Alþýðublaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 20. október 1987 7 UTLOND Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir Alvarlegt ástand á Filippseyjum: Ný uppreisn w I uppsiglingu Hermönnum og stríðsvélum var stillt upp við aðalleiðirnar inn í höfuðborg Filippseyja Manila þ. 30. september, eftir að orðrómur komst á kreik um aðra uppreisnartilraun, gegn ríkisstjórn Aquino. Urvalslið úr her Filippseyja setti upp vega- tálmanir við aðalleiðirnar inn í Manila, eftir orðróm um nýja uppreisnartilraun gegn rikis- stjórn Corazon Aquino. Útvarpsstöðvar í einkaeign sögðu uppreisnarmenn vera i viðbragðsstöðu og gætu hve- nær sem væri haldið inn í Manila. Þessum fréttum, sem vöktu mikinn óróa og ólgu í borginni, var mótmælt af talsmanni herafla Filippseyja. Emiliano Templo ofursti i hernum sagði ekki hafa kom- ið til neinna væringa milli uppreisnarmanna og hersins, og að herliö ríkisstjórnarinn- ar hefði verið kallað aftur ( herbúðirnar. Þrjátíu og sjö uppreisnarmenn voru hand- teknir i suö-austurhluta Manila, þverneituðu þeir að uppreisnartilraun væri í að- sigi. Templo sagði að þeir hefðu verið á leiö til Manila, í þeim tilgangi að reyna að fá forstjóra fyrirtækis sem þeir ynnu hjá, rekinn en alls ekki til að taka þátt í valdaráni. Þessi óeðlilegu hernaðar- umsvif byrjuðu nokkrum klukkustundum eftir jarðarför hins vinstri sinnaða Lean Alejandro. Jarðarförin endaði með fjölmennasta mótmæla- fundi í Manila á þessu ári. Vf- irsextiu þúsund manns gengu meö útförinni, og hrópuðu slagorð gegn ríkis- stjórn Aquino. Þeir sem fylgjast vel meö gangi mála á þessum slóð- um, segja að Gregorio Hona- san ofursti, sem stjórnaði upþreisnartilrauninni þ. 28. ágúst sé kominn ( slagtog með þremur öðrum uppreisn- arforingjum, þar á meðal er Reynaldo Cabauatan herfor- ingi, ( sföustu tilraun til að velta stjórninni úr sessi. Cabauatan hélt leynilegan , fund með blaðamönnum og bar á móti því að beint sam- band væri milli hans og upp- reisnarhóps Honasans, en sagðist hafa, ásamt fleirum myndað einskonar bráða- birgða þjóöstjórn, sem ætti að vinna gegn rlkisstjórn Corazon Aquino. Á blaðamannafundinum var Cabauatan klæddur ein- kennisbúningi lögreglu, en honum var vikið úr lögregl- unni eftir að hafa tekið þátt í uppreisnartilrauninni. Sagt er að hann sé ! nánu sambandi við herforingjaklíku sem styöur Marcos. Flestir fréttaskýrendur telja að stuðningsmenn Marcos séu ekki hættulegir, en gætu orðið hættulegir ef þeir gengju ( eina sæng með Gregorio Honasan foringja uppreisnarmannanna. Talsmaður stjórnarhersins segir að hin aukna öryggis- gæsla ( Manila og við bústað Aquino sé fyrirskipuð af Fidel Ramos yfirmanni varn- armála. Eftir valdaránstilraun- ina í ágúst var sett á stofn úr- valssveit hermanna, sérhæfð- um í viðbrögðum við stjórnar- byltingum. Yfirmaður þeirrar herdeildar er Ramon Mon- tano hershöfðingi. (Arbeider- bladet.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.