Tíminn - 08.09.1967, Síða 1

Tíminn - 08.09.1967, Síða 1
A.uglýsing í TÍMANUM kenrur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. 203. tbl. — Föstudagur 8. sept. 1967. — 51. árg. Genst áskrifendur að TÍMANUM Hringið i síma 12323 8 FRAMBJÓÐENDA í SUÐUR-VÍETNAM KREFJAST ÓGILD- INGAR KOSNINGA NTB-Saigon, fimmtudag. Átta af tíu borgaralegu frambj«>ðendunum í forseta- kosningunum í Suður-Vietnam kafa í sameiningu krafizt þess, að kosningarnar verði ógiltar vegna óreiðu í framkvæmd þeirra og vegna þess að hers- höfðingjarnir, sem unnu kosn ingamar, hafi misnotað að- stöðu sína freklega. Þjóðþingið, sem koma á saman efttr mánuð, fær þessar kæmr til meðferðar, en fremur ólfklegt er talið, að það muni leggja í að dæma kosningarnar ógildar. Þó er krafan um ógildinguna ekki borin fram á þeirri forsendu, að úrslitin hafj verið fölsuð, heldur hafi alls konár óreiða verið á framkvæmd kosninganna. Tru- o«g Dinh Dzu, sem næstflest at- kvæði hlaut flestum á óvart, sagðist í dag ætla að gefa þing- inu skýrslu um óreiðuna á fram- kvæmd kosninganna. Meðal ákœruatriðanna, er að hershöfðingjarnir Thieu og Ky, hafi misnotað aðstöðu sína sem forystumenn núverandi ríkis- stjórnar í kosningatoaráttunni og notfært sér þannig útvarp og sjónvarp í óhæfilegum mæii. Einnig segja borgaralegu fram- bjóðendurnir, að Ky hershöfðingi hafi hótað því fyrir kosningar, að steypa hverri þeirri ríkisstjórn sem hann ekki væri aðili að, og hafi þessi hótun valdið ruglingi meðal kjósenda og fengið þá til að kjósa hershöfðingjana af ótta við stjórnarbyltingu. Dzu sagði við blaðamenn, að hann og annar fallinn frambjóð- andi við forsetakjörið, Phan Khac Suu, hafi í hyggju að stofna stjórnarandstöðuflokk, ef krafan um ógildingu kosninganna verði ekki tekin til greina. Stjórnin í Sai.gon hefur í dag takmarkað leyfi manna til að Framhald á bls.r L4 ALMANNAGJÁ LOKAD FYRIR BlLAUMFERD NETAVEIÐI FYRIR LANDI ÞJÓÐGARÐSINS BÖNNUÐ EJ-Reykjavík, fimmtudag. Þingvallanefnd hefur ákveðið að loka Almannagjá, fyrir bílaumferð og kemur sú ákvörðun til framkvæmda væntanlega í októbermánuði n. k. Segir í tilkynningu 'rá nefndinni, að þetta sé gert vegna slysahættu og til frið- unar, en talað hefur venð um slíka lokun í nokkur ár. Jafnframt hefur Þingvalla nefnd úthlutað 24 lóðum und ir sumarbústaði á Þingvöli- um. Segir, að lóðaleyfu-n verði ekki fjölgað meira að sinni, en sumarbústaðabvgg- ingar á Þingvöllum hafa verið gagnrýndar af ýmsum aðiluin. Þingvallanefnd kom sam- an til fundar dagana 4. og 5. septémber og tók þá þessar ákvarðanir varðandi Þingve!!i. „1. Um alllangt skeið hefur verið rætt um að loka A1 mannagjá. Af framkvæmdum helur ekki getað orðið /egna þess, að vegurinn inn á Leir- ur hefur ekki verið fullnægj- andi til þess að taka við allri umferðinni. Nú hefur hann ver við lagfærður í sumar. Var ákveðið á fundi nefndarinn ar nú að loka Almannagjá fyi ir bílaumferð til friðunar og vegna slysahættu. Kemur sú ákvörðun til framkvæmda væntanlega í októbermán. n.k. 2. Nefndin ákvað að banna alla netaveiði fyrir landi þjóð garðsins. 