Alþýðublaðið - 06.11.1987, Side 3

Alþýðublaðið - 06.11.1987, Side 3
Föstudagur 6. nóvember 1987 3 FRETTIR Tvö börn á grunnskólaaldri: FENGU EKKI SKOLAVIST Skortur á kennurum, að sögn skólastjóra og frœðslustjóra Systkini á grunnskólaaldri hafa hvorki fengið skólavist, né þá sérkennslu sem þau þurfa. Skólastjóri segir að- stöðu ekki fyrir hendi. Fræðslustjóri segir að verið sé að athuga ýmsar leiðir, en þetta sé angi af miklu stærra vandamáli, sem eru kennslu- mál i landinu. Lausn er nú i sjónmáii, að sögn fulltrúa barnaverndarnefndar. Forsaga málsins er sú aö börnin, systkini níu og fjórt- án ára gömul, hafa vegna hörmulegra heimilisaö- stæðna hrakist frá Vest- mannaeyjum og eru nú kom- in á heimili í Húnavatnssýslu. Mikill áhugi er á heimilinu að hafa börnin áfram, en þar sem ekki hefur tekist aö fá pláss í skóla fyrir þau þar, er óvist hvort af því geti orðið. Alþýöublaðið hafði sam- band við Arnar Einarsson skólastjóra Húnavallaskóla og spurði hann hvort börnun- um hefði verið neitað um skólavist í skólanum. Sagði hann að engum væri neitaö um skólavist, ef hægt væri að veita hana. Aöstæður til þess væru ekki fyrir hendi í skólanum eins og væri. Er hann var spurður í hverju það fælist svaraði hann að það vantaði kennara. Að öðru leyti vildi Arnar ekki tjá sig um máliö. Alþýðublaðið sneri sér þá til Guðmundar Inga Leifsson- ar fræðslustjóra Norður- lands-vestra og innti hann eftir málinu. Sagði hann að engum hefði verið synjað um skólavist, en mjög erfitt hefði verið að koma til móts við þær sérþarfir sem börnin hefðu. Sagði hann að málið væri á mjög viðkvæmu stigi og væri veriö að athuga ýms- ar leiðir. Þetta væri mjög við- kvæmt og vildi hann sem minnst um það segja. Varð- andi jpað hvort þetta snerist um sérkennslu sagði Guð- mundur Ingi að börnin hefðu fengiö sérkennslu í sínu heimaumdæmi og kennara- skorturinn úti á landsbyggð- inni væri slíkur að hvorki fengist ráðið í almennar kennarastöður hvað þá sér- kennslu eins og þyrftir að vera. Einnig hefðu börning komiö eftir að skóli var byrj- aður og fyrirvaralaust og því væri ekki búið að leysa mál- ið. „Málið er i vinnslu hjá okk- ur en þetta er litill broddur af stórum Isjaka sem er bæði i kennslu úti á landsbyggðinni og sérkennslu í landinu al- mennt,“ sagði Guðmundur Ingi Leifsson fræðslustjóri Norðurlands-vestra. Alþýðublaðið leitaði til Sól- rúnar Jensdóttur hjá mennta- málaráðuneytinu. Kannaðist hún ekkert við málið og að ekki hefði verið leitað til ráðuneytisins vegna þess. Sagði hún að fræðslustjórar viðkomandi umdæma fjöll- uðu um öll mál af þessu tagi. Horfur eru nú á að lausn sé að finnast samkvæmt upplýsingum sem Alþýðu- blaðið hefurfrá Önnu Karinu Júlíussen félagsráðgjafa í Vestmannaeyjum, en hún hef- ur með málið að gera á veg- um barnaverndarnefndar. Sagði hún að málið hefðf borið brátt að hjá fræðslu- yfirvöldum fyrir norðan, en maður hefði gengiö undir manns hönd að leysa málið. Hún hefði fengið að vita í gærmorgun að hjón sem væru sérkennarar ætluðu að taka kennsluna að sér. „En það er ekki endanleg lausn, það þarf að vinna þetta miklu betur. Þau fá kennslu, en þurfa meira en þau fá núna.“ Lagði hún áherslu á að þetta væri afar vandmeöfarið mál. Svo virðist því sem takist ætli að veita börnunum þá kennslu sem lögboðin er, en á meðan beðið er eftir endan- legri lausn rikir óvissa um hvort börnin geti búið til frambúðar á því heimili þar sem þau eru nú. w Vöruskiptajöfnuðurinn: g OHAGSTÆDUR I SEPTEMBER Hagstœður fyrstu níu mánuði ársins. Verð- mœti útfluttra sjávarafurða jukust um 16%. Vöruskiptajöfnuðurinn við útlönd var óhagstæður um 1.478 millj. kr. í september. Fyrstu níu mánuði ársins var hann hinsvegar hagstæður um 837 millj. kr. Verömæti vöruútflutningsins var 15% meira á föstu gengi en í fyrra. Verðmæti útfluttra sjáv- arafurða jókst um 16%. Verö- mæti innfluttrar vöru var 29% meira fyrstu níu mánuð- ina en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur meðal annars fram í þeim tölum sem Hag- stofa íslands sendi nýlega frá sér. Þar segir að í september hafi verið fluttar inn vörur fyr- ir 5.862 millj. kr. en út fyrir 4.384 millj. kr. vöruskiptajöfn- uðurinn var því óhagstæður um 1.478 millj. kr. en i sept- ember í fyrra