Alþýðublaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 20.10.1987, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 20. október 1987 5 LEIKLIST Pf Bryndis Schram skrifar Mt Sakamálasaga með rómantísku ívafi ERLENDAR BÆKUR Þjóðleikhúsið, Litla svið, frumsýnir BÍLAVERKSTÆÐI BADDA Höfundur: Ólafur Haukur Simonarson Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson Leikmynd og búningar: Grétar Reynis- son Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmunds- son Hlutverk: Bessi Bjarnason, Jóhann Sigurðárson, Guðlaug María Bjarna- dóttir, Sigurður Sigurjónsson, Arnar Jónsson og Árni Tryggvason. Umgerð verksins er bílaverkstæði. í rauninni mjög snjöll hugmynd, þvi á bílaverkstæði er svo auðvelt að finna sér eitthvað til dundurs, dútla við eitt- hvað, sem ekki krefst einbeitingar hugans. Leikarinn er frá upphafi af- slappaður, fellur eðlilega inn i um- hverfi sitt. Þar af leiðandi slakar áhorf- andinn á. Honum líður vel. Býst reynd- ar ekki við neinu óvæntu. Á bílaverk- stæði er hver og einn með sjálfum sér, undir, oní eða uppá bíl. Reyndar gæti þetta verk gerzt á hvaða vinnustað sem er. Fámennur hópur í afskekktu byggðarlagi, verk- efnalaus, leiður, blankur, reynir í ör- væntingu að réttlæta tilveruna með því að látast gera eitthvað. Eina tak- markið er að komast burt. Sú mynd, sem er dregin í upphafi, er ákaflega raunveruleg, jafnvel kald- hæðin, en líka skopleg. Svo birtist Péturóvænt. Hann hefur ekki sést í sjö ár. Þá er eins og höf- undur snúi inn á nýja braut. Við heyr- um annars konar tungutak, fléttað rómantísku ívafi, sagnakenndu hugar- flugi. Þaö er engu líkara en skáldið í Ólafi Hauki hafi hér tekið fram fyrir hendurnar á leikhöfundinum, heimtað að vera með og Ólafur látið undan. Að mínu mati er Pétur veiki hlekkur- inn í verkinu. Veikur að því leyti, að hann er of ýktur frá höfundarins hendi. Með dramatískum tilburðum sþillir hann fyrir stígandinni og dreifir athygli áhorfandans. Um tima mynd- ast einhver stífla i verkið, sem virðist óyfirstíganleg. Þannig skiljast leikar í hléi. Og maður spyr: út í hvaða forað er höf- undurinn að leiða okkur? í seinni hlutanum rofar aftur til, og atburðirnir gerast hratt. þetta er saka- málasaga. Undir aumkunarverðu, fá- tæklegu yfirborði leynist óhamingja. Hún á sér djúpar rætur i löngu liðnum atburðum. A bílaverkstæði Badda ger- ast óhugnanlegir atburðir. Þegar við stöndum upp að lokum, erum við kannski miklu fremur undr- andi „sjokkeruð“ helduren harmi slegin yfir örlögum Badda og allra hinna. „Aö minu mati er Pétur veiki hlekkurinn í verkinu. Veikur að þvi leyti. aö hann er of ýktur frá höfundarins hendi,“ skrifar Bryndis Schram m.a. í umsögn sinni um Bilaverkstæði Badda eftir Ólaf Hauk Simonarson. Það er greinilegt, að mikil alúð hef- ur verið lögð í uppfærslu þessa verks. Þórhallur leikstjóri stýrir úrvalsliði. Umgerðin, leikmynd og lýsing, gefur strax tóninn og undirstrikar raunveru- leikann í verkinu. Að vísu fór glamrið í timburgólfinu í taugarnar á mér, þar sem sannanlega eru alltaf steingólf á verkstæðum. En Grétar og Björn Berg- steinn spila greinilega mjög vel saman. Þórhallur má mjög vel við una að verki loknu. Hann fer nærfærnum höndum um liðsmenn sínaog laðar fram allt það bezta frá þeim. Bessi er t.d. dásamlegur í hlutverki Badda. Hann sýnir hárfínan leik, sem nýtur sín einmitt í návígi. Siggi Sigurjóns er líka óborganleg- ur. Hann fer líká inn á nýjar brautir, og tekst að skapa eftirminnilega per- sónu. Þessir