3. Þingvallanefnd ákvað fyrir nokkru að komið yrði upp bílastæðum við veginn gegnum þjóðgarðinn vegna veiðimanna og dvalarfólks í garðinum. Framkvæmdum þess um verður haldið áfram. Nefnd in lagði fram mikið fé ti! þess að koma upp almenn ingssalernum við Valhöll sum- arið 1963, og annarri þjónustu við Þingval'lagesti. Nú í sumar voru sett upp tvö útisalerni inni með vatai og verður þeim fjölgað næsta vor og tjaldsvæði afmörkuð greinilegar en áður hefur verið gert. Fleiri umbætur 'nafa einnig verið gei-ðar gestum til hagræðis. Með bættum bíla- stæðum verður bílaumferð *.ak mörkuð utan vega í þjóðgarð inum. ■Ákveðið var einnig nú aö láta fara fram athugun á fiski rækt í Þingvallavatni þegar á næsta ári. 4. Unnið er í sumar að nýrri girðingu um þjóðgarðinn að skipulögð svæði í Gjábakka- með því að gjáin hefur reynzt ófullnægjandi vörn gegn sauð fé og öðrúm gripum. Lo-kið verður við girðingu um ali- Framhald á bls. 14. Myndin er frá borginni Bir Ahmed í SuSur.Arabíusambandinu, skammt frá höfuSborg sambandsríkisins, Al Ittihad. Myndin er tekin úr turni hallar soldánsins á staSnum, en hermenn úr ÞjóSfrelsisfylkingunni (NL'F) steyptu honum og tóku völdin í sínar hendur þar sem víSast annars staSar í landinu. Lengst t. v. er hermaS- lir úr NLF., REISA „MUR" MILLINORDUR- OG S-VÍETNAM NTB-Washington, fimmtudag. Robert MacNamara, varnar málaráðherra Bandaríkjanna sagði í dag, að Bandaríkin hefðu í hyggju að reisa „múr" milli Norður- og Suður-Viet- nam. Yrði „múrinn" gerður úr gaddavírsgirðingum og fleiru, en hann neitaði að gefa ítar- legri upplýsingar um gerð „múrsins" Sagði hann, að Bandaríkjamenn hyggðust með þessu draga úr sendingu norður-víetnamskra hermanna til Suður-Vietnam. HERINN REYNIR AE STODVA BAR- DAGA ÞJÚDERNISSINNAI S-ARABlU NTB-Aden, fimmtudag. Herinn í Suður-Arabíu hef- ur krafizt þess að hópar þjóð- ernissmna, sem eiga í blóð- ugum erjum sín á milli, hætti þegar vopnaviðskiptum. í Aden var i dag 24 klukku- stunda allsherjarverkfall, og brezkar hersveitir og arabisk ir þjóðernissinnar skiptust á skotum. í þorpinu Daar Saad í Suður- Arabíu hafa 20 manns fallið ■ átökúm milli tveggja þjóðernis- sinnahreyfinga síðan á mánudag- inn. Þorp þetta liggur ekki langt frá landamærunum við Adee Vopnaðar hersveitir héldu • dag inn í þorpið og sögðu hermenn irnir íbúunum. að þeir hefðu allt nágrennið a valdi sínu. i’okst hermönnunum þannig að ganga á milli deiluaðila án blóðsúthell- inga. Herinn hélt inn í þorpið eftir að herforingjai og stjórn málamenn höfðu skorað á þjóð- ernissinnana að hætta bardösun Framhaid 4 bls. 14. MacNamara sagðist ekki vilja segj? meira um málið þar sem ljóst væri að því meira sem and- stæðingarnir vissu um áætlanir Bandaríkjamanna, þeim mun meira myndu þeir gera til þess að eyðileggja girðingu þessa. — Sagði 'nann, að starfsmenn varnar málaraðuneytisins í Bandaríkjun um og erlendis hefðu fengið skip- anir um að segja ekkert um gerð bessa ..múrs1'. Ýmsir þeir, sem gagnrýnt hafa stefnu Lyndon Johnsons, forseta, i Vietnam-málinu — einkum þó Mike Mansfield, öldungardeildar- þingmaður, — hafa lagt til að komið yrði upp einhvers konar .múr“' sunnan hlutlausa beltisins á „iandamærum“ Norður- og Suð ur-Vietnam. Telur hann, að með Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.