Tíminn - 27.09.1967, Side 3

Tíminn - 27.09.1967, Side 3
MfÐVlKUÐAGUR 27. september 1967 TIMINN STORF SEXMA NNA NEFNDA R DRAGAST ENN Á LANGINN Fulltrúar neytenda fá vikufrest til að skila tillögum EJ-Reykjavík, þriðjudag. Stör^ sexmannanefndarinn- ar dragast nú enn á langinn. Sáttasemjari hefur veitt full- trúum einnar viku frest til að skila tillögum sínum um verð lagninguna, en fulltrúar fram leiðenda skiluðu sínum tillög um strax 5. september. Frá því sexmannanefndin fékk tillögin framieiðenda í hendur hef ur hún setið að störfum en lítið miðað í samkemulagsátt. Málinu hefur nú verði vísað til sátta- semjara að kröfu fulltrúa fram- leiðenda, og hefur hann nú veitt þennan vikufrest fyrir fulltrúa neyteuda og ganga frá tillögum af sinni hálfu. Munr stört sexmannanefndar- ínnar því enn dragast um eina viku. Héraðsmót að Höfn Hornafirði AgústPetersen sýnir í Fyjum Hcraðsmót Framsóknarmanna í Austur-Skaftafellssýslu verður haldið að Sindrabæ laugardaginn 30. september n. k. og hefst kl. 9 síðdegis. Ræður og ávörp flytja: Páll Þor steinsson alþingismaður og Tóm as Árnason, hæstarréttarlögmaður. Óperusöngvararnir Sigurveig Hjaltested og Guðmundur Guð- jónsson syngja. Jón Gunnlaugsson gamanleikari skemmtir. Hljóm- sveit leikur fyrir dansi. Páll Tómas BT-Reykj avík, miðvikudag. Ágúst Petersen listmálari opn- ar málverkasýningu í Vest- mannaeyjnm n.k. laugardag, 30. sept. Á sýningunni verða 20 mynd ir, íog þær verða allar til sölu. Meðal myndanna verða nokkrar landslagsmyndir frá Vestmanna- eyjum. Ágóst Petersen sýndi í fyrra- haust í Bogasalnum og 1958 sýndi hann í sýningarsalnum sem þá var í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu. Auk þess hefur hanr tekið þátt í samsýningum og átt mynd- ir í sýningarglugga Morgunlblaðs- ins og á veitingahúsinu Tröð í Reykjavík. Undanfarin ár hefur Ágúst ferð azt mikið um landið til að leita sér fyrirmynda. Myndirnar, sem hann sýnir í Vestmannaeyjum, eru málaðar á síðustu þremur ár- um, allar fígúratúvar en ekki ahstrakt. Ágúst er Vestmannaeyingur að uppruna. Hann segist lengi hafa fengizt við að mála, og aðspurð- ur kvaðst hann hafa byrjað að fara með olíuliti 14 ára að aldri. Með myndum sínum segist hann leitast við að skapa eitthvert traust sem beri í sér sígilt lífsmagnið, eitthvað sem spegli vitund manns ins, æðstu tilfinningar og hugsan- ir hans. Hann hefur fengið góða dómg listgagnrýnenda fyrir mynd irnai' á fyrri sýningum sínum. Ágúst segir í sambandi við för ina með myndirnar til Vestmanna Framhald á bls. 15. Listamaðurinn við eina mynd sína. (Tímamynd: Gunnar) FÆREYINGAR HÉR AD KYNNA SÉR SLÁTRUN OG ÍSL. SLÁTURHUS Að lokinni heimsókn á hrútasýningu að Bergshyl. Lengst til vlnstri er Danjal Pauli Danielsen, formaður Jarðaráðs Færeyja, Halldór Pálsson, búnaðarmálastjóri, Joannes Paturson, kóngsbóndi í Kirkjubæ og Karsten Rasmunssen, skrifstofustjóri í Jarðaráði. (Timamynd Gunnar). OÓ®eykjiaivík, mánudag. Sjö Færeyingar, sem allir eru framámenn í landbúnaðar- málnm, í Færeyjum hafa dval- ið hér á landi í vikutíma og kynnt sér slátrun og sliturhús á fslandi. Hefur Sláturfélag Suðurlands aðaUega greitt götu Færeyinganna og hafa þeir ferðazt talsvert um land- ið og skoðað sláturhús og fyr- irkomulag þeirra. Einnig hafa þeir kynnt sér samvinnu ís- lenzkra bænda um réttun sauð f jár og sölu afurðanna. Tfldrög þess að Fær- eyingamir komu hingað eru þau, að á s.1. vori fór Jón Bergs, forstjóri Sláturfélagsins til Færeyja og hélt þar erindi um fyrirtækið sem hann veilir forstöðu, á vegum Búnaðarfé- lags Færeyja. Skýrði hann þar frá uppbyggingu fyrirtækisins og starfstilhögun allri. Vakti erindi þetta mikla athygli for- ystumanna í landibúnaði í Fær eyjum, að hingað er komin sendinefnd til að kynna sér slátnun og afurðlasölu íslenzkra bænda. Fyrir sendinefndinni er Kristian Djurhuus, varalög- maður Færeyja. Hann á sæti í landsstjóminni og fer þar m. a. með landbúnaðarmál. Aðr- ir nefndarmenn eru Thomas Joensen, formaður Búnaðarfé lags Færeyja, Danjal Pauli Dan ielsen, formaður Jarðaráðsins, Joannes Paturson, bóndi í Kinkjubæ, varaformaður Bændafélags Færeyja. Vil- hjálmur Paturson, nefndarmað ur í Jarðaráði, Oliver Aaberg, forstjóri og Karsten Rasmus- sen, skrifstofustjóri í Jarða- ráði. S.l. sunnudag, fóru Færey- ingarnir austur að Bergshyl í Hrunamannahreppi og skoð úðu þar hrútasýningu. Leizt þeim vel á skepnumar og ekki síður hvernig slíkum sýningum er hagað og hvílíkt gagn bænd- ur geta haft af þeim. Þegar Fær eyingarnir óku um grösúgt sléttlendið á Suðurlandi gátu þeir ekki orða bundizt, að munur væri á landgæðúm til ræktunar í Færeyjum og á ís- landi og að mikill væri mun- urinn á öllu því óræktaða og grösuga sléttlendi og snarbrött um hlíðum Færeyja, þar sem nær allt ræktunarhæft land væri þegar nýtt og litlir mögu- leikar til ?ð fá þar meiri hey- feng en nú er. : / Tíminn hafði tal af nokkr- um Færeyinganna og bar þeim öllum saman um að færeyskir bændur og samtök þeirra gætu mikið af íslendingum lært, sér staklega i sambandi við slátr- un á fé og á hvaða hátt þeir koma afurðum sínum á mark- að. Kristian Djurhuus sagði að í þessum málum byggju Fær- eyingar við ævafornit fyrir- komulag sem án efa sé orðið úrelt og kvaðst hann vona að með því að taka sér íslendinga til fyrirmyndar gætu færeyskir bændur komið afurðasölumál- um sínum í það horf sem nú- tíminn hlýtur að krefjast. í margar aldir hafa Færeyingar stundað fiskveiðar og landbún að jöfnum höndum, en þró- unin þar í landi sé sú sama og annars staðar að sífellt meiri sórhæfing sé nauðsyn- leg. Sá tími er liðinn, að menn geti stundað sjá hluta ársins og sinnt landbúnaði á milli. Nú stunda bændur sín störf allan ársins hring og sjómenn fást ekki lengur við landbún- að. Aðalgrein landbúnaðarins er sauðfjárrækt. Samt eru Færey- ingar ekki sjálfum sér nægir með kindakjöt og verða að flytja inn talsivert magn frá Noregi og íslandi. Mjólkur- framleiðslan er ekki meiri en svo að flytja verður inn smjör og ost, aðallega frá Danmörku. — En, siagði Djurhus, — það sem edn'kum vakir fyrir okkur með heimsóknimni til íslands er að kynna okkur slátunhús og fyrirkomulag iþeirra. Þótt mikil sauðfjárrækt sé í Færeyjum er ekkert sláturhús til á eyjun- uim. Að langmestu leyti er um heimaslátrun að ræða og þeir sem ekki eiga sauðfé kaupa það af bændum, og þá alltaf á fæti. Síðan slátrar hvert heim ili fyrir sig. Kaupa þá menn af nágrönnum sínum eina eða fleiri kindur og sér hvert heim ili um að vindþurrka sínar kjötbirgðir. Einnig er nokkuð um að kaupmenn kaupi fé á fæti og láti slátra og selji síð- an afurðirnar í verzlunum sín- um. En sama saga er með þá, að þeir eiga engin sláturhús og er aðstaða þeirra til slátr- unar engu betri en hjá öðr- um. Ekkert eftirlit er með slátrun sauðfjár í Færeyjum enda erfitt að koma því við, þar sem hver slátrar fyrir sitt bú. Djurhuus kvaðst álíta að flest sláturhúsin sem þeir hafa skoðað hérlendis séu stærri en Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.