Alþýðublaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 5
Föstudagur 11. desember 1987 5 „HEIMILDIN BRÁST“ Fréttastofa útvarps sendir frá sér greinargerð vegna frétta um Stefán Jóhann Stefánsson sem Norðmaðurinn Dag Tangen var heimild að. % Stefán Jóhann Stefánsson Alþýðublaðinu hefur borist eftirfarandi greinargerð frá fréttamönnum Ríkisútvarps- ins vegna umræðunnar um mál Stefáns Jóhanns Stefánssonar: „Mánudaginn 9. nóvember 1987 skýrðu blöð í Noregi frá því að Dag Tangen sagnfræð- ingur hefði undir höndum gögn, áður óbirt skjöl, sem sönnuðu m.a. að Hakon Lie, aðalritari norska Verka- mannaflokksins 1945—1969, hefði haft náið samband við menn í bandarísku leyniþjón- ustunni OSS (síöar CIA). Þessar upplýsingar vöktu mikla athygli í Noregi og var mikið fjallað um málið í blöð- um, útvarpi og sjónvarpi þann dag og næstu daga. í hádegisfréttum norska út- varpsins þennan sama mánu- dag var rætt við Tangen og þar heyrði fréttaritari FÚ í Noregi hann segja frá því að hann hefði einnig önnur gögn, m.a. um ísland. Erfitt var fyrir fréttaritarann að ná í Tangen en tókst fyrir milligöngu norsks blaða- manns síðdegis þennan mánudag i síma. Tangen seg- ist hafa komist yfir bréf sem sýni náið samband banda- risku leyniþjónustunnar við forsætisráðherra íslands 1947/48 sem heiti Stefansson og bréfið hafi verið sent Truman forseta. Tangen bauð svo féttaritara FÚ að koma daginn eftir, þriðjudag, og sjá þetta skjal og önnur gögn um ísland. Þriðjudag 10. nóvember sýndi Tangen svo fréttaritara FÚ skjöl varðandi ísland en i þeim var ekkert um Stefán Jóhann Stefánsson. Hann var spurður um það skjal, fyrr- nefnt bréf, og fór að leita í skjölum sínum og sagðist svo ekki finna það. Hann væri með mikið af óflokkuð- um skjölum. Þetta tiltekna skjal, bréfið um SJS, skipti auðvitað höfuðmáli, og var eftir því gengið. Þar kom að Tangen sagðist ekki vera viss um að vera meö það. Hann kynni að hafa sent islenskum kunningja sírium það og önn- ur skjöl um ísland. Þessi ís- lenski kunningi, sem Tangen nafngreindi, var erlendis þeg- ar þetta gerðist en vinafólk hans í sama húsi tók að sér að beiðni fréttastofunnar að fylgjast með póstkassanum og bærist bréf frá Noregi yrði fengið leyfi i sfma til þess að opna það. Það var svo ekki fyrr en föstudaginn 13. nóvember að Ijóst þótti að sagan um póstsendinguna stæðist ekki. í millitíðinni hafði frétta- ritari DV í Osló sagt að ekkert væri um SJS i skjali sem Tangen hefði sýnt hon- um. En fréttaritari DV nefndi skjal, en ekki skjöl, og frétta- ritara FÚ hafði verið sagt að skjölin væru þrjú. Tangen hafði í viðtali við fréttaritara FÚ í Noregi sem birt var í kvöldfréttum 12. nóvember bent á skjal (doku- ment) sem væri i safni Trumans forseta í Missouri. Haft var samband við frétta- ritara FÚ í Bandaríkjunum og honum falið að grennslast fyrir um þetta skjal í Truman- safninu og hugsanlega önnur skjöl sem snertu ísland. Fréttaritarinn hringdi til safnsins og bókavörður þar skoðaði eina skýrslu banda- risku leyniþjónustunnar CIA frá því f júní 1948 og send hafði verið Truman forseta. Bókavörðurinn tilkynnti fréttaritaranum svo símleiðis sama dag að í skýrslunni sem væri 30—40 siður væri minnst á SJS og fleiri for- ystumenn islenska en hvergi væri minnst á náið samband bandarisku leyniþjónustunn- ar við SJS á þessum árum 1947/48. Fréttaritari FÚ í Bandarikjunum greindi frá þessari niðurstöðu þegar i fréttum klukkan 16, 17 og 18 föstudaginn 13. nóvember og þetta var einnig aðalfrétt fremst bæði í fréttayfirliti og í fréttum klukkan 19. Til þess að eyða öllum efa var fréttaritari FÚ í Bandrikj- unum beðinn um að útvega eintak af skýrslu leyniþjón- ustunnar í Trumansafninu og fékk hann sent Ijósrit af þessari tilteknu skýrslu. Hann var þá á leiö til íslands í einkaerindum og var beðinn um að koma með skýrsluna og til landsins barst hún mið- vikudagsmorgun 18. nóvem- ber. Honum var síðan falið að skoða skýrsluna vandlega og hlusta á alla pistla um málið frá mánudeginum 9. nóvem- ber. Síðan var hringt frá FÚ í Tangen og hann beðinn um yfirlýsingu. Yfirlýsingin kom slðdegis fimmtudaginn 19. nóvember. Hún var birt fremst i kvöldfréttum og jafn- framt sagt að fréttaritari FÚ í Noregi héldi fast við það sem hann hefði upphaflega haft eftirTangen. Þannig stæði staðhæfing á móti staðhæf- ingu. FÚ harmaði jafnframt að heimild sem hún hefði ekki talið ástæðu til að vefengja hefði reynst ótraust. FÚ hafði þá tvívegis og ræki- lega borið upphaflegu frétt- ina til baka. Daginn eftir, föstudaginn 20. nóvembervar samþykkt útvarpsráðs birt í kvöldfréttum klukkan 19. Mánudaginn 9. nóvernber þegar málið byrjaði var fjall- að um þaö á FÚ í samráði við fréttaritara í Noregi hvort heimildin væri traust. Ástæð- ur þess að Tangen var talin traust heimild eru eftirfar- andi: 1. Mánudaginn 9. nóvember þegar málið byrjaði var fjall- að um það á FÚ í samráði við fréttaritara i Noregi áður óbirt skjöl um náið samband norskra forystumanna og bandarisku leyniþjónustunn- ar og mesta athygli vekja gögn um samband Hákonar Lies og bandrísku leyniþjón- ustunnar OSS. 2. Dag Tangen nefnir að fyrra bragði í viðtali við norska útvarpið að hann hafi komist yfir islensk skjöl. 3. Dag Tangen segir sama dag við fréttaritara FÚ í Noregi að hann hafi þessi íslensku gögn undir höndum, þ. á m. bréf sem sýni náið samband bandarísku leyniþjónustunn- ar við SJS. 4. Dag Tangen hefur varið þrem- ur árum í rannsóknir, m. a. dvalist í Bandaríkjunum, á samskiptum bandarísku leyniþjónuustunnar og norskra forystumanna. 5 Dag Tangen er fræðimaður og fræðimannsheiður hann er í veði fari hann ekki rétt með heimildir. 6. Fréttaritari FÚ í Noregi er menntaður blaðamaður með reynslu og á FÚ er boriö til hans fullt traust. Þannig var heimildin í upp- hafi talin traust. Hún brást. Þegar það varð Ijóst var frétt- in borin rækilega til baka og málið harmað.“ sem ekki gengu út síðasta laugardag, leggjast við 1. vinninginn núna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.