Tíminn - 08.09.1967, Qupperneq 8
FÖSTUDAGUR 8. sept. 1967.
8
TÍMINN
A þessum degi er í fyrirrúmi
í hugum manna hér fögnuður,
þakkir, minningar og framtíðar-
vonir.
Því er fagnað af alhug. að hér
hefur verið reist stórt, rammgert
og glæsálegt mannvirki. Með því
verki er náð mikilvægLm áfanga
í samgöngumálum landsins, yfir*
stigin til frambúðar mikil torfæra
á allfjölförnum þjóðvegi, akvega-
samband opnað í Öræfasveit og
einangrun hennar frá öðrum
byggðarlögum rofin.
Á þessari fagnaðarstund er rétt
og skylt að bera fram þakkir til
allra þeirra, sem hér hafa átt
aðild að. Þakkir til Aliþingis, ríkis-
stjórnar, vegamálastjóra, verk-
fræðinga í þjónustu hans, brúar-
smiða, verkamanna, sem hér hafa
unnið og þeirra kvenna, sem hafa
annazt hér heimilishald tvö sum-
ur. Allir þessir aðilar hafa hver
á sínu sviði kostað kappg um að
þessi framkvæmd tækist svo vel,
sem raun er á.
Jafnframt er rétt að íhuga, að
það er vissulega þakkarvert, að
íslenzka þjóðin hefur bolmagn til
að ráðast í stórframkvæmdir sem
þessa og að með þjóðinni hefur
á nokkrum áratugum þróazt verk-
menning, er hefur það fyllilega á
Páll Þorsfeinsson alþinglsmaSur og bóndi að Hnappavöllum í Öræfum,
flytur ræðu sína við vígslu brúarinnar.
■ ■
hið stærsta skref og áhrifaríkasta
í samgöngumálum þjóðarinnar,
svo að þá hillir undir í stórum |
byggðarlögum nýtt framtíðarland. i
í þessu efni er þó á fleira að j
Uta en von um hagnað og aukin
lífsiþægindi. Hver sem ann landi
sínu og vill veg þess sem mest-
an hlýtur að gleðjast yfir hverjum
sigri, sem þjóðin vinnur tnnan
lands eða út á við. Ég minni hér
á þessa hvatningu:
Mundu sögu þíns lands.
Mundu að virða hvert verk,
sem ber vitni um íslenzka dáð.
Austur-Skaftafellssýsla og íbúar
hennar hafa þó sérstöðu gagnvart
því sterkbyggða mannvirki og
glæsilega, sem hér er vígt. Ætt-
jarðarást tendrast af viðkynningu
og samlífi. Menn vinna landi sínu
meira en öðrum löndum, ekki af
því að það sé raunverulega betra
en öll önnur lönd, heldur af því
að þeir þekkja það betur, eru því
tengdari og hafa meira af því
þegið, af því að það er heimkynni
og starfssvið þjóðarinnar, sem
einstaklingurinn telst til og starfar
með. Átthagaást er af sama toga.
Sýslan er sá fcluti landsins, sem
íbúar hennar þekkja bezt, hafa
beinust viðskipti við og bera að
sínu leyti ábyrgð á. Hún er starfs
sviðið, þar sem íbúarnir verja
EINANGRUN ORÆFASVEITAR ROFIN
vaidi sínu að reisa mannvirki eins
og þetta. Ber þá að hafa í huga,
að ekki eru nema 70—80 ár síðan
fyrsta stórbrúin var gerð hér á
landi.
Á þessari stundu koma í huga
ALStur-iSkaftfelIinga og annarra,
er giámt hafa við Jökulsá, minn-
ingar, ein eftir aðra, eins og svip-
myndir. minningar um ferðalög,
erfiðleika, hættur, áföll og sigra.
Nú rifjast upp sagnir og minning
ar um torfæruna, sem jafnan hef-
ur verið eins og ill vættur á þjóð-
veginum hér sunnan jökla, — en
þó misjafnlega harðleikin í skipt-
um við vegfarendur. Stundum var
um lif eða dauða að tefla í þeirri
viðureign ,sem hér var háð. Frá
fornu fari og fram á síðustu öld
var ávallt glimt við Jökulsá
sjiálfa. En fyrir tæpum hundrað
. árum, þegar Jökulsá var að verða
ofurefli, var að frumkvæði Sigurð
ar Ingimundarsonar á Kvískerjum
og með opinberum stuðningi tek-
ið að gera hestfæra slóð yfir
Breiðamerkurjökul og veita ferða-
'mönnum leiðsögn yfir jökulinn.
