Alþýðublaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 1
r Þórarinn V Þórarinsson framkvœmdastjóri VSl: ÞURFUM 10 MILLJARDA EF HALDA Á SAMA KAUPMÆTTI „Það er í raun lítill hópur á lœgstu launum, “ segir framkvœmdastjóri Vinnuveitendasambandsins „Það er ekkert óeölilegt að kaupmáttur lækki þegar kaup hækkar og verðbólga eykst, sagði Þórarinn V. Þórarins- son, framkvæmdarstjóri Vinnuveitendasambands ís- lands er Alþýðublaðið innti hann álits á fullyrðingum Verkamannasambandsins að Þórarinn V. Þórarinsson kaupmáttur lægstu launa hefði lækkað um 5% síðan í október. Kaupmáttur þessa árs er um 20—25% lægri nú en í fyrra og til að koma því á réttan kjöl, sagði Þórarinn að þyrfti um 10.000 milljón króna lán. „Það er I rauninni lítill hóp- ur á lægstu launum, sagði Þórarinn, en aftur á móti taka velflestir hópar mið að lægstu launum. Þórarinn sagði hér ekki um einstakl- inga að ræða heldur alla, þvl að ef einn fær launahækkun vilja allir fá það sama. Hvort sem maður er með 300.000 kr. eða 15.000 kr. I laun gerir hann kröfu á hækkun vegna rýrnandi kaupmáttar, sagði Þórarinn." Ef horft er á kaupmátt lægstu launa frá því í nóvem- ber í fyrra er hann 20—25% hærri. Við búumst ekki við að kaupmáttur stefni upp á við núna, verði í mesta lagi í láréttri stöðu, sagði Þórarinn. Til þess að geta haldið kaup- mætti þessa árs eins og á þvl siðasta taldi Þórarinn að þyrfti um 10.000 milljón króna lán. FRAMSOKN OG SJÁLF- STÆÐIS- FLOKKUR STANDA í VEGI FRAMFARA, segir Þröstur Ólafs- son í ítarlegu viðtali við Alþýðublaðið sem birtist í blaðinu á morgun. Gœði og glœsileiki í fyrirrúmi Þessi fallegi sími er hannaður af hinu rómaða fyrirtœki Bang og Olufsen. Beocom er tónvalssími með 11 númera minni, sjálfvirkt endurval og á honum er spjald með minnisblokk. Undir spjaldinu er símaskrá fyrir númer í minni og leið- beiningar á íslensku um notkun sítnans. Beocom ersíminn fyrirpá, sem vilja nútírna tcekni í fallegri hönnun. PÓSTUR OG SIMI Beocom símann fcerðu í söludeildum Pósts og síma íKringlunni, Kirkjustrceti og á póst- og símstöðvum um land allt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.