Alþýðublaðið - 11.12.1987, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 11.12.1987, Qupperneq 7
Föstudagur 11. desember 1987 7 ÚTLÖND Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir VILJA BANDARIKJAMENN AD LEIÐTOGAR ÞEIRRA SÉU SIDAPOSTULAR OG HREINTRÚARMENN? Nancy og Ronald Reagan vi rðast þrumulostin út af einhverju! íflestum löndum undrast menn fjaðrafokið í bandarískri pólitík, út af smámunum að því er mörgum finnst. Sem dæmi má nefna: kvennafar Gary Hart og fikt Douglas Ginsburg með marihuana á yngri árum. Staðreyndin er sú, að siðaprédikanir og allskonar fordómar er fyrirferðamikill hluti af bandarískri pólitík. Bandarikjamenn eru gjarn- an upp meö sér af því, að í þeirra pólitík gæti engrar hugtaksfræöi. Strangt til tek- ið, eru ekki hefðbundnar evr- ópskar hugmyndafræðilegar stefnur í pólitíkinni þar vestra. Þessi erfðavenja á rætur sínar djúpt í þjóðarsál- inni. Hreintrúarmennirnir (Púrítanarnir) sem numu land í héruðunum við Plymouthí og Massachusetts flóann á árunum frá 1620—1630, litu á nýja heimalandið sem byrjun á nýju lífi, langa vegu frá og allt öðruvísi en hin syndum spilltu og útbrunnu lönd sem þeir höfðu yfirgefið I „Gamla Heiminum". Suðurríkjamað- urinn James Madison sem kallaður hefur verið „faðir“ stjórnarskrár Bandaríkjanna, varaði við stofnun pólitískra flokka (factions) vegna þess, að hann taldi að það myndi leiðatil stéttaskiptinga, klofnings og rifrildis, og að lif fólksins yrði aftur eins og það var í Evrópu. Ameríkanismi í kringum 1800 var samt komið á tveggja flokka kerfi: federalistar, sem vildu sterka miðstýringu, og anti-federal- istar sem vildu fylkisstjórnir. Þetta leiddi þó ekki til pólit- ískra skiptinga meö ákveðn- um linum milli stétta, eða lagði grunn að óréttlæti í þjóðfélaginu eins og t.d. í Stóra-Bretlandi. Meginástæð- an fyrir þvi, voru hin sterku áhrif „The American dream“ (ameriska draumsins). í þeim draumi er áherslan lögð á einstaklingsframtakið og að feta sig upp eftir metorða- stiganum. Litið var á þessa samfélagstilraun, sem eitt- hvað nýtt og ólikt öllu sem áður hefði verið reynt og gjörólíkt gömlum hefðum í Evrópu. Þessa sjónarmiðs gætir í allri sögu Bandaríkj- annaog i lífi þjóðarinnar. Saga er sögð af leiðtoga I Afríkuríki sem var gagnrýnd- ur af blaðamanni frá Banda- ríkjunum, fyrir að reyna að koma einsflokkakerfi á í landi sínu. Leiótoginn svaraði: „Hvað er athugavert við það? Margar stórþjóðir hafa eins- flokkakerfi. í Bandaríkjunum er einsflokkskerfi — en það verður nú allt að vera svo stórt og mikið hjá ykkur að þiö veröiö að hafa tvo flokka þó þeir séu alveg eins“! Þarna hitti hann á rétta punktinn í pólitískri mynd stóru flokkanna tveggja í Bandaríkjunum. (Aðrir flokkar eru svo litlir að þeir skipta ekki máli). Stefna beggja flokkanna er sú sama, Amer- ikanismi. Einskonar almenn- ingstrú, blönduð þjóðarstolti og yfirborðs siðavendni. Borgarapólitík Grunnlína þessarar þjóðar- pólitíkur er einstaklings- . hyggjan og vinnusiðgæði. í bandarískri