Alþýðublaðið - 11.12.1987, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 11.12.1987, Qupperneq 4
4 Föstudagur 11. desember 1987 HEILBRIGÐISMÁL gHj Þórunn Guðmundsdóttir skrifar Liðamótaaðgerðir: TVEGGJA BIÐTIMI 350 manns á biðlista á Borgarspítalanum eftir gerviliðaaðgerð. Ef billinn þinn bilar ferð þú á stúfana og kannar hvort hægt sé að fá gert við hann og hvort varahlutir séu tii. Ef varahlutir fást ekki og ekki er hægt að koma bílnum á verk- stæði, bölvar þú umboði bíls- ins, framleiðslulandi hans, bifvélavirkjum og etv. fleiru sem þér þykir að eigi þátt í vandræðum þínum. Þér finnst sjálfsagt að þú fáir gert við bílinn um leið og hann bilar. Þú gerir jafnvel fyrirbyggjandi ráðstafanir svo minni hætta sé á að bíllinn stoppi alveg einn daginn þegar þú þarft á honum að halda. Nú spyrð þú lesandi góður hvaða þvæla þetta sé um bila í dálki um heilbrigðismál. En ég svara þér því að við skul- um bera saman það ástand sem er í málefnum bæklunar- skurðlækninga og bílavið- gerðum. Ef liðamót í mannslíkama bila og þörf er á viðgerð verð- ur biðtiminn tvö ár eftir við- gerðarplássi. Þá spyr ég hvers konar þjóðfélag er það sem tekur það gott og gilt að fólk þurfi að kveljast i tvö ár með biluð liðamót en allir telja sjálfsagt að fá gert við bíl um leið og hann bilar. Málefni bæklunarskurð- lækninga hafa orðiö útundan í heilbrigðiskerfinu. Etv. er skýringin sú að flestir þeirra sem þurfa á gerviliðaaðgerð- um að halda, eru eldra fólk sem búið er að skila þjóðfé- laginu vinnuframlagi sinu í áratugi og á í mörgum tilfell- um ekki eftir að skila þjóðfé- laginu beinum fjárhagslegum hagnaði. Vilji er fyrir hendi á heilbrigðisgeiranum til að bæta úr en krónurnar, aflið til framkvæmdanna vantar. Þegar ástandið er orðið þannig að fólk kvelst árum saman vegna þess að fjár- magn vantar svo hægt sé að framkvæma gerviliðaaðgerðir. Þarf þá ekki að fresta öðrum framkvæmdum og veita auknu fé í þennan málaflokk í eitt til tvö ár? Það finnast áreiðanlega önnur verkefni sem ekki eru svo brýn að það valdi fólki skaðaeða kvölum að fresta þeim um eitt ár svo hægt sé að bæta úr fyrir því fóiki sem liggur kvalið heima hjá sér mánuðum saman. Hvað með aö seinka þvi að leggja bundið slitlag einhvers staðar og láta heilbrigðisgeir- ann hafa það fjármagn til uppbyggingar bæklunar- skurðlækninga? Áhugaleysi Fæstir þingmenn virðast hafa áhuga á málefnum heil- brigðisþjónustunnar. Það virðist svo sem öll hennar málefni og þau vandræði sem eiga sér staö innan hennar eigi að þegja f hel. Þegar fjárskorturinn er orð- inn þannig að heilbrigðis- stofnun sem rekin er af rik- inu þarf aðstoð líknarfélags til að kaupa t.d. kodda handa sjúklingunum, þáfinnst hátt- virtum þingmönnum etv. best að málin séu ekki tekin til umræðu. Ætla þingmenn að láta heilbrigöiskerfi sem tekið hefur áratugi að byggja upp, falla á nokkrum árum? Finnst einhverjum þing- manni það eðlilegt ástand að háttvirtur kjósandi þurfi að kveljast I þrjú ár vegna fjár- skorts í heilbrigðiskerfinu? Engin viðbrögð í nóvember s.l. birtist í dagblaði grein eftir Brynjólf Mogensen bæklunarskurð- lækni, þar sem hann gerði grein fyrir fækkun gervilima- aðgerða vegna þess álags sem er á bæklunarskurð- deildum vegna aukinnar tíðni mjaðmarbrota. í Reykjavík hefur tíðni mjaðmarbrota þeirra sem eru 50 ára og eldri aukist úr 214 brotum á árun- um 1965—1969 I 489 brot á árunum 1980—1984. Fjölgun mjaðmarbrota er ekki óeðli- leg heldur helst hún í hendur við fjölgun aldraðra á sama tíma. í þessari sömu grein gerði Brynjólfur'grein fyrir þeirri stöðu sem kemur upp um aldamót varðandi gervi- liðaaðgerðirverði ekkert gert til úrbóta. Nú heföi mátt ætla að hvert bréfið af öðru hefði komið í lesendadálkum blað- anna þar sem Brynjólfi væri þakkað fyrir að vekja athygli á þessum málum. Hefur nokkur orðið var við það? Hvar eruð þið sem eruð búin að biða eftir gerviliða- aðgerð í tvö ár? Það er vitað að þið eruð til og eruð stór hópur. Hvar eru viðbrögð ráða- manna þegar þeir fá skýrslu um ástandið í dag og skýrslu um ástand sem er fyrirsjáan- legt um aldamót? Hér með er auglýst eftir upplýsingum um viðbrögð ráðamanna. Beinþynning og aðgerðir Aiþýðublaðið fór á fund Brynjólfs Mogensens og spurði hann hvort ekki væri hægt að grípa til fyrirbyggj- andi aðgerða svo spáin hans um ástandið eftir 10—12 ár stæðist ekki. „Beinþynning verður hjá öllum þegar þeir eldast, hjá konum er beinþynningin ör vegna hormónabreytinga sem verða á breytingaskeiðinu," sagði Brynjólfur. „Beinþynn- ing veldur því að ekki þarf mikið til að viðkomandi brotni. Fjölgun þeirra sem brotna veldur því við óbreytt- ar aðstæður að það verða alltaf færri og færri sem komast að I gerviliðaaðgerðir. Hér á landi brotna margir inn- an dyra, á sinu heimili og etv. eru margar slysagildrur á heimilum eldra fólks. Stund- um er hægt að bæta úr með litlum tilkostnaði ef fólk áttar sig á hvað þarf að gera. Eg nefni bætta lýsingu í íbúð- um. Þröskuldar ættu að hverfa. Föst gólfteppi ættu að vera á góífum, ekki parket eða dúkar. Lausar mottur á að fjarlægja úr íbúðum eldra fólks. Hér á Borgarspítalanum eru 350 manns á biðlista eftir gerviliðaaðgerð á stórum lið- um. Biðtlminn er rúmlega þrjú ár. Þetta fólk sem bíður er illa haldið. Liðir eins og hnjáliðir og mjaðmaliðir eru álagsliðir sem eru á stöðugri hreyfingu og daglegur sárs- auki i fleiri ár fer illa með fólk andlega og líkamlega. í Svíþjóð teljast gerviliða- aðgerðirtil fyrirbyggjandi að- gerða til að koma I veg fyrir önnur vandamál hjá eldra fólki. Á öldrunardeild I Lundi þar var á árum áður 10%—12% vistmanna inni vegna slits í liðum. Nú er um 1% þar af þeirri ástæðu. Þetta er ein- göngu þakkað tilkomu gervi- liðaaðgerða. Enginn ætti að þurfa aö dvelja á stofnun vegna slits I liöum.“ — Getur fólk ekkert gert sjálft til að koma i veg fyrir slit i liöum? „Engar forvarnir eru til sem koma I veg fyrir slit í liðum og ekkert I sjónmáli. — Þegar talað er um bætta aðstöðu til bæklunar- skurðlækninga er þá ekki verið að tala um aðstöðu til aðgerða (skurðstofur) og endurhæfingaraðstöðu? „Fólk sem kemur inn til gerviliðaaðgerða og er undir 70 ára aldri þarf ekki að vera lengur en 2 vikur á sjúkra- húsi. Besta endurhæfingin fyrir þetta fólk er að það komi sem fyrst heim í sitt venjulega umhverfi og takist á við það. Sjúklingar sem fara I gerviliðaaðgerð mega fara að hreyfa sig strax og þeir treysta sér til vegna sárs- auka. Eldra fólk þarf lengri tíma. Besta endurhæfingin fyrir það er að hvetja það til sjálfshjálpar. Sjúkrahúsin hér eru því miður gamaldags að því leyti að sjúklingum er færður matur í rúmið. Á fæst- um deildum er borðstofa þar sem sjúklingarnir mæta og borða við þær aðstæður sem þeir eru vanir. Bara þetta atr- iði að bera matinn að rúmi fólks dregur úr því kjarkinn til að takast á við það sem það er vel fært um að gera“. Þingmenn sofa á verðinum — Er til starfsfólk til að vinna þetta ef aðstaðan væri fyrir hendi? „Það er til sérhæft starfs- fólk. En til að halda starfs- mönnum I þjálfun og þjálfa nýja er ekki æskilegt að þessar aðgerðir verði gerðar á fleiri stöðum á landinu en þessum sem þær eru á I dag. Ef þessar aögerðir væru Brynjólfur Mogensen bæklunar- skurðlæknir: „Enginn ætti að þurfa að dvelja á stofnun vegna slits á liðum.“ gerðar á fleiri stöðum er hætt við að hver og einn starfsmaður fengi ekki þá þjálfun sem honum er nauð- synleg til að halda við færni sinni.“ — Hvernig hafið þið reynt að ná til ráðamanna og vekja athygli þeirra á málinu? „Stjórn sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar samþykkti i maí 1984 að næsti gangur sem yrði opnaður í B-álmunni yrði fyrir öldrunarbæklunar- lækningar. Það hefurekkert gerst í þvi máli. Læknar hafa reynt að kynna ráðamönnum bréflega aðstæður sjúklinga sinna en engar undirtektir fengið. Við höfum að visu ekki farið niður í Alþingishús og klappað þeim á axlirnar til að vekja athygli á málefnum skjólstæðinga okkar. Það er etv. þaö sem þarf til að fá á stað umræðu um þessi mál,“ segir Brynjólfur Mogensen bæklunarskurðlæknir.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.