tveir eru mér efst I huga. Þar næst kemurGuðlaug María. Hún dregur upp átakanlega mynd af Sissu, dóttur Badda. Trúverðug bæði í hreyf- ingum og tali alveg frá upphafi til enda. Fallegur, vandaður leikur. Jóhann Sigurðarson er löngu hætt- ur að vera efnilegur leikari. Hann er leikari af guðsnáð. Á áreynslulausan hátt tekst honum að gera sig gildandi ( hverju, sem hann tekur sér fyrir hendur. Og þá er bara eftir að nefna þá Árna Tryggva og Arnar. Árni, eða héraðs- skólakennarinn, er sá sem minnir okk- ur á veröldina utan dyra verkstæðis- ins. Hann er ekki beinn þátttakandi i atburðum verksins, og því skiptir hlut- verk hans minna máli. Árni skilar sinu hlutverki samvizkusamlega, en ekkert meira. Eins bg ég sagði f upphafi er Pétur of ýkt persóna frá höfundarins hendi til þess að vera sannfærandi. Ef það er ekki hafður hemill á Arnari, þá hættir honum líka stundum til þess að ofleika. Arnar komst því í feitt að þessu sinni, en við það veikist hlut- verkið. Þess vegna er það mín skoðun, að bæði Ólafur og Arnar mættu draga í land. Við það mundu þeir stórbæta verkið. En hvað um það. Bílaverkstæði Badda er svo sannarlega sá vinnu- staður, sem er þess virði að heim- sækja. Velferðarríkið liðin tíð? Douglas E. Ashford, The Emergence of the Welfare State, Oxford: Blackwell, £ 25. Malcolm Wicks, A Future for All, Penguin Books, £ 3.95. Velferðarríkið á Vesturlönd- um hefur risið upp á 20. öld, eftir fyrri heimsstyrjöldina að sumir halda fram (eða jafnvel eftir rússnesku byltinguna eins og gömlu íslensku bols- arnir sögðu). Og verða félags- legar rætur þess raktar til löggjafar í Þýskalandi og víð- ar á síðustu áratugum 19. aldar. Á Bretlandi eru stoðir þess sagðar þrjár: „The Edu- cation Act, the National In- surance Act, the Health Act,“ eða með öðrum oróum lögin um almannafræðslu, félags- legar tryggingar og sjúkra- hjálp. Um þau mál hefurverið og er mikið ritað á Bretlandi, og eru ofantaldar tvær bækur nýjar af nálinni. Um miðjan síðasta áratug tók ríkið (og bæirog sveitir) til sín 46,5% breskrar þjóöar- framleiðslu, og rann drjúgur hluti þeirra fjármuna til vel- ferðarþjónustu. Og í hinu mikla atvinnuleysi þessa ára- tugar hefur hún ekki síöur þurft sitt. Frá 1979—’80 til 1984—’85 hækkuðu útgjöld (á föstu verðlagi) til skóla- mála um 1%, til sjúkrahjálpar um 17% og til félagslegra trygginga um 25%. Þá er vak- ið máls á, að opinberir starfs- menn á Bretlandi eru 5,3 mill- jónir, en 3,6 milljónir í Vestur- Þýskalandi og 3,1 milljón í Frakklandi. Hvers vegna? Hefur velferðarríkið leitt til tekjujöfnunar? Tekjulægri helmingur (50%) Breta hafði 27,3% þjóðartekna 1949, en 23,5% þeirra 1970—1971. Að frádregnum sköttum höfðu 10% tekjuhæstu landsmanna 27,1% þjóðartekna 1949, en 23,9% þeirra 1970— 71 eða lítið eitt minna. Hyglir velferðarríkið fremur millistétt en verkalýð, erfiðis- mönnum, einkum í mennta- málum? Á Bretlandi hefur þeim ungmennum fjölgað að tiltölu, frá 1960, sem numið hafa við háskóla og aðra æðri skóla. Hlutfallslega hef- ur þó orðið lítil hluttallsleg breyting á stéttarlegum upp- runa þeirra. Bækur þessar tvær eru ólikar. Bók Ashford, sem nær til 1950 er yfirlitsrit, og mun önnur bók væntanleg frá honum um timabilið frá 1950. Ber Times Literary Supple- ment lofsorð á bók hans. Rit Wicks er framlag í umræður á Bretlandi um velferðarríkið, en hann var í framboði fyrir Verkamannaflokkinn í þing- kosningunum í júní 1987. H.J.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.