Alþýðublaðið - 17.12.1987, Page 8

Alþýðublaðið - 17.12.1987, Page 8
MBUBLMB Fimmtudagur 17. desember 1987 Ragnhildur Helgadóttir: EKKEKT PENINGALOFORO — fólst í bréfinu. Heilbrigðisráðuneytið gerði hvað það gat til þess að framkvœmdir gœtu gengið við byggingu D-álmu Sjúkrahúss Keflavíkur. Ragnhiidur Helgadóttir segir aö tullyrðing i fyrirsögn í Alþýöublaöinu á þriðjudag hafi verið gersamlega villandi og afar ósmekkleg. Ragnhild- ur segir aö í bréfi sem hún sendi stjórn Sjúkrahúss Keflavíkur i vor heföi komið fram yfirlýsing fagráðuneytis, en ekki falist loforö um pen- inga, eins og skilja mátti á fyrirsögn meö fréttinni. Ragnhildur segir ennfremur að heilbrigðisráðuneytið hafi gert hvað það gat til þess að framkvæmdir gætu gengið við byggingu D-álmu Sjúkra- húss Keflavíkur. í umræðum á Alþingi á þriðjudag vék Ragnhildur sér- staklega að fréttinni í Alþýðu- blaðinu þar sem vitnað var til Ólafs Björnssonar formanns sjúkrahússstjórnar, en hann segir að Ragnhildur hafi sam- þykkt 30 milljóna króna láns- heimild fyrirsitt leyti með bréfi dagsettu þann 15. apríl. Þremur vikum áður hafði fjár- málaráðherra verið búinn að hafna lántökuheimild, en þess var ekki getið í bréfinu frá heilbrigðisráðuneytinu. Ólafur segir að það hafi ekki verið fyrr en í haust, sem Guðmundur Bjarnason, nú- verandi heilbrigðisráðherra, upplýsti stjórnina um neitun- ina. „í bréfinu segir ekkert ann- að en hver afstaða heilbrigð- isráðuneytisins er. Ég var búin að leita eftir samþykki fjármálaráðuneytisins. Það tókst að vísu ekki í þessum umgangi, en þeir sem að sjúkrashúsinu stóðu lögðu á það mikla áherslu að afstaða heilbrigðisráðuneytisins kæmi bréflega fram. Þannig að fyrir lægi, að ráðuneytið myndi ekki standa í vegi fyrir lántöku af hálfu sjúkrahúss- ins,“ sagði Ragnhildur í sam- tali við Alþýðublaðið í gær. Ragnhildur sagðist hafa skrifað bréfið í þessum anda, en auk þess hafi ráðuneytið beitt sér fyrir því að sjúkra- húsið fengi framlag úr Fram- kvæmdasjóði aldraðra, til við- bótar þvi sem það fékk á fjár- lögum. „Við gerðum þvi allt sem við gátum til þess að greiða fyrir því að þessi mál gætu gengið," sagði Ragn- hildur. Þá sagði hún að forráða- menn sjúkrahússins hefðu talið sig eiga von i fjármagni frá einkaaðilum og til þess að svo mætti verða hefðu þeir talið sig standa betur að vigi með yfirlýsingu frá heil- brigðisráðuneytinu í höndun- um. „Sú yfirlýsing þýðir það að fagráðuneytið er búið að fara yfir áætlun sjúkrahúss- ins og telur að það sé nauð- synleg framkvæmd. Þaö var búið að sýna fram á það með rökum að þetta væri skyn- samlegt." Ragnhildur sagði að sér fyndist því bakari hafa verið hengdur fyrir smið á forsíðu Alþýðublaðsins á þriðjudag. í framhaldi af þessu var þaö að sjálfsögðu eðlilegt að gert yrði ráð fyrir sjúkrahúsinu nú Ólafur Björnsson formaður stjórnar Sjúkrahúss Keflavíkur: LÁGHIARKSKURTEISI AÐ SEGJA FRÁ NEITUN FJÁRMÁLARÁÐUNEYTISINS — Enginn stjórnarmanna áttaði sig á því að samþykki Ragnhildar Helgadóttur hefði enga þýðingu. Við hefðum brugðist öðruvísi við ef afrit af neituninni hpMi fylgt með bréfinu sem hún sendi okkur,“ sagði Ólafur. Ragnhildur sagði að stjórn sjúkrahússins hafi talið sig eiga kost á láni frá einkaaðil- um og til þess að slikt gengi betur myndi yfirlýsing frá heilbrigðisráðuneytinu hjálpa til. Þetta segir Ólafur Björns- son ekki alls kostar rétt: „Við ætluðum að fá lán í Spari- sjóðnum og einkaaðilar höfðu lagt drög að þvi.“ Ólafur sagöi að „lántöku- heimildin" hafi verið notuð sem kosningamál fyrir síð- ustu alþingiskosningar. „Því var haldið fram að nú væri búið að tryggja að bygging D-álmu ryki af stað. En um neitun fjármálaráðuneytisins höfðum við ekki nokkra hug- mynd fyrr en í haust er Guð- mundur Bjarnason, núverandi heilbrigðisráðherra, upplýsti okkur um bréfið frá ráðuneyt- inu,“ sagði Ólafur. Olafur Björnsson formaður stjórnar sjúkrahúss Keflavík- ur segir að enginn stjórnar- manna hafi áttaö sig á því að 30 milljóna króna lántöku- heimild sem Ragnhildur Helgadóttir þáverandi heil- brigðisráðherra samþykkti fyrir sitt leyti i vor, hafi ekki haft neina þýðingu. „Áttum við að giska á þaó? — Það hefði verið lágmarks- kurteisi af Ragnhildi að taka fram í bréfinu til okkar að fjármálaráðuneytið hafi neit- að. Það þegir hún um. Það hefði líka mátt taka fram I bréfinu að hennar heimild skipti engu máli varðandi leyfi til lántöku," sagði Ólafur í samtali við Alþýðublaðið í gær. í umræðunum á Alþingi á þriðjudag og í Morgunblað- inu í gær vék Ragnhildur að frétt í Alþýðublaðinu á þriðju- dag. Þar er fjallað um bréf sem hún sendi stjórn sjúkra- húss Keflavíkur þann 15. apríl, 10 dögum fyrir Alþing- iskosningar. í bréfinu segist Ragnhildur samþykkja 30 milljóna króna lánsheimild, „fyrir sitt leyti," til að flýta fyrir byggingu D-álmu sjúkra- hússins. Fréttin í Alþýðublaðinu er undir fyrirsögninni „Ragn- hildur gaf út gúmmíloforð“. Þar er haft eftir Ólafi Björns- syni, að í haust hafi núver- andi heilbrigðisráðherra upp- lýst stjórnina að fjármála- ráðuneytið hafi verið búið að hafna lántökuheimild, þremur vikum áðuren Ragnhildur samykkti fyrirsitt leyti. Ragn- hildur segir hins vegar í Morgunblaðinu, að frétt Al- þýðublaðsins sé bæði röng og fram úr hófi ósmekkleg. Bréf hennar hafi aðeins túlk- að afstöðu heilbrigðisráðu- neytisins og menn eins og Ólafur Björnsson, fyrrverandi alþingismaður, hafi mátt vita að þurft hafi samþykki beggja ráðuneyta. Ólafur Björnsson. „Ekkert okkar áttaði sig á því að hennar heimild skipti ekki máli. í bréfinu til okkar þegir hún um neitun fjár- málaráöuneytisins, sem hún hafði þegar undir höndum. í heimildargrein fjárlagafrum- varpsins. Um gagnrýni Ólafs sagði Ragnhildur ennfremur: „I mínu bréfi er ekkert loforö um peninga. Hvernig á mönn- um að detta í hug að þeir sem stjórna opinberum stofnunum og forsvarsmenn sveitarfélags viti ekki að opinbert fé kemur fjárlaga- ráðuneytinu við.“ Aðspurð hvort ekki hefði verið eðlilegt að geta neitun- ar fjármálaráðuneytisins sagðist Ragnhildur gera ráð fyrir þvl að þeir hafi fengið afrit af því. — Þeir hafi vitað af bréfinu áður. „Ég vissi það að ýmsir þarna syðra vissu af Ragnhildur Helgadóttir. neitun fjármálaráðuneytisins. Það lá alveg Ijóst fyrir.“ Ólalfur segir að lántöku- heimildin hafi óspart verið notuð í kosningabaráttunni. Ragnhildur sagði að sér væri ekki kunnugt um það. „En auövitað nota menn sér það í kosningabaráttu, að þeir ætli að byggja elliheimili. Það var t.d. ekki svo lítiö áhugamál alþýðuflokksmannanna sem eru þarna í bæjarstjórn og sjúkrahússtjórn, — enda er það nauösynlegt þarna suður frá. Ég gat ekki látið mér detta í hug, að þegar ég hætti að vera ráðherra, hættu þeir að berjast fyrir þessu gagnvart fjármálaráðuneyt- inu,“ sagði Ragnhildur Helga- dóttir. □ 1 2! 3 n 4 5 □ 6 □ 7 8 9 10 □ 11 n 12 13 □ □ • Krossgátan Lárétt: 1 mynduðu, 5 fen, 6 hjón, 7 belti, 8 angaði, 10 eins, 11 þræll, 12 framkvæma, 13 stækk- aða. Lóðrétt: 1 drabb, 2 ramma, 3 ör- vita, 4 hárið, 5 landsvæði, 7 strax, 9 lokaorð, 12 umdæmis- stafir. Lausn á síöustu krossgátu. Lárétt: 1 brest, 5 þrái, 6 joð, 7 SA, 8 akarns, 10 kk, 11 jós, 12 sópa, 13 raula. Lóðrétt: 1 brokk, 2 ráða, 3 ei, 4 trassa, 5 þjakar, 7 snópa, 9 rjól, 12 SU. • Oengfð Gengisskráning 15. desember 1987 Kaup Sala Bandarikjadollar 36,200 36,320 Sterlingspund 66,633 66,854 Kanadadollar 27,708 27,799 Dönsk króna 5,7731 5,7922 Norsk króna 5,6976 5,7165 Sænsk króna 6,1169 6,1372 Finnskt mark 9,0196 9,0495 Franskur franki 6,5675 6,5893 Belgiskur franki 1,0631 1,0667 Svissn. franki 27,3890 27,4798 Holl. gyllini 19,7928 19,8584 Vesturþýskt mark 22,2701 22,3439 itölsk líra 0,03020 0,03030 Austurr. sch. 3,1630 3,1734 Portug. escudo 0,2718 0,2727 Spanskur peseti 0,3287 0,3298 Japanskt yen 0,28493 0,28587 • Ljósvakapunlttar • StöJ 2 Fólk kl. 21.30 Bryndís Schram ræðir við fólk af ó- líku og fjarlægu þjóöerni sem b>ý;r á Islandi. • Stjaman Stjörnutiminn hefst kl. 19.00. Gullaldartónlist kynnt í eina klukkustund. • Rás 2 „Á milli mála“ kl. 12.45. Meö- al efnis er söguþátturinn þar sem tíndir eru til fróðleiks- molar úr mannskynssögunni og hlustendum gefinn kost- ur á að reyna sögukunnáttu sína. Umsjónarmaður er Snorri Már Skúlason. • Bylgjan „Bylgjukvöld" hefst kl. 19.00. Anna Björk Birgisdóttir sér um þáttinn. U

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.