-
inum, vinna að hagsmuna-
málum framleiðandanna með
kynningum og rannsóknum
um allan heim. íslendingar
hafa tekið þátt i starfi Al-
þjóðasamtaka fiskimjölsfram-
leiðanda frá stofnun Félags
íslenskra fiskimjölsframleið-
anda 1960 og hefur Jón
Reynir Magnússon forstjóri
Síldarverksmiðju ríkisins
gegn forsetastarfi hjá sam-
tökunum.
Sýning á Mokka
Svavar Ólafsson, klæð-
skeri, opnar sýningu í Mokka
á Skólavörðustíg, laugardag-
inn 17. október. Svavar er
unnandi íslenskrar náttúru
og endurspeglast áhrif henn-
ar í verkum hans. Mokka er
opið alla daga frá kl. 9.30-
23.30 en á sunnudögum frá
kl. 14.00-23.30.
Bæjarstjórn
Seyðisfjarðar
mótmælir
Þegar umræður um gerð
flugbrautar á Egilsstöðum
kom til umræðu talaði Matt-
hías Bjarnason, fyrrverandi
samgönguráðherra, um að
heimamenn ynnu verkið.
Matthías Mathiesen, núver-
andi samgönguráðherra,
hefur hinsvegar tekið þá
ákvörðun að bjóða verkið út.
Þessu hafa Egilsstaðamenn
mótmælt og nú hefur bæjar-
stjórn Seyðisfjarðar fetað í
fótspor þeirra. Seyðfirðingar
skora auk þess á samgöngu-
yfirvöld að hefja að nýju
samninga við þá austanmenn
og hefja framkvæmdir strax.
Jólabækurnar I ár
Ekki er að búast við því að
jólabókaflóðið verði minna í
ár heldur en undanfarin ár.
Bókaforlagið Svart á hvitu
hefur sent frá sér lista yfir
þær bækur sem það hyggst
gefa út fyrir jólin 1987.
Vigdís Grímsdóttir sendir
frá sér nýja skáldsögu, Kalda-
Ijós, „Tómas Davíðsson" (dul-
nefni) skáldsöguna Tungumál
fuglanna og einnig kemur út
bókin Sólstafir eftir Bjarna
Guðnason prófessor. Endur-
minningar Stefáns Jónssonar
fyrrv. alþingismanns verða
einnig gefnar út.
Barnabókin Leggur og skel
eftir Jónas Hallgrímsson og
unglingabókin „Lukkudagar"
(vinnuheiti), eftir Rúnar Ar-
mann Arthúrsson verða einn-
ig á jólabókamarkaðnum.
Ljóðabækur, leikrit og aðr-
ar islenskrar bækur eru: Út-
ganga um augað læst eftir
Isak Harðarson (Ijóð), Brúðar-
myndin eftir Guðmund
Steinsson (leikrit), Sturlunga-
saga, ný útgáfa á nútíma
stafsetningu, Samræður um
heimspeki — samtalsbók —
eftir þá Brynjólf Bjarnason,
Halldór Guðjónsson og Pál
Skúlason, Sambúð manns og
sjávar eftir Gísla Pálsson, Al-
þýðubandalagið — átakasaga
— eftir Óskar Guðmundsson
Forritun meö Logo— kennslu
bók — eftir Dr. Jón Torfa
Jónasson og Nýtt og betra
— bók um auglýsingar — eft-
ir Ólaf Stephensen.
Af erlendum bókum er það
að segja að út kemur skáld-
sagan Babelshús eftir P.C.
Jersild í þýðingu Þórarins
Guðnasonar læknis, Samuel
Beckett — sögur og leikrit,
Ijóð eftir Samuel Beckett
kemur út í þýðingu Árna Ib-
sen, viðtalsbók við Winnie
Mandela kemur út í þýðingu
Kristínar Þorvaldsdóttur og
Braga Halldórssonar. Það er
þýsk blaðakona, Anne Benja-
min, sem ræðir við Winnie
Mandela.
Regnbogabækurnar halda
áfram að koma út. Jólabæk-
urnareru fimm: Paradís skot-
ið á frest eftir John Mortimer
í þýðingu Álfheiðar Kjartans-
dóttur, Njósnari af lifi og sál,
höfundur John le Carré, Gísli
Ragnarsson þýðir. Bófareftir
Elmore Leonard í þýðingu III-
uga Jökulssonar, Af ráönum
hug, Barbara Taylor Bradford
er höfundur en Magnea J.
Matthíasdóttir þýðandi. Og
að síðustu Kólfur, höfundur
Dick Francis og þýðandi
Ragnheiður Óladóttir.
Sendiherra
afhendir
trúnaðarbréf
Hinn 15. október afhenti
Þórður Einarsson, sendi-
herra, Carl XVI Gustaf, kon-
ungi Svíþjóðar, trúnaðarbréf
sitt sem sendiherra íslands í
Svíþjóð.
Kjördæmisþing í
Reykjanesi
25. október
Kjördæmisþing Alþýðu-
flokksins í Reykjaneskjör-
dæmi verður haldið sunnu-
daginn 25. október í Keflavík.
(Alls ekki 25. nóvember eins
og margauglýst er).
Sjá nánar auglýsingu i
blaðinu.
Landsráðstefna
Landsráðstefna Samtaka
herstöðvaandstæðinga verð-
ur haldin laugardaginn 24.
október að Hverfisgötu 105,
og hefst kl. 10 fyrir hádegi.
Dagskráin er hefðbundin, for-
maður og gjaldkeri flytja
skýrslur sínar, fræðsluerindi
verða flutt, umræðuhópar
starfa, miðnefnd verður kosin
ofl.
Um kvöldið verður hópur-
inn kallaður saman en tilhög-
un þess verður nánar kynnt á
fundinum.