Alþýðublaðið - 04.11.1987, Qupperneq 3
Miðvikudagur 4. nóvember 1987
3
FRÉTTIR
HÁSKÓLAÚTSKRIFT
Á laugardaginn útskrifuðust allmargir með próf frá hinum
ýmsu deildum Háskóla íslands. Brautskráning frá Háskólan-
um fer alla jafna fram með nokkurri viðhöfn, enda merkisat-
burður I lífi margra. Athöfnin á laugardaginn fórfram i Há-
skólabiói og var myndin tekin við það tækifæri.
VERKTAKAGJALD
TIL SUÐURNESJA?
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson:
„HLÍTI ÞVÍ SEM SKIPU-
LAGSSTJÓRN ÁKVEÐUR“
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
segir engar reglur kveða á
um að sér sé óheimilt að
sitja í skipulagsstjórn ríkis-
ins. Um setu sína í skipu-
lagsstjórn segir hann að öðru
leyti að rétt sé að bíða eftir
úrskurði skipulagsstjórnar
sjálfrar.
I frétt Alþýðublaðsins í
gær var greint frá að á fundi
skipulagsstjórnar ríkisins,
hefði verið gerð athugasemd
við setu Vilhjálms Þ. Vil-
hjálmssonar í stjórninni, þar
sem hann hefði þegar fjallað
um og samþykkt skipulagið í
borgarstjórn. Skipulagsstjórn
er lokaaðili í umfjöllun skipu-
lagsins. Einnig er stjórninni
ætlað að fjalla um kærur frá
hagsmunaaðilum til félags-
málaráðherra.
Alþýðublaðið leitaði álits
Vilhjálms á því hvort honum
þætti rétt að fjalla um skipu-
lagið á þessu lokastigi, þar
sem hann hefði þegar sam-
þykkt það í borgarstjórn.
Sagðist hann sitja þar sem ’
fulltrúi Sambands íslenskra
sveitastjórna og segðu reglur
ekkert um að slíkt væri ekki í
lagi. Athugasemdin yrði
væntanlega afgreidd á næsta
fundi í skipulagsstjórn. Sér
þætti ekki rétt að ræða þessi
mál fyrr en afstaða hefði ver-
ið tekin um setu sína í stjórn-
inni.
Eins og Alþýðublaðið
sagði frá s.l. laugardag, hafa
íbúar i nágrenni Túngötu 12
kært til félaosmálaráðherra
flutning hú'' ns Tjarnargötu
11 álóðin, en lutningurinn ;.
hafði verió ^amþykktur i
borgarstjórn.
„Finnst þér rétt að sitja í
skipulagsstjórn þegar kæran
verður afgreidd, þar sem ver-
ið er að kæra aðgerðir sem
þú hefur þegar samþykkt”?
„Það helgast af þeirri nið-
urstöðu sem skipulagsstjórn
tekur. Ég hlíti því sem skipu-
lagsstjórn ákveður. Ég held
að það sé skynsamlegast að
bíða eftir því að skipulags-
stjórn ákveði þetta mál“.
Vilhjálmur var spurður um
þær raddir sem heyrst hafa
meðal andstæðinga ráðhús-
byggingarinnar, að seta hans
í skipulagsstjórn sé liður í að
hraða afgreiðslu skipulagsins
áður en andstæðingar þess
ná að sameinast.
Vilhjálmur sagðist vera
fulltrúi borgarinnar I Sam-
bandi íslenskra sveitafélaga
og sæti sem slikur í skipu-
lagsstjórn, „ég vísa þessu al-
farið á bug“.
inu og því er þetta fyrst og
fremst gjaldtaka á íslenska
aðalverktaka. Gert er ráð fyrir
að þetta muni skila inn um
50 milijónum króna.
Frá blaðamannafundi í gær, þar sem ráðstefna um byggðamál var kynnt.
RÁÐSTEFNA UM RYGGDAMÁL
Á kjördæmisráðsþingi er
haldið var í Keflavík nú fyrir
skömmu sendi stjórn kjör-
dæmisráðs frá sér ályktun er
segir að Suðurnesjamenn
vilji fá ákveðinn hluta af
þessu gjaldi. Alþýðublaðið
hafði þess vegna samband
við Karl Steinar Guðnason en
hann situr i stjórninni. Sagði
hann að þeirra skoðun væri
einfaldlega sú að þar sem
meirihluti starfsmanna á vell-
inum væru Suðurnesjamenn
ætti það fé sem rennur und-
an rótum aðalverktakanna að
notast á Suðurnesjum. Hing-
að til hefur allur hagnaður af
starfsemi íslenskra aðalverk-
taka runnið til Reykjavíkur
eða beint í rikiskassann og
nú viljum við að blaðinu verði
snúið við. Við viljum auðvitað
fá sem mest og helst allar 50
milljónirnar. Peningana á síð-
an að notatil uppbyggingar
atvinnulifs á Suðurnesjum.
Karl Steinar sagði enn fremur
að þeir ætluðu ekki að gefast
upp þó að á móti blési. „Við
höldum áfram þar til sigur
vinnst.” Hann sagðist vera
búinn að tala við fjármálaráð-
herra en vildi ekki tjá sig um
það meir. Alþýðublaðið hafði
ekki náð i Jón Baldvin þegar
blaðið fór í prentun í gær.
