Alþýðublaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 28.11.1987, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 28. nóvember 1987 FJORÐUNGUR ÞJOÐARINNAR I FLOTTAMANNARUÐUM I fyrra mánuði voru stjórnendur margra fram- haldsskólanna í kynnisferð um Israel. Slíkar heim- sóknir eru oft gagnlegar og ísraelska skólakerfið er athyglisvert fyrir ýmsar sakir. Þar háttar t.d. þann- ig að meira en 10 sinnum fleiri gyðingar en Palest- ínumenn njóta háskó/agöngu (og þetta eru hlut- fallstölur); að palestínskir grunnskólanemendur eru skólaðir í gyðingamenningu og hebresku en fá ranghugmyndir eða engar um sína eigin arabísku menningu; að á hernumdu svœðunum, þar sem Palestínumenn eru hvað flestir, ritskoðar ísraelska herstjórnin allt námsefni vandlega og rekur kenn- ara og nemendur sem sýna þjóðernislega tilburði eða vilja ekki sverja af sér alla hollustu við PLO. En um þetta fengu is- lensku skólamennirnir næsta lítið að vita enda skipulagði menntamálaráðuneytið í Is- rael förina. Þessar upplýsing- ar má hins vegar fá t.d. úr fjölmörgum skýrslum frá Sameinuðu þjóðunum eða t.a.m. úr ágætu hefti sem nefnist „A Profile of the Pal- estinian People“ eftir Edward W. Said og fleiri góða fræði- menn. ísrael er nefnilega ekkert venjulegt ríki. Það er her- námsveldi, ríki sem grund- vallast á blóði og sverði, ríki sem hefur hrakið frumbyggj- ana burt af landi sínu eða heldur þeim undir sverðinu. En þessi hlið málanna er rík- inu ekki annt um að haldið sé á lofti. Þess vegna er gott að fá fólk í heimsókn og mat- reiða fyrir það aðra sögu. ... ekki flótta- menn að venjulegum skilningi því þeir voru hraktir að heiman og híða lausnar og heimferðar. Hver á Palestínu? Jahve gaf okkur landið, segja ísraelsmenn, og hér stóð riki okkar og menning um aldir. Staðreynd er að Is- raelsmenn (Hebrear) komu til Palestínu upp úr 1500 f.Kr. og að Rómverjar brutu niður riki þeirra á 2. öld e.Kr. Palestínu- arabar hafa hins vegar búið á þessu landsvæði síðustu ald- irnar og verið í miklum meiri- hluta langt fram á þessa öld. Fjöldi gyðinga í Palestínu var þanmg tyrr á öldinni sam- kvæmt manntali Breta sem fóru með „umboðsstjórn" yfir landinu. svæðunum á vesturbakka Jórdanar og á Gaza-svæðinu. Sjálfstæö stjórnmálastarf- semi frá þeirra hendi er víð- 1931 1936 1946 Gyðingar 174.606 384.078 608.225 Heildaríbúafjöldi 1.033.314 1.366.692 1.912.112 Tilkall gyðingatil Palestínu var auðvitað byggt á heldur haldlitlum rökum: 2000 ára gömlum veruleika. Indíánar ættu heimtingu á Norður-Am- eríku meö meiri rétti. Þetta gerðu forystumenn síonista sér Ijóst og þvi lögðu þeir allt kapp á að breyta veruleika dagsins sér í hag. Þeir tóku að skipuleggja fólksflutninga til Palestínu um aldamótin síðustu og ryðja aröbum úr vegi, ýmist með fulltingi bresku umboðsstjórnarinnar eða í andstöðu við hana. Síð- an stofnuðu þeir Ísraelsríki og með fjórum landvinninga- stríðum stökktu þeirenn fleiri Palestínumönnum á flótta eða gerðu þá að óæðri þegnum í ríki sínu. Þannig reyna þeir að skapa nýjan veruleika með háþróaðri hernaðartækni og gífurlegu erlendu fjármagni. Þeireign- uðust sitt ríki og um leið sköpuðu þeir „þjóð án lands“ — Palestínumenn. Palestínumenn eru þjóö Enginn vafi er á því að ísra- elsmenn hafa eflt þjóðarvit- und Palestínuaraba. Hernám, útlegð og kúgun eru vopn sem snúast í hendi kúgarans og efla þjóðerni þess undir- okaða; þá kennd sem er svo öflug til góðra verka og illra. Palestínumenn eru nú á margan hátt „gyðingar" okkar tíma. Þeir hafa i besta falli ríkisfang þeirra landa sem þeir búa i — ísraels, Jórdaniu o.fl. Meira en milljón þeirra eru án ríkisfangs í arabalönd- um og nær hálf önnur milljón réttindalaus undir yfirráðum ísraelsmanna á hernumdu ast illa séð eða bönnuð, eink- um þar sem ísraelsmenn ráða. ísraelsmenn brjóta flest mannréttindi á Palestínu- mönnum, svo sem rétt til heimilis, sjálfsákvörðunar, frjálsrar tjáningar o.fl. og þeir láta sér fátt um finnast þó að heimsbyggðin fordæmi þá fyrir brotin — Amnesty Inter- national, Sameinuðu þjóðirn- ar og fjöldi ríkja. Rúmlega 2 milljónir Palest- ínumanna, nær helmingur þeirra, eru skráðar hjá Palest- (nuaðstoð Sameinuðu þjóð- anna (UNRWA) og rúmlega helmingur þessa hóps býr í flóttamannabúðum. Þessir Palestínumenn eru ekki flóttamenn að venjulegum skilningi því þeirvoru hraktir að heiman og bíða lausnar og heimferðar. Á meðan þurfa þjóðir heims að hlaupa undir bagga og hjálpa þeim að eignast húsaskjól og menntun fyrir börnin. Fram- kvæmdastjóri UNRWA, Giorgio Giacomelli, var hér á dögunum og talaði um að stofnunin berðist í bökkum. Á alþjóðlegum samstöðudegi með Palestínuþjóðinni, 29. nóvemþer, væri vel til fundið að ákveða að auka okkar skerf. Þann dag verðureinnig stofnað í Reykjavík félagið Ísland-Palestína. Palestínsku flóttamennirnir hafa lagt mikla áherslu á menntun, segir m.a. í nýlegri skýrslu Sam- einuöu þjóöanna. VERÖLD Þorsteinn Helgason skrifar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.