Alþýðublaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 28. nóvember 1987 LÍTILRÆÐI Flosi Ólafsson skrifar Bókstafirnir S.S. hafa í áttatíu ár staðið fyrir Sláturfélag Suðurlands — þ.e.a.s. á íslandi. íáttaáratugi hefurSSverið virt, dáð og elskað fyrirtæki og þjóðin hefur kunnað að meta það að til skamms tíma hefur Sláturfélag Suðurlands fylgt þeirri megin- reglu að ganga ekki milli bols og höfuðs á öðru en ferfætlingum og breyta þannig bú- fénaði bænda í matvöru handa okkur neyt- endum að borða. Það er athyglisvert og raunar aðdáunar- vert hvernig Sláturfélag Suðurlands hefur allt framá þennan dag getað sneitt hjá hryðjuverkum sem stundum voru þó nær- tækari en guðsbarnaathæfið í gegnum tvær heimsstyrjaldir, skeggöld og skálm- öld. Mér dettur þetta svona í hug vegna þess að fyrir rúmum sextíu árum var stofnað annað sláturfélag í Þýskalandi sem líka bar einkennisstafina SS. í fljótu bragði gat virst að markmið og til- gangur beggja félaganna væri hið sama, semsagt slátrun, en þegar betur er að gáð var hér alla tíð um gerólíka starfsemi að ræða. SS (Schutz-Staffel) í Þyskalandi ein- beitti sér að því að gera tvífætlinga höfðinu styttri þarsem afturámóti ferfætlingar voru, eftir því sem best er vitað, einu fórnarlömb Sláturfélags Suðurlands. Nú virðist hafa orðið stefnubreyting hjá SS á Islandi. Af einhverjum ástæðum virðist þetta gamla virta og elskulega sláturfélag hafa tekið upp þá stefnu að slátra ekki bara ferfætlingum, heldur líka sínum eigin fyrir- tækjum og ekkert ósvipað því þegar storm- sveitir Himmlers (SS) gengu 1934 milli bols og höfuðs á SA, og voru þó SS og SA í raun og veru sami grautur í sömu skál. Tveir angar af sömu rót. Fyrirtækið sem Sláturfélag Suðurlands virðist ætla að slátra að þessu sinni er Nýi-bær, vörumarkaður við Eiðisgranda og hét áður „Vörumarkaðurinn". Aðferðin er frjáls — eða öllu heldur „frjálsleg" — álagning. Eftir niðurstöðuna af verðkönnun Verð- lagsstofnunar um daginn get ég ekki hugs- að mér að koma inní þessa verslun og er þó búinn að vera þar fastur kúnni árum saman. Og ég er ekki einn um það. Kúnnarnir hverfa, verslunin deyr. Eiginlega kveð ég Vörumarkaðinn með nokkrum söknuði. Þarnavarágætt að koma, hitta mann og annan, lenda á kjaftatörn og snúast í hringi. Aldrei varð ég varvið að vörurnar í þessari verslun væru verri en í öðrum verslunum og afgreiðslufólkið var alveg eins elskulegt og annars staðar, mikil ósköp. Já, já. Þarna eyddum við heiðurshjónin konan mín og ég þrjátíu-fjörutíu þúsundum á mánuöi og vorum ekki svo mikið að spögl- éra í því. Ég stóð stundum fyrir aftan hana, þegar hún var að tína í körfuna og ræskti mig harkalega, eða kleip hana í handlegg- inn, þegar mér fannst hún vera að fylla körf- una af einhverjum óþarfa, en þá sagði hún með festu: — Vertu ekki að þessu þrasi. Það kostar þetta að halda heimili. Allt var í svo undur góðu gengi. Vöru- markaðurinn, seinna Nýi-bær var svona einsog vísirað litlu himnaríki þarsem góðir og vondir, vinir og óvinir, ríkir og fátækir, karlarog konur, svifu um með litlu hjólakörf- urnar sínar fullar af þessaheimsgæðum. Þetta vareinsog paradísarheimt og þarna ríkti himnaríkisstemmning. Nýi-bær, þessi kjöt-fisk og nýlenduvöru- markaður Sláturfélags ^uðurlands var einsog lítið musteri. Og allir voru svo undur glaðir og kátir. En Adam var ekki lengi í Paradís. Ógæfan reið yfir einsog holskefla með öllum sínum þunga. Verðlagsstofnun gerði verðkönnun í Nýja-bæ. Og öllum datt í hug það sem frelsarinn sagði forðum: — Musterinu hefur verið breytt í ræn- ingjabæli. Sláturfélag Suðurlands er semsagt eig- andinn að vörumarkaðinum Nýja-bæ á Eiðisgranda. Þessadaganaer í þeirri ágætu verslun tómlegt um að litast sem von er. Það var semsagt gerð verðkönnun og við- skiptavinirnir komust að því að þeir höfðu verið hafðir að fíflum frá því að SS keypti þennan vörumarkað fyrir nokkrum mánuð- um. Verðkönnunin sýndi að svotil allurvarn- ingur er þarna dýrari en í öðrum verslunum, ekki barasvolítið dýrari, heldurmiklu dýrari. Af 265 vörutegundum í könnuninni var Nýi- bær með hæsta verðið í 157 skipti, aðrar verslanir allar með hæsta verð innan við 40 skipti (að undanskildu J.L. húsinu) og allt niður í 5 skipti af 269 (Fjarðakaup). En Nýi- bærvarsemsagt dýrastur í 157 skipti af 265. Á meðan þessi verslun hét Vörumarkað- urinn gerðist ég fastur viðskiptavinur og á þeim tíma voru gerðar tvær verðkannanir sem ég man eftir, í feb.-mars 1984 og í maí 1986, og þá kom Vörumarkaðurinn ágæt- lega út. Eftir að SS keypti fyrirtækið og tók frjálsu verðlagninguna í sína þjónustu hafa mál skipast þannig að neytendur hafa ekki ráð á að versla þarna lengur. Viðskiptavinir eru rasandi og ég segi fyrir mig: Eftir verð- könnunina kem ég ekki þarna inn fyrir dyr. Ekki fyrr en verslunin hefur skipt um eig- endur. Og ég er ekkert einn um þetta. Það mun verslunarmiðstöðin á Eiðisgranda fá að sjá á næstunni. Það eru nefnilega orðin takmörk fyrir því hvað fólk lætur bjóða sér. Við förum bara annað, þar sem skaplegra verð er boðið. Þarna slátraði Sláturfélag Suðurlands sínu eigin afkvæmi, Nýja-bæ og líklega allri verslunarmiðstöðinni á Eiðisgranda í leið- inni og kannske meira að segja sinni eigin framleiðslu. Bravó fyrir verðlagsstofnun, Neytenda- samtökunum og sjónvarpinu. Teygðu úr tólunum - við erum búnir að ouka bilið á milli sœtanno arnarflug

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.