Tíminn - 27.09.1967, Qupperneq 1
219.
— Miðvikudagur 27. sept. 1967 — 51. árg
Gerist áskriíendur að
TtMANUM
Hringlð i síma 12323
Augtýsing í TÍMANUM
teenwur daglega fyrir angu
86—166 þúsund lesenda.
BRUARGERD VIÐ
BORGARNES ER
NÚ í ATHUGUN
Þannig mun hugsað a8 brúin liggi, eSa eins og þverrákirnar milli
Seleyrartanga og Bjargs.
EJ-Reykjavík, þriðjudag.
Nú í sumar hefur verið
unnið nokkuð að mælingum
í Borgarfirði í sambandi við
hugsanlega brúargerð yfir
f jö-ðinn. Munu mælingar
bær, sem gerðar hafa verið,
hafa leitt í Ijós að ef væn-
legt verður talið að reisa
brú yfir fjörðinn, þá ætti
hún að liggja frá Seleyrar
tanga yfir að Bjargi norðan
megin við fjörðinn. Mun
talið heppilegast að byggja
tvær brýr — þ. e. brúa ál-
ana en fylla upp á milli
þeirra. Halldór E. Sigurðs-
son, sveitarstjóri í Borgar-
nesi, og alþingismaður,
sagði í viðtali við blaðið í
dag, að ekki væri ólíklegt,
að framkvæmdir yrðu í
þessu máli á næsta áratug,
eða innar. þess tíma.
Hailldór sagði, að afstiaða
manna til pessa máls hefði
noktouð breytzt, þannig, að
það þæ.tti ekki lengur nein
glæframennska að tala um
brúna. — Og ég myndi telja,
að framtovæmdir yrðu í þessu
máli á næsta áratug, eða inn
an þess tíma. Þá miða ég m. a
við það, að þegar farið er að
skoða málið ofan í kjölinn, get
utr þetta orðdð ódýrasta leiðin.
Umferðin er orðin það mikil
hér, að vegurinn hér ætti að
vera hraðbraut. Ef sami vegur-
inn verður á sínum tíma byggð
ur upp, þá verður að byggja
upp brýrnar og veginn hér fyr
ir innan, þ. e. Hvitárbrúna og
Ferjukotssíkin og allt það.
Og þær framkvæmdir væru
miklu dýrari en brú yfir Borg
arfjörð. Þess vegna held ég
að þetta fari svona. Hins veg-
ar játa ég, að ég hef alltaf ver
ið bjartsýnismaður í þessu
máli, en það eru fleiri orðnir
nú. — sagði Halldór.
Ef af þessari brúargerð verð
ur í framitíðinni, þá má búast
við að brúin liggi frá Bjargi
norðan fjarðarins yfir tíl Seleyr
ar. Er ekki ósennilegt, að þá
yrði landtaka að norðan valin
annað hvort ofan til í túninu
á Bjargi, eða neðst í þvi, en
þar eru klettar og því sterkar
undiirstöður. Hér að sunnan
má ætla, að landtakan verði á
Seleyrartanganum eða innan til
á Seleyrinni. Við brúargerðina
mun leiðin til Borgarness stytt
ast um 30 km. og samsvarandi
stytting verður á vestur- og
norðurleið.
Líklegt er talið, að heppileg
ast þytoi að skipta brúnni í
tvennt — brúa álana, en fylla
hitt upp. Myndi öll leiðin verða
tæpir tveir kílómetrar.
Mælingarnar hafa bæði ver i
ið gerðar á botndnum og land
tötounum. Þá hefur verið at-
hugað um vegarstæði að brúar
endanum að sunnanverðu, en
heppilegast mun taiið að sá
vegur liggi fyrir sunnan Sel-
eyrarbrúna.
Þessar mælingar munu hafa
styrkt vonir þeirra, sem vilja
fá brú yfir Borgarfjörð.
Viðhorf eftir kosningar í Noregi á mánudag:
Tilhneiging til vinstri -
engin áhrif á landsmál
★ Heildarúrslit iiggja ekki
enn fyrir • norsku bæjar- og
sveitarstjómarkosningunum í
gær, en aðeins er eftir að telja
í sex sveitarfélögum og þremur
dttum hverfum í Osló. Kjör-
sókn var óvenju dræm.