Vextir af almennum óverd-
tryggðum skuldabréfum í
bankakerfinu eru nú komnir
upp i 10% umfram verðbólgu
og hafa sennilega aldrei verið
hærri. Þessir vextir hafa
hækkað frá þvi að vera örlitið
neikvæðir í upphafi ársins,
þegar nafnvextir voru aðeins
16%. Aö meðaltali er reiknað
með að vextir af óverðtryggð-
um bréfum veröi um 5% um-
fram verðbólgu á árinu öllu.
Þessar nýju upplýsingar er
að finna í októberheftinu af
Hagtölum mánaðarins sem
Byggðastofnun og Sam-
band íslenskra sveitarfélaga
gangast fyrir ráðstefnu dag-
Seðlabankinn gefur út. Raun-
vextir, eða vextir umfram
verðbólgu, fóru lækkandi á
siðasta ári og fram yfir sl.
áramót, samhliða því að verð-
bólga fór vaxandi á þessum
tíma. Hin vaxandi verðbólga
leiddi til þess að á fyrstu
þrem mánuðum þessa árs
voru raunvextir neikvæðir um
1,2%. Með miklum vaxta-
hækkunum síðan hefur þetta
heldur betur snúist við og nú
eru raunvextirnir kringum
10%.
Vextir umfram verðbólgu
mældust 10,3% á þriðja árs-
ana 13.—14. nóvember, sem
að sögn aðstandenda á að
hafa það að markmiði að
fjórðungi og spá Seðlabank-
ans um vaxtaþróun þaö sem
eftir er af árinu, gerir ráð fyrir
því að á siðustu þrem mán-
uðum ársins verði vextir af
óverðtryggðum skuldabréfum
9,5% umfram verðbólgu.
í vaxtayfirliti Seðlabankans
kemur einnig fram að í flest-
um tilvikum hafa lönaðar-
bankinn og sparisjóðirnir ver-
iö fyrstir til að hækka vexti.
Mesta breytingin varð 1. júlí,
þegar Iðnaðarbankinn hækk-
aði vexti almennra skulda-
bréfa úr25,5% upp í 29,5%.
niðurstöðurnar verði stjórn-
völdum til aðstoðar við mót-
un nýrrar byggðastefnu. Yfir-
skrift ráðstefnunnar verður:
„Hefur byggðastefnan brugð-
ist?“
Alls verða flutt 12 fram-
söguerindi á ráðstefnunni og
í þeim fjallað um hin marg-
víslegustu efni. M.a. mun
Þorsteinn Pálsson forsætis-
ráðherra, gera grein fyrir
byggðastefnu ríkisstjórnar-
innar. Þá veröur fjallað um
byggðaþróun og byggða-
stefnu á Norðurlöndum.
Ráðstefnan verður að sögn
öllum opin og vonast þeir
sem að henni standa til að fá
þátttakendur sem víöast að.
Fjöldi þátttakenda er þó tak-
markaður og þvi mikilvægt
að þeir sem hyggjast vera
með, láti skrá sig fyrst hjá
skrifstofu Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga.
Þátttökugjald á ráðstefn-
unni verður 4.000 krónur og
eru máltíðir innifaldar í því.
Vpxtir'
FARA ENN HÆKKAND!
„Hingað til hefur allur
hagnaöur af starfsemi ís-
lenskra aðalverktaka runnið
til Reykjavíkur eða beint í rik-
iskassann. Viö teljum því að
þaö sé kominn tími til að
blaðinu sé snúið við,“ sagði
Karl Steinar Guðnason er Al-
þýðublaðið spurði hann
hvers vegna kjördæmisráö
Alþýðuflokksins á Reykjanesi
vilji fá hluta þess gjalds er
taka á af framkvæmdum verk-
taka á Keflavíkurflugvelli.
Ein af tekjuöflunarleiðum
fjármálaráðherra i fjárlaga-
frumvarpi er sú að leggja
gjald á framkvæmdir verk-
taka þ.e.a.s. að taka einskon-
ar prósentur af vinnu þeirra.
Er hér aðallega átt við verk-
taka sem tengjast varnarlið-
ATHUGA-
SEMD
FRÁ
RÚSETA
Reykjavík 2. nóvember 1987
Alþýðublaðið
c/o Ingólfur Margeirsson
ritstjóri
Ármúla 38, Reykjavík
Vegna fréttar í Alþýöublað-
inu föstudaginn 30. október
sl. þar sem m.a. var vitnað til
meints vilyrðis félagsmála-
ráðherra fyrir rýmkun láns-
réttar til Búseta, skal tekiö
fram að hér var átt við vænt-
anleg lög um kaupleiguíbúðir
sem Búseti gæti fallið undir
samanber bréf frá Félags-
málaráðuneytinu 29. júli sl. til
Búseta.
Þetta kemur raunar fram í
fréttinni ef hún er lesin til
enda en ekki aðeins upphaf
hennar.
Vinsamlega birtið þessa
athugasemd við fyrsta tæki-
færi.
f.h. Búseta,
Reynir Ingibjartsson
frkvstj.