Engir hafa slíka reynslu af
þessu, vita jafn góð skil á þessari
sögn né geyma um þetta eins
margar minningar sem Öræfing-
ar og Suðursveitungar. Jökulsá og
Breiðamerkurjökull var þröskuld-
ur, er vók ekki af vegi Örœfinga,
hvenær sem þeir þurftu að fara
yfir Breiðamerkursand til að
sækja ldfsbjörg til heimila sinna
eða vegna annarra erinda. Oftast
bar maðurinn og hesturinn, sem í
rcynd var „þarfasti þjónninn" —
sigur af hólmi í viðureigninni við
Ræða Páls Þorsteinssonar, alþingis-
manns, við vígslu brúarinnar yfir
Jökulsá á Breiðamerkursandi
þessi voldugu náttúruöfl og vægð
arlausu. Sagnir og munnmæli
segja þó, að allmargir menn hafi
farizt í Jökulsá og oft töpuðust
í ámar klyf af hestum. Það eru
munnmæli, að Jökulsá og Ingólfs
'höfði skiptist á um að búa mönn-
um banaráð. Fyrir fjörutdu árum
þ.e. 7. sept. 1927 varð síðast bana-
slys hér á jökullbrúninni í grennd
við upptök árinnar. Með tilkomu
þessa trausta mannvirkis á saga
slysfara á þessum stað að vera
á enda skráð.
Menn skyldu gera sér greln
fyrir því, að þjóðvegurinn um
Bredðamerkursand hefði löngum
verið lokaður og saga slysfara og
áfalla þó að líkindum lengri en
hún er, ef ekki fcefði notið frá-
bærrar leiðsagnar og aðstoðar
þeirra, sem búið hafa og búa nú
á aæstu bæjum fyrir vestan
Jökulsá og austan. Manna, er
bundið hafa tryggð við jarðir og
bú, og gert það að ævistarfi að
brjóta mannraunaís á þessum
slóðum. Við minnumst þess nú,
hve mikilvægt hefur verið fram-
lag þessara manna til samgöngu-
mála, mannanna, sem ávallt hafa
brugðið skjótt við til leiðsagnar
og hjálpar. hvenær sem óskað
VIÐSKIPTASKRÁIN KOMIN ÚT
Viðskiptiaskráin fyrir árið 1967
er nýlega komin út, stór og mik-
il bók, 780 bls. í svipuðu broti
og simas'kráin, og hefcr lengzt
um 20 síður sdðan i fyrra.
Nýr kafli hefur bætzt við í
bókina síðan í fyrra: Umboðaskrá,
þar sem skráð eru íslenzk fyrir-
tæki eða einstaklingar, sero hafa
umboð fyrir erlend fyrirtæki eða
vörur. Kafla þessum er skipt í
tvennt, nafnaskrá og vöru-
og þjónustLskrá. í nafnaskránni
er dslenzku fyrirtækjunum rað
að í stafrófsröð, en fyrir aftan
nöfnin er tilvísun í vöruskrána. Er
þannig I fljótu bragði hægt að
finna, hvort menn heldur vilja,
hvaða fyrirtæki hafa umboð fyr
ir tilteiknar vörur eða hvað.n um-
boð tiltekdn fyrihtæki hafa. í for-
rnála að bókinni segir, að aðstand
endur Viðskiptaskrárinnar hafi
á undanförnum árum orðið þess
þráfaldlega varir, að mi'kil þörf
sé á svona skrá, þvi að mjög al-
gengt sé, að Viðskiptaskránni ber
ist fyrirspurnir um umboðsmðnn
tiltekinna vara eða fyrirtækja, og
Framhald á bls. 15
var, aldrei brugðizt neinum, en
með djúpri íhugun og þjálfun í
skóla lífsreynslunnar fundið ráð
í hverjum vanda. Ég flyt þessum
mönmun alúðarþökk.
Á þessum degi bærast í brjóst-
um manna bjartar framtíðarvonir.
Nú rætist að nokkru draumur
ýmissa manna Lm samfellt
akvegakerfi, þrátt fyrir torfær-
urnar. Þeir, er sátu í ríkisstjórn
fyrrr 40 árum undir forsæti
Tryggva Þórhallssonar munu fyrst
ir sitjórnmálamanna hafa hreyft
þeirri hugmynd að vinna bug á
valdi Jökulsár með nýrri tækni.
Við vonum, að í kjölfar þessa
mannvirkis komi aðrar stórfram-
kvæimdir, er tengi saman akfæran
veg sunnan jökla. Við viljum
vinna að þvi að þessi von rætist
sem fyrst. Með samfelldum akvegi
um Suðurland og þar með hring-
vegi um landið væri stigið eitt
kröftum sínum. Hagsæld þedrra er
nátengd gæðum sýslunnar og að-
stöðu til að hagnýta þau. Umhverf
ið. sem menn lifa og hrærast í,
er með óteljandi þráðum ofið sam
an við lif manna. Örnefni og kenni
ieiti minna á óskráðar sögur um
gengin spor. höpp og óhöpp, bar-
áttu og sigra einstaklingsins, fé-
laga hans eða fyrirrennara.
Og það er sem holtin sjálf
kleypi í mann þrótt,
þar hreystirausn einhver
var drýgð,
og svo er sem mold sú
sé manni þó skyld,
sem mæðrum og feðrum er
vígð.
Á þessari stundu eiga þvi Aust-
ur-Skaftfellingar umfram aðra
miklu að fagna, mikið að þakka
margs að minnast og margar bjart
ar framtíðarvonir.
Öræfasveitin er sá hluti svsl-
unnar, þar sem þessi brúargerð
veldur mestum breytingum. Með
þessari stórbrú og öðrum smærri
er einangrun sveitarinnar að fullu
rofin. Öræfingar eru nú settir á
bekk með þeim, er njóta þess
öryggis og aðstöðu, sem greiðfær
leið til annarra byggðarlaga og
verzlunarstaða veitir. Við vonum,
að þetta verði til að efla byggð-
ina og aúka hagsæld Öræfinga.
En sólbjörtum degi fylgir oft
dimm nótt. Svo skarpar verða and
stæðurnar með tímans rás. Með
tilliti til þess vakna nú ýmsar
spurningar. Getur sú stórbreyting,
er nú verður gagnvart Öræfasveit,
haft einhver neikvæð áhrif? Verð
ur umferðin og umsvifin, sem
henni fylgja, eins og leysing, er
skolar jarðvegi frá gömlum rót-
um? Verður fögru, sérstæðu nátt
úrufari og dýralifi sveitarinnar
einhver hætta búin? Við vitum,
að dimman lætur undan síga, þeg-
ar dagslbrún rís og hverfur fyrir
Ijósi sólar. Við vonum, að gifta
Öræfasveitar og þroski allra þeirra
sem fara þessa brú og sækja sveit
ina heim. megni að bægja frá
henni neikvæðum áhrifum.
Framfarirnar miða að því að
auka mannlegt vald og ryðja erfið
leikum úr vegi. Með öruggium
samgöngum hverfur barátta manna
við torfærurnar. Um leið breytist
sá skóli lífsreynslunanr, sem kall-
aði menn til skyldunáms í marg-
víslegum dyggðum, svo sem karl
mennsku, þrautseigju, þolinmæði,
aíihygli og umhugsun. Enginn vill
að mönnum fari aftu-r að sama
skapi og mannvirkjum fer fram.
Enginn vill í alvöru, að þjóðin
glati neinu af þeim kostum, sem
henni hefur mátt til gildis telja.
Okkur ber að draga af þessu
þann lærdóm að velja okkur við-
fangsefni ,er halda mönnum and-
lega vakandi, athugulum og at-
orkusömum eigi síður framvegis
en meðan örðugleikarnir voru
meiri. Byggðarlögin í þessu héraði
þurfa á því að halda, ef þau eiga
að halda að fullu gildi sí-nu og
þeim svip, sem þau hafa borið.
— Og íslenzku þjóðinni er það
lífsnauðsyn að landsbyggðin efl-
ist. Víðátta landsbyggðarinnar hef
ur rauniverxilega gert íslenzku þjóð
ina stærri í samanburði við aðrar
þjóðir en mannfjöldinn segir til
um. Þetta er augljóst, ef athugað
er, bve lítið fer fyrir sjálfstæðri
tvö hundruð þúsund manna, sem
hnepptir eru saman í úthverfi
einnar stórborgar. Samlífið við
hið tiltölulega stóra, fagra land,
og fjölbreyttar að náttúrufari hef
ur aiukið víðsýni og áræði með
íslenzku þjóðinni. Með tilliti til
þess verður heillaósk mín þessi:
Heill sé fslandi.
Skaftafellssýsla blessisf og
blomeist.
SíSasti ferjupramminn, sem hin mikla brú leysi af hólmi, er fremsf á myndinni.
.. -, - 'W,
(Timamynd Kárt)