Alþýðublaðið - 04.11.1987, Side 1
Fataverslanir í miðbœnum:
MEIRI SAMDRÁTTUR
EN ÁÐUR VAR SPÁD
— Kringlan og Glasgowferðir hjálpast að við að draga úr verslun-
inni — Kaupmenn í gamla miðbœnum velta því fyrir sér hvort
flugfélögin séu á mála hjá kaupmönnum í Glasgow — Fargjald og
hótelgisting í Glasgow ódýrari en fargjaldið til Akureyrar?
vík, en í fyrstu var spáð meö
Útstillingargluggi Náttúruverndarráðs.
Sorpið:
ARSFRAMLEIÐSLAN
ER 380 KG Á MANN
Mun meiri samdráttur virð-
ist hafa orðið i versluninni í
gamla miðbænum í Reykja-
Þýskalandsmarkaður:
ORMA—
FÁRSINS
GÆTIR
ENN
Markaðurinn er enn
mjög viðkvœmur — Of-
framboð í síðustu viku
— Ögri seldi karfa í
gœr fyrir 50 krónur
meðalverð.
Ástand er enn slæmt á
ferskfiskmarkaðnum í Þýska-
landi og verð hrapaði niður í
síðustu viku vegna offram-
boðs. Á mánudag voru seld
200 tonn úr togaranum Ögra.
Stærsti hluti aflans var karfi
og var meðalverð 50 krónur
kg. í gær voru seld 60 tonn
úr sama skipi fyrir svipað
verö.
Verð það sem Ögri fékk var
skárra en í síðustu viku en þá
varð umtalsverð lækkun frá
vikunni á undan, vegna of-
framboðs. í síðustu viku var
selt úr 20 gámum og auk
þess seldu tveir togarar afla
sinn, Guðbjörg og Vigri.
Meðalverð á karfa úr togurun-
um var 42,73 krónur kílóið.
Að sögn Vilhjálms Vil-
hjálmssonar hjá LÍÚ er
þýskalandsmarkaður ennþá
mjög viðkvæmur eftir fárið
sem skapaðist á markaðnum
i sumar þegar þýska sjón-
varpið sýndi þátt um orma í
danskri síld. Fyrir ormafárið
var meðalverð á karfa um 52
krónur kg.
Á slðasta ári voru að jafn-
aði seld um 1500 tonn úr
íslenskum fiskiskipum á
Þýskalandsmarkaði. Enn virð-
ist langt i land með að
markaðurinn þoli slíkt fram-
boð, þrátt fyrir að neysla auk-
ist á haustmánuðum og í
byrjun vetrar.
tilkomu Kringlunnar. Helst
virðist kreppa að hjá fata-
verslunum, en þeim hefur
fjölgað mikið á siðustu árum.
Svo virðist sem mikil ásókn i
innkaupaferðir til útlanda
hafi aukið enn frekar sam-
dráttinn í versluninni. Kaup-
menn sem Alþýðublaðið tal-
aði við í gær sögðu að fijót-
lega upp úr áramótum mætti
búast við því að fjöldi versl-
ana skipti um eigendur eða
hætti starfsemi.
Kaupmenn utan Kringlunn-
ar virðast sérstaklega
óánægðir með, að um leið og
samdráttur á sér stað vegna
nýju verslunarmiðstöðvarinn-
ar, skuli flugfélögin og ferða-
skrifstofur reka mikinn áróð-
ur fyrir skipulögðum inn-
kaupaferðum til erlendra
verslunarborga.
„Ég get t.d. ekki séð að
flugfélögin séu að þjóna ís-
lendingum með þessu. Það
má kannski velta þvi fyrir sér
hvort þau eru á mála hjá
kaupmönnum í Glasgow,"
sagði Sigurður E. Haraldsson
kaupmaður í Elfur við Lauga-
veg.
Sigurður er fyrrum formað-
ur Kaupmannasamtaka ís-
lands. Hann sagðist ekki
skilja hvernig flugfélögin
gætu boðið mun lægra verð
fyrir ferð til Glasgow og
hótelgistingu, en eingöngu
flugfargjald til Akureyrar. „Ég
hefði talið eðlilegt að íslensk
flugfélög beindu frekar kröft-
um sínum að því, að hægt
verði að ferðast ódýrt innan-
lands.“
I fyrstu var talið að verslun-
armiðstöðin í Kringlunni tæki
til sín um 11% af verslun á
Reykjavíkursvæðinu. Hvað
varðar fataverslanirnar virðist
markaðshlutdeildin enn
meiri. Kaupmenn sem Al-
þýðublaðið talaði viö töldu
þó erfitt að gera sér grein
fyrir þvl hvort verslunin hefði
að svo verulegu leyti færst til
Kringlunnar eða hvort nýja
verslunarmiðstöðin I Mjódd-
inni hafi tekið mikið til sín.
„Það bætir síðan ekki úr
skák, að íslendingar skuli
vera að gera sig að athlægi í
Glasgow, með því að leika
þessi pokadýr á skemmti-
ferð,“ sagði einn kaupmann-
anna.
Kaupmaður sem rekið hef-
ur fataverslun í gamla mið-
bænum um tveggja ára skeið
sagði að sín eina von væri
sú, að nýjabrumið færi af
Kringlunni. „Annars hljótum
við að geispa golunni þegar
líður á veturinn."
Hver Islendingur „framleið-
ir“ nálægt 380 kílógrömmum
af sorpi árlega. Mest af þessu
fer sjálfsagt rétta boðleið um
heimilisruslapokann og rusla-
tunnuna og endar á haugun-
um. Einhverhluti af sorpinufer
hins vegar út i náttúruna og
ófegrar umhverfið.
Náttúruverndarráð hefur nú
brugöið á það ráð að stilla út
Rikisendurskoðun hefur
lokið við fyrsta uppkast að
skýrslu sem fjármálaráherra
óskaði eftir um bygginga-
kostnað flugstöðvar í Kefla-
vík. Lokaskýrslu er ekki að
vænta fyrr en seinnipart
þessa mánaðar.
Undir lok þessarar viku má
gera ráð fyrir að Ríkisendur-
skoðun Ijúki við skýrslu um
kaupleigusamninga rikis-
stofnanna. Fjármálaráðherra
„ársframleiðslu" eins Islend-
ings af sorpi i verslunarglugga
við Laugaveginn, nánar tiltek-
ið þar sem áður var verslunin
Domus, til að vekja athygli al-
mennings.
Auk þess sem væntanlega
má draga úr rusli i náttúrunni,
telur Náttúruverndarráð að
talsvert af sorpinu megi endur-
vinna.
óskaði eftir úttekt á umfangi
slikra viðskipta hjá ríkinu, en
ýmsir hafa talið að vantað
hafi heimildir ráöherra fyrir
slík fjármögnunarform.
Samkvæmt heimildum
Alþýðublaðsins hefur vinna
við Flugstöðvarskýrsluna
verið mjög ítarleg. Frumdrög
liggja þegar fyrir, en leitað er
svara hjá byggingarnefnd við
nýjum spurningum sem upp
hafa komið við skýrslugerð-
ina.
NÓG AD GERA Á
RÍLAVERKSTÆÐINU
Það erreyndarekkert nýnæmi að nóg sé að gera á bilaverkstæðum. Bíla-
verkstæði Badda, er reyndar ekki starfrækt sem slikt, heldur er hér um
að ræða nýjasta leikrit Ólafs Hauks Símonarsonar. Hjá leikurunum í
Bílaverkstæði Badda virðist vera meira en nóg að gera, því nú þegar er
uppselt á allar sýningar út þennan mánuð. Myndin sýnir þá Arnar Jóns-
son og Sigurð Sigurjónsson i hlutverkum sínum.
Ríkisendurskoðun:
FLUGSTÖÐVARSKÝRSLAN
Á LOKASTIGI
— enn er leitað svara hjá byggingarnefnd, við nýj-
um spurningum sem upp hafa komið við skýrslu-
gerðina.