var hann óhag- stæður um 89 millj. kr. á sama gengi. Fyrstu níu mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 39.593 millj. kr„ en innflutn- ingurinn nam 38.756 millj. kr. Vöruskiptajöfnuðurinn var því hagstæður um 837 millj. kr. en á sama tima í fyrra var hann hagstæður um 4.572 millj. kr. á sama gengi. Verðmæti vöruútflutnings var 15% meira fyrstu niu mánuði ársins, á föstu gengi, miðað við sama tíma í fyrra. Verðmæti innflutnings var hinsvegar 29% meira. Sjávar- afuröir voru um 78% alls út- flutnings og jókst verðmætið um 16%. Útflutningur á ári var 22% meiri, en útflutning- ur kísiljárns dróst saman um 18%. Olíuinnflutningur var 6% minni fyrstu niu mánuðina en á sama tíma í fyrra. Skipa- kaup voru mun meiri en í fyrra, en engin meiri háttar kaup voru á flugvélum eða flugvélahlutum. FIMM PUNDA FERÐALAG Tveir breskir slökkviliðs- menn hafa tekist á hendur að ferðast svo lengi sem þeir komast fyrir 5 pund. Þetta gera þeir til að afla fjár fyrir sjúkrahúsbyggingu og svo furðulegt sem það kann að virðast eru þeir komnir alla leið til íslands og eiga þó fimm pundin enn ósnert i far- angrinum. Þessir ferðalangar hafa að sjálfsögðu ekki enfi á því að eyða stórfé i hóteigist- ingu, þannig að meðan á ís- landsdvölinni stendur, gista þeir hjá starfsbræörum sfn- um á slökkvistöðinni í Reykjavík. Að vera Víetnami á íslandi: HVAÐ GERUM VID FYRIR FLOTTAFOLK? Þegar flóttafólk kemur til íslands ber íslensku þjóðfé- lagi að veita þessu fólki alla mögulega hjálp sem það get- ur. Veita þeim húsaskjól, at- vinnu og koma þeim til náms i íslensku. Það var einmitt gert 1979 þegar hingað komu um 30 Víetnamar. Börnin fengu eins árs íslensku- kennslu, og fullorðna fóikið átta mánuði. En er þetta nóg? Hólmfrið- ur Gisladóttir, hjá Rauða kross íslands telur það. „Full- orðna fólkið fékk kennslu í málinu og um þjóðfélagið i átta mánuði og börnin í eitt ár. Þaö er auðvitað misjafnt hvernig hver og einn kom út úr náminu og sumir flosnuðu sjálfkrafa upp vegna þess aö það vildi komast út á vinnu- markaðinn. Hólmfriður sagði einnig að það væri mjög mik- ilvægt fyrir þetta fólk að kynnast íslendingum og þar með þjóðfélaginu. Það hefur gengið mjög vel og engra for- dóma hefur gætt. Ólöf Garöarsdóttir hefur unnið ritgerð um vfetnam- önsk börn á íslandi. í henni kemur m.a. fram að sú ís- lensku kennslasem börnin fengu væri ekki nóg. Þar af leiðandi gengur þeim ekki nógu vel i skóla og þá sér- staklega fögum þar sem námsefnið er allt Islenskt lesmál t.d. saga. „Auk þess fá þau enga auka-islensku- kennslu nema þá sem er tek- in af sérkennslukvóta skól- anna.“ Ólöf taldi einnig að fullorðna fólkið stæöi illa í málinu, bæði væri erfitt að skilja það og það ætti f erfið- leikum með að tala. En þrátt fyrir að bæta megi islenskukennsluna má ekki gleyma því að kennsla í móð- urmáli barnanna verður að vera til staðar líka. í gegnum tíðina hafa rannsóknir sýnt að góð undirstaða i móður- málinu skilar betri afköstum í öðrum tungumálum. Þessi kennsla er þó ekki til staðar og leituðum við álits hjá Ólöfu og Hólmfríði út af því. Ólöf sagði að það væri ein- hvern veginn þannig viðhorf í þjóöfélaginu að þaö eigi bara að kenna þeim Islensku." Um tima var kennd kín- verska (Vesturbæjarskóla en þvl var hætt m.a. vegna kenn- araleysis og skorts á náms- efni en Ifka kannski viljalevsi íslenskra yfirvalda." Hólm- fríöur sagði það I rauninni ógjörning að kenna þessu fólki móðurmál sitt. Það væru af svo misjöfn- um uppruna að það þurfti aö kenna t.a.m. kinversku, kant- önsku og vietnömsku. Og á íslandi eru fáir, eða enginn sem kynni þessi mál nógu vel til þess að geta kennt þau. Hólmfríður lagði áherslu á það að það hefði ekki veriö illa staðið að islenskukennsl- unni. En það sem þyrfti að bæta um betur og mennta- málaráðuneytið hefur staðið sig illa I er aö útbúa kennslu- bækur í islensku fyrir fólk sem kemur frá gjörólíku þjóð- félagi og hefur ekki ensku sem millimál. Einnig þyrfti að vera i gangi á hverjum vetri opið tilboð í kvöldskólum í fslensku fyrir þetta fólk. Um þetta efni má lesa meira um I helgarblaði Al- þýðublaðsins sem kemur út á morgun. Þar fjallar Þorsteinn Helgason um Vietnam á ís- landi.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.