Alþýðublaðið - 17.12.1987, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.12.1987, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 17. desembef 1987 imUBLMIIB Útgefandi: Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Fréttastjóri: Umsjónarmaður helgarblaðs: Blaðamenn: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blað hf. Valdimar Jóhannesson Ingólfur Margeirsson Kristján Þorvaldsson Þorlákur Flelgason Haukur Hólm, Ingibjörg Árnadóttir og Sigrfður Þrúður Stefánsdóttir. Þórdls Þórisdóttir Filmur og prent, Ármúla 38. Blaðaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Áskriftargjald 600 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virka daga, 60 kr. um helgar. ÞAK Á VEXTINA Arni Gunnarsson alþingismaður hefur komið með þá löngu tímabæru athugasemd að hömlulaus vaxtastefna væri að búa til nýja öreigastétt á íslandi. Árni hefur meðal annars bent á þá staðreynd að háir vextir séu óheppilegt baráttutæki í viðureigninni við verðbólguna, og hefur stungið upp áþví að Seðlabankinn eigi að setjaþakávext- ina. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum hafa auglýstir meðalvextir hækkað um 113.6% frá 1. desember 1986 til 1. desember 1987. Fyrirtæki sem skulda vegna fjárfestinga ramba nú mörg hver á barmi gjaldþrots og sjálfur risinn, Samband íslenskra samvinnufélaga, hefur sent frá sér hættumerki vegna þeirra byrða sem vaxta- þenslan felur í sér. En það eru ekki aðeins fyrirtæki sem berjast í bökkum vegna afleitra rekstrarskilyrða sem hávaxtastefnu fylgja. íslensk alþýðuheimili eru mörg sem eru að því komin að gefast uþp vegnavaxtasíbyljunnarsem dynuráþeim. Ekki á þetta sist við húsbyggjendur eða kauþendur að eldra húsnæði sem bundnir hafa verið fastir á bálköst vaxtanna og eygja enga undankomuleið úr logunum. Sérstaklega má benda á fólk á landsbyggðinni sem tekur að stórum hluta laun eftir taxtakerfi og nýtur ekki yfirborgana. En þótt yfirvinna komi til, nægir hún ekki til að mæta vaxta- hækkununum. Vaxtastigið á íslandi er nú komið langt yfir viðmiðunar- mörk hjá nágrannaþjóðum okkar. Ljóst er að vaxtahækk- un hefurekki dugað í baráttunni gegn verðbólgu og hefur ekki minnkað lánastarfsemi í landinu sem aftur leiðir til hækkunar vaxta. Ljóst er að stjórnvöld þurfa að grípa til annarra ráða og það fljótt ef ekki á að koma til stórfelldrar upþlausnar á alþýðuheimilum landsins. Ástandið hefur aldrei verið alvarlegra. Alþýðublaðið birti í gær forsíðu- frétt um að rúmlega sjötíu fasteignir hafi verið seldar á nauðungaruppboðum í Fteykjavík á þessu ári. í fyrra voru nauðungaruppboðin í höfuðborginni um fimmtíu. Enn- fremur hefur orðið mikil aukning á uppboðsbeiðnum. Jón Skaftason yfirborgarfógeti í Reykjavík, sagði við Alþýðu- blaðið af þessu tilefni, að megnið af kröfunum væru frá lánastofnunum, einstaklingum eða félögum og nefndi háa vexti sem hugsanlega ástæðu fyrir þessari miklu aukningu. Okurvextirnir hafa ekki einungis í för með sér gjaldþrot og upplausn heimila, heldur harðari aðgerðir innheimtu- aðila. Harkan í innheimtuaðgeröum er orðin slík, að lög- fræöingar og aðrir löggiltir rukkarar eru komnir inn á heimili fólks áður en það nær að snúa sér við í vaxtafen- inu. í heild skapar þessi hávaxtastefna ómannlegt og miskunnarlaust kaupæði, vaxtaokur og sívaxandi verð- bólgu en hins vegar minnkandi kaupmátt, grimmar inn- heimtuaðgerðir og uppgjöf heimilanna. Það á því að vera skýlaus krafaaðSeðlabankinn annist nauðsynlegt aðhald í vaxtamálum og nýti sér þá heimild sem hann hefur í lögum og setji þak á vextina. ÖNNUR SJÓNARMIÐ VIÐTAL Alþýðublaðsins við Þröst Ólafsson sem birtist um helgina hefur vakið mikla athygli. Þjóðviljinn líkt og aðrir málsvarar Alþýðubanda- lagsins urðu greinilega log- andi hræddir við þetta viðtal og héldu að nú væri Þröstur að ganga yfir til krata, ekki síst vegna þess að Þröstur ymprar á ýmsum sameining- arhugmyndum. Nýr ritstjóri Þjóðviljans, Mörður Árnason, tekur á sig rögg í Þjóðviljan- um í gær, og „útskýrir“ fyrir lesendum sínum „hvað Þröst- ur átti eiginlega við.“ Mörður skrifar eftirfarandi fréttaskýr- ingarklausu: „Þröstur Ólafsson var um helgina í hressilegu viðtali við Alþýðublaðið og er þar komiö víða við. Enda kynnir blaöið Þröst sem svo fjöl- þreifinn að hann sé eiginlega allt í öllu, að vísu „ekki enn- þá“ orðinn ráöherra og ekki heldur prestur. Fyrst og fremst er Þröstur þó i Alþýðubandalaginu að tala við krata fyrir sína hönd og vandamanna, svosem einsog í hlutverki eldri bróð- ur, og tekur þeim einkum vara fyrir að búast við miklu af stjórnarþátttökunni með ínaldi og Framsókn." Eftir að Þröstur hefur rætt um hugsanlega sameiningu vinstri manna og valdið Merði og öðrum allaböllum slikum hrolli að tennur glamra I munni og fingurnir titra á stafaborði tölvunnar, skrifar ritstjórinn: „Þessar hugleiðingar Þrastar um „eina slóð“ til vinstri i íslenskri pólitík eru auðvitað ekki nýjar af nálinni, — nær sanni væri að pólitík- in til vinstri hafi snúist um þessi efni áratugum saman með ýmsum hætti. Það lýsir hinsvegar ákveðinni íhygli hjá Þresti að reifa þetta við les- endur Alþýðublaðsins ein- mitt þessar vikurnar. Alþýðubandalagið er í óða önn að „losa sig við forneskj- una“ eftir duglega uppstokk- un og endurnýjun í sumar, og flokkurinn virðist vera að sækja mjög í sig veðnðí stjórnarandstöðunni á al- þint; fjölmiðlavettvar.gi og á vinnustööunum. Alþýðuflokkurinn er hins- vegur í hlutverki bandingjans inní rikisstjórninni með því að taka á sig ábyrgð á stefnu hinna flokkanna, — og með þvi róli eru kratarnir ekki ein- ungis að missa traust kjós- enda sem studdu fiokkinn í þeirri trú að hann byði fram nýjar lausnir, forysta Alþýðu- flokksins er einnig i óða önn að loka þeim leiðum sem þrátt fyrir allt hafa staðið opnar milli A-flokkanna. Sem enn einu sinni virðist ekki skapað nema skilja. Þetta er Þröstur að segja lesendum Alþýðublaösins, og hér skal tekið undir með honum að þótt Þóröargleðin sé vissulega dísæt tilfinning væri ömurlegt að horfa uppá enn eina niðurlæginguna hjá krötum. Jafnvel fyrir Allaballa á uppleið.“ Þröstur Ólafsson. Allaballar á uppleið. Nokk- uð sniöugur frasi. EITT af uppáhaldsblöðum ritstjórnar á Alþýðublaðinu er Eystra Horn sem gefið er út á Höfn í Hornafirði. Hin skemmtilegasta ritdeila er þar upp sprottin. Árni nokkur Stefánsson er mjög ósam- mála ritstjóranum Halldóri Tjörva um skólamál og mót- mælti leiðara hans meö eftir- farandi orðum: „í leiðara seinasta Eystra- horns, hvetur leiðarahöfund- ur, að minu áliti ritstjórinn, menn til umræðna um skóla- mál, og þusar nokkuð yfir því, að fólk, einkum foreldrar, sé sinnulaust og kærulaust um velferð barna sinna. Og ekki fara kennarar varhluta af þessu þjósti ritstjórans. Eða hvað segja kennarar þegar svona nokkuð er borið á borð fyrir þá: „Eystrahorn fuliyrðir að fjöldi skólamanna ' hafi engan raunverulegan áhuga á opinberri umfjöilun um skólamál.“ Tilvitnun lýk- ur. Gaman væri að fá frekari skilgreiningu á þessum um- mælum. Er leiðarahöfundur að höggva til kennara hér í sýslu, fyrrum starfsfélaga? Eða leggur hann landið allt undir sig? Og sé svo, er hann þá búinn þeirri þekkingu á þessum málum, sem meö þarf, til þess að taka munn- inn svona fullan? I öðru lagi, liggja fyrir samþykktir útgáfu- stjórnar og eða ritnefndar „Hornsins" um að þetta sé yfirhöfuð álit Eystrahorns, eins og höfundur kemst að oröi? Eg spyr, er tilfellið að leiðarahöfundur, hver svo sem hann er, geti sagt næst- um hvað sem er í okkar ágæta fjölmiðli, og túlkað það frammi fyrir alþjóð sem sameiginlegt álit Austur- Skaftfellinga? Önnur tilvitnun: „Einungis örfáir baráttumenn sitja eftir og þeir eiga heiðurinn af því, sem ávinnst í baráttunni um betri skóla.“ Tilvitnun lýkur. Auðvitað eru þetta tilhæfu- lausar fullyrðingar og að sjálfsögðu marklausar, og bera þess gjarnan vott að höfundur er sjálfur nýhættur í kennslu. Af hverju? Það veit ég ekki. En hitt veit ég að hann var góður kennari og skólamaður og því mikil eftir- sjá aö honum úr þvi starfi. Og því miður eru slik dæmi um að góðir menn hætti í kennslu alltof mörg, en ekki tel ég ósennilegt að þar komi fleira til, en það sjónarmið að opin umræða um skóla og skólamál sé ekki velkomin og raunar kærkomin meðal kennara og foreldra." Og ritstjórinn Halldór Tjörvi svarar fyrir sig: „Það fer alltaf í taugarnar á mér þegar umræöa, sem á aö vera málefnaleg, og þarf raunverulega á þvi að halda, fer út í þjark um persónulega hagi manna. Því miður er þaö oft svo að láti einhver eitthvað frá sér fara á opinberum vettvangi þá byrja margir óðara að brjóta heilann um það hvað honum gangi nú til annað en málefnið, sem hann velur sér að umræðuefni. Ég er ekki einn af þeim, aö minnsta kosti vona ég að svo sé ekki, og því kæri ég mig kollóttan um það hvaða hvatir liggja að baki greinar Árna Stefáns- sonar „Orð í belg skóla- mála.“ Persóna mín er hins vegar gerð að umræðuefni í grein- inni og finnst mér tilefni tii að halda þeirri umræðu áfram. Ég get strax svarað nokkr- um af spurningum Árna. Hann vill vita hvort ég sé „að höggva til kennara hér i sýslu, fyrrum starfsfélaga", eða hvort ég leggi „landið allt undiT1. Þvi er til að svara að ég hef síður en svo horn í síðu fyrr- um starfsfélaga hvorki hér né annars staðar. Raunar þekki ég fæsta kennara hér um slóöir nema rétt af afspurn og dettur ekki í hug að leggja neinn dóm á þá hvern og einn. Þeir sem ég þekki best verða ekkert undanskildir, síst ég sjálfur, þeirri gagn- rýni sem sett er fram i ieið- ara 44. tölublaðs Eystra- horns. Vert er hér að minna á I að það hefur löngum þótt ókurteisi að benda á fólk og þvi ætla ég mér hvorki að benda á né undan að skilja neina sérstaka kennara eða skóla. Þvi er landið alit undir.“ Einn með kaffínu Þingmaður einn var á gangi með ungum syni sínum. Sonurinn spurði: „Pabbi, hvað er rafmagn?“ Þingmaður- inn svaraði: „Sonur sæll, ég hef aldrei almennilega skilið hvað rafmagn er.“ Þeirgengu skammastund og þáspurði sonurinn aftur: „Pabbi, hvers vegna ganga bílarnir fyrir bensíni?" Þingmaðurinn svaraði: „Ja, ég hef nú aldrei skil- ið bensínmótora." Áfram gengu þeir um hríð og sonurinn spurði á nýjan leik: „Pabbi, hvernig geta flugvélar flogið?" Þingmaðurinn svaraði: „Satt best að segja hef ég aldrei kynnt mér það.“ Feðgarnir gengu nú drykklanga stund og sonurinn sagði loks: „Fyrirgefðu pabbi að ég spyr svona margra spurninga.“ Þingmaðurinn svaraði um hæl: „Allt í lagi sonur sæll, maður lærir aldrei neitt, ef maður spyr aldrei."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.