★ Breytingar hafa orðið litl
ar frá síðustu kosningum,
Verkamannaflokkurinn og
Hægri flokkurinn hafa tapað
lítillega, en Sósíalistíski þjóðar
flokkurinn. Vinstri flokkurinn
og Miðflokkurinn hafa unnið lít
<ð eitt á. Kommúnistar hafa tap
að ofurlillu, en Kristilegi þjóð
arflokkurinn staðið i stað.
Segja má, að mjög litlar
breytingar hafi orðið í norsku
hæjar- og sveitarstjórnarkosn-
mgunum. Heildarniðurstaða,
þegar btiið var að telja í lang
flestum kjördæmum og kjör-
deildum var svohljóðandi:
'Fyrsti dál'kur er heildarat-
Kvæðatala, síðan i %, þá frávik
i % miðað við síðustu bæjar-
0» sveitarstjórnarkosningar og
loks sams konar frávik miðað
við Stórþingskosningarnar
1965).
Verkamannaflokkur:
807161 44,3 h-1,5 0,8
Hægri flokkur:
341564 18,8 -h0,7 -4-1,1
Vinstri ftokkur:
178362 9,8 1,2 4-0,4
Miðflokkur
173740 9,5 0,9 0,0
Krlstil. þjóðarfl.
129295 7,1 0,1 4-0,8
Sósíal. þjóðarfl.
93545 5,1 2,3 4-0,9
Kommúnistar:
21487 1,2 4-0,7 4-0,2
Morsku blöðin skrifa að von
um um úrslitin. Dagblaðið
(Vinstri) segir, að úrslitin sýni
staðfestuna í norskum stjórn
malum. Stiórnarflokkarnir hafi
hvorki fengið sérstaka traust-
vfirlýsingu né vantraust. Kosn
ingarnar munu þvi ekki hafa
neinar afleiðingar i bili varð-
andi Landspólitíkina. segir blað
ið. Þá bætir blaðið þvi við, að
ofurMtil tilhneiging til vinstri,
sem toomið hafi fram í heildar
úrslitunum. merki það, að
Framhald á bls. 14.
NÝR FJÁR-
SJOÐUR
F
EJ—Reykjavík, þriðjud.
Ekkert lát virðlst á
f jársjóðafundum þessa
dagana Nú um helgina
var frá því skýrt, að enn
eitt skipsflakið hefði
fundizt og væri áætlað,
að í því væru silfurdúkat
ar, er gætu verið allt að
1000 milljón króna virði.
Fannst skipsflak þetta
við Shetlandseyjar.
Kafararnir, sem fundu
þetta skipsflak, hafa stund
að leit sína með mikilli
leynd síðustu þrjú árin.
Hafa þeir nú þegar flutt í
and um 4000 silfurdúkata
úr kistu, sem þeir fundu í
skipsflakinu. Er taUð að
hver silfurpeningur geti ver
ið allt áð 1800 króna virði.
Kafararnir gizka á, að enn
néu um 600.000 silfurpening
ar á hafsbotninum.
Flakið er af kollenzku
skipi. „Liefde“ Var þetta
Austur-Indíafar, sem sökk 7.
nóvember 1711. Flutti skipið
silfurpeninga og dýra
málma Áætlað er, að toostn
aðurinn við leitina að skips
flakinu hafi nú þegar kostað
kafarana á sjöunda hundrað
þúsund krónur. Hafa þeir
notað sérstakán útbúnað,
sem þeu hafa sjálfir fundið
upp, við leit flaksins.
Kafararnir standa nú j
samnmgaviðræðum við hol-
’.enzku ríkisstjórnina, sem á
rétt a flakinu. Er búizt við,
að þeir fái ríflega þau 33%
aí verðmœti fjársjóðsins
sem brezk yfirvöld greiða
venjulega til þeirra, sem
finna fjársjóði, er brezka
ríkisstjórnin hefur eignar-
réttínr á Munu kafararnir
því græða álitlega fjárupp-
hæð á fundinum.