pólitík og ekki síður utanríkispólitik er mikil áhersla lögð á siðgæði og siðferði, þetta gildir um báða flokkana. Pólitískur ferill Ronalds Reagan er byggður á amerik- anisma og antikommúnisma, sem er talinn siðlaus vegna trúleysis, og takmörkunar einstakl.ings og markaðs- frelsis. í Bandaríkjunum hafa atvinnuþólitíkusar ekki notið sérstakrar virðingar, nema í suðurrikjunum þar er „states- man“ hefðin sterk og virt. Þar er það talið mikið atriði að stjórnmálamaðurinn sé virðu- legur „gengleman" sem hafi stjórnmál að aukastarfi! í norðurrlkjunum aftur á móti er stjórnmálamaður í hugum fólks, oft talinn valdamikill og tengdur spillingu, þessa álits gætir mest í stórborgun- um. Grasrót Stjómmálamaðurinn er fulltrúi fólksins en ekki full- trúi sérstakrar stjórnmála- stefnu. Þingmaður í U.S.A. sem ekki er í snertingu við kjósendur sína, getur tekið pokann sinn. Þessvegnaeru atkvæðagreiðslur I þingdeild- um Bandaríkjanna ekki eins og algengast er í Evrópu, þ.e. flokksmenn kjósa með sínum flokksmönnum. Forkosning- um var á sínum tíma komið á, til að draga úr flokkapoti og auka áhrif hins almenna kjós- anda á útnefningu þing- mannsefna eða forsetaefna o.s.frv. Útkoman er sú, að stjórn- málamaðurinn er samnefnari skoðana fólksins, en ekki hugmyndafræðilegur leiðtogi þess heldur talsmaður þess. Það má segja að þetta sé í raun megin inntakið í sjálf- stæðisyfirlýsingu Bandaríkj- anna. Það verður æ erfiðara fyrir bandaríska stjórnmálamenn, að halda einkallfi sínu fyrir utan stjórnmálin. Þetta stafar einkum af því að fjölmiðlarnir gefa einkalífinu meiri gaum en stjórnmálamanninum. Fjölskyldan, lífsstíll og fram- koma verður meira áriðandi en pólitískt innihald. Stund- um virðist sem það séu ekki stjórnmálin sem mestu máli skipta í pólitík i Bandaríkjun- um, heldur eitthvað allt ann- að. Það virðist ólíkt auðveldara fyrir stjórnmálamenn I Evr- ópu, að hafa einkalífið aðskil- ið frá pólitíkinni. í bandarísk- um stjórnmálum virðist sem stétta og efnahagsmál skipti minna máli en slétt og fellt yfirborð „amerikan“-ismans. Uppákoman I sambandi við Oliver North er talandi dæmi þessa. Fikt Douglas Gins- burgs með hass, á yngri ár- um, er alvarlegra en þau ein- kennilegu mál sem Oliver North lenti í. Margir líta á North sem þjóðhetju og sum- ir vilja jafnvel gera hann að forseta Bandaríkjanna! Meiri áhersla er lögð á hamingjusamt fjölskyldulíf (allavega á yfirborðinu) og hreinan góðborgaraskjöld, en á pólitískt innsæi og sam- viskusaman starfskraft. Sífellt koma fram á hið pólitíska sjónarsvið, fleiri og fleiri menn meðalmennsk- unnar og menn með trúarleg- an fagurgalavið kjósendur. Gáfur, sköpunarhæfileikar og pólitiskt víðsýni virðist ekki lengur vera nauðsynlegir eig- inleikar stjórnmálamannsins. Em 06 €6 SAt&l Vtb SfM er src nepptv AD vr** (tfT Mfp. .. "þu 'StAtT, totMU Mttó AT/ mi 0* tM fee £( HdM TIL iXYPI Keuu 06 nt At> ýw BAfM... a flutmctl:. f&UAA) MJtí & UKA '/ F*4H$